Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 26

Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 26
26 Sagt frá starfi Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga Eins og kunnugt er reka íslendingar kristniboðsstöð í Eþíópíu, nánar til- tekið í suðurhluta landsins, í héraði sem nefnist Konsó. Starfið er kostað héðan og er það Samband íslenzkra kristniboðsfélaga, sem ber ábyrgð á starfinu, en það er rekið í náinni sam- vinnu við norskt kristniboðsfélag, Norsk luthersk mijonssamband. í S.I.K. eru nú 25 til 30 félög, þar af er um helmingur þeirra styrktar- félög og vinna þau að því markmiöi að efla og styrkja kristniboðsstarf meðal heiðinna þjóða. Annað hvert ár er þing S.Í.K. og það sitja fulltrúar aðildarfélaganna, og þingið verður næst haldið í sum- ar. Árið 1954 hófu fyrstu íslenzku kristniboðarnir störf í Eþíópíu og nú er þar stöðvar- stjóri Jónas Þóris- son, en aðrir kristniboðar sem verið hafa í Eþíópíu að undan- förnu eru Jóhannes Öiafsson læknir og Skúli Svavarsson. Þeir eru báðir í leyfi um þessar mundir. Hér verður rakið stuttlega hvernig starfi S.Í.K. er háttað heima og heiman og litið inn á fund í einu af styrktarfélögum sambandsins. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1977 Fráskólastarfinu. Þetta fólk bfður þess að fá úthlutað korni á þurrkatímunum. Ríkisvaldið hindrar ekki starfsemi kristniboðsins — segir Gísli Arnkelsson, formaður S.Í.K. SAMBAND íslenzkra kristniboðs- félaga stendur á hverju ári fvrir sérstökum kynningar- og sam- komuvikum á ýmsum stöðum á landinu. Nú um þessar mundir eru einmitt slfkar vikur haldnar á Akranesi, Keflavfk og Hafnar- firði, en auk þeirra fara starfs- menn S.l.K. út um land til að kynna kristniboðið á ýmsum stöð- um. Gfsli Arnkelsson, sem lengi var kristniboði í Eþfópfu, er núver- andi formaður S.Í.K. og fræddi hann blaðamann um það helzta sem gerzt hefur í starfi S.l.K. í Konsó að undanförnu: — Margt hefur breytzt í Eþíó- píu síðan byltingin var gerð þar og stefnir hin nýja stjórn að sósíalisma. Jörðum skal skipt og ætlast er til að bændur vinni sam- an í félögum. Félögin eiga jafn- framt að standa að menningar- málum, t.d. sjá um skólahald, heilsugæzlu og fleira. Er þó langt i land með að landsmenn geti tekið að sér slíka starfsemi, enda óska yfirvöld þess að kristniboðið og kirkja sinni áfram skólum og sjúkrastarfi. Gísli sagði, að hin nýju stjórn- völd hefðu lýst því yfir að stefna þeirra grundvallaðist á guðleysi, en þó sé einnig lýst yfir því að trúfrelsi sé í landinu. Segir hann að kristniboðið hafi þó ekki verið hindrað af hálfu ríkisvaldsins og enn sem fyrr óski forystumenn lúthersku kirkjunnar í landinu þess, að kristniboðarnir haldi áfram að starfa svo lengi sem þeir hafi frjálsar hendur. Er starfið í Konsó jafnt og þétt vaxandi þrátt fyrir að þurft hafi að fækka fast- ráðnum starfsmönnum vegna nýrra aðstæðna. — Námskeið hafa verið haldin fyrir þá sem vilja leggja hönd á plóginn og eru kristnir menn al- mennt hvattir til sjálfboðastarfa. Nú eru 60 skipulagðir söfnuðir i kirkjunni í Konsó en á rúmlega 30 öðrum stöðum hefur verið unnið að prédikun og fræðslu. — Nemendur skólans á kristni- boðsstöðinni hafa mörg undanfar- in ár verið 250—300, auk þess sem starfræktir hafa verið 68 les- skólar með nálægt 3300 nemend- um víðsvegar um héraðið. Nú er ekki lengur skylt að nota ríkis- málið, amharisku, í kennslu og bókagerð. Gefast því kirkjunni ótæmandi tækifæri til að leggja sig fram á þeim vettvangi, eftir því sem efni og ástæður leyfa. Þegar eru til fræði Lúthers og söngbók á tungu Konsómanna. — Fjöldi þeirra sem leita til sjúkraskýlisins hefur tvöfaldazt á Eftirminnilegast að kynnast starfinu ytra með eigin augum Á vegum Sambands Islenskra kristniboðsfélaga starfa nú tveir menn við svonefnt heimastarf, guðfræðingarnir Benedikt Arn- kelsson og Gunnar Sigurjónsson. Báðir hafa þeir starfað um árabil, Gunnar þó lengur og hann greindi frá því sem i þeirra starfi er fólgið. Hann var fyrst spurður hversu lengi hann hefði starfað fyrir S.