Morgunblaðið - 05.02.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
Flamingóblóm
(Anthúrium scherzerianum)
ÁRIÐ 1857 fann austur-
rískur læknir aö nafni
von Scherzer plöntu
þessa í Guatemala. Var
hún við hann kennd með
heitinu scherzerianum
og gengur jafnan undir
því nafni enn í dag þrátt
fyrir miklar kynbætur
sem talsvert hafa breytt
henni frá sinni uppruna-
legu mynd. Fræðiheitið
Anthúrium er grískt,
leitt af orðinu
anthos=b!óm og
oura=hali, rófa, og vísar
greinilega til lögunar
blómsins en það er löng
og grönn gulleit stöng
sem venjulega tekur á
sig þokkafulla sveigju.
Þessi langa blómstöng
,,halinn“ vex upp frá
myndarlegu hlífðarblaði
ljósrauðu á lit og er það
leðurkennd og 'standa á
allháum stilkum. Jurtin
þarf góða birtu, þolir þó
ekki mjög sterkt sólskin,
vesturgluggar eru taldir
henta henni best. Verði
sólskinið hinsvegar of
sterkt, sem lítil líkindi
benda til að hent geti
a.m.k. hér sunnanlands,
er gott að nota hlíf til
varnar.
Vaxtamáti flamingó-
blómsins er sá að nýj-
ar rætur myndast ofan-
viö þær gömlu og sitja
því í „lausu lofti“ ut-
an á leggnum. Hættir
rótum þessum oft við að
visna áður ne þeim tekst
að ná til sín raka úr mold-
inni í pottinum. Til bóta
getur þá verið að leggja
raka mómold eða mosa að
rótarhálsinum.
Flamingóblóm
aðal skraut plöntunnar.
Þegar hvort tveggja er
tekið með í reikningin
,,halinn“ sem getur
minnt á sveigðan háls og
rautt hlífðarblaðið sem
líkist fagursköpuðum bol
Iiggur í augum uppi að
þar er kominn flamingó-
fuglinn fagri en við hann
er jurt þessi kennd á
Norðurlöndum þar sem
hún er vinsæl stofujurt.
Fyrir utan það að vera
allra lögulegasta planta á
flamingóblómið vinsæld-
ir sínar e.t.v. einnig að
rekja til þess hve ótrú-
lega lengi hvert blóm get-
ur staðið, 8—10 vikur er
ekki ofsagt. Venjulega
blómstrar það að sumar-
lagi en einnig á það til að
standa með blómum —
þá gjarnan ögn fölleitari
— yfir svartasta skamm-
degið hér uppi á íslandi
og er það óneitanlega
mikill ánægjuauki. Blöð
flamingóblómsins eru
dimmgræn, löng og
Þörf er á að Skipta um
mold á plöntunni þegar
til muna fer að togna úr
rótarhálsinum og má þá
jafnframt fjölga henni
með skiptingu. „Fræsán-
ing krefst hærra hita- og
rakastigs en búast má við
að hægt sé að koma við 1
heimahúsum). Moldin
þarf að vera létt: mómold
og laufmold, blönduð
sandi og gömlum hús-
dýraáburði.
Flamingóblómið kann
vel að meta áburðargjöf,
einkum yfir sum-
armánuðina. Mælt er
með 14 tesk. af köfnunar-
efnisáburði í lítra af
vatni vikulega og 14 teks.
af blönduðum áburði í
lítra vatns mánaðarlega.
Vökvun má vera ríkuleg
að sumrinu en takmarka
skal hana mjög yfir
veturinn.
Þetta ágæta blóm hef-
ur oft verið fáanlegt hér í
blómaverzlunum.
HL/ÁB.
Stærð íslenzkra frímerkja
í frímerkjaþætti 22. jan. sl. var
nokkuð rætt um prentun
fslenzkra frimerkja. Það er
atriði, sem allir hljóta að skilja,
að skiptir verulegu máli um út-
lit þeirra og alla gerð. Stærð
frfmerkja er einnig mikilvægt
atriði og þá ekki sfzt fyrir hinn
almenna notanda þeirra. Vil ég
nú í framhaldi af fyrra þætti
miðröð eru nokkur merkí frá
síðustu árum, og sést stærðar-
munur þessara merkja vel. 1
neðstu röð er svo blómamerki
frá 1964 og svo Heimaeyjar-
merkin frá 1975, en þessi stærð
merkja er að mínum dómi mjög
heppileg til nota á bréf. Ég býst
við, að margur hefði óskað eftir
slíkri stærð á réttu verðgildi
Frímerki
eftir JÓN
AÐALSTEIN
JONSSON
fara nokkrum orðum um stærð
íslenzkra frímerkja í von um
góðar undirtektir þeirra
manna, sem ráða þessum mál-
um fyrir póst- og simamála-
stjórnina.
