Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
Inngangur
Umræður um símann eru eitt af
því sem gerir lífið í skammdeginu
svona rétt bærilegt. Kvartanir, um
lélega þjónustu, öhóílegan kostn-
að við að hafa síma o.s.frv., hver
kannast ekki við þann sön{<'.’
Undanfarið hafa þær raddir
orðið háværari. sem Kagnrýna
öeðlilegan aðstöðumun á milli
þeirra sem búa í Reykjavík ann-
ars vegar og svo hinna sem búa
úti á landsbyggðinm. Þurfi hinir
síðarnefndu að greiða margfaldan
símakostnað miðað við íbúa
höfuðborgarsvæðisins og sé hér
um hróplegt rangla>ti að ræða.
Landshlutasamtök hafa ra>tt
þessi mál og gert þar um sam-
þykktir, sem hniga í þá átt að
skora á stjórnvöld að gera hér á
nokkrar breytingar. Lokatakmark
sunira virðist jafnvel vera að gera
allt landið að einu gjaldsvæði og
að kostnaður við eitt símtal verði
öháður því hvert hiingt sé eða
hvaðan. Til bráðabirgða verði þó
að vinda bráðan bug að því að
hindra að íbúar Stór-
Reykjavíkursva>ðisins geti talað
sin á milli. jafnvel klukkutímun-
um sanian. fyrir aðeins eina gjald-
einingu en t.d. Akureyringar
þurfa að greiða 30 gjaldeiningar
fyrir eitt þriggja mínútna símtal
til Isafjarðar.
Að sjálfsögðu geta allir tekið
undir það, að æskilegt va>ri að
simakostnaður va>ri sem minnst-
ur og einnig munu fáir halda því
fram að mismuna megi lands-
miinnum í þessu tilliti eftir því
hvar þeir búa. En ekki er von til
uppbyggjandi umræðna um þessi
mál ef óskhyggja og tilfinningar
ráða ferðinni eingöngu. Til þess
að móta stefnu eða hafa skoðun á
því hvernig ákveða eigi gjöld fyr-
ir tiltekna símaþjónustu er óhjá-
kva>milegt að gera sér einhverja
grein fyrir því, hvernig símakerfi
einnar þjöðar er byggt upp og
hvernig kostnaður við það skiptist
í einstaka þætti. Ég minnist þess
ekkí að nokkur þeirra, sem ritað
hafa um þessi mál. hafi skírskotað
til neinna staðreynda um raun-
verulegan kostnað við þann hluta
símakerfisins, sem notaður er við
símtöl milli hinna ýmsu staða,
sem eru til umræðu hverju sinni,
né heldur hvaða áhrif breyting á
gjöldum hefði á fjárfestingarþörf
í símakerfinu vegna álagsbre.vt-
ingar.
Tilgangur þessarar greinar er
að gera örlitla grein fyrir kostn-
aðarskiptingu innan símakerfis-
ins, lýsa skoðunum mínum á því
hver eigi að vera grundvallar-
sjónarmið við ákvörðun sírna-
gjalda og gera tillögur um breyt-
ingar á uppbyggingu gjaldskrár
fyrir símaþjónustu.
í grein þessari verður eingöngu
rætt urn venjulega heimilissíma
en ekki um símaþjónustu við
fyrirtæki og stofnanir, en almenn
sjónarmið varðandi gjöld fyrir
notkun símakerfisins eiga að
sjálfsögðu einnig við um báða not-
endahópana.
Núverandi gjaldskrá
Pósts og síma
í stuttu máli gerir núverandi
gjaldskrá ráð fyrir því að nýr sím-
notandi greiði stofngjald fyrir
„númer i miðstöð og venjulegt
talfæri með línu", þ.e. fyrir teng-
ingu talfæris við almenna síma-
kerfíð. Þetta gjald er í dag kr.
