Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977 3,8 milljarða erlent framkvæmdalán tekið A FIMMTUDAGINN var undir- ritaði dr. Jóhannes Nordal seðla- hankastjóri í umboði Matthfasar Á. Mathiesen fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, samning um opin- bert lánsútboð að fjárhæð 20 milljónir Bandarfkjadollara eða sem svarar 3.816 milljónum fs- lenzkra króna. Lán þetta er tekið með heimild í lögum um heimild til erlendrar lántöku vegna framkvæmdaáætl- unar 1977. Verður andvirði lán- tökunnar m.a. varið til fram- kvæmda við virkjanir, dreifikerfi Hjálparstofnun- in gefur móð- ur Teresu Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur afhent kaþólsku kirkjunni á íslandi gjöf til starfs móður Ter- esu, kr. 45.000.-. Þessi upphæð hefur verið yfirfærð til reiknings móður Teresu við Barclays Bank í Englandi með ósk um að hún verði notuð til líknar umkomu- lausum börnum á Indlandi, og hefur bankinn sent þakkir fyrir hönd móður Teresu. rafmagns, fiskiðnað og aðrar út- flutningsatvinnugreinar. Lán þetta, sem boðið er út á alþjóðaverðbréfamarkaði, ber9% ársvexti og er afborgunarlaust fyrstu þrjú árin. Skuldabréfin eru seld á 99.5% af nafnverði. Lánstlmi er lengstur 10 ár. Seðla- banki íslands annaðist lántökuna fyrir hönd ríkissjóðs, en eftirtald- ar fjárfestingalánastofnanir og bankar höfðu milligöngu um lán- töku þessa undir forustu First Boston (Europe) Ltd, Credit Suisse White Weld, Ltd. Hambros Bank Ltd, Manufactures Hanover Ltd. og Westdeutsche Landes- bank Girozentrale. • • Oxulskekkjan háir Tý ekki KOMIÐ hefur í ljós, að skekkjan sem kom á annan aðalskrúfuöxul varðskipsins Týs, er freigátan Falmouth sigldi á varðskipið I maí á s.l. ári náði lengra inn 1 skipið en talið var í fyrstu. Að sögn Garðars Pálssonar eftirlitsmanns hjá Landhelgisgæzlunni var skipt um aðalöxulinn bakborðsmegin er gert var við varðskipið í Dan- mörku s.l. haust. Eftir það kom 1 ljós að einn af milliöxlunum frá aðalöxli að aðalvél hafði einnig skekkst örlltið. Sagði Garðar, að þessi skekkja háði skipinu ekki neitt, og væri hægt að knýja bak- borðsvélina að fullu þrátt fyrir þetta. Lloyds tryggingafélagið hefði ekki gert neina athugasemd við þessa skekkju og væri því óvlst hvort skipt yrði um þennan öxul á næstunni. Kjartan Ásmundsson. 4 r Kjartan Asmundsson gullsmiður látinn O INNLENT HEILDARUTFLUTNINGUR ullar og skinnavöru nam á s.l. ári samtals 3 milljörðum og 225 milljónum króna og hafði þá aukist um 55,8% eða um 1.155 milljónir króna. Utflutningur þessarar vörutegunda árið 1975 nam röskum 2 milljörðum króna. Heildarútflutningur ullar- vara einna saman nam 2.047 milljónum og hafði þvl aukist um 45.6% frá árinu áður, er hann nam 1.406 milljónum króna. Heildarútflutningur skinnavöru hins vegar jókst um 77,4% eða I 1.178 milljónir úr 664 milljónum árið áður. I fréttatilkynningu út- flutningsmiðstöðvar iðnaðarins segir að þessi aukning í skinna- vöruútflutningi eigi að ein- hverju leyti rætur sfnar að Þetta er vörulisti Alafoss yfir unnar ullarvörur, sem fyrir- tækið sendir nú frá sér I fimmta sinn og er ætlaður viðskiptamenn sfna erlendis. Á sl. ári var fataútflutningur Ála- foss röskar 400 milljónir króna og er búizt við allverulegri aukningu á þessu ári. Útflutningur ullar- og skinnavöru jókst um 55,8% á sl. ári rekja í birgðum um áramótin 1975—1976, sem valdi því að