Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 1
40 SIÐUR OG LESBÖK 27. tb. 64. árg. LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viktor Korchnoi Korchnoi óttast mannrán Mflanó, 4. febrúar. AP. Forsvarsmenn ftalska skák- sambandsins skýrðu frá þvf f dag, að sovézki skákmaðurinn Viktor Korchnoi, sem flúði tif Vesturlanda á sfðasta ári, ótt- aðist mjög að sovézk yfirvöld hygðu á hefndaraðgerðir gegn honum, og væri hann hræddur um að sér kynni að verða rænt er hann mætir landa sfnum Tigran Petrosjan við taflborð- ið f II Ciocco um næstu mán- aðamót, en skákir þeirra eru liður í undanrásum heims- meistaraeinvfgisins f skák. Nicola Palladino, ritari it- alska skáksambandsins, sagði meðal annars, að Korchnoi ætl- aði að hafa með sér lífvörð til II Ciocco, og hefði auk þess farið fram á að fá fleiri verði er þangað kæmi. „Hann hefur óskað eftir nákvæmum upplýs- ingum um gistihúsið og fjölda þeirra Sovétmanna, sem verða í för með Petrosjan. Hann er Framhald á bls 22. Madrid: Dýnamitbirgðir í j ár nbr autarstöð Madríd, 4. febrúar. Reuter. LÖGREGLAN f Madrid fann mik- ið af dýnamiti f læstu geymslu- hólfi í járnbrautarstöð í borginni f dag, en þaðan ganga lestir til Baskahéraðanna og Frakklands. Lögreglan segir ekki Ijóst hvort öfgahóparnir, sem staðið hafa fyr- ir átökunum f landinu að undan- förnu, eigi þessar sprengiefna- birgðir. Óttazt er að óeirðaaldan sé enn ekki gengin yfir. Vinstrisinnuðu stjórnarand- stöðuflokkarnir biða enn svars Suarez forsætisráðherra við þeirri málaleitan að hann ræði við þá mál, sem lúta að sjálfsstjórn ýmissa landshluta, en í þeirri við- ræðunefnd á Santiago Carillo, leiðtogi spænskra kommúnista sæti. Hingað til hefur forsætisráð- herrann ekki viljað ræða við Car- illo milliliðalaust, og telja stjórn- málaskýrendur nú að hann vilji hliðra sér við að eiga slíkan fund með því að skjóta sjálfsstjórnar- málunum til þeirrar stjórnar, sem tekur við völdum eftir þingkosn- ingarnar í apríl. Svo virðist sem ágreiningur riki innan ríkisstjórnarinnar um af- stöðuna til kommúnista. 1 dag var frestað rikisstjórnarfundi þar sem ræða átti mál kommúnista, en fyrir nokkru lét Suarez að því liggja að flokkur þeirra fengi að taka þátt í þingkosningunum. Juan Carlos konungur Spánar, ásamt Milans del Bosch hershöfðingja, er hann heimsótti herstöð f nágrenni Madrid fyrir skömmu. Eþíópía: Blóðsúthellingum lauk með valdatöku Mengistus Addis Aheba, 4. febrúar. Reuter. MIKILL mannfjöldi safn- aðist saman á „Byltingar- torgi“ í Addis Abeba í dag til að hylla Mengistu Haile-Mariam ofursta, sig- urvegara í bióðugum átök- um innan hersins í gær, sem lyktaði með því að Te- fere Bante þjóðarleiðtogi og sex aðrir herráðsmenn voru líflátnir. Mengistu hefur frá valdatöku hers- ins verið varaformaður herráðsins, en er nú for- maður þess og yfirlýstur þjóðarleiðtogi Eþíópíu. Talið er að um 200 þúsund manns hafi verið á torginu í dag. Ró virðist vera kom- A- Þjóðverjar og Pólverjar semja sig að reglum Breta um veiðar innan 200 mílna Rússar enn þögulir Lundúnum, 4. febrúar. Reuter. PÓLVERJAR og Austur- Þjóðverjar hafa tilkynnt brezku stjórninni að þeir muni fara að reglum þeim, sem settar hafa verið um veiðileyfi til skipa utan ríkja Efnahagsbandalags- ins innan 200 mílna fisk- veiðilögsögu þess. Þá hafa stjórnir þessara ríkja lagt fram tillögur um stærð og gerð togara, sem þau óska eftir að veitt verði veiði- leyfi i samræmi við hina nýju skipan veiða innan 200 mílnanna. Voru tillög- urnar sendar brezku stjórninni um v hendur Bretans Roy Jenkins, hins nýja forseta ráðherra- nefndar Efnahagsbanda- lagsins. Nýlega setti brezka stjórnin So- vétmönnum, Austur-Þjóðverjum og Pólverjum frest til 10. febrúar til að semja sig að nýjum reglum um veiðar innan 200 milnanna við Bretland, en upphaflega áttu þær að taka gildi 1. febrúar. Enn hafa Sovétrikin ekki gefið til kynna