Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
13
byltandi áhrif á líf hans og hugsunar-
hátt, heldur er hann vitmaður, sem
dregur réttar ályktanir af því sem hann
verður var við og kynnist. Þannig segir
hann til dæmis: „Við erum það sem við
hugsum. Hugsunin lýtur mikilvægu
lögmáli Líkur sækir líkan heim, eða
sækjast sér um líkir Þannig leitar kær-
leikurinn kærleikans og hatrið haturs-
ins.”
Hér orðar hann grundvallarlögmálið
sem ræður líðan okkar I næsta lífi. í
þessum heimi tekst að visu um stund
að leyna hugarfari sínu með aðstoð
hræsninnar, en það er ekki hægt í
þeim heimi, sem við dveljumst í eftir
svokallaðan dauða, því þar er ókleift að
leyna lengur hugsunum sínum og þar
dylst því engum hver maður er og
innan um hverja maður á heima. Þann-
ig er maðurinn með hugsunum sínum
og athöfnum sinnar eigin gæfu smið-
ur Eða „eins og maðurinn sáir, svo
mun hann og uppskera”.
Höfundi bókarinnar DULARMÖGN
HUGANS nægir ekki að njóta þeirra
miklu hæfileika sem hann býr yfir.
Hann vill deila þeim með okkur lesend-
um sínum og hefur trú á því, að við
getum einnig haft persónulegt gagn af
aðferðum hans og reynslu. Á einum
stað kemst hann svo að orði „Ef ég
segi ykkúr, að þið megið vænta góðs
árangurs, svo framarlega sem þið beit-
ið vissri hugtækni samvizkusamlega,
megið þið reiða ykkur á, að þið munuð
þroska hæfni ykkar eins og ég. Sú
aðferð sem ég nota ætti alveg eins að
henta ykkur.” Hér er því ekki einungis
um að ræða endurminningar gáfaðs
manns, heldur beinlínis kennslubók I
mikilvægri andlegri þjálfun. Og
skemmtilegri kennslubók hef ég aldrei
lesið.
Mikill kostur er það á bók, sem
inniheldur jafngífurlega mikinn fróðleik
og þessi góða bók, að höfundur dregur
saman í lok hvers kafla innihald hans.
Þetta flýtir fyrir því að átta sig á kjarna
hennar við endurlestur En ég spái því,
að fáir Ijúki svo lestri þessarar bókar,
að þeir finni ekki til þess að nauðsyn-
legt sé að átta sig betur á ýmsu, sem
þar er sagt Efni þrettánda kafla rifjar
höfundur þannig upp með þessum
orðum m.a : „Þeir, sem horfnir eru til
andaheima, virðast leita sambands við
okkur á undarlegustu tímum, og á hinn
furðulegasta hátt. Á miðilsfundi einum
Framhald á bls. 33
JACQUES Chirac hefur verið
Valery Giscard d’Estaing
Frakklandsforseta erfiður ljár
í þúfu síðan hann sagði af sér
embætti forsætisráðherra í
fyrrasumar sökum þess að
hann taldi sig ekki hafa nógu
mikil völd og var ósammála for-
setanum um stefnu stjórnar-
innar, sem honum fannst of
vinstrisinnuð.
Fyrir jólin var Chirac
kjörinn leiðtogi Gaullista-
flokksins og boðaði endur-
nýjun flokksins undir nyju
nafni og eindregnari hægri-
stefnu, greinilega í þeim til-
gangi að grafa undan völdum
Giscards. Nú hefur Chirac
ákveðið að bjóða sig fram í
borgarstjórakosningum, sem
eiga að fara fram í París f marz
gegn frambkóðanda, sem
Giscard hefur sjálfur valið.
Allar tilraunir, sem hafa
Jacques Chirac
erlendis fyrir meðferð hennar á
tveimur hneykslismálum.
Frönsk blöð hafa sakað
stjórnina um að halda leyndum
staðreyndum um morðið á Jean
de Bróglie prins, fyrrverandi
ráðherra í stjórn gaullista, af
pólitískum ástæðum. Jafnvel
alvarlegri er gagnrýni, sem
stjórnin hefur sætt fyrir þá
ákvörðun að sleppa Palestinu-
manninum Abu Daoud, sem var
handtekinn í Paris vegna gruns
um að hafa skipulagt morðin á
israelsku iþróttamönnunum á
Ólympiuleikunum i Munchen.
Giscard hefur harðlega for-
dæmt gagnrýnina á meðferðina
á máli Abu Daouds og kallað
hana „rógsherferð gegn heiðri
Frakklands". Hann hefur jafn-
framt haldið þvi fram, að stefna
stjórnarinnar heima fyrir sé
farin að bera árangur. Loks
hefur hann sagt, að stjórnin
Áður en Chirac ákvað að
bjóða sig fram höfðu stuðnings-
menn Giscards og gaullistar
reynt árangurslaust í marga
mánuði að finna frambjóðanda,
sem báðir aðilar gætu sætt sig
við. Þegar Chirac ákvað að gefa
kost á sér var því ekki óeðlilegt
að margir kjósendur teldu það
visbendingu um, að Giscard
hefði ekki lengur tök á and-
stæðingum sinum og gæti ekki
haldið uppi aga I röðum stuðn-
ingsmanna stjórnarinnar.
KLOFNINGUR
Raymond Barre forsætisráð-
herra gerði harða hrið að
Chirac og sagði að framboð
hans gæti valdið svo miklum
klofningi meðal stjórnarsinnar,
að stefna stjórnarinnar um við-
reisn efnahagslifsins gæti kom-
Stökkpallur Chiracs
verið gerðar til að fá Chirac til
að draga framboðið til baka,
hafa verið árangurslausar og
honum er almennt spáð sigri í
kosningunum. Sjálfur hefur
hann ekki farið dult með það,
að ef hann sigri, muni hann
nota borgarstjóraembættið
fyrir stökkpall i forseta-
embættið og bjóða sig fram
gegn Giscard í almennum
kosningum, sem eiga að fara
fram 1981.
GAGNRÝNI
Tíminn, sem Chirac valdi til
að tilkynna framboðið, gat
varla verið óheppilegri fyrir
Giscard, þar sem forsetinn
hefur beðið mikinn álitshnekki
vegna gagnrýni, sem stjórn
hans hefur sætt heima og
Giscard d'Estaing
muni halda sig utan við kosn-
ingabaráttuna i París, þrátt
fyrir visbendingar um hið
gagnstæða.
GAMALL VINUR
Keppinautur Chiracs í
borgarstjórakosningunum er
gamall vinur Giscards, sem
hann sjálfur valdi, Michel
d'Ornano iðnaðarráðherra.
Gaullistum leizt illa á framboð
d'Ornanos, því að þeir töldu að
forsetinn hefði valið hann til að
grafa undan áhrifum þeirra í
borgarstjórninni i París, þar
sem þeir hafa nú 35 fulltrúa af
90. Paris fær nú borgarstjóra i
fyrsta skipti í rúma öld sam-
kvæmt lögum sem voru sam-
þykkt i fyrra og borgarstjóra-
staðan verður eitt valdamesta
embætti Frakklands.
izt i hættu. Jean Lecanuet, leið-
togi Miðflokksins, hélt því fram
að framboð Chiracs gæti veitt
sósíalistum og kommúnistum
tækifæri til þess að vinna
meirihlutann í borgarstjórn-
inni.
Raunar sagði Chirac sjálfur
að hann hefði ákveðið að bjóða
sig fram til þess að „afstýra
þeirri hættu að höfuðborg
Frakklands félli í henduf
sósialista og kommúnista." Að
vísu hefur fylgi vinstrisinna
aukizt samkvæmt nýlegri
skoðanakönnun og klofningur
stjórnarsinna gæti orðið vatn á
myllu þeirra, en fáir hafa trú á
þvi að vinstrisinnar sigri. 25 af
31 fulltrúa Parisar á franska
þinginu styðja stjórnina og
skoðanakannanir gefa til
kynna, að óliklegt sé að vinstri-
Framhald á bls. 33
Kópavogi — Iðnkynning í Kópavogi — Iönkynning í Kópavogi ~ Iónkynning í Kópavogi
Smiðirnir ganga frá mótunum.
Þau eru úr flekum og eru hifð
upp með krana, en að því er mikið
hagræði.
tímanum, og hefur t.d. vísitalan
hækkað um 25 stig frá 1. októ-
ber 1975. En við höfum reynt
að mæta verðbólgunni og við
erum t.d. með nýja aðferð við
uppsláttinn, sem er í þvi fólg-
inn að slegið er saman flekum
og fæst við það betri nýting á
timbrinu og lækkar kostnað við
timburkaup verulega. Einnig
er mikil hagræðing i þessu og
við keyptum t.d. notaðan bygg-
ingarkrana frá Þýzkalandi til
að nota hér og hefur hann kom-
ið að góöum notum.
Hvernig eru þessar fram-
kvæmdir fjármagnaðar?
—Til skamms tíma voru það
húsbyggjendur sjálfir sem ein-
göngu hafa staðið undir þvi að
fjármagna húsið, þeir leggja
fram ákveðinn skámmt á mán-
uði og það fé er notað jöfnum
höndum, um leið og það berst
til okkar. En i október s.l. feng-
um viö svonefnt framkvæmda-
lán frá Húsnæðismálastjórn-
inni og það hefur hjálpað mjög
mikið, og það er reyndar undir
fyrirgreiðslu í fjármagnsútveg-
un komið hversu ódýrar
ibúðirnar verða.
—í ár gerum við ráð fyrir
350—400 milljóna króna kostn-
aði við framkvæmdir, en auk 8
hæða hússins er í smiðum hér
við hliðina 3 hæða fjölbýlishús
með 12 fbúðum. Að undanförnu
hefur kostnaður á mánuði verið
u.þ.b. 12—15 milljónir.
Á vegum félagsins eru nú
12—15 menn í vinnu að stað-
aldri og verða þeir fleiri er líð-
ur á vorið, allt að 30—40, en við
ráðgerum að byrja i næsta mán-
uði á öðru 8 hæða fjölbýlishúsi
sem verður að öllu leyti eins og
hið fyrra, byggt eftir sömu
teikningum. Á þann hátt er bú-
izt við að hægt sé að gripa til
enn frekari hagræðingar, við
höfum öðlast vissa reynslu eftir
að hafa byggt fyrra húsið og því
þykir héntugt að nota sömu
teikninguna aftur.
Bragi Mikaelsson sagði að
ráðgert væri að afhenda ibúð-
irnar um næstu áramót, þ.e. 48
íbúðir í stærra húsinu og 12 í
þvi minna. Byggung hefur
fengið leyfi til að reisa tvö fjöl-
býlishús til viðbótar með sam-
tals 24 íbúðum en ekki er vitað
nánar hvenær hafizt verður
handa við þau. Bæjarstjórn
Kópavogs úthlutaði til féíagsins
lóðum undir 5 fjölbýlishús sem
skyldu byggð á 5—7 árum sem
samsvarar þvi að hafist skyldi
handa um eitt hús á ári. Sagði
Bragi að sú áætlun hafi staðizt
fram að þessu og kvað hann
samvinnuna við bæjaryfirvöld í
Kópavogi hafa verið með mikl-
um ágætum og það væri einnig
mjög ánægjulegt að vinna með
þvi unga fólki sem þarna ætti
hlut :ð máli. Hann sagði að
meðalaldurinn væri svona á
milli 20 og 30 ár og þeir elztu
væru ekki mikið yfir 35 ára.
Séð af efstu hæð 8 hæða hðssins
niður á minna húsið. Gert er ráð
fyrir að bæði húsin verði tilbúin
um næstu áramót. Á auða svæð-
inu sem sést á myndinni vestur af
þessum húsum, á að reisa fleiri
fjölbýlishús á vegum Byggungs.
Hér eru tveir eigendanna við
vinnu, en Bragi sagði að þeir
legðu sjálfir fram mikla vinnu og
kæmi það þeim til frádráttar á
mánaðarlegum greiðslum.
fyrír
V/DEOMASTER
Þaö sem viö köllum Video-
master er bara lítill kassi.
En þessi kassi hefur tölu-
veröa skemmtunarmöguleika.
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SiMAR: 27788,19192,19150.
Leikvali
Innkastshnappur
Stjórnsveif
Stjórnsveif
Lárétt staða
Hraöi boltans
Lóörétt staöa