Morgunblaðið - 05.02.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1977
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Til sölu
3ja herb. ibúð i smiðum.
Uppl. í sima 71841 milli kl.
6 — 8 á kvöldin.
Til sölu
mjög vandað rafmagnsorgel,
má greiðast með skuldabréfi.
Uppl. is. 76521.
íbúð óskast
fyrir fámenna fjölskyldu helst
í Voga eða Heimahverfi.
Uppl. í sima 84376.
Vélaverkstæði
óskar að ráða aðstoðarmann
við vélavinnu. Umsóknir er
tilgreini aldur og fyrri störf
sendist Mbl. fyrir 8. febrúar
merkt: Vélavinna — 47 78.
21. árs stúlka
óskar eftir vinnu sem fyrst,
sæmileg vélritunark. og göð
tungumálak. Uppl i sima
23213.
Ráðskona
Kona á miðjum aldri vön hús-
verkum, óskar eftir ráðskonu-
stöðu í borginni. Uppl. í síma
12697. Mjög ábyggileg,
dugleg.
Seljum gamlar myntir
Sendum sölubækling.
Möntstuen, Studiestræde
47, DK-1455, Köbenhavn K.
Skattframtöl 1977
Haraldur Jónsson hdl
Hafnarstræti 16, 2 hæð.
Sími 14065. Heimasimi
27390.
Skattframtöl 1 977
Ingvar Björnsson hdl. Strand-
götu 1 1, simi 53590.
Skattframtöl 1977
Sigfinnur Sigurðsson hag-
fræðingur, Bárugata 9,
Reykjavik, s. 14043 og
85930.
□ Gimli 5977277 — 1.
Sunnud. 6/2 kl. 13
Esjuhlíðar með Tryggva
Halldórssyni eða
Fjöruganga á Kjalarnesi með
Einari Þ. Guðjohnsen. Verð
1000 kr. fritt f. börn m
fullorðnum. Farið frá B.S.i.
vestanverðu.
Útivist.
K.F.U.M. og K.F.U.K.
Hverfisgötu 15, Hafnarfirði
Kristniboðsvika hefst sunnu-
daginn 6. febrúar samkomur
verða á hverju kvöldi kl.
20.30. alla vikuna. Annað
kvöld tala Guðbjörn Egilsson
og Elsa Jacobsen kristniboði,
karlakór K.F.U.M. syngur
Allir velkomnir.
Hella og nágrenni
kristileg samkoma verður i
Hellubiói í dag kl. 16.30.
Söngur og ræðuhöld.
Hvítasunnumenn.
Elím, Grettisgötu 62
Sunnudagaskóli kl. 1 1.00
f.h. Almenn samkoma kl.
20.30. Allir velkomnir.
HRflAFÍLAG
ISLANDS
OLDUGOTU3
SÍMAR. 11798 og 19533.
Sunnudagur 6.2. kl.
13.00
Hólmarnir — Örfirisey —
Grótta. Gengið verður út
Grandann og út í Hólmana
þar sem hinn forni verslunar-
staður Hólmakaupstaður var,
áður en landið seig i sjó.
Fararstjóri: Gestur Guðfinns-
son. Verð kr. 500 gr. v/bíl-
inn. Farið frá Umferðarmið-
stöðinni að austanverðu.
inni að austanverðu.
Ferðafélag íslands.
K.F.U.M.
Almenn samkoma í húsi
félagsins við Amtmannsstíg
sunnudagskvöld kl. 20.30
séra Arngrimur Jónsson
talar. Fórnarsamkoma. Allir
velkomnir.
Velkomin I
sunnudagaskóla Fíla-
delfíu.
Njarðvikurskóli kl. 11.
Grindavikurskóli kl. 2.
Skuggamyndir frá Afríku.
Páll Lútersson. Munið
Frímnssjóð. Kristján Reykdg.1.
Félag Austfirskra
kvenna
Heldur aðalfund mánudaginn
7. febr. kl. 8.30 að
Hallveigarstöðum. Venjuleg
aðalfundarstörf. Frú Anna
Guðmundsdóttir leikkona
skemmtir á fundi.
Stjórnin
Húsmæðrafélag
Reykjavikur
Fundur verður haldinn mánu-
daginn 7. feb. kl. 20:30. í
félagsheimilinu, Baldursgötu
9. Spiluð verður félagsvist.
Allir velkomnir.
Stjórnin
Heimatrúboðið
Almenn samkoma að Óðins-
götu 6 A á morgun kl.
