Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.02.1977, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977 15 „Aðferðir Napóleons voru beztar. Hann leysti upp löggjafarþingin, og það var hann sjálfur sem valdi mennina sem stjórnuðu honum.“ stundum. Ekki skil ég hvers vegna de Gaulle vildi um fram allt halda þjóðaratkvæöagreiðslu um mál, sem voru í rauninni lítils háttar. Pompidou: Það er rétt hjá yður. Ég réð honum frá því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosn- ingaefnið skipti hershöfðingjann engu höfuðmáli. Honum var fremur hugað, að vinna aftur traust þjóðarinnar. En kosninga- efnið, sem var lítilvægt, villti menn af leið. Maó: Þið eigið við vanda að etja þar, sem franski kommúnista- flokkurinn er. Við erum lítt hrifn- ir af honum. Hann er mjög endur- skoðunarsinnaður: Pompidou: Sovézk blöð eru alltaf að hafa eitthvað eftir honum þessa dagana. Og heimsókn mín til Kína er ekki alls ótengd því. Maó: Já, viðbrögð Sovétmanna eru nokkuð öfgakennd. En hvað snertir Nixon þá á hann óhægt um vik vegna Watergatemálsins. Við skiljum alls ekki fjaðrafokið, sem orðið er af því máli. Pompidou: Það skil ég ekki heldur. Það eru allt of margir tæknimenn og blaðamenn í Bandaríkjunum. En ég held nú, að málið verði leitt til lykta innan tíðar. Maó: Það hefur ekki verið minnzt á það í blöðum hér í Kína. Pompidou: Frönsku blöðin hafa fjallað fremur lítið um það, óliku minna en brezku og ítölsku blöðin til dæmis. En þetta mál hefur valdið Nixon erfiðleikum í skipt- um við þingið. Þingið var einangrunarsinnað fyrir. Maó: Sú einangrunarstefna er skaðvænleg Evrópumönnum; hún er ekki jafnískyggileg okkur Kín- verjum. Pompidou: Því sagði ég Nixon, þegar við hittumst á íslandi, að bandarískt herlið yrði að vera um kyrrt i Evrópu. Hann hafði ekki borið þá ósk upp við mig. Ég bar þetta upp fyrirvaralaust — honum til hjálpar. Ekkert er til ævinlegrar frambúðar. En eins og stendur kemur dvöl herliðsins að gagni. Maó: Rétt er það. En hvað er að frétta af samningaviðræðum um fækkun í herliðinu? Haldið þér, að einhver árangur verði af þeim? Pompidou: Við Frakkar tökum ekki þátt í þeim. Maó: Að sjálfsögðu ekki. Þeir vilja nefnilega, að þið dragið úr herbúnaði og minnkið við ykkur karnorkuvopn. '.. . Vilja Banda- ríajamenn í raun og veru einangra sig? Það er mér til efs. Pompidou: Bandaríska ríkis- stjórnin vill það áreiðanlega ekki. Maó: Bandaríkjamenn skárust mjög seint í leikinn i heims- styrjöldunum báðum. En þeir skárust nú samt í leikinn. Þeir hafa ekki fylgt einangrunarstefn- unni í verki. Pompidou: 1 seinni heims- styrjöldinni var á þá ráðizt. En þess ber einnig að minnast, að Roosevelt stefndi að því, að þeir skærust i leikinn. Maó: Þá voru demókratar í stjórn. Pompidou: Já. En í Bandarikjun- um skiptir mestu máli, að ein- hverjir hafi full völd. Skiptir minna máli hvort eru demókratar eða repúblikanar. Og auk þess var dr. Kissinger meðal ráðgjafa Kennedys forseta. Maó: Kissinger þykir gaman að skýra málin fyrir manni. Tillögur hans eru oft ekki sérlega gáfuleg- ar. . . Á tímum fjórða lýðveldisins franska urðu stjórnarskipti á hverju ári. Pompidou: Jafnvel Frakkar sjálf- ir áttu fullt í fangi að fylgjast með þvi, hver var forsætisráðherra hverju sinni. Maó: Napóleon kunni til verka. Hann sleit öllum þingum og sam- kundum, og hann valdi sjálfur menn til aðstoðar sér við stjórn- ina. Pompidou: Það væri erfitt að koma þvi við nú á dögum. Fólk er lengra komið nú en þá var og óhugsandi, að það setji allt traust sitt á einn mann. Maó: Kínverjar reyndu þing í gamla daga. En menn urðu að vera ríkir til þess að verða kjörnir á þing. Þannig er því líka háttað í Bandaríkjunum, að kjör manns kostar margar milljónir dollara. Pompidou: Það er meira hóf á þessu í Frakklandi. Við erum ekki sérlega auðugir að fé og það gefst aldrei vel að hafa peninga með í ráðum. Og peningar skipta aldrei höfuðmáli í okkar kerfi vegna þess, að þjóðin þekkir full- trúa sína. Auk þess er Frakkland minna en Bandaríkin. í Kína og Bandaríkjunum, til dæmis, er mjög örðugt að komast í kynni við alla kjósendur. Maó: Segið mér — hve margir voru Frakkar í stjórnarbylting- unni og á tímum Napóleons? Pompidou: Á þeim tima voru Frakkar fjölmennastir þjóða í Evróþu; þeir voru 25—30 milljón- ir talsins, og fleiri en Rússar. En það dró úr mannfjölgun í Frakk- landi á 19. öld. Maó: Og hve margir eru Frakkar núna? Pompidou: 55 milljónir. Yður hlýtur að þykja það harla lítið. Maó: Þið eruð