Þar sem söfnun frímerkja er
orðin svo almenn og þau því
eftirsótt, hafa flestar póst-
stjórnir hyllzt til að gera þau
svo úr garði, að safnarar sækist
sem mest eftir þeim, enda kem-
ur ekki svo lítill hagnaður af
sölu frímerkja beint frá söfnur-
um, og fyrir þá sölu þurfa póst-
stjórnir ekki ’að láta í té nema
takmarkaða þjónustu. Þetta
hefur vitaskuld veruleg áhrif á
gerð frímerkjanna, og þá eru
þau gerð sem stærst og falieg-
ust, svo að þau veki athygli
manna og þeir fái áhuga á
þeim. Við þessu er svo sem ekk-
ert að segja í sjálfu sér. En
fyrir bragðið eru frímerkin þá
orðin annað og meira en kvitt-
un póststjórna fyrir greiddu
b'urðargjaldi, svo sem var hlut-
verk þeirra í öndverðu. Þau eru
orðin að hluta beinn söluvarn-
ingur, og um það má alltaf
deila, hversu langt á að ganga í
þá átt. Eg hef einhvern tímann
í þessum þáttum látið uppi þá
skoðun, að ísl. póststjórnin hafi
gætt hófs í árlegri útgáfu sinni,
og það er áreiðaniega heppi-
íegt, þegar til lengdar lætur.
Hið eina, sem ég álít, að póst-
stjórnin og útgáfunefnd hennar
megi hugleiða örlitlu nánar en
sýnilega hefur verið gert síð-
ustu árin, er stærð frímerkj-
anna. Þau hafa sótt í það horf
að verða óþarflega stór — og
það svo á stundum, að erfitt er
að koma þeim fyrir á venjuleg
umslög, a.m.k. mörgum f senn.
Má hér minna á afmælismerkin
frá 1973 og hátíðarmerkin frá
1974, svo að hin stærstu séu
nefnd. Ég býst svo sem við, að
ýmsir safnarar vilji hafa þetta
þannig, en örugglega ekki allir.
Vmsar póststjórnir hafa hér
farið þá leið að láta hvers-
dagsmerki (brugsfrimæu ker)
vera fremur lítil, og nota þau á
allar venjulegar sendingar, en
hafa aftur minningarmerki stór
og litrík og með margs konar
rhyndum. Safnarar þekkja t.d.
dönsk og sænsk frímerki, þar
sem merki með mynd þjóðhöfð-
ingjans eru höfð tíl hversdags-
nota og því lítil og snotur, og
hið sama má segja um ensk
frímerki. .Tei ég æskilegt, að
íslenzka póststjórnin taki upp
svipaða stefnu í frímerkjamál-
um sínum. Rétt til fróðleiks læt
ég fylgja línum þessum sýnis-
horn af íslenzkum frímerkjum
allt frá 1902. I efstu röð eru
aimenn frímerki frá árunum
1902—43, og muna margir eftir
þeim, enda sum lengi notuð og
endurprentuð eftir þörfum. I
undir jólapóstinn síðasta. Af
ýmsum bréfum og kortum, sem
fjölskylda mín fékk, var ljóst,
að menn lentu á stundum í
vandræðum með að koma merk-
inu fyrir á litlum umslögum.
Nú veit ég vel, að samkv. regl-
um póststjórnarinnar eiga póst-
kort að vera hið minnsta 9x14
cm að stærð, en á þessu vill nú
verða misbrestur. Ritfanga-
verzlanir hafa til sölu kort, sem
eru undir þessari stærð, og þau
kaupa margir. Þegar skrifað er
svo utan á umslög, sem fyigja
slíkum kortum, gæta margir
þess ekki að haga utanáskrift-
inni eftir frímerkinu, sem nota
verður. Undir þeim kring-
umstæðum lenda menn því í
vandræðum að koma frímerk-
inu fyrir, svo að vel fari á.
Fram hjá þessu mætti oft
sneiða, ef lítil frímerki væru á
boðstólum samhliða öðrum
merkjum. Ég kem þessari
ábendingu hér á framfæri við
póststjórnina til íhugunar og
helzt úrbóta sem fyrst. Mæli ég
alveg sérstaklega með þeirri
stærð, sem valin var á blóma-
merkin á sínum tíma og ekki
sízt á Heimaeyjarmerkin, þar
sem þau eru ferningur. Enginn
getur heldur neitað því, að þau
eru falleg og vékja ekki síður
athygli manna en flannastór
merki, sem þar að auki er erfitt
að lima á bréf, svo að vel fari.