20.30. Allir velkomnir.
Aðalfundur
kvenfétags Laugarnes-
sóknar verður haldinn mánu-
daginn 7. febrúar kl. 8.30 i
fundarsal kirkjunnar. Venju-
leg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Samtök Astma- og of-
næmissjúklinga
Fræðslu- og skemmtifundur
verður að Norðurbrún 1
i dag 5. febrúar kl. 3. Erindi
um ofnæmisprófanir Davíð
Gíslason læknir. Félagsvist
oa veitinoar
Skemmtinefndin
■ OEOVERNDARFÉLAG ISLANOSS
— Útflutningur
Framhald af bls. 2
höfðu farið 20.7 tonn á 96.3
millj. 1975 en á fyrra ári fóru
42.2 tonn á 256 millj. Örlítill
samdráttur var i sölum til
Sovétrfkjanna, þannig að nú
fóru þangað 158,4 tonn á 468.3
millj., en árið áður 199 tonn á
487.6 millj.
Ytri fatnaður sem er að
mestu ofinn, tvöfaldaóist að
verðmæti og nam nú 87 millj.
og nú koma til sögunnar, í
fyrsta skipti, húsgagnaáklæði
fyrir um 17 millj. kr.
Vörur úr loðskinnum jukust
mikið eða úr 11.3 millj. í 158
millj. Munar hér mest um
Sovétríkin, en þangað fóru vör-
ur úr loðskinnum fyrir 89 millj.
Áður hefur verið minnst á
aukningu í gæruútflutningi,
stærstu tölurnar eru þar, for-
sútaðar gærur, sem nam nú 515
tonnum á 745 millj. kr., en
höfðu verið 350 tonn á 429
millj.
Hér eru aðal markaðslöndin,
Finnland, en þangað fóru 224
tonn á 339 millj. og Pólland, en
þangað fóru 207 tonn á 280
millj. Htflutningur á fullsút-
aðri gæru nam 128.5 tonnum á
222 millj. en var árið áður 118
tonn á 173 millj.
— Minning
Petrína
Framhald af bls. 29
sögu lengur eða skemur. Þannig
er örþreyttu, sjúku gamalmenni
gott að hverfa af sviðinu.
Ilaraldur Sigurðsson.
I dag fer fram frá Akranes-
kirkju útför Petrínar Jónsdóttur,
sem andaðist í sjúkrahúsi Akra-
ness þann 29. janúar 1977, eftir
langt og erfitt sjúkdómsstríð.
Petrfna var fædd að Gröf í
Lundarreykjadal 23. apríl 1894.
Foreldrar hennar voru Ingveldur
Pétursdóttir og Jón Jónsson. Þau
Ingveldur og Jón bjuggu að Gröf í
Lundarreykjadal frá árinu 1888
til ársins 1898. Siðan voru þau
Ingveldur og Jón i vinnumennsku
á ýmsum stöðum í Borgarfjarðar-
héraði með börn sín, en sum
þeirra fóru til vandalausra og
ólust þar upp.
Petrina giftist 13. maí 1921
Albert Gunnlaugssyni.
Albert, maður Petrinu, var
fæddur 17. júlí 1894, dáinn 9.
apríl 1935 og var hann 41 árs er
hann lézt. Börn þeirra voru 9 og
var það elsta 13 ára og það yngsta
á fyrsta ári er Albert lézt.
Stóð nú Petrína uppi ein með
barnahópinn sinn og þá kom í ljós
hennar mikli dugnaður og kjark-
ur, sem einkenndi hana og öll
hennar störf allt hennar lif. Hún
kom börnum sínum öllum til
manns, án nokkurrar hjálpar frá
því opinbera. Þá voru ekki trygg-
ingar eða önnur samhjálp til að
setja traust sitt á, eins og nú er, og
þá var á þessum árum lítil at-
vinna, og erfiðara með lifsbjargar
möguleika alla heldur en nú er.
Petrina varð að vinna utan
heimilisins til að afla sinu mann-
marga heimili tekna svo þegar
börnin komu til aldurs fóru þau
að hjálpa henni og eru börn
hennar öll hið mesta dugnaðar og
atgervisfólk. Barnabörnin hennar
Petu eru orðin 24 og barnabarna-
börnin 8.
Eftir að börnin komust upp
hafði Peta rýmri tíma til að sinna
þeim hugðarefnum sínum sem
ábyggilega alltaf hafa á hana
stritt, en hún i önn daganna i
baráttunni fyrir sinu mannmarga
heimili, og velferð barna sinna,
hafði ekki tíma né efni til að
sinna, en það var hin skapandi
listhneigð hennar, sem birtist
manni er komið var inn á heimili
hennar á Akranesi, en það eru
hinar fögru útsaumuðu myndir
sem eru sannkölluð listaverk og
útsaumur margskonar, sem allt
ber vott um skapandi og listhagar
hendur, sem fjallað hafa um
þessa fögru muni.
Hún Peta var hetja sem aldrei
lét baslið smækka sig og hélt
reisn sinni allt til loka ævidags-
ins.
