Morgunblaðið - 08.02.1977, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
Þing Alþýðusambands Suðurlands:
Kommúnistar
féllu við stjóm-
arkosningar
TÍÐINDI gerðust á þingi Alþýðu-
samhands Suðurlands, sem haldið
var á Selfossi um helgina. Þar fór
fram kosning I stjórn sambands-
ins og voru þá ailir fulltrúar
Alþýðubandalagsins felldir úr
stjórn, en Björgvin Sigurðsson,
formaður Verkalýðs- og
sjómannafélagsins Bjarma á
Stokksevri hefur til þessa verið
formaður ASS. Hinn nýkjörni
formaður Alþýðusambandsins er
Gunnar Kristmundsson. Að sögn
Hilmars Jónassonar, varafor-
manns ASS, eru þetta ákveðin
viðbrögð við aðför fulltrúa
Alþýðubandalagsins á þingi
Alþýðusambands Islands að lýð-
ræðissinnum.
Samkvæmt upplýsingum Sig-
urðar Óskarssonar, framkvæmda-
stjóra Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Rangárþingi, vildi
mikill meirihluti fulltrúa þings-
ins skipta um stjórn. I fram-
kvæmdastjórn höfðu setið
Alþýðubandalagsmenn og féllu
þeir allir út við kosninguna. í
uppstillingarnefnd kom fulltrúi
Alþýðubandalagsins þar með til-
lögu um aðeins Alþýðubandalags-
menn úr Árnessýslu. Þessu vildu
lýðræðissinnar í Árnessýslu á
engan hátt una og var Alþýðu-
bandalagsmönnum boðin þátttaka
í stjórninni, en þeir höfnuðu
henni. Þegar Björgvin Sigurðsson
síðan kvaddi þingið komst hann
þannig að orði, að sennilegast
hefði hann aldrei átt heima í
þessum hópi og sagði Sigurður
Óskarsson, að flestum hefði
fundizt það undarleg ummæli frá
baráttumanni í verkalýðshreyf-
inganni um áratugi, að vilja ekki
eiga samstarf við lýðræðislega
kjörna fulltrúa. Samkvæmt
upplýsingum Sigurðar gaf Björg-
vin ekki kost á sér til endurkjörs
sem formaður og kvað hann
sennilega ekki hafa komið til mót-
framboðs, ef hann hefði gefið
kost á sér áfram. í stað Björgvins
tilnefndu Alþýðubandalagsmenn
fyrst Kristján Guðmundsson, en
endanleg tillaga þeirra varð svo
Guðrún Haraldsdóttir. Var kosið
um þessi formannsefni, en kjör-
inn var Gunnar Kristmundsson
frá Selfossi. Hlaut Gunnar 26 at-
kvæði gegn 12. Gerðu þá Alþýðu-
Framhald á bls. 47
Frá brunanum á Akranesi I gærkveldi, er Bílaþjónustan brann, sem skýrt er frá á baksfðu blaðsins.
Hópferðabfllinn stendur alelda út úr verkstæðisbyggingunni. —i.jósm.: Kr. Benedíktsson.
Matthías Bjarnason:
Um 20% sjávaraf-
urða til EBE-landa
Kaupa megnið af loðnumjöli og loðnulýsi
Jakob 0.
Pétursson
látinn
Akureyri, 7. febrúar -r-
JAKOB Ó. Pétursson, fyrrum rit-
st jóri lslendings, andaðist I morg-
un I Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri eftir skamma legu.
Hann fæddist 13. marz 1907 á.
Hranastöðum 1 Hrafnagilshreppi
og var sonur hjónanna Þóreyjar
Helgadóttur og Péturs Ólafssonar
bónda. Hann lauk kennaraprófi
1928 og stundaði kennslu á Akur-
eyri, 1 öngulstaðahreppi og
Grímsey til ársins 1937, en 1. júnf
það ár gerðist hann ritstjóri Is-
lendings, blaðs sjálfstæðismanna
á Akureyri. Þvf starfi gegndi
hann til ársloka 1945, aftur 1949
til '50 og ioks 1951 til ársloka
1965.