27.000. Fyrir að hafa símann er
síðan greitt fast afnotagjald, sem
er nú kr. 3.900 á ársfjórðungi eða
kr. 15.600 á ári. Innifalin í gjaldi
þessu er einnig notkun símans að
vissu marki og er gerður greinar-
munur á því hvar viðkomandi
símnotandi býr. Notkun símans er
mæld í ákveðnum gjaldeinmgum.
sem eru skilgreindar þannig: ef
um staðarsímtal er að ræða. sam-
svarar eitt símtal einni gjaldein-
ingu óháð því hve lengi simtalið
varir, ef um langlínusímtal er að
ra>ða, samsvarar ákveðinn tími
einni gjaldeiningu og er sá tími í
meginatriðum því styttri sem
fjarlægð er meiri milli viðmæl-
enda. Minnsti tími í einni gjald-
einingu er 6 sekúndur, t.d. ef tal-
að er milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar. en tíminn í einni gjaldein-
íngu \ ið langlinusimtöl getur orð-
ið allt að 60 sekúndur. t.d. milli
Sandgerðis og Crindavikur.
Guómundur Qlafsson
verkfræóingur:
Síma-
gjöld á
íslandi
Almenna skilgreiningin á
staðarsímtali er sú, að viðmælend-
ur báðir séu tengdir sörnu not-
endasímstöð og má þá gera ráð
fyrir því að hver samfelld byggð
hafi sína eigin símstöð. sem sím-
notendur viðkomandi byggðar
eru tengdir við. Hver kaupstaður
eða þorp hefur þannig eigin sím-
stöð og eru símtöl milli staðai búa
innbyrðis kölluð staðarsímtöl og
kostar hvert símtal eina gjaldein-
ingu óháð tímalengd símtalsins.
Reykjavik og aðliggjandi
sveitarfélög hafa þó sérstöðu.
Kimm símstöðvar eru á þessu
sva-ði, 3 í Reykjavík, ein í Kópa-
vogi og ein í Hafnarfirði. Allar
þessar símstöðvar eru taldar vera
á sama gjaldsva>ði þannig að sím-
tal ntilli notanda á sva>ðinu við
notanda einhverrar annarrar
stöðvar á þessu sva'ði kostar að-
eins eina gjaldeiningu eins og um
staðarsímtal væri að ra>ða.
Hver gjaldeining kostar nú kr.
8.70 og kostar því hvert staðarsím-
tal þö upphæð en t.d. þriggja mín-
útna símtal milli Akureyrar og
Reykjavikur kostar 30 gjaldein-
ingar eða kr. 261. Kins og áður var
minnst á er nokku notkun sím-
ans innifalin í h> . sia afnota-
gjaldi og er aðalregic.: sú, að 600
gjaldeiningar eru innifaldar í árs-
fjórðungsgjaldinu. Þó eru aðeins
300 gjaldeiningar innifaldar í af-
notagjaldi simnotenda á áður-
nefndu Reykjavíkursva>ði.
Uppbygging símakerf-
isins og kostnaðar-
skipting
Hluti simakerfisins er nauðsyn-
legur til þess að símnotendur geti
yfirleitt haft aðgang að því og
þarf þessi hluti kerfisins að vera
fyrir hendi hvort sem notkun sím-
ans er niikil eða lítil. Kalla mætti
þennan hluta kerfisins notenda-
hundinn búnað til aðgreiningar
frá þeim hluta símakerfisins, sem
nauðsynlegur er til þess að bera
tilfallandi sínianotkun og kalla
ma>tti álagsbundinn búnað.
Notendabundinn búnaður er í
þessu sambandi simatalfærið,
lína til næstu símstöðvar og
ákveðinn búnaður í þeirri sím-
stöð. Eðlilegt er, að greitt sé fyrir
þennan hluta símakerfisins með
stofngjaldi og föstu afnotagjaldi,
en sá hluti kerlisins. sem nauð-
synlegur er til þess að halda upp1
eiginleggri símanotkun. sé
greíddur í hlutfalli við notkun og
þá sérstaklega með tilliti til raun-
verulegs kostnaðar við þau sam-
bönd. sem notuð er hverju sinni.