Og ef litið er yfir æviferil
þessarar mikilhæfu og góðu konu,
hlýtur maður að undrast það
hversu ævistarf hennar hefur
verið stórt í sniðum, og þó líf
hennar hafi ekki alltaf verið dans
á rósum, var hún sú sem gekk
með sigur af hólmi i hinni erfiðu
lifsbaráttu. Peta var trúuð kona,
sem trúði á mátt hins góða í einu
og öllu.
Ég votta svo börnum hennar og
systkinum og öðrum aðstandend-
um samúð mína. Ég, kona mín og
systkini kveðjum hana svo hinztu
kveðju með hjartans þökk fyrir
allar velgjörðir okkur sýndar.
Ég vil svo enda þessi fátæklegu
kveðjuorð min með því að setja
hér tvö erindi úr hinu fagra
kvæði „Ekkjan við ána“, eftir
Guðm. Friðjónsson:
Er börning voru (ómegð,
hún bjó við marga þraut,
— hjá börnunum ( ellinni
þess hún aftur naut —
Hún kenndi þeim að lesa og kemha,
prjöna og spinna;
Hún kenndi þeim fyrst aðtala
og svo að ganga og vinna.
Er búið var að „lesa“,
hún bar þeim kvöldverðinn
og breiddi s(ðan ofan á litla hópinn sinn,
á versin sfn þau minnti
og vermdi kalda fætur,
en vakti sjálf og prjónaði
fram á miðjar nætur.
Agnar Gunnlaugsson.
— Minning
Björgvin
Framhald af bls. 31
allt, kveð ég Björgvin vin minn og
minna systkina, hinstu kveðju og
veit að hans heimur verður nú
bjartur og blessunarrikur i heim-
kynnum hins himneska friðar.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu
hans, systur, börnum og öðrum
ættingjum innilega samúð.
Guðmundur A. Finnbogason
— Orka og tækni
Framhald af bls. 30
ræða kol, úran, olíu, gas og fisk-
inn innan 200 milna markanna.
Allt þetta krefst öryggisráðstaf-
ana og örlagaríkra pólitiskra
ákvarðana.
Rússland
og fiskurinn
Með hinni almennu reglu um
200 milna fiskveiðilögsögu
kreppir mjög að fiskveiðum
Rússa.
í viðtali sem irskt fiskveiði-
blað átti fyrir skömmu við Al-
exander Ishkov, sjávarútvegs-
ráðherra Rússlands, sagði hann
að nú væri um tvo kosti að
ræða, að hefja veiðar á fiskteg-
undum sem áður hefðu verið
lítt nýttar, eða hætta að mestu
við happdrættið á hafi úti, og
taka upp skipulega fiskrækt.
Hann skýrói frá þvi að nú væru
hafnar í landi sinu skipulagðar
aðgerðir til fiskræktar i sjó og
vötnum og áætlun gerði ráð fyr-
ir að árið 2000 væri ársaflinn
kominn í 50 milljónir tonna.
Hinu irska blaði þótti þetta all
djarflega áætlað, þegar höfð
væri hliðsjón af því að ársafl-
inn I heiminum væri nú um 70
milljónir.
Rússar reyna nú nýja tækni
til að hita upp sjó og vötn við
eldistöðvar sínar, en hún er
fólgin I notkun afgangshita frá
hinum risavöxnu orkuverum
þeirra, sem ýmist eru kynnt
með oliu eða kolum, svo og með
hita frá kjarnorkuverum.
I viðtalinu er þó ekki minnst
á tilraunir Rússa við veiðar
undan jökulröndum Suður-
skautsins. Fréttir herma að þar
séu verksmiðjuskip þeirra að
reyna veiðiaðferðir við að ná
þeirri fæðitegund, sem nú nær
útdauð stórhveli lifðu á. Hér er
um eins konar rækjutegund að
ræða, sem nefnd mun vera
kríll, og er um 4 sm á lengd.
Eftir nokkru er hér að sækj-
ast, því áætlað er að mögulegt
aflamagn geti orðið nær 100
milljónir tonna, án þess að
gengið verði um of á stofninn.
Sú fullyrðing byggist á hinni
geysilegu fækkun stórhvela
sem áður lifðu góðu lífi á kril
Suðurskautsins.
Kafbátur til
lagningar sæsima
Á vegum félagasamsteypu í
eigu símafélaga i Kanada,
Bandarikjunum, Englandi og
Frakklandi, er nú yerió að
ljúka byggingu fjarstýrðs kaf-
báts, sem ætlað er að vinna við
sæstrengi á miklu dýpi.
Hlutverk bátsins verður að
koma fyrir símastrengjum á
miklu dýpi, annast viðgerðir á
þeim svo og mögnurum þeirra.
