Morgunblaðið - 12.01.1977, Síða 29

Morgunblaðið - 12.01.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI i? bréfritara, að sem flestir sjái sér fært að birta nafn og heimili með skrifum sínum. 0 Ekki efni á að banna það Nokkrir ungir menn sem eru eftir bréfinu að dæma í hópi aðdáenda Stuðmanna sendu þess- ar línur: „Háttvirti Velvakandi. Við gátum ekki tára bundizt þegar við lásum grein i Velvak- anda þann 9.1. frá húsmóður í Keflavík, um lag þeirra Stuð- manna, Bíólagið. I grein sinni sví- virðir sú góða kona Stuðmenn og textahöfund þeirra er hún heimt- ar að lagið verði bannað i þeim merka fjölmiðli, útvarpi. Orðin „haltu kjafti, snúðu skapti" hafa verið á vörum ungu kynslóðar- innar í áraraðir. Undirrituðum finnst ekkert athugavert við nokt- un þessarar setningar i Biólaginu, enda er hún í rökréttu samhengi við textann sem er í heild sinni ákaflega skemmtilegur áheyrnar. Þetta lag er það gott að útvarpið hefur hreinlega ekki efni á því að banna það. Það sannast bezt á því hve lagið er vinsælt í íslenzkum dægurlagaþáttum útvarpsins, svo sem lögum unga fólksins. Annað dæmi sannar það glöggt og það er, að Stuðmönnum hefur verið boðið að flytja lagið erlendis, geri aðrir betur! Við vildum gjarnan þakka hús- móður í Keflavik fyrir að láta ekki nafns síns getið (enda má greyið eiga það, að þar hefur hún látið skynsemi sina ráða) því að við erum vissir um að meginþorri almennings myndi „hía“ á hana fyrir þessi skrif sín. Viljum við hér með hvetja hljómsveitarunnendur og aðra að- dáendur Stuðmanna til að standa ekki með hendur sínar í vösum, heldur spyrna á móti slíkum skrifum húsmæðra úr Keflavík sem annars staðar að af landinu, ef þessar húsmæður fýsti að grípa til ritfanga sinna til þess að mót- mæla textum Stuðmanna. Virðingarfyllst, Þormar Þorkelsson, Örn Orrason, Jóhann Baldursson, og eitt nafn enn fygldi, dulnefnið „Feita svín“. Ekki er nú Velvakandi viss um að allir séu sammála þessum skrifum piltanna, hvorki hús- mæður eða aðrir uppalendur, enda má segja að það sé annað að hafa svona setningar fyrir börn- um þó vitað sé að margir noti þessi orð og í fullri alvöru. í»essir hringdu . . 0 Þakkir fyrir grein um menntun Herdís Egilsdóttir: — Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til Sigurjóns Björnssonar fyrir grein hans í Lesbók Morgunblaðsins um síð- ustu helgi þar sem hann fjallar um menntun. Bæði fyrir það hvað menntun er og hvað skólakerfið á að gera til að breyta hugarfari og að uppfræðsla sem ekki stuðlar að þroska eigi ekki skilið sæmdar- heitið menntun. 0 (Jtúrsnúninga- textar Og Herdís heldur áfram: Þá vil ég mótmæla þessum útúr- snúningatextum sem nú heyrast og ég vil vera vinsamleg í garð þeirra sem eru höfundar þeirra en þeir vita e.t.v. ekki hvað þeir eru að gera. Ég er viss um að ég mæli fyrir munn margra kennara þegar ég segi að þeir geri okkur SKÁK ÍUMSJÁ MAR- GE/RS PETURSSON t 4. UMFERÐ millisvæðamótsins í Biel í Sviss kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Csom (Ung- verjalandi) og Anderssons (Svf- þjóð). Síðasti leikur Anderssons, Da8-c6 voru slæm mistök og Csom sem hafði hvítt og átti leik var fljótur að knýja andstæðing sinn til uppgjafar: ip m gp ili m m, ÍJf l ym Á np m. m !gg Á m Í| lHP 9 m m u Jif A1 Ww th II • @1 A HP §§ fl A §j§ fé Hl * ítl §8 25. Rxc5! Svartur gafst upp, því ekki gengur 25.. .Rxe5 vegna 26. Dd8+ og með peð yfir í slíkri stöðu vinnur hvítur létt. mjög erfitt fyrir, textar eins og Litlu andaraularnir og fleiri. Þeir gera það að verkum að erfitt er að kenna börnunum góða texta. Það ætti heldur að beina því til þess- ara ungu listamanna að þeir setji Saman fleiri góða texta fyrir börn að læra — það vantar þá — en ekki þessa útúrsnúninga. Auk þess mætti spyrja hvort þetta sé löglegt, það sér hver maður lík- ingarnar hjá þeim. — SKOLI - MENNTUN Er hægt að leggja þetta tvennt HÓGNI HREKKVISI VORUM SKILAD HER © 1976 McN'aught Syndicate, Inc. Ertu ekki ánægður með klóskerpuna'. SIG6A V/öGA í Ólafur Ingþórsson —Minningarorð Fæddur 26. október 1906 Dáinn 31. desember 1976 Ölafur