þá jafnmargir og Bretar. Það er annars gott til þess að vita, að Bretar eru komnir i Efnahagsbandalagið. Pompidou: Já, það finnst mér líka. Við erum að reyna að treysta böndin milli Breta og meginlands- ríkjanna. En mig langar, fyrir mitt leyti, að spyrja yður um mannfjölgunina í Kína. Tölurnar, sem við vesturlandamenn fáum hlaupa yfirleitt á 100 milljónum. Maó: Jafnvel ég veit ekki fólks- fjöldann upp á hár. Ég er ekki viss um það, að Kínverjar séu orðnir 800 milljónir. Ég dreg jafn- vel í efa, að við séum orðnir 700 milljónir. Af manntölum virðist, að Kinverjum fjölgi æ. Hins vegar virðist jafnframt af þeim, að upp- skera minnki æ. En ég skal taka nokkur dæmi um manntölin hérna. Þegar afar og ömmur deyja eru nöfn þeirra ekki strikuð út í skrám; þetta er eink- um algengt í sveitum. Og ófáir eru skráðir oftar en einu sinni. Þeir hafa þá flutzt búferlum, en nöfn þeirra ekki verið tekin af skrá þar, sem þéir bjuggu áður. . . Pompidou: Um uppskeru get ég sagt það, að franskir bændur eru alveg jafnséðir í því efni og bænd- ur í Kína. Þeir hneigjast alltaf til þess að gera minna úr uppskeru en efni standa til. Maó: Bændur f Kína stinga undan tíunda parti, að minsta kosti. En ég er meðmæltur því. Ég læt það kyrrt liggja. Þeir gætu reyndar skotið fimmtungi undan. Vissu- lega verður opinber uppskera minni fyrir vikið — en kornið er jafnmikið samt. Þess vegna ræð ég yfirvöldum í sveitum oft að taka ekki hart á því, er bændur stinga einhverju undan af uppskeru sinni. AfsKiptum verður að stilla í hóf. Eruð þér ekki sammála mér? Pompidou: Jú, fyllilega. Ég er sjálfur af bændaættum. Afi minn var bóndi. Maó: Við erum áhugasamir um sögu Frakka, og einkum þó frönsku stjórnarbyltinguna. Franski sendiherrann talar frönsku með áþekkum hreimi og Robespierre og Napóleon. Pompidou: Napóleon talaði með ítölskum hreimi. Maó: Já, og menn hlógu að honum. Robespierré var lögfræð- ingur. Pompidou: Hann var ha>staréttar- lögmaður. Hann var borgarastétt- ar, en hugmyndir hans hins vegar ekki. Einungis örfáir menn í frönsku byltingunni voru úr röð- um alþýðu. Jafnvel Marat, rót- tækastur allra vinstri manna, var læknir. En þessir timar voru blómaskeið hugmynda. Maó: Já, þetta voru miklir umbrotatímar. Það var á þessum timum, og fyrir áhrif F’rakka, að lénsskipaninni var útrýmt annars staðar í Evrópu. Fyrir meira en 20 árum, er ég var enn í Yenan, hitti ég Rússa og spurði hann álits á Napóleoni. Hann kvaðst bera virðingu fyrir keisaranum. Og jafnvel Marx og Engels þótti nokkuð til um hann. Pompidou: Já, ég veit það. En Napóleon færðist geysilega mikið í fang. Það var misráðið. Maó: Hann var óvinveittur Bret- um. Þess vegna setti hann á þá verzlunarbannið. Það hefði hann ekki gert ella. Pompidou: Of margir eru hlynnt- ir verzlunarbönnum. En við Frakkar höfum haft eitt, að minnsta kosti, upp úr hafnbönn- um. Það er sykurrófan. Áður fengum við aðeins reyrsykur frá hitabeltislöndum. Nú eru sykur- rófur ræktaðar hvarvetna i Evrópu. Þetta er jafnvel orðið þrætuepli okkar og Breta. En við munum leysa þá þrætu einhvern veginn. Maó: Napóleon hefði ekki átt að etja franska flotanum gegn þeim brezka. Og þar að auki varð honum á sú skyssa að fara her- ferðir gegn Spánverjum og Rúss- um. Annars byggðist öll hernaðar- list hans á verzlunarbönnum. Hann hefði kannski sloppið til Bandaríkjanna, ef hann hefði haldið aftur af flota sinum. Pompidou: Hann var.ekki sérlega góður flotaforingi. Maó: Það var Nelson hinn ein- eygði ekki heldur. Pompidou: Hann kunni þó að berjast. Þeir einir eru góðir hers- höfðingjar og flotaforingjar, sem sigra i orrustum. Maó: Ekki er það nú alveg rétt. Pompidou: Wellington var enginn snillingur. Þó sigraði hann Napóleon. Maó: Við erum komnir á kaf í mannkynssögu. Pompidou: Já, en þaðan höfum við dæmin, enda þótt hlutirnir breytist vissulega. Maó: Hún var misráðin, herferð- in, sem Napóleon fór til Egypta- lands með 30 þúsund manns. Pompidou: Það voru leyndar- dómar austurlanda, sem drógu Napaóleon. Þeir drógu líka Alex- ander mikla. Maó: Alexander var ekki sérlega mikill maður. Hann ætlaði alla leið austur til Persíu. En hann dó áður en hann komst þangað. Hann dó ungur. Pompidou: Já, hann dó 33 ára að aldri. Maó: Napóleon varð eldri en það. Pompidou: Hann dó 52 ára gamall. Maó: Dó hann af krabbameini eða ígerð? Pompidou: ígerð. Slæmri igerð. Áhangendur Npóleons héldu því fram, að Englendingar hefðu eitrað fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.