útflutningurinn hefur færst milli ára. Þannig hafi magnið af útfluttum skinnum aukist um 193 tonn. Af ullarvörum voru flutt út um 887 tonn, sem er óbreytt magn frá árinu áður. Þar hefur átt sér stað sú þróun, að verð- mætisaukningin nemur um 642 milljónum króna og segir í fréttatilkynningunni að þetta sjáist bezt á því að magn ullar- lopa, ullarbandi og ullartepp- um sé nær óbreytt. Bandið auk- ist um 1% að magni til en um 16% að verðmæti, en teppin dragist saman um 4% og verð- mætið aukist um 16%. t frétta- tilkynningunni segir slðan: 1 prjónavörum úr ull eykst magnið hins vegar um 15% milli ára og verðmætið um 60%, eða úr 282 tonnum I 326 tonn að verðmæti 820 millj. 1975 i 1.314 millj. 1976. Hér munar mest um Vestur- Þýskaland, en þangað höfðu farið 13.9 tonn á 65,4 millj. 1975 en 42.0 tonn á 251.7 millj. 1976. Mikil aukning var einnig til Bandaríkjanna, en þangað Framhald á bls. 25 KJARTAN Ásmundsson gull- smiður lézt á sjúkrahúsi I Reykja- vík I gærmorgun eftir erfiða sjúk- dómslegu, 73 ára gamall. Kjartan rak gullsmfðavinnustofu 1 Reykjavík I rúm 50 ár og var einn af þekktustu gullsmiðum borgar- innar. Kjartan Ásmundsson var fædd- ur á Fróðá á Snæfellsnesi 3. júli 1903. Foreldrar hans voru Ásmundur Sigurðsson bóndi og kona hans Katrin Einarsdóttir. Hann stundaði gullsmíðanám hjá Birni og Baldvin Björnssonum í Reykjavik 1920— 23 og fram- haldsnám i sömu grein í Þýzka- landi 1924— 25. Ennfremur var hann við framhaldsnám í Þýzka- landi 1934— 35 og lagði þá stund á smiði heiðursmerkja og smelti- list. Kjartan rak gullsmíðavinnu- stofu í Reykjavík 1925— 32 ásamt listamönnunum Finni Jónssyni og Birni Björnssyni en frá árinu 1932 rak hann eigin gull- og silfursmiðavinnustofu I Aðal- stræti 8. Hann var orðusmiður Islenzka ríkisins frá árinu 1935. Smiðisgripir Kjartans hafa verið sýndir viða á sýningum. Kona Kjartans Ásmundssonar var Kristín Bjarnadóttir frá Húsa- vik. Þau eiga 4 börn á lifi. r Vilja selja Hegranes Kassi og fá annan togara týndist FIMMTUDAGINN 3. febrúar s.l. var maður að fara með kassa frá Vöruleiðum við Suðurlandsbraut að Laugavegi 103. Á leiðinni datt kassinn úr bílnum, án þess að maðurinn tæki eftir. I kassanum voru 25 karlmannaskyrtur, en kassinn var merktur JMJ. Þeir sem vita um það hvar kassinn er niðurkominn, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una. Fundarlaunum er heitið. MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að Utgerðarfélag Skagfirðinga hafi hug á að selja skuttogarann Hegranes, einn af þremur skuttogurum félagsins, og kaupa annan stærri og öflugri. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú, að Skag- firðingar, sem eiga alls þrjá skuttogara, telja Hegranesið orð- ið of lítið, en það er elzti og minnsti togari félagsins miðað við það að togarar fyrirtækisins þurfa að koma með hráefni handa þremur frystihúsum 1 Skagafirði. Þá segja forráðamenn Utgerðar- félagsins að búið sé að loka svo mörgum veiðisvæðum togaranna fyrir Norðurlandi, að þeir þurfi nú að sækja aflann á fjarlægari mið en áður. Rannsókn fjársvikanna hjá Pósti og síma var kveikjan að lausn Guð- mundar- og Geirfinnsmála RANNSÖKNIN á fjársvikun- um hjá Pósti og síma haustið 1975 var upphafið að lausn Guðmundar- og Geirfinnsmál- anna. Þau Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir voru höfuðpaurarn- ir í því svikamáli. Þau náðu