Ef ntiðað er við heildarfjárfest-
ingu í símakerfinu, sem spannar
yfir Island. er notendabundinn
hluti þess miklu rninni en hínn
álagsbundni. Þannig er notenda-
bundjnn hluti sjálfvirku sím-
stöðvanna, ba>ði notendastöðva og
langlínustöðva hverfandi litill
(um 1%). Sá hluti notendabund-
ins búnaðar. sem skiptir máli. er
fyrst og fremst jarðsimakerfið.
sent tengir notandann við næstu
símstöð en einnig konta til sjálft
símatalíærið og húslagnir.
Tafla 1 sýnir hlutfallslega
kostnaðarskiptingu í fjárfestingu
milli einstakra þátta símakerfis-
ins. sem talin er nauðsynleg
vegna tengingar sérhvers nýs not-
anda við kerfið. Hér er að sjálf-
Guðmundur Olafsson.
sögðu
að ra>
nty nd
noten
hluta.
unt áætlaðar meðaltalstölur
ða, sem gefa þó góða hug-
um skiptingu kerfisins í
dabundinn og álagsbundinn
varps er sá, að kostnaður við hið
síðarnefnda er alveg óháður því,
hvort sjónvarpstækin eru notuð
mikið eða lítið, en kostnaður við
„dreifingafkerfi" símans. þ.e.
álagsbundinn hluta símakerfis-
ins. er í meginatriðum í réttu
hlutfalli við notkun þess. Gildir
þetta alveg jafnt um staðarsímtöl
og langlínusímtöl.
Varla verður um það deilt að
notkun símans er að verulegu
leyti háð því hver kostnaður við
hann er mikill. Að vísu má segja
að viss lágmarksnotkun muni
ávallt vera fyrir hendi. nánast
óháð því hver kostnaður er. en á
hihn bóginn má fullvíst telja að
notkun mundi aukast verulega ef
kostnaður væri lítill eða enginn.
k!ða hvað skyldi Elugfélag íslands
þurfa að fara margar ferðir ntilli
Akureyrar og Reykjavíkur dag
hvern ef kostnaður væri sá sami
og að fara með strætisvagni
innanbæjar í Reykjavík. Hér mun
mörgum sjálfsagt þykja að ölíku
sé saman jafnað. en ég fullyrði að
samanburður þessi sé raunhæfur.
Á notkun símans að
vera innifalin í fasta-
gjaldi?
Afgerandi grundvallaratriði í
sambandi við mat á því, hvort
ákveðin notkun símans eigi að
vera innifalin í íastagjaldi fyrir
afnot af síma, eins og nú er, er sú
staðreynd, að skipta má símakerí-
inu í heild í tvo meginhluta, not-
endabundinn og álagsbundinn.
Kostnaður við hinn notenda-
bundna hluta kerfisins þ.e. tal-
fa>rið og notendadreifikerfið, er
algerlega óháður því, hvort sim-
inn er ylirleitt nokkuð notaður
eða hvort hann er glóandi nótt
sem nýtan dag. Hér er að sjálf-
sögðu ekki tekið tillit til þess að
mikil notkun krefst meiri við-
haldskostnaðar að öðru jöfnu, en
það skiptir litlu máli í þessu sam-
bandi.
Alagsbundinn hluti símakerfis-
ins. þ.e. sjálfvirkar símstöðvar,
ba>ði staðarstöðvar og langlínu-
stöðvar, svo og allt langlínukerfið,
þarf aðeins að vera til staðar og er
Tafla I: Hlutfallsleg skipting fjárfestingarkostnaðar vegna
eins nýs notanda. % kr. athugasemd
Notendalína og talfæri 30 90.000 notendabundið
Sjálfvirkar símstöðvar 50 150.000 álagshundið
Langlínukerfi 20 60.000
Ileildarkerfið 100 300.000
I töflu 2 er gerð frekari grein fyrir notendabundnum fjárfestingar-
kostnaði á Hvern nýja símnotanda og er þar búnaði í símsöð sleppt, þar
eð sá hluti er alveg hverfandi i hlutfalli við álagsbundinn hluta
símstöðva. í athugasemdum í töflu 2 er tilgreint, hvenær viðkomandi
fjárfestingar er þörf.
Tafla 2: Skipting notendabundins fjárfestingarkostnaðar
á hvern nýjan símnotanda eða vegna tilkomu nýs íbúðahverfis.