í Mbl. 18. jan. si. var birtur
útdráttur úr fréttatilkynningu
frá sýningarnefnd Félags frf-
merkjasafnara um væntanlega
frímerkjasýningu félagsins
dagana 9.—12. júni nk. í Álfta-
mýrarskóla i Rvik. Segir þar, að
undirbúningi undir sýninguna
miði vel áfram. í sambandi við
sýninguna verður starfrækt
sérstakt pósthús með sér-
stimpli, og umslög verða gefin
út af því.tilefni.
Frímex 77 er haldin til að
minnast 20 ára afmælis F. F.,
en það var stofnað 11. júni
1957. Jafnframt er ætlunin að
minnast félagsins á ýmsan ann-
an hátt og m.a. með eins konar
afmælisriti, þar sem reynt verð-
ur að hafa margbreytilegt efni.
Sérstakt merki hefur varafor-
maður félagsins, Hálfdan
Helgason, teiknað. Er það mjög
stilhreint, svo sem sjá má á
meðfylgjandi mynd.
Frímex 77
Sýningarnefnd hefur fyrir
nokkrum vikum sent
umsóknareyðublöð til félags-
manna F.F., en hafi safnarar
ekki fengið slik eyðublöð geta
þeir snúið sér til formanns
sýningarnefndar, Guðmundar
Ingimundarsonar, Bogahlíð 8,
eða frímerkjaverzlana í Rvik.
Þar sem reglur þessar hafa
ekki birzt I blaðinu, þykir mér
sjálfsagt að birta þær orðréttar
hér i þættinum. Þær hljóða á
þessa leið:
1. a. Samkeppnisdeild. Söfnin,
sem til sýningar eru tekin,
skulu vera eign sýnanda, sem
má þó sýna undir dulnefni, og
sett upp af honum sjálfum,
þ.e.a.s. alls ekki sett upp á
pappír með prentuðum reitum
fyrir frímerkin (nema viðkom-
andi hafi sjálfur teiknað blöð-
in). Sýningarnefnd ákveður,
hvaða söfn skuli tekin til sýn-
ingar og hve margir rammar, og
er úrskurður hennar endanleg-
ur.
1. b. Kynningardeild. Sömu
reglur, nema söfn mega vera á
síðum með prentuðum reitum.
2. Söfnin skulu dæmd af dóm-
nefnd til verðlauna, gyllt silfur,
silfur, bronz og þeirra auka-
verðlauna, sem til falia. Verð-
laun verða i formi verðlauna-
skjala. Úrskurður dómnefndar
er endanlegur. Kynningardeild
fær aðeins þátttökuskjal, svo og
þau söfn úr samkeppnisdeild,
sem ekki vinna til verðlauna.
3. Sýningin nýtur viðurkenn-
ingar Landssambands islenzkra
frímerkjasafnara.
4. Sýnendurskulusjálfirannast
tryggingu safna sinna og bera
ábyrgð á þeim. Sýningarnefnd
firrir sig allri ábyrgð fyrir
hverju þvi, sem að höndum
kann að bera. Það skal tekið
fram, að vakt verður á sýn-
ingarstaðnum.
5. Gjald fyrir hvern ramma er
o
70
\
OC
m m
%I»C 9.-^
~p
TO
T>
*
(V
/x
O)
kr. 300 og greiðist eigi siðar en
við uppsetningu safnins.
6. Umsóknir um þátttöku skulu
hafa borizt fyrir 1. apríl, og er
undirskrift þessa eyðublaðs
samþykki þessara reglna.
Sýningarnefnd.
Ekki er ástæða til að bæta
miklu við það, sem segir i ofan-
greindum reglum. Ég vil samt
vekja athygli á því, sem segir
um uppsetningu safna i sam-
keppnisdeild, þ.e. að söfnin
skuli sett upp af sjálfum sýn-
andanum. Þetta er sjálfsögð
regla, sem ætti að gilda á öllum
sýningum þar sem unnið er til
verðlauna, og f rauninni ætti
ekki að þurfa að taka þetta
fram í sýningarreglum. A
Frfmex 77 skiptir þetta alveg
sérstöku máli, þar sem þeir sýn-
endur, sem hljóta silfur eða
hærri verðlaun fyrir sýningar-
efni sitt, öðlast rétt til að sýna
það á alþjóðasýningum. Er það
vegna þess, að sýningin nýtur
viðurkenningar Landssam-
bands íslenzkra frímerkjasafn-
ara í umboði F.I.P. — eða
Alþjóðasambands frimerkja-
safnara. Hér er vissulega ekki
til svo lítils að vinna fyrir
islenzka frímerkjasafnara, og
ætti það því að vera þeim
hvatning til þess að senda efni
á Frimex 77.