Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 28

Morgunblaðið - 12.01.1977, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 VlfP MORÖJN- KAFP/NU C>,v. # ' t j (0 ■4fe GRANI göslari >5AA ttJlUOU&HBV^.•) d- HOVLEr PIB £g ætla nú og hér að greiða þér umboðslaunin. Skoti og gyðingur gengu sam- an á götu. Gyðingurinn beygði sig niður og tók upp 25—eyr- ing, sem lá á götunni. — Skot- inn tók ofan gleraugu sfn og fægði þau. Prófessorinn: Það er alls ekki gaman að þessu. Maður, sem ég hef gefið mörg góð ráð til þess að skerpa minnið, hefur gleymt að borga mér, og nú man ég ekki, hvað hann heitir. Má ég svo spyrja um hjóna- bandið sjálft? Hver lét hárlakkið I hilluna, þar sem svitakremið á að vera? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson VENJULEGA nægja ein eða tvær mfnútur I umræður og hugleið- ingar um spil, eftir að þvf lýkur. Sennilega mundu flestir tapa 6 laufum f spili dagsins, og Ifklega nægja ekki tvær mfnútur til að finna vinningsleiðina. Norður-suður á hættu, norður gefur. Norður S. G96 H. G1073 T. K95 L. D65 Vestur Austur S. 4 S. D10753 H. 9542 H. KD86 T. DG876 T. 102 L. 1093 L. 72 Er þetta pláss frátekið? Viðvörun til lands- liðsnefndar K.S.Í. „Nú er sú staða komin upp hjá okkur íslendingum að við erum að missa okkar snjöllustu knatt- spyrnumenn til annarra landa i atvinnumennsku þar og hlýtur það að teljast mjög slæm þróun fyrir alla íslenzka knattspyrnu- áhugamenn. Það er skoðun mín að landsliðsnefndin eigi alltaf að velja sterkustu leikmenn landsins i landsliðið hverju sinni svo framarlega sem hægt er að koma því við. Og ég vil þá benda á það í framhaldí af því að ég tel samt að það sé alltof mikið af því góða þegar landsliðsnefndin velur at- vinnumennina til landsleikja, því þar eiga þeir lítið erindi að minu áliti. Og þegar ég segi þetta á ég við að það sé alveg lágmark að þeir leikmenn sem valdir eru í landsliðið hafi tekið þátt i öllum undirbúningi liðsins frá byrjun. En það er varla hægt að segja að stjórn K.S.l. hafi alltaf haft þetta í huga þegar landsliðið er valið, það er langt frá því að minni hyggju. 0 Nokkrar ábendingar Það er ekki ætlun min með þessu bréfi að gagnrýna stjórn K.S.Í., síður en svo, heldur ætla ég að benda henni á margt sem betur má gera. Þá langar mig fyrst að minnast á þjálfara lands- liðsins. Ég hef starfað sem knatt- spyrnuþjálfari á Akureyri í 10 ár og hef ég því töluverða innsýn i þau mál. Ég tel það alranga stefnu hjá K.S.l. að ráða til sín erlenda þjálfara fyrir landsliðið eins og gert hefur verið undan- farið. Það væri mun skynsam- legra hjá K.S.I. að senda nokkra efnilega og áhugasama þjálfara á námskeið erlendis á sinn kostnað þar sem þeir gætu lært nýjustu tækni í þjálfun og leikskipulagi sem ryðja sér til rúms i það og það skiptið. % Hátt kaup þjálfara? Hitt er algjör peningasóun þar sem þessir þjálfarar eru látn- ir byrja á vitlausum enda. Það verður að vera stefna K.S.Í. i framtíðinni að stuðla frekar að því að við notum okkar eigin þjálfara við þjálfun landsliðsins og því bendi ég á þessa leið sem ég gat um að framan. Ég tel að það nái ekki nokkurri átt að greiða Tony Knapp 2,9 milljónir fyrir 5 og hálfs mánaðar starf í sumar sem þýðir að hann hefur haft um 500.000.- krónur á mánuði i laun, sem eru svipuð laun og hjá flugstjórum Loftleiða. Og eins og ég sagði í upphafi bréfs míns tel ég það ranga stefnu hjá K.S.l. að velja atvinnumenn- ina til landsleikja, þegar það er haft í huga að þessir leikmenn hafa aldrei tekið þátt í landsliðs- æfingum fyrir hina ýmsu leiki, nema að mjög litlu leyti. Auk þess ætla ég að minnast á að K.S.l. eyðir stórfé í það árlega að fá atvinnumennina heim til lands- leikja. Skiptir það örugglega hundruðum þúsunda króna, sem K.S.Í. eyðir árlega á þann hátt. Það er min skoðun að breiddin hjá okkur sé orðin það mikil að hægt væri að velja tvö jafnsterk landslið og því tel ég að ekki sé þörf á því lengur að velja þessa menn til landsleikja eins og gert hefur verið undanfarið. Knatt- spyrnuforystan hér á landi má ekki vera- þekkt fyrir það að bruðla með peninga i tóma vit- leysu. Ég óska öllum knattspyrnu- mönnum landsins góðs gengis i framtíðinni og þakka þeim fyrir þann frábæran árangur sem þeir hafa náð á siðustu árum. Kæri Velvakandi minn, ég þakka þér birtinguna og fyrir allt það skemmtilega efni sem þú hefur verið með og ég færi þér sérstakar þakkir fyrir það hversu opinn þú ert gagnvart öllum skoðunum og fyrir það átt þú hrós skilið. Að lokum ein ábending til allra bréfritara Velvakanda; Ég skora á ykkur bréfritarar góðir að skýra frá nafni ykkar og heimilis- fangi þegar þið skrifið. . Með góðum huga, Guðni Ilalldórsson, þjálfari, Strandgötu 31, Akureyri.