Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 5

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977 5 Látið ekki happ úr hendi sleppa j „Ekki talið rétt að konur sitji í sóknarnefndmni,, Athugasemd að gefnu tilefni Nokkrum dögum áður en boðað var til fyrsta safnaðarfundar í hinni nýju Víðistaðasókn í Hafnarfirði kom prófasturinn, sóra Garðar Þorsteinsson, að máli við mig. Hann fór þess á leit ð ég undirbyggi fundinn m.a. með því að tala við nokkra menn sem ég þekkti að dugnaði og teldi að hefðu áhuga fyrir kirkju og félagsmálum, fá þá til að mæta á fundinn og skorast ekki undan kosningu í sóknarnefnd ef eftir yrði leitað. Þessu lofaði ég, enda taldi ég að ekki mundu vera vandkvæði á að fá nægilega marga hæfa og áhugasama menn til þessara starfa. Reyndist þetta þegar til kom nokkuð á annan veg en vonir minar stóðu til. Ég leitaði til margra karla og kvenna, en árangurslaust. Flestir töldu sig hafa nóg á sinni könnu, þótt ekki bættist við uppbygg- ingarstarf í nýjum söfnuði, sem bæði hlyti að vera erfitt og tíma- frekt. Þó fór svo, að kvöldið fyrir fundinn gat ég tjáð prófasti að ég hefði 10 manns, 5 í aðalstjórn og 5 til vara. Meðal þessara manna voru tvenn hjón. Ég talaði reynd- ar ekki sjálfur við konurnar, en fól eiginmönnunum það. í samtali minu við prófastinn kom það fram að hann taldi að breiðari starfsgrundvöllur næðist ef ekki störfuðu saman hjón í sömu nefnd. Reyndi ég þá strax um kvöldið að ná sambandi við bæði hjónin og ræða þessa skoðun prófastsins, því hugsanlega mundi annar eða báðir eigin- mennirnir draga sig til baka ef konurnar hefðu meiri tima eða áhuga á málefninu. Mér tókst ekki að ná sambandi við þau, enda áliðið kvölds. Leiddi ég ekki hugann frekar að þessu og taldi að málið mundi leysast á fundinum. Ekki grunaði mig að offramboð yrði á fram- bjóðendum eftir þær daufu undir- tektir sem málaleitan min hafði hlotið. Þegar á fundinn kom var hann mjög fámennur, aðeins um 30 manns. Eftir nokkrar umræður um ýmis mál var gengið til kosn- inga og voru þar borin upp nöfn þeirra 8 karlmanna sem ég hafði nefnt við prófastinn og tveggja manna til viðbótar. Leitað var eft- ir fleiri uppástungum, en engar komu fram. Nú hafa konur leitað til jafn- réttisnefndar og biskups, þar sem þær telja sig hafa verið settar hjá við þessar kosningar. Er mér nokkur ráðgáta hvers vegna kon- um hefir orðið þetta svo mikið hitamál, þar sem þær gerðu enga tilraun til þess á fundinum að fá konu kjörna. Nú hefur verið boðað til al- menns safnaðarfundar miðviku- daginn 9 feb. Þar munum við sóknarnefndarmenn segja af okk- ur og efna til nýrra kosninga. Við væntum þess, að þar náist sú sam- staða sem er nauðsynlegur grund- eðli sínu og óskaplega nýtinn og sparsamur gagnvart sjálfum sér. Þegar göt voru komin í skó hans fyllti hann þau upp með bleki og þannig heimsótti hann sjálfan Danakonung. Einu sinni keypti kona Wilkins nýjar tölur til að festa á yfirhöfn Thor- valdsens og þá varð hann al- veg æfur og sagðist hafa haldið gömlu tölunum til haga. En bærust honum spurnir af því að einhver ætti bágt eða væri illa haldinn fjárhagslega skiptu þúsund ríkisdalir hann engu máli og ekkert var sjálfsagðara hvað hann varðáði en að styrkja ungan listamann til Björn Th. Björnsson listfræðingur. náms og sparaði þá ekkert til. Hann var einnig maður mik- illar lífsgleði og hafði gaman af því að sækja veislur og leikhús. Hann átti fast sæti I Konung- lega leikhúsinu i Kaupmanna- höfn og þar lét hann líf sitt, en hann dó úr hjartaslaqi árið 1844 En þótt hann væri allur á hann afkomendur á lífi. Hann kvæntist aldrei en átti tvö börn með eiginkonu prússneska