Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 39

Morgunblaðið - 05.02.1977, Síða 39
s. MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDA^GUR 5. TEBRUAR 1977 39 Steindór Steindórsson járnsmiður - Minning F. 14. apríl 1921. D. 30. janúar 1977. Steindór Steindórsson járn- smiður varö bráðkvaddur hinn 30. jan. sl. Hann hafði farið upp f Fjall til að taka myndir fyrir sjón- varpið en notaði jafnframt tæki- færið til að njóta útivistar og hollustu með barnabörnum sfn- um. Sjálfur hafði hann á unga aldri verið mikill skíða- og göngu- maður, var t.d. i gamla Skíða- staðafélaginu og hafði þvf sanna ánægju af því að njóta fjallalofts- ins með niðjum sinum. I þetta skipti átti hann ekki afturkvæmt. Þá kvaddi góður drengur of snemma. Steindór var sonur hjónanna Steindórs járnsmiðs Jóhannes- sonar Einarssonar frá Breiðs- stöðum í Gönguskörðum og Sigur- bjargar Sigurbjörnsdóttur. Hún var öxndælingur að ætt, fædd á Efstalandi. Móðir hennar, Þóra, var yfirsetukona og gat sér sér- stakt orð, þótt hún væri ólærð. Hún var dóttir Björns á Féegg- stöðum i Hörgárdal Benedikts- sonar upprekstrarmanns Möðru- vallarkirkju, Móðir Steindórs eldra var Guðbjörg Árnadóttir Guðmunds- sonar Tómassonar frá Vindheim- um f Skagafirði, en þeir Guðmundur og Þorgrímur, faðir Grims stórskálds, voru bræður. Steindór járnsmiður eldri var með bezt menntuðu mönnum f sinni iðn hér á landi og hafði stundað framhaldsnám í Dan- mörku. I aprfl 1914 hóf hann rekstur járnsmiðju hér á Akur- eyri á Torfunefi bak við húsið Hafnarstræti 90 unz hann byggði nýtt verkstæði við Kaldbaksgötu 1928, þar sem það stendur enn. Fljótt gætti þess hjá syni hans Steindóri að snemma beygist krókurinn að því er verða vill. Sjö og átta ára vandi hann komur sfnar f smiðjuna og 11 ára var hann kominn á launaskrá. Að vísu sem sópari og til að taka til, en þetta var byrjunin. Sfðan kom það af sjálfu sér að hann vann með föður sínum og tók við rekstrin- um. 6. nóv. sl. lifði hann svo þann mikla gleðidag í lffi hvers sjálf- stæðs athafnamanns að synir hans tveir, Steindór Geir og Sigurgeir, útskrifuðust sem nemendur hans í plötu- og ketil- smfði, reiðubúnir að taka þátt í að byggja upp þessa litlu en rót- grónu vélsmiðju með föður sfnum. Þeir voru með stórhuga verkefni í takinu og sáu fram á bjartari tfma. Nú mun þriðji ættliðurinn hrinda þvf f fram- kvæmd, minnugur þess að „sjaldan bautasteinar standa brautu nær nema relsi niður af nið.“ Steindór járnsmiður var óvenju hagur maður og lék allt f höndum hans. Hann var frábærlega vel að sér f sinni iðn, og kunni glögg skil á margvfslegum tæknibúnaði. Þannig smiðaði hann allar vélar í verkstæði sitt og sat aldrei auðum höndum. Ef tóm gafst til hafði hann nægar hugmyndir að vinna úr. Það hafði líka verið svo, allt frá þvf vélsmiðjan var stofnuð, að nokkur áherzla var lögð á að gera tilraunir með framleiðslu á ýms- um nýjungum samhliða hinum daglega rekstri og var árangurinn f mörgum tilvikum góður. Steindór Steindórsson var gjör- hugull náttúruskoðari, einkum þótti hann glöggur á háttalag fugla og dýra, en einnig þekkti hann vel til steina. Hann unni útivist og gaf sig að hvers konar veiðiskap. Hann var stofnandi og fyrsti formaður Sjóferðafélags Akureyrar og pantaði fyrsta segl- bátinn norður hingað. Af sömu rót var ugglaust runninn áhugi hans á myndatöku hvers konar. En í þeirri grein var hann með ólíkindum vel að sér og