Jakob var framkvæmdastjóri
Bókaverzlunarinnar Eddu 1946 til
1951, skrifstofustjóri Fasteigna-
matsnefndar Akureyrar 1966 til
1971, en eftir það starfsmaður við
bæjarfógetaembættið á Akureyri
til dauðadags. Hann var kosinn tiL
ýmissa opinberra trúnaðarstarfa
á vegum Akureyrarbæjar, var
m.a. lengi í framfærslunefnd og
niðurjöfnunarnefnd og tók virk-
an þátt í félagsstarfi sjálfstæðis-
manna á Akureyri. Hann var
landskunnur fyrir kveðskap sinn,
einkum lausavísur og ýmsar bæk-
ur erlendra höfunda þýddi hann á
íslenzku.
Jakob var kvæntur Margréti
Jónsdóttur frá Vopnafirði og áttu
þau tvær dætur barna. — Sv.P.
1 framhaldi af ummælum
sjávarútvegsráðherra, Matthfasar
Bjarnasonar, um samræmingu
veiða og vinnslu á loðnu, sem og
helztu markaðssvæði loðnuaf-
urða, sem frá var skýrt á þingsfðu
blaðsins f gær, spurði blaðið ráð-
herrann nánar um helztu við-
skiptalönd okkar á þessum vett-
vangi.
Ráðherrann upplýsti að sölu-
verðmæti loðnuafurða á sl. ári
hefðu verið 5100 milljónir króna.
Þar af hefði andvirði frystrar
loðnu og loðnuhrogna verið 670
m. kr. Þær afurðir hefðu nær
alfarið farið til Japans, en þó lít-
ilsháttar til Bandaríkjanna.
Söluandvirði loðnumjöls hefði
verið 3157 m.kr. Langstærstur
hluti útflutnings hefði verið á
EBE-markað, en einnig til ann-
arra Evrópurikja, s.s. Póllands,
Ungverjalands og Portúgals.
Stærstur kaupandi loðnumjöls
var Vestur-Þýzkaland, 819 m.kr.,
Pólland, 573 m.kr. og Bretland
523 m.kr.
Söluandvirði loðnulýsis var
1252 m.kr. Þar af keyptu Bretar %
framleiðslunnar, eða fyrir 810
m.kr. Næst stærstur kaupandi var
Holland, 307 m.kr.
Rækjuafurðir okkar fara og
nær einvörðungu á Evrópumark-
að, til EBE-ríkja og Svíþjóðar. Að-
spurður um, hve stór hluti
heildarafurða okkar í sjávarút-
vegi færi á EBE-markað, sagði
ráðherra, að 20%, eða fimmtung-
ur þeirra, hefði farið á þann
markað á sl. ári. Afnám tolla á
íslenzkar sjávarafurðir á EBE-
markaði, sem náðst hefði með svo-
nefndu Óslóarsamkomulagi (þ.e.
framkvæmd samnings þar um),
yki enn á gildi þessa markaðar
fyrir þjóðarbúskap okkar.
Afram jarðhræring-
ar við Hveragerði
AÐFARANÓTT mánudagsins
hófust að nýju jarðhræringar á
Hengilssvæðinu. Upptökin voru
sunnantil í svæðinu og I þvl
austanverðu, eigi alllangt frá
Hveragerði. Samkvæmt upplýs-
ingum Ragnars Stefánssonar,
jarðskjálftafræðings, mældist
enginn skjálftanna yfir 2 stig á
Richter-kvarða og kvað Ragnar
hér vera um dæmigerða hvera-
skjálfta.