Valdimar Ingþórsson eins og hann hét fullu nafni fædd- ist að Öspaksstöðum f Hrútafirði 26. október árið 1906. Foreldrar hans voru þau hjónin Ingþór Björnsson og Hallbera Þórðar- dóttir, sem bjuggu þar á árunum 1901 til 1934. Heimilið var mann- margt og ólst Ölafur þar upp í fjölmennum systkinahópi. Árið 1930 kvæntist Ólafur Aðal- heiði Guðmundsdóttur frá Mið- hrauni á Snæfellsnesi, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust tvö börn, Elínu Hrefnu og Ingþór Hallbjörn. Þau Ölafur og Aðal- heiður átt.u fyrst heima á Óspaks- stöðum, en árið 1935 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar æ síðan. Stundaði Ölafur þar fyrst akstur leigubíla, en réðst síðar til Landssáma Islands og vann hjá honum upp frá því. Var Ólafur lengst af verkstjóri vinnuflokks, sem annaðist lagningu og viðhald símalína. Ólafur lést á gamlárs- dag 1976. Ólafur var hamhleypa til allra verka og vinnuglaður svo af bar. Jafnvel forhertir bókabéusar fengu áhuga á skurðgreftri væri Ólafur með í verkinu, því að hann hreif þá nauðuga viljuga með kappi sínu og verksviti. Best lét Ólafur að vinna og skemmta sér undir berum himni. 1 æsku dró hann margan sprett- harðan laxinn úr Hrútafjarðará, og lengi fram eftir ævi veiddi hann í ám og vötnum, þegar færi gafst. Á seinni árum hafði Ölafur að því mikið yndi að fara rfðandi um fjöll enda átti hann fjöruga hesta og ganglipra. Fyrr á öldum hefði Ólafur sennilega fengið viðurnefnið barnakarl, vegna þess hve mörg börn og unglingar sóttust eftir félagsskap hans, enda taldi hann aldrei eftir sér að sinna þeim og miðla þeim reynslu sinni og þekk- in^u. Ólafur var glettinn í tilsvör- um og einlægur og það kunnu börnin og unglingarnir vel að meta. Hann þreyttist aldrei á að sýna í verki gildi hinnar þörfu athafnar. Hallfreður Örn Eiriksson Þorbjörg Guðmunds■ dóttir — Minning F. 22.2. 1893. D. 19.12. 1976. Utför hennar fór fram frá þjóð- kirkju Hafnarfjarðar 28.12. s.l. „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvernd í hlýjum garði, áburð og Ijós og aðra virkt enginn til þeirra sparði, en mér er þó löngum meira (hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þarsem Kaldakvfsl kemur úr Vonarskarði.4* Þessar ljóðlínur próf. Jóns Helgasonar, urðu mér efst í huga er ég frétti lát frú Þorbjargar Guðmundsdóttur. Árið 1915 gift- ist Þorbjörg Röngnvaldi Hjartar- syni Líndal, þá bónda að Hnausa- koti í Miðfirði. Árið 1920 um jólin lést Röngvaldur skyndilega, þau höfðu þá eignast þrjár dætur, og fjórða barnið fæddist skömmu siðar. Ekki var um annað að ræða en koma börnunum I fóstur til vandalausra. Álíts það æskilega þjóðfélags- þróun hve betur er búið nú að einstæðum mæðrum en var í þá daga. Árið 1921 held ég að mjög erfitt hafi verið að standa i henn- ar sporum. Hjörtur Líndal bóndi og hreppstjóri að Efra-Núpi, tengdafaðir hennar, aðstoðaði hana að koma dætrunum í fóstur. Afi minn og hann voru eitt sinn svilar, og miklir vinir, frá því ég fyrst man. Þeirra vináttu á ég það eflaust að þakka að yngsta dóttir Þorbjargar komst í fóstur tii for- eldra minna, þá rúmlega eins árs gömul og tel ég það eina mín stærstu gæfu í lifinu, að eiga hana alltaf síðan sem systur. Þorbjörg fluttist fljótlega úr sveitinni, vann fyrir sér sem matráðskona og við fleiri störf. Allsstaðar var hún rómuð fyrir dugnað. Er hún heimsótti sveitina, kom hún fyrst og fremst til dætra sinna, þar með á heimili foreldra minna. Alltaf færði hún þeim einhverjar gjafir, og mér það sama og dóttur sinni. Eitt sinn gaf hún þeim öllum „sparikjóla" sem þá var kallað. Þannig kjóla fengu flestar stelpur i sveitinni einu sinni á ári, en það ár fengum við tvo annan kjólinn mátti ég hafa hversdags í barna- skóla og var mjög stolt af. Mér hafa verið færðar margar gjafir um ævina, en engin gjöf hefur fært mér meiri ánægju en blái kjóllinn sem hún Þorbjörg gaf mér er ég var ellefu ára. A þeim árum voru flestir fátækir, mis- Framhald á bls. 25 ívv vi^jo m Q/TWW u P® V/0N9 SK/WIMA AOH/NGM YMW V^ÍT/ V/tf ÚK 'bKÖtm^ VÍANS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.