viðbrögð sin við þessum reglum. eða frestinum, en að und- anförnu hefur uggur vegna gegndarlauss uppmoksturs smá- síldar og fleiri fisktegunda á þess- um miðum farið vaxandi i Bret- landi. in á í höfuðborginni, en útgöngubanni hefur ekki verið aflétt. í ræðu, sem Mengistu flutti í dag, ásakaði hann Saudi-Araba og Súdana um stuðning við niðurrifsöfl í Eþíópíu. Hann skoraði á þjóðina að hervæðast til að varðveita það sem áunnizt hefði með byltingunni í landinu fyrir rúmum tveimur árum. Mannfjöldinn á „Bylting- artorgi" hafði í frammi ærsl og gleðilæti, söng, veifaði fánum og hrópaði ýmis slagorð, — þar serm meðal annars var fordæm- ing á „bandarískri heims- valdastefnu" og yfirlýsing- ar um að Nimeiri, forseti Súdans, ætti eftir að fá makleg málagjöld. Mengistu ofursti sagði í ræðu sinni á fundinum, að herforingjarnir, sem líf- látnir voru í gær, hefðu hindrað hervæðingu þjóð- arinnar. Hann kvaðst vera fylgjandi auknu lýðræði i landinu og kvað áríðandi að stofna sem fyrst stjórn- málaflokk hinna stritandi stétta. Ginzburg handtekinn — sakað- ur um „and-sovézka starfsemi” Moskvu, 4. febrúar. Reuter. TASS-fréttastofan skýrði frá þvl í kvöld, að Alexander Ginz- burg hefði verið handtekinn fyiir „athafnir, sem væru brot á sopézkum Iögum“, og væri hann nú í haldi f Kaluga. 1 fréttinni sagði ennfremur, að nánar yrði greint frá „and- sóvézkum gerðum hans“ meðan á rannsókn málsins stæði. Ginz- burg var sagður „sníkjudýr" og rifjaðar voru upp fyrri ásakan- ir á hendur honum I sambandi við tengsl hans við samtök landflótta Rússa á Vesturlönd- um, sem nefnt er „Þjóðar- bandalag verkalýðsins" (NTS). Vladimir Bukovsky lýsti þvi yfir í Paris i dag, að handtaka Ginzburgs væri sönnun þess að Kremlstjórnin tæki ekkert mark á ákvæðum Helsinki- sáttmálans. Á fundi, sem andófsmenn héldu ásamt vestrænum frétta- mönnum 'f Moskvu í dag, kom fram að Yuri Orlov Væri farinn frá Moskvu af ótta við að verða handtekinn, en handtaka Ginz- burgs kemur i\kjölfar greinar eftir Alexander Petrov-Agatov Alexander Ginzburg i Literaturnaya Gazeta þar sem þeir Orlov voru gagnrýndir fyr- ir að vinna gegn hagsmunum Sovétrikjanna. Petrov-Agatov var eitt sinn klefafélagi Ginz- burgs, en þeir afplánuðu sam- tímis dóm fyrir ,,and-sovézka“ starfsemi. Á fundinum kom fram gagn- rýni á stjórnvöld í Bandarikj- unum og sagði Irina Orlov að þeir hefðu svikið andófsmenn í Sovétrikjunum. Var i þessu sambandi vitnað til þess er Carter Bandaríkja- forseti kvaðst efast um rétt- mæti þeirrar ákvörðunar utan- rikisráðuneytisins að staðfesta opinberlega að borizt hefði yfir- lýsing um stuðning við Sakhar- ov, enda þótt hann segðist vera sammála efni hennar. Þá var vitnað til þeirra ummæla Vance Framhald á bls 22. Gróf mann- réttindabrot í Úganda í tíð Idi Amins — segir Amnesty International Lundúnum, 4. febrúar. AP. SAMTÖKIN Amnesty Internat- ional hafa beint því til mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóð- anna, að rannsókn verði hafin vegna þess sem samtökin telja grófleg brot á mannréttindum I tlganda frá þvf að Idi Amin hrifs- aði þar völdin fyrir sex árum. í skýrslu sem samtökin hafa sent frá sér kemur fram að her- dómstólum í landinu hafi verið fengið vald til að kveða upp dauðadóma vegna ýmiss konar póitiskra og efnahagslegra um- svifa i landinu. Þá kemur fram að enda þótt erfitt sé að áætla tölu þeirra, sem ráðnir hafi verið af dögum i Úganda í stjórnartið Amins, megi ætla, að hún sé ein- hvers staðar á bilinu 50—300 þús- und. Séu pyntingar fastur liður i starfsemi margra fangelsa hers- ins og lögreglunnar, sérstaklega i Naguru og Makindye. Þá kemur fram, að ýmsir þekkt- ir borgarar í landinu hafi horfið sporlaust, og þar að auki hafi yfir 200 Kenya-menn, sem búsettir voru í Úganda, verið myrtir á grimmdarlegan og kerfisbundinn hátt í júli s.l.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.