Hann á að geta unnið á allt að
1800 m dýpi, lagt nýja sæ-
strengi þar og grafið þá 1,5 m
niður í botninn. Honum verður
stjórnað um rafstreng frá ofan-
sjávar-móðurskipi, með fjar-
skiptasambandi við vinnutæki
hans, en með sjónvarpsbúnaði
er fylgst með öllum störfum
hans frá móðurskipinu. Áætlað
er að þessi ómannaði dvergkaf-
bátur muni kosta jafnvirði um
700 milljóna ísl. kr.
— Minning
Guðbjörn
Framhald af bls. 29
móðurbróður sínum, Guðmundi
Tómassyni á Bergstöðum og siðar
meðal annars með syni hans
Ólafi. En hann lézt fyrir rúmu ári,
langt fyrir aldur fram, og var það
mikið áfall fyrir Guðbjörn. —
Hafði hann og sjálfur orðið fyrir
öðru áfalli á þvi sama ári, er
bústýra hans, Guðrún Guðmunds-
dóttir, féll skyndilega frá. En sú
mæta mannkostakona var mikill
sólargeisli á Arnarhólsheimilinu.
Guð blessi minningu hennar.
Guðbjörn safnaði ekki
jarðneskum eignum, sem mölur
eða ryð eyðir. En vinum sinum
lætur hann eftir dýrmæta sjóði
minninga um mikinn mannkosta-
mann sem ávinningur var að eiga
samleið með. — Hann var ekki
allra, en traustur vinur vina
sinna. — Líf hans var þjónusta án
teljandi launa alla tið. Þjónusta
við heimilið á Arnarhóli, við
Bergstaðaheimilið i Vestmanna-
eyjum og við nágranna og vini i
Landeyjum, þ. á m. við heimili
undirritaðs. Var ekkert talið eftir
og fljótt brugðið við, enda frábær
áhuga- og dugnaðarmaður. Slíkir
eiginleikar safna ekki sjóðum,
nema í hugum þakklátra
þiggjenda. Lif hans og starf er
vissulega öðrum til eftirbreytni á
þessum tíma. — Faríseinn, sem
gekk upp i helgidóminn, er of
ríkur i okkur mörgum i dag, þó að
viö gjarnan þykjumst vera eins og
miskunnsami Samverjinn i orði.
en ekki á borði. Hinn látni þekkti
ekki þá hræsni, svik voru ekki
fundin í munni hans.
Guðbjörn Pétursson var
greindur maður, víðlesinn,
minnugur og fróður. Og þótt hann
væri frekar fálátur, var hann
hinn skemmtilegasti í sinum hópi
á góðra vina fundi, fræðandi,
söngvinn, unni fögrum ljóðum og
lék þá á als oddi. Það þótti öllum
vænt um hann er kynntust honum
og tóku við hann tryggðir.
Við höfðum vonast eftir
Guðbirni aftur heim, en sú von
brást, og förin snerist til annarrar
áttar, sem fyrir okkur öllum
liggur fyrr eða síðar. Um það
þýðir ekki að sakast úr þvi sem
komið er. En við vitum að hann á
góða heimvon. Guðbjörn sem
hafði sjálfur af svo miklu að má,
gat sannarlega i lítillæti sínu
tekið undir orð skáldsins i Fagra-
skógi:
„Býsl ég nú brátt tii ferða,
brestur þó vegancsti.
En þar b(da vinir (varpa
sem von er ágesti.4*
Blessuð sé minning hans.
Eggert Haukdal
— Nýalssinnar
Framhald af bls. 13.
hversdagslegustu skýringar eins
og Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur hefir sýnt
framá. En hann er eini maðurinn
hér á landi, sem ég veit til að hafi
reynt að rannsaka þessar frásagn-
ir til þess að komast að heiðarleg-
um niðurstöðum. Og það alveg án
þess að vera með neina fordónia
um málið, eins og glögglega hefir
mátt ráða af orðum hans.
Að lokum þetta: Hugsið með
velvild til íbúa annarra sólkerfa
og verið ekki alveg fyrirfram
sannfærð um, að þeir geti ekki
birzt hér á jörðu á annan hátt en í
fljúgandi diskum.
Kjartan Norðdahl
form. FN.
— Opið bréf
Framhald af bls. 9
sig hins vegar ekki skylduga til
þess að láta bókasöfnum i té
ókeypis útlána- og lestrareintök í
þeim tilgangi einum að draga úr
rekstrarkostnaði bókasafna, né
heldur ókeypis eintök til nota sem
gjaldmiðil við kaup erlendra bóka
eins og nú gerist.
Viðingarfyllst.
I stjórn félags islenskra bókaút-
gefenda:
Arnbjörn Kristinsson
Böövar Pétursson
Hilmar Sigurösson
Hjörtur Þórðarson
Valdimar Jóhannsson
örlygur Hálfdanarson.