tvivegis út peningum úr póst- húsum, tvisvar 475 þúsund krónum, eða samtals 950 þús- und krónum. Var þetta I sept- ember og október 1974. Höfðu þau þann háttinn á að leggja inn falskar ávisanir í póstútibú- um úti á landi og símsendu upphæðina til Reykavíkur, þar sem peningarnir voru greiddir i reiðufé. Það var ekki fyrr en í október 1975 að Sævar og Erla voru handtekin og úrskurðuð i gæzluvarðhald vegna þessa máls. Játuðu þau þegar afbrot- in. Lögreglumenn höfðu heyrt orðróm um það að Sævar og Erla kynnu ef til vill að búa yfir vitneskju um afdrif 18 ára Reykvíkings, Guðmundar Ein- arssonar, sem hvarf i Hafnar- firði i janúar 1974, og talið var þá að hefði orðið úti á heimleið af dansleik. Vegna upplýsinga frá Erlu og Sævari voru þrír menn til viðbótar hnepptir I gæzluvarðhald um jólin 1975, þeir Kristján Viðar Viðarsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Al- bert Klahn Skaptason. Leiddu yfirheyrslur yfir öllu þessu fólki til játninga á morði Guð- mundar, og voru Sævar, Kristján og Tryggvi viðriðnir morðið, en Albert tók aðeins þátt í likflutningum. Eins og fram hefir komið, hafði Guð- mundur hítt piltana þrjá í Hafnarfirði um kvöldið, farið með þeim heim til Sævars þar sem hann lét lifið fyrir það eitt að kalla Kristján og Sævar fíknilyfjaneytendur, eins og fram kom hjá Karli Schiitz nú í vikunni. Fyrripart janúar 1975, þegar yfirheyrslur i Guðmundarmál- inu voru I fullum gangi bar nýtt nafn á góma ungmennanna, nafn Geirfinns Einarssonar. Var gengið hart eftir svörum og könnuðust Sævar, Kristján og Erla við málið. Þar með hófst Geirfinnsrannsóknin að nýju, en hún hafði að mestu legið niðri frá miðju ári 1975, en fyrri rannsóknin fór sem kunn- ugt er fram i Keflavík. Nú rúmu ári eftir endurupptöku rannsóknarinnar liggur lausnin á borðinu, en á þessu ári hefur rannsóknin margoft tekið óvænta stefnu, eins og lesend- um er vafalaust í fersku minni. Gistihús áfram ad Rauðarárstíg 18 — ÞAÐ MÁ telja nær fullvíst að gistihús verði áfram rekið að Rauðarárstig 18, sagði Jón Aðal- steinn Jónasson, formaður Hús- byggingarsjóðs framsóknarfélag- anna, f samtali við Mbl. í gær. Eins og kom fram fyrir nokkru, var áformað að Tíminn flytti inn i húsið með ritstjórnarskrifstofur sinar, en frá því var horfið og hótelaðstaðan auglýst til leigu. Bárust mörg tilboð að sögn Jóns, og verður rætt við alla þá aðila, sem sendu inn tilboð. Veróur fyrst rætt við núverandi leigjend- ur húsnæðisins, eigendur Hótel Hofs. _________________ Ragnar Halldórsson formaður Stjórn- unarfélagsins RAGNAR Halldórsson var kosinn formaður Stjórnunarfélags Islands á aðalfundi félagsins, sem haldinn var þann 3. febrúar s.l. á Hótel Sögu. Að loknum aðal- fundafum flutti James J. Blake, sendiherra Bandarikjanna á Islandi, erindi, sem hann nefndi „Managerial Techniques and Goverment Desisions". Fjallaði hann um þá þróun, sem átt liefur sér stað í bandarisku stjórnsýsl- unni frá 7. áratugnum og ein- kennst hefur af mjög aukinni áherzlu á hagnýtingu nútima stjórnunartækni við störf stjórn- sýslunnar. 1 fréttatilkynningu frá Stjórnunarfélaginu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt, segir, að auk Ragnars Halldórssonar skipi eftir- taldir menn stjórn félagsins: Brynjólfur Bjarnason, Eggert Hauksson, Hörður Sigurgestsson og Sigurður R. Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.