átti m.a. fyrstu kvikmyndaökuvél á Akur- eyri. Framan af einbeitti hann sér að myndum úr náttúrunni og var mjög fundvís á skemmtileg og falleg „mótfv“. Hann var kvik- myndatökumaður Sjónvarpsins á Akureyri frá fyrstu tfð og sl. vor varð hann formaður Félags kvik- myndatökumanna Sjónvarpsins. Af einstökum verkefnum sem eftir hann liggja má nefna lax- veiðimynd fyrir Laxveiðifélagið Strauma. Steindór Steindórsson var vænn drengur, grandvar og prúður. Hann var dulur í lund en kunni vel að meta glettni og gamansemi. Heiðarleika hans var við brugðið. Um skeið átti hann dapra daga en reif sig upp úr erfiðleikunum með hjálp AA. Félagar hans þar segja að hann hafi haft sérstakar mætur á þessari málsgrein: „Við gerðum rækilega og óttalaust reiknings- skil f lffi okkar." Steindór Steindórsson stóð við þessi orð. Ófáar fjölskyldur á Akureyri kveðja hann nú og minnast þessa manns með klökk- um huga sem svo mikið hafði reynt, áttaði sig á elleftu stund en mundi ávallt hversu tæpt hann hafði staðið. Hann taldi aldrei eftir sér að rétta bróðurh önd, ef til hans var leitað og skipti þá engu hverju var að sinna. í lfkingamáli var hann mörgum sá sterki járnsmiður sem braut hlekki Bakkusar eða sá völundur sem leysti þá hnúta sem Diónysos reið. Þess er að vænta að minning um hollvin komi f stað návistar hingað til og hans starf verði ekki til einskis. Steindór Steindórsson var kvæntur Guðbjörgu Sigurgeirs- dóttur, vænni konu, og er hennar söknuður mikill þvi að sólardagar voru framundan. Þau áttu fjögur börn, en barnabörnin eru orðin sex. Ég lýk þessum orðum með inni- legri kveðju til ættingja og vina Steindórs Steindórssonar. Þegar ég heyrði fráfall hans fannst mér bærinn minnka. Svo miklu sárari er söknuður þeirra er nær honum stóðu. Halldór Blöndal í dag verður Steindór Stein- dórsson járnsmiður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju, en hann varð bráðkvaddur s.l. sunnudag. Steindór járnsmiður — en þannig kynnti hann sig venjulega — fæddist hér á Akureyri í svo- kölluðu Gefjunarhúsi. Foreldrar Steindórs voru Steindór Jóhanns- son og Sigurbjörg Sigurbjarnar- dóttir. Siðar fluttist fjölskyldan að Gilsbakkavegi 1 og bjó þar f 8 ár. Eftir það fluttust þau f eigið húsnæði að Strandgötu 51, en sambyggð ibúðarhúsinu er vél- smiðja Steindórs, sem nú er orðin 62 ára gömul. Steindór var fjölhæfur smiður á járn og einnig á tré. Vélsmiðja Steindórs hefur alla tíð séð um smfði á margs konar hlutum fyrir bændur. Má þar nefna hinar landsfrægu heyskúffur, sem voru hafðar á sláttuvélum, fyrsta á hestavélum, en síðar á traktor- svélum. Var bygjað á þeim smíð- um á tímum föður Steindórs. Störfuðu þeir feðgar lengi saman, en síðgr smfðaði Steindór marga gagnlega hluti á eigin spítur. T.d. mætti nefna flagýtur á traktora, grindur í gróðurhús, klafabönd og brynningartæki í fjós, sem fóru um allt land, loftbrautir í slátur- hús, allt járnverk f skip o.fl. o.fl., en það yrði of langt mál að telja upp öll þau viðfangsefni, sem Vélsmiðja Steindórs hefur ann- ast. Árið 1946 sigldi Steindór til Svíþjóðar og dvaldi við nám í Stokkhólmi um tima. Steindór tók sfðan við rekstri vélsmiðjunnar af föður sfnum 1949, en 1949, en framkvæmda- stjóri fyrirtækisins varð hann 1951 og var það til dauðadags. 