Í.K. — Það var árið 1941 sem ég réðst til starfa hjá kristniboðs- sambandinu, en ég hafði áður starfað á vegum blaðsins Bjarma, frá árinu 1938. Þetta ár, 1941, var þessi starfsemi sameinuð og var ég fyrsti fastráðni starfsmaður sambandsins til starfs hér heima. Áður höfðu þó starfað á vegum þess menn um tima og tima allt frá stofnun þess 1929, t.d. Stein- grimur Benediktsson, kennari í Vestmannaeyjum, Jóhannes Sig- urðsson og sr. Sigurður Pálsson. Einnig má nefna þá Jóhann Hannesson prófessor og Ólaf Ólafsson kristniboða, sem starfaði hér á vegum S.I.K. þegar hann var hér í leyfi frá störfum í Kína. Séra Jóhann Hlíðar var um tíma fastráðinn hjá sambandinu, hann vígðist prestvígslu til starfs- in$ árið 1948. Vmsir hafa svo lagt hönd á plóginn í þessu heima- starfi, t.d. Þórir Guðbergsson, Ingvar Kolbeinsson og Páll Frið- riksson, sem hafa verið með mér á einstökum ferðum um landið. Hér eru aðeins taldir nokkrir þeirra sem hafa komið við sögu og verið með Gunnari á ferðum um landið, eins og hann sagði. Það segir Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur, einn starfs- manna S.Í.K. eru mun fleiri sem á einhvern hátt hafa lagt starfi S.I.K. lið en verður ekki farið nánar út I það hér. Gunnar heldur áfram og seg- ir að hann hafi verlð við nám í guðfræði þegar hann, ásamt Bjarna Eyjólfssyni og Ástráði Sig- ursteindórssyni, tók að sér að sjá um blaðið Bjarma. Það flutti fréttir og frásgnir af kristniboðs- starfi og það stóð að kynningu á kristniboðsstarfi með því að hafa fundi og samkomur víða um land- ið og er það undanfari starfs hans hjáS.Í.K. — Það var á kristniboðsþingi í Hraungerði i Flóa árið 1941 að það er samþykkt eftir umræður um starf kristniboðssambandsins hér heima, að sameina skyldi heimastarf Bjarma og starfa á vegum sambandsins. Við Ólafur höfðum þá oft farið saman út um land og staðið fyrir samkomum eftir að hann kom frá Kina 1938 og þótti eðlilegra að einn aðili stæði að þessu starfi. Þessi ár voru mánaðarlaunin ekki há, mig minnir að ég hafi haft um 150 kr. á mánuði, enda var ég ungur og ólofaður og þurfti því ekki mikið. — Starf okkar var fólgið í því að halda samkomur þar sem við prédikuðum guðs orð og kynntum kristniboðið, sérstaklega i Kina á þessum árum. Við sýndum stund- um kvikmyndir sem Ólafur hafði tekið þar úti, og eru þær mjög góð heimild um starfsemina þar. Þetta voru alls sex litlar spólur og skipti Ólafur henni i tvo hluta. Ólafur var um tíma á ferð í Kína með bandarískum kvikmynda- manni sem túlkur og lærði ýmis- legt af honum i kvikmyndatöku. Við létum stundum fjölrita smá sönghefti og notuðum á samkom- um og oftar en einu sinni er við vorum I Ólafsvik hjá sr. Magnúsi Guðmundssyni, sem þá var sókn- arprestur þar, bað ég hann að þýða góða erlenda söngva. Hann gerði það og við gátum notað þá á samkomum þar og víðar. Það hentaði ekki alltaf að nota sálma- bókina, þó hún sé góð, það vantaði stundum léttari söngva og lög en þar eru. — Við héldum líka samkomur fyrir börnin á flestum stöðunum sem við heimsóttum. Tilgangur okkar með þessum samkomuhöld- um var að hvetja fólk til að gera alvöru úr trú sinni og ávinna aðra fyrir Krist. Það komu oft nokkuð margir á þessar samkomur, Ólaf- ur var þekktur maður og vinsæll. Hann var einna þekktastur fyrir ýmis fræðsluerindi sem hann flutti í útvarpið. Okkur var tekið mjög misjafnlega, stundum feng- um við þakkir fyrir þessar heim- sóknir og stundum vorum við álitnir með of strangan og óþarf- an boðskap. Það var stundum erf- itt að ferðast á þessum árum, og man ég eftir þvi i sambandi á ferðalögin á Snæfellsnesi að við urðum að sæta sjávarföllum er við fórum riðandi eða gangandi milli Ólafsvikur og Hellissands. I Sambandi Isl. kristniboðsfél- aga eru nokkur félög úti um land- ið, kristniboðsfélög sem vilja styðja og styrkja kristniboðsstarf- ið. Gunnar var spurður hvort þeir legðu aðaláherzlu á að heimsækja staði þar sem þessi félög starfa: — Það hefur nú ekki verið svo að kristniboðsfélög hafi verið til á öllum þeim stöðum sem við ferð- umst til, en þau eru nú um 14, og við leggjum ekki allt kapp á að heimsækja aðeins þau. Þessi félög hafa lika sum lagst niður, t.d. á Patreksfirði en þar var starfandi kristniboðsfélag í allmörg ár. Kona sem hafði verið i Kristni- boðsfélagi kvenna í Reykjavík, fluttist vestur og stofnaði félagið og tók dóttir hennar við félaginu að henni látinni en félagið leið undir lok þegar hennar forystu naut ekki lengur við og þeirra sem tóku við félaginu eftir hana, það hætti þegar þetta fólk fluttist þaðan aftur. Þannig hefur það verið með þessi félög eins og gengur, þau hafa stundum verið endurvakin. I Stykkishólmi og á Akureyri eru gömul félög, og félögin í Reykjavik eru elztu kristniboðsfélögin. — En við fórum oft á staði þar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.