sendiherrans I Róm, Önnu Maríu Magnani. Annað barnið dó en dóttir að nafni Elisa komst á legg og dvaldi meira að segja hjá föður sinum með börn sín, þegar hann var kom- inn á efri ár Eitt er það sem Wilkins virð- ist hafa stórfurðað sig á i fari Thorvaldsens, það var sam- band þess síðarnefnda við is- lenzkan erfiðismann búsettann i Kaupmannahöfn og virðist Wilkins hafa álitið þann Thor- valdsen alls eigi samboðinn. En Thorvaldsen virðist á sinn hátt viljað hafa einhver tengsl við móðurland sitt ísland og þessi íslenzki verkamaður hét Magnús Þorvaldsson og var brúarvörður. Hann heimsótti Thorvaldsen á Charlottenborg aðra til þriðju hverja viku og dvaldist þá hjá honum dag- langt. Einnig það að hann skyldi gefa kirkju feðra sinna að Miklabæ í Skagafirði, skirnarfont þann er nú prýðir Dómkirkjuna, lýsir hug hans til íslands. Svo og valdi hann Þór i skjaldarmerki sitt og sitthvað fleira. Frægðin hefur að mörgu leyti eyðilagt ímynd Thorvaldsens fyrir okkur," sagði Björn Th. Björnsson enn fremur ,.Því finnst mér þetta litla kver Wilk- inS svo dýrmætt. Til dæmis sagan af því, þegar Wilkins vildi fá Thorvaldsen til að kaupa járbenta peningakistu undir eðalsteina þá og dýrgripi, sem Thorvaldsen átti. Wilkins til undrunar fékkst Thorvaldsen til að kaupa 4<istuna, sem kost- aði fjögur hundruð ríkisdali. Þegar Thorvaldsen hafði fengið kistuna í hendur, var hans fyrsta verk að skella henni aft- ur, tómri. ,,Þvi gerið þér þetta," spurði Wilkins forviða. ,,Ein- faldlega vegna þess," svaraði Thorvaldsen kíminn, ,,að ætli einhver að stela dýrgripum mínum vaða þeir að sjálfsögðu beint i þessa kistu og eyða heilmiklum tíma T að reyna að brjóta hana upp og finna hana svo tóma. Sá hlær bezt, sem siðar hlær," sagði Thorvaldsen við þjón sinn, sem aldrei virðist hafa hætt að geta furðað sig á tiltækjum hans " ..Siðustu ár Thorvaldsen" verða tólf lestrar alls. völlur undir farsælu starfi sóknarnefndar. Ég tel mér persónulega enga vanvirðu að þvi að vikja úr nefnd- inni fyrir hverri þeirri konu, sem af frjálsum vilja og heilshugar gengur til þessa starfs. Málefnum safnaðarins mun ég gjarnan leggja mitt lið eftir sem áður. Enda þótt nokkurs sárauka hafi gætt í blaðaskrifum og umræðum manna á milli um þessi mál, tel ég þó jákvætt að áhugi á málefnum hins nýja safnaðar virðist vera vakinn. Þar er mikið verk að vinna og þörf fyrir hverja fram- rétta hönd. Ég vona og bið þess að eining og samhugur megi ríkja innan safn- aðarins og meðal allra þeirra sem leggja fram krafta sina i þágu kirkju og kristni i landinu. Björn Ólafsson form.sóknarnefndar Víðistaðasóknar Ilafnarfirði. Nú stendur yfir i Norræna hús- inu sýning á höggmyndum og grafikmyndum eftir Helga Gísla- son. Sýningin stendur yfir tii 16. febrúar og sýnir Helgi 29. grafík- myndir og 6 lágmyndir. allt verk sem eru unnin á árunum 1972 til 1976. Helgi Gislason er fæddur i Reykjavik árið 1947 og stundaði hann nám við Myndlista- og hand- iðaskóla íslands á árunum 1965—69 og i frjálsri myndlistar- deild '69—'70. Hann stundaði síðan nám við Valands- listaháskóla i Gautaborg árin 1971 — '76 og hefur tekið þátt I sýningum i Reykjavik og Svíþjóð. Hefur hann hlotið styrki frá Valands-listaháskólanum 1974 og 1976. Helgi starfar nú sem teikni- kennari við Hólabrekkuskóla i Reykjavík. þetta er fyrsta einka- sýning hans. Nú er þaö ÚTSÖLU- MARKAÐURm að Laugavegi 66 2. hæð Hafir þúgert góð kaup á útsölunni munt þú gera enn betri kaup núna á TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS (itn) KARNABÆR w* Útsölumarkaðurinn LAUGÁVEG 66 SÍMI FRÁ SKIPTIBOROI 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.