5 júlf 1945 kvæntist Steindór eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur, ætt- aðri frá Reykjavfk. Þeirra börn eru: Halldóra, gift Birni Jónssyni málarameistara hér á Akureyri, Sigurbjörg, gift Bernharði Stein- grfmssyni auglýsingateiknara, en þau eru búsett f Reykjavík, Stein- dór Geir, en unnusta hans er Anna Pétursdóttir og eru þau bú- sett á Akureyri og yngstur er Sigurgeir, en konuefni hans er Rósa Gestsdóttir og eru þau einn- ig búsett á Akureyri. Barnabörn þeirra Guðbjargar og Steindórs eru orðin 6 6. nóvember sl. út- skrifaði Steindór heitinn sfðustu nemendur sfna f plötu- og ketil- smiði. Voru það synir hans, Stein- dór Geir og Sigurgeir. Var það stór dagur hjá Steindóri heitnum. Veit ég sem þetta rita, að einlæg von Steindórs heitins var sú, að Vélsmiðja Stgjndórs yrði starf- rækt enn um sinn. Eitt af aðaláhugamálum Stein- dórs heitins var ljósmyndun og framköllun. T.d. útbjó hann fram- köllunarvél, sem trúlega hefur verið sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi, en þá mun Steindór hafa verið rúmlega tvítugur. Starfaði hann sfðan mikið fyrir sjónvarpið við myndatökur eftir að það kom til sögunnar. Steindór hafði fjölmörg önnur áhugamál. Hann hafði t.d. mikinn áhuga á flugi og vantaði ekki nema 3—4 tíma í. eirikaflug- mannsréttindi. Hann starfaði einnig mikið fyrir ýmis félaga- samtök, svo sem: Rotary, sjóstangaveiðifélagið o.fl., en sfð- ast en ekki sfst fyrir AA-deildina hér á Akureyri. Steindór kom fyrst á fund hjá AA-samtökunum f nóvember 1973. Sat hann eftir það alla fundi deildarinnar þegar hann gat komið því við og var staddur f þænum. Við AA-félagar eigum Steindóri mjög mikið að þakka. Hann var einn af okkar ötulustu félögum. Það eru margir, sem byrjað hafa sfna göngu innan AA- samtakanna með þvf að eiga við- tal við Steindór. Hann rétti sína hjálparhönd til fjölmargra manna, sem áttu við áfengis- vandamál að strfða. Skipti þá engu hverju varð að sinna, ef hringt var og einhver þurfti á hjálp að halda, var Steindór jafn- an reiðubúinn til að veita sína einlægu hjálp. Ég ,sem þessar lín- ur rita í nafni félaga okkar, fór oft inn á heimili fólks, ásamt Steindór þar sem Bakkus hefur verið að leggja allt f rúst, en með vel völdum orðum og rökréttri hugsun Steindórs, var oftast hægt að bæta úr þeim vandræðum, sem áfengið veldur þeim, sem ekki hafa hemil á drykkju sinni. Stein- dór vann að þvi að með oddi og egg, að áfengissjúklingum væru ætluð 2—3 rúm á sjúkrahúsi, svo hægt yrði að sinna þessum sjúkl- ingum eins og öðrum algengum sjúkdómstilfellum. Steindór reyndi að fá almenning til að skilja þennan sjúkdóm og viður- kenna að um raunverulegan sjúk- dóm væri að ræða, en ekki ein- tóman ræfildóm. Um vfða veröld er það læknis- fræðileg staðreynd, að um sjúk- dóm er að ræða, sem hægt er að halda algerlega skaðlausum, t.d. með AA-aðferðinni. Steindór sannaði þetta kannski best með árangri sfnum i AA-samtökunum. Hann lýsti þvf yfir, að eftir sinn fyrsta fund hafi sér gersamlega horfið öll löngun í áfengi. Hann vissi að eitt staup af víni var of mikið fyrir áfengissjúkling og 30—40 staup o lítið. Hafði Stein- dór miklar mætur á eftirfarandi málsgrein: Við gerðum rækilega og óttalaust reikningsskil í lffi okkar. Einnig trúði Steindór þvi, að Framhald á bls. 27 verður haldin laugardag og sunnudag frá kl. 2 — 6 að Suðurlandsbraut 14, bakhúsi. Sýndir verða: LADA 1200, LADA 1200 STATION, LADA 1500 TOPAZ, VOLGA, VOLGA STATION, UAZ452 TORFÆRUBÍLL, UAZ 469B TORFÆRUBÍLL.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.