Samkvæmt upplýsingum
Georgs Michelsen, fréttaritara
Morgunblaðsins í Hveragerði,
fundu Hvergerðingar samtals 7
kippi í fyrrinótt og voru tveir til
þrir kippanna áberandi sterkast-
ir. Hræringarnar hófust um
klukkan 04 með allsnörpum kipp,
en siðan fylgdu vægari á eftir.
Helgin var hins vegar frekar
róleg og fundu Hvergerðingar þá
engar hræringar. Tveir snarpir
kippir komu kl. 06.10 og 06.30.
Georg kvað fólk taka kippunum
með stillingu.
Hjón með 3 milljónir í árstekjur:
Munar 536 þúsund
í skattgreiðslu skv.
gildandi lögum
— eftir því hvernig þau skipta með sér verkum
í ræðu sinni á Alþingi í gær
fyrir skattafrumvarpi því, sem
nú er til meðferðar, nefndi
Matthías Á Mathiesen, fjár-
málaráðherra, athyglisvert
dæmi um það hve ósanngjörn
núgildandi lagaákvæði um
skattlagningu hjóna eru. Tók
fjármálaráðherra dæmi um
heimiii sem hefur í heildartekj-
ur 3 milljónir króna á ári.
Ef eiginmaðurinn vinnur fyr-
ir öllum þessum tekjum borga
hjónin skv. gildandi lögum
415.600 krónur í skatt.
Ef eiginmaðurinn vinnur fyr-
ir 2 milljónum króna en konan
fyrir 1 milljón króna greiða
hjónin 213.600 krónur í skatt.
Ef konan vinnur fyrir öllum
tekjunum greiðir rfkissjóður
upp 1 útsvar þessara hjóna
121.900 krónur með barnabót-
um.
Þetta þýðir að skv. núgild-
andi skattalögum munar hvorki
meira né minna en 536 þúsund
krónum á skattgreiðslu þessara
hjóna eftir því hvernig þau
skipta með sér verkum innan
og utan heimilis.
Reykeitrun
eftir bílbruna
Akureyri, 7. febrúar —
ELDUR kom upp 1 hópferðabll
laust fyrir miðnætti I nótt, þegar
bfllinn var staddur við Garðsvtk á
Svalbarðsströnd á leið frá Húsa-
vfk til Akureyrar með 38 akur-
eyska unglinga, sem höfðu keppt
á skíðamóti á Húsavfk um helg-
ina. Nokkrir unglinganna voru
taldir hafa fengið reykeitrun og
sumum öðrum varð mikið um
óhapp þetta. Mestu af farangri
skfðafólksins tókst að bjarga, en
stórskemmdir urðu á bflnum.
Þegar bíllinn var staddur milli
Garðsvíkur og Sveinbjarnargerðis
fór að verða vart við reykjar-
stybbu í bílnum og litlu síðar sá
ökumaður eldsbjarma í hliðar-
speglinum. Bíllin var þá stöðvað-
ur samstundis og farþegunum
komið út á stuttri tundu. Þá kom í
ljós að mikill eldur var í farang-
ursgeymslu og hitunarkerfi bíls-
ins.
Var nú gengið í það að ná skíð-
um og öðrum farangri út úr
geymslunni og tókst það að mestu
leyti. Jafnframt var slökkvitæki
bflsins beint á eldinn og einnig
slökkvitækjum úr öðrum bílum,
Framhald á bls. 47
Handtökumálið:
mm
Onnur sak-
bending
NV sakbending átti að fara
fram vegna handtökumálsins
seinnipartinn f gær. Höfðu
nokkrar stúlkur verið boðaðar
f húsakynni sakadóms Reykja-
vfkur og átti að raða þeim upp
fyrir framan Guðbjart Pálsson
og bflstjóra hans, Karl
Guðmundsson.
Sakbending hefur áður farið
fram f Keflavfk f sambandi við
þetta mál, en hún mun ekki
hafa leitt til neinnar niður-
stöðu, a.m.k. munu Guðbjartur
og Karl ekki hafa fundið
Framhald á bls. 31
ÍUI-* Jí