“ Velvakandi þakkar Guðna fyrir góð orð í sinn garð og tekur undir með honum i ábendingunni til Suður S. ÁK82 II. Á T. Á43 L. ÁKG84 Auðvitað eru 3 grönd besti loka- samningurinn en hvernig á að vinna 6 lauf í suður? Vestur spil- ar út tíguldrottningu. Fyrsta slag verður að taka heima á ás og síðan þrisvar tromp, endað í blindum. Spaðagosi, aust- ur verður að leggja drottninguna á. Suður tekur slaginn, spilar einu sinni trompi og hjartaás. Staðan er þá — Norður S. 96 H. G10 T. K9 L. — Vestur Austur S. — S. 1075 H. 954 H. KD T. G87 T. 10 L. — L. — Suður S. K82 H. — T. 43 L. 8 Nú er spilað lágum tigli, gefið í blindum og austur fær á tfuna. Hann verður að spila hjarta, trompað og þegar tfgli er spilað á kóng blinds er austur í óverjandi kastþröng. R0SIR - K0SSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 3 Iftil og varnarlaus og það væri reyndar ekki ég heldur Gabriella Malmer sem til um- ræðu væri... og þannig voru samræðurnar það sem eftir lifði dagsins. Við byrjuðum með Christer og Gabriellu. Og í hvert skipti sem við nefndum nöfnin tvö, sem virtust svo inni- lega samofin hvort öðru varð ég æ meira hugsi og eiginmaður minn varð æ kátari og léttari f lund. Klukkan hálf nfu um kvöldið þ gar við höfðum löngu komið okkur upp úr kjallaranum og þegar nýi Ópelinn okkar hafði erfiðað f marga klukkutfma að koma okkur eftir hinum bugð- ótta og bratta og snúna vegi f Bergslagen gerði Einar sér loksins Ijóst að ég deildi ekki gleði hans og hrifningu yfir trúlofuninni. Hann leit sem snöggvast af veginum og horfði rannsakandi á mig. — Hvað gengur að þér? Ertu ekki glöð Christers vegna? Það er svei mér kominn tfmi til að hann gefi þetta piparsveinalff upp á bátinn og eignist sæta og elskulega konu, sem getur snú- ist dálftið f kringum hann og dekrað við hann, þegar hann kemur þreyttur heim — eftir að hafa glfmt við morðgátur og glæpamenn daginn út og inn. Og ekki telst það neinn stór- kostlegur mfnus við stúlkuna þótt hún sé loðin um lófana. — Eg el vissar grunsemdir f garð rfkra og fallegra erfingja. sagði ég fýlulega. — Ég vil sjá þennan kvenmann áður en ég tjái mig um málið... Einar dró úr hraðanum f krappri beygju. — Veiztu hvað ég held... ég held að þú sért afbrýðisöm... út f Gabriellu Malmer. Hann var svo alvarlegur f röddinni að ég leit snöggt á hann. Eg leit á hvassan vanga- svip hans, úfið brúnt hárið... granna fingurna sem hvfldu á stýrinu og eftir tveggja ára hjónaband fékk ég enn f hnén af að líta á hann. Og það var eins og hann læsi hug minn. Við vorum komin úr beygjunni og þegar ég svaraði ekki nam hann allt f einu staðar. Það leið góð stund áður en okkur gafst aftur tóm til að hugsa um annað en okkur sjálf. Svo urðum við þess vör hvað sumarkvöldið var undurfallegt. Sölin áð setjast innan um grenitrén og rauðir geislar hennar gerðu umhverfið allt ævintýralegt. AHt var svo kyrrt að við heyrðum nánast okkar eigin andardrátt. Við stigum út úr bfinum og gegnum dálftinn spöl. Skammt frá sáum við skilti og þar stóð: Hauðhólar — 4 km Ég greip f hönd hans. — Einar sjáðu... Er ... er þetta? — Já, þetta er vegurinn á umráðasvæði Malmers. En okk- ur er ekki boðið þangað fyrr en á laugardaginn kemur... Eg leít hugsi á gulan veg- prestinn. Ein vika var óendan- lega langur tfmi að mfnu mati. En aftur á móti eru fjórir kflómetrar ekki baun f bala. Það væri svo sára auðvelt að fá svalað forvitni sinni og það strax... — Hvað er lagnt að Skógum? spurðí ég hugsandi. — Þjátfu kflómetrar býst ég við. — Búast Ingrid og Kári við þvf að við komum í dag? — Nei og ekki heldur á morg- un... ég hef reyndar ekki sagt neitt ákveðíð til um það. En... — Þið eruð alltaf að gorta af gestrisninni hér f Bergslagen, bæði þú og Christer... Heldurðu ekki að þessi forrfki Frederik Malmer geti gefið okkur bita að borða og teppi til að breiða ofan á okkur — þreyttu ferðafólki sem treystir sér ekki til að halda áfram, alla leið til Skóga? Eg sá á augnaráði Einars að hann hafði ákveðið að streitast ekki á móti. — Allt f lagi. Puck. Læt ég ekki alltaf að vilja þfnum. — Annars get ég trúað þér fyrir þvf, sagði hann þegar hann beygði út af þjóðveginutn og f þá átt sem vegvfsirinn benti okkur, — að ég er innst inni jafn forvitinn og þú að sjá hvernig vinur vor Christer tek- ur sig út f hlutverki ástfangins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.