Morgunblaðið - 12.01.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977
Minning um mæðgin:
Guðríður Sveinsdóttir
og Jóhann Ólafsson
Aldrei gerast spurningar um
rök tilverunnar jafn áleitnar, og
þegar þeir kveðja jarðlífið, sem
hafa staðið manni næst alla ævi.
En lífið og dauðinn eru tvö læst
skrín, sem geyma lykilinn hvort
að öðru.
Sumir telja sterkustu rökin fyr-
ir ódauðleikanum þau, að til séu
menn; sem hafi reynzt verðskulda
hann. Aðrir segja, að hinir dánu
séu vinir, sem dauðinn geti ekki
svipt okkur. En það er í fullri
einlægni sagt, að ég er aldrei nær
því að trúa á aðra tilvist, en þegar
bezta fólkið, sem ég hef kynnzt,
hverfur héðan
Við kvíðum þvi ávallt að kveðja
þá fyrir fullt og allt í þessu lífi,
sem við unnum mest, og það
breytir engu um, þó að komið sé
að kvöldi á jafn eðlilegan hátt og
nýr morgunn rennur með nýju
lífi.
í dag er kvödd hinztu kveðju
Guðriöur Sveinsdóttir, móðursyst-
ir mín, sem lézt 3. janúar s.l. á 79.
aldursári. Eftir margra ára erfið
veikindi hefur hún loks sofnað
þeim svefni, sem gerir alla jafna,
unga og gamla, hrausta og sjúka.
En hinzta kveðjan varðar allar
ævistundir jafnt.
Guðríður Sveinsdóttir er dæmi
þeirra kvenna, sem er ástríkið eitt
og kvengöfgin, um hina beztu
konu allra alda og allra kynslóða.
Sem betur fer er saga einnar
ágætrar konu og móður um leið
saga óteljandi fjölda annarra. Og
þegar hver og einn litur til baka
um farinn veg, þá finnur hann, að
það er einmitt frá samferðarfólki
eins og slíkum konum, sem hann
hefur hlotið hið dýrmætasta og
varanlegasta í lífinu. Og þegar ég
minnist Bubbu, eins og hún var
ávallt kölluð, þá koma í hug mér
og fram á varir orð eins og hjarta-
hlýja og trygglyndi, umhyggja og
ástúð, ótakmörkuð góðvild og
ekki sízt glaðværð.
Oft dró fyrir sól í lífi hennar, en
með hugrekki og þolinmæði tók
hún hínu mótdræga. Hún kvart-
aði aldrei eða æðraðist. Og enginn
gladdist og samgladdist innilegar
en hún. Það var lífsgæfa að eiga
slíka konu að nánasta ættingja og
mega umgangast hana lengstum
um ævina. Hún var öllum til góðs,
sem höfðu af henni kynni. Mynd
hennar mun geymast í minningu
minni skýr og björt og verða æ
skýrari og bjartari þvílengra sem
líður, því að það er eðli slíkra
mynda, sem Iífið gefur manni.
Hún mun fylgja mér sem verndar-
gripur, og á myndinni mun Bubba
alltaf brosa — sínu fallega, hlýja
brosi.
Guðríður Sveinsdóttir fæddist
28. september 1898 að Smiðjustíg
11 í Reykjavík og ólst þar upp í
fríðum og fjölmennum systkina-
hópi. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sigríður Rögnvaldsdóttir fædd
að Eystri-Reyni á Akranesi 1857,
og Sveinn Ólafsson, fæddur að
Stokkseyrarseli 1843. Þau eignuð-
t
GUÐBJÖRN HELGASON.
Laugaveg 30b,
lést í Landakotsspítala 4 janúar
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 7. janúar kl. 3
Aðstandendur
Faðir minn
ENOK HELGASOW
Þinghólsbraut 6
andaðist 3 janúar
Að ósk hins látna hefur jarðaförin farið fram í kyrrþey
Fyrir hönd vandamanna
Lilja Enoksdóttir
Eiginkona min og móðir okkar,
GUÐRÚN AOALSTEINSDÓTTIR,
Reynihvammi 1 2,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 13. janúar kl.
^ 30. Sigfús Jónsson,
Ingiieif Sigfúsdóttir,
Rfkharður Sigfússon,
Aðalsteinn Sigfússon,
Jón Karl Sigfússon.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og
jarðaför eiginmanns míns,
KRISTINS B. JÓNASSONAR
Sérstakar þakkir vil ég færa stjórnendum og starfsfólki Málningar h.f í
Kópavogi
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Markúsdóttir
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu útför móður okkar, tengdamóður og ömmu og vinsemd við andlát og
JÚLÍONU RANNVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Bergljót Guðmundsdóttir, Gunnar B Kristbergsson,
Þórunn Guðmundsdóttir,
Björn Guðmundsson, Unnur Jónsdóttir,
Gunnlaug G. Baldwin, E. Reginald Baldwin,
Einar Guðmundsson, Hafdís Jóhannsdóttir
og barnabörn.
ust 8 börn. Elzt þeirra var Rögn-
valdur, sem lézt 1907 aðeins 23 ár
gamall. Hann var Iistfengur mál-
ari, sem hafði numið iðn sína í
Kaupmannahöfn og Stokkhólmi,
sem var fágætt í þá daga. Næst-
elzt var Anna Guðný, sem dó
tveggja ára, en skarð hennar fyllti
brátt önnur Anna Guðný. Hún
átti Þorlák Öfeigsson, byggingar-
meistara. Hún lézt 1957, en Þor-
lákur þrem árum áður. Næstur
var Júlíus, trésmiður, sem dó
1969. Þá Sumarliði, sem tvítugur
hélt vestur um haf og var vel
metinn fasteignasali í þrjá ára-
tugi í Long Beach, þar sem hann
lézt 1961. Næst var Karólína, sem
nú er ein á lífi þeirra systkina,
gift Ásgeiri Ásgeirssyni, fyrrv.
skrifstofustjóra. Þá Gúðríður,
sem nú er kvödd, og loks Emilía,
sem lézt aðeins 14 ára gömul.
Það ber öllum saman um, og hef
ég það eftir ótal heimildum, að
heimilislífið að Smiðjustíg 11 hafi
verið til fyrirmyndar að öllum
t
Eiginkonan mín og móðir okkar
ÁSDÍS HELGA
STEFÁNSDÓTTIR.
Heiðarvegi 9,
Selfossi.
sem lést á sjúkrahúsi Selfoss 8
þ.m. verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 15
þ m kl 2 e.h
Sigurjón Stefansson
Þóra Sigurjónsdóttir,
Stefán Sigurjónsson
t
Þökkum af alhug auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður og afa,
GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR.
frá Þúfu
Börn. tengdasonur og
barnabörn.
brag, ástríki og umhyggju, glað-
værð og góðlyndi. Þar heyrðist
aldrei styggðaryrði. Auður og
auðna heimilisfólksins bjó i því
sjálfu, og hyghreysti og stilling
voru til svara, ef sorg eða
áhyggjur knúðu dyra. Systkinin
voru mjög samhent, og það var
alla tíð síðan einkennandi fyrir
þau, hversu jafnlynd að góðu þau
voru í iífi sínu. Ástríki milli
þeirra var og slíkt, að aldrei bar
skugga á, og yngri kynslóðin naut
þess frá öllum jafnt, eftir því sem
unnt var.
Tvítug að aldri gekk Guðríður
að eiga Ölaf Jóhannsson, verzlun-
armann, frá Kjartansstöðum í
Skagafirði, og var jafnt á komið
með þeim að fríðleik, glæsi-
mennsku og Ijúfmennsku. En
hann lézt langt fyrir aldur fram í
september 1929. Þau eignuðust
einn son, Jóhann, sem varð eina
barn Guðríðar. En um leið og ég
minnist á það, get ég ekki annað
en tekið það fram, að okkur syst-
kinabörnunum fannst alltaf, eins
og hún væri hálfgildis mamma
okkar líka. Slík var umhyggja
hennar og innileiki frá allra fystu
tíð til hins síðasta.
11. júní 1932 giftist hún Bergi
Sturlaugssyni, húsgagnabólstr-
ara, sem lifir hana, en þrotinn
heilsu. Hann var hinn mesti dugn-
aðar- og drengskaparmaður, og
heimili þeirra, sem lengstum stóð
að Skeggjagötu 3 og Drápuhlxð 3,
var einstaklega hlýlegt og smekk-
legt. Þangað var alltaf dýrlegt að
koma. Um áratugi var það fastur
siður og tilhlökkunarefni, að ætt-
ingjar og vinir fjölmenntu á
heimili þeirra 1. maí á afmælis-
degi Bergs. Nú er það í hljóðri
sorg, en innilegri samúð, sem hug-
ur okkar allra stefnir til fundar
við Berg.
Jóhann Ölafsson fæddistí
Reykjavík 6. október 1920, en lézt
snögglega, er hann var á ferð með
konu sinni, Francis, á Spáni 14.
september 1974.
Við Jóhann vorum leikfélagar
og æskuvinir, og árum saman var
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
INGIMARS BRYNJÓLFSSONAR
Stórkaupmanns
Herborg Brynjólfsson
Gunnar Ingimarsson, Kirsten Ingimarsson,
Ingimar Ingimarsson, Sólveig Geirsdóttir,
Bogi Ingimarsson, Sigrún Sigurþórsdóttir
og barnaborn
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa
RUNÓLFS EYJÓLFSSONAR,
Vorsabæ 1, Reykjavík.
Fyrir hönd vandamanna,
börn hins látna.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þfeim, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa,
GUNNARS ÓLAFSSONAR.
frá Patreksfirði,
Guðrún F. Halldórsdóttir,
Kolbeinn Gunnarsson, Sjöfn Gunnarsdóttir,
Halldór Gunnarsson,
Úlfhildur Gunnarsdóttir. Sigmar Ólafsson,
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Ólafur Gunnarsson
og barnabörn.
ég daglegur gestur á heimili hans,
enda var alltaf stutt á milli bú-
staða okkar. Það er með trega og
hjartans þakklæti, sem ég rifja
upp þær bernskuminningar. Jó-
hann var nokkrum árum eldri en
ég, en það kom aldrei að sök.
Hann var laus við allt, sem kallast
frekja, og með öllu hrekklaus, en
glaðsinna og léttlyndur. Þessir
eiginleikar eltust ekki af honum,
er hann varð fullorðinn, þvi að
nánast má segja, að hann hafi
verið góðmennskan holdi klædd,
en það verður mönnum ekki ein-
hlítt til framdráttar í lífinu. En
„enginn breytir sjálfum sér, svo
að heitið geti“, var eitt sinn ort,
og Jóhann var alltaf hinn sami og
góði ljúfi Jóhann.
Skömmu eftir striðið fór hann
vestur til Bandaríkjanna til þess
meðal annars að hitta frændfólk
sitt og ilentist þar, þótt hann
kæmi oft heim, því að hann unni
móður sinni mjög. En vestra náði
hann þvi að verða bæði útlærður
rakari og málari og var siðast
verkstjóri hjá fyrirtæki, sem tók
að sér húsamálun. En tveimur til
þrem árum fyrir dauða sinn lenti
hann i svo alvarlegu bílslysi, að
með undrum þótti, að hann skildi
lifa það af. Það gerði hann reynd-
ar heldur ekki að fullu, því að
hann náði sér aldrei síðan og er
vart að efa, að afleiðingar bílslyss-
ins hafi ráðið honum skapadægur,
er hann hugðist fara sér til hress-
ingar og heilsubótar til Spánar. Á
leið sinni þangað, á sinni hinztu
för, kom hann við hér heima. Ör-
lögin leyðfu honum þó að kveðja
þá, sem voru honum kærastir. En
þetta var þungt áfall fyrir veika
móður hans. Það var kraftaverki
lfkast, að hún skyldi ekki brotna,
en það gerði hún ekki fyrr en í
bylnum stóra seinast, þeim sem
fellir alla.
Blessuð sé minning Bubbu og
Jóhanns.
Sveinn Ásgeirsson
Guðjón
Sigurður
Hermanns-
son - Kveðja
Fæddur 6. desember 1962
Dáinn 1. janúar 1977
Guðjón Sigurður Hermannsson
bekkjarfélagi okkar er horfinn úr
okkar hópi. Prúður drengur og
góður félagi, sem aldrei reiddist.
Aramót, sem áttu að vera haldin
með gleði, urðu að sorg okkar
allra, sem þekktum Guðjón. Og
sárlega finnum við til með for-
eldrum hans og systkinum. En við
biðjum góðan Guð að styrkja þau
og styðja í sorg þeirra og vitum að
hann mun hugga þau og þerra tár
þeirra. Við kveðjum vin okkar og
bekkjarfélaga með lítilli kvöld-
bæn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, víst mig að þér taka,
méryfir látu vaka,
þinn engil svo ég
sofi rótt.
Bekkjarfélagar.