Jarðsíma-dreifikerfi
heimtaug úr götu
húslagnir, tenglar
talfæri
kr.
55.000
10.000
8.000
17.000
athugasemdir
þegar fbúðarhverfi er tekið
í notkun, óháð þvf, hvort
margir eða fáir sfmar eru
teknir strax i notkun.
þegar beðið er um síma í hús-
ið í fyrsta sinn
þegar sími er fenginn í íbúð
í fyrsta sinn.
aðeins hundið nýjum sfmnot-
anda.
Kostnaður við notendabundinn
hluta símakerfisins er að sjálf-
sögðu nókkuð staðbundinn. Þann-
ig er þessi kostnaður talsvert
lægri í þéttbýli en á smærri stöð-
um og að sjálfsögðu langmestur í
sveitum landsins.
Ekki er samt álitamál að nota
skuli jölnunarverð á þennan
hluta símakost naðarins. þ.e. á
stofngjöldum og töstum afnota-
gjöldum. sem er alveg sambæri-
legt \ ið það. að allir landsmenn
greiða sania gjald fyrir afnot af
útvarpi og sjónvarpi, óháð því
hver raunverulegur kostnaður er
því samfara að „tengja" þá við
dreifikerfið, þ.e. að reisa og reka
sendi- og endurvarpsstöðvar.
Allt öðru niáli gegnir hins vegar
um álagsbundinn hluta símakerf-
isins. Grundvallarmunur á hon-
um og t.d. dreifingarkerfi sjön-
aðeins notaður þegar síminn er
notaður. Fjármögnun þessa hluta
símakerfisíns er aðeins fyrir þá,
sem nota símann og það sem
meiru niáli skiptir, er nokkurn
veginn í réttu hlutfalli við það
hve mikið síminn er notaður, þ.e.
hve oft er hringt og hve lengi er
talað í símann.
20—40% símnotenda munu nú
nota síniann minna en sem nemur
þeim fjölda gjaldeininga, sem eru
innilaldar í fastagjaldinu, en
fjöldi þessara notenda er nokkuð
breytilegur á hinum ýmsu stöðum
landsins. Þessir símnotendur eiga
þess engan kost að spara símgjöld
með því að nota símann minna.
Hér vantar greinilega einhvern
skynsamlegan hvata til þess að
nota simann ekki meira en hver
og einn telur sig þurfa og er
reiðubúinn að borga fyrir. Með
íastagjöldum á að greiða allan
kostnað, sem fylgir því að koma á
og reka símakerfi enda þótt notk-
un þess sé engin. Sá hluti síma-
kerfisins, sem aðeins er fyrir
hendi vegna notkunar símans og
. er þvi meiri, sem notkun símans
er meiri, á að greiðast af þeim,
sem nota símann og i réttu hlut-
falli við notkunina. Engin skyn-
samleg rök mæla með því að hafa
tilgreinda notkun innifalda í
fastagjaldi fyrir símann.
Talning viö staóarsím-
töl
Sem kunnugt er kostar hvert
staðarsímtal innan stór Reykja-
vikursvæðisins eina gjaldeiningu
(kr. 8,70), óháð því hve lengi sím-
talið varir. Oft heyrast raddir um
að þetta sé óhæfa og beri að
greiða fyrir staðarsímtöl í sam-
ræmi við lengd þeirra eins og gert
er við langlínusímtöl. Einkum
telja simnotendur úti á landi að
hér sé um hróplega mismunun að
ræða. Þeir þurfi að greiða of fjár
fyrir eitt símtal til Reykjavíkur
en íbúar höfuðstaðarins geti talað
tímunum saman sín á rnilli fyrir
nánast ekki neitt.
Það er eindregin skoðun mín að
langlinusímtöl séu hlutfallslega
of dýr miðað við staðarsímtöl og
að leiðrétting á þessu kæmi íbú-
um úti á landi til góða. Jafnframt
er augljóst að mjög auðvelt er að
konia á nánast hvaða kostnaðar-
skiptingu sem er milli langlínu-
símtala og staðarsímtala með
breytingum á tímalengd gjaldein-
inga við langlínutímtöl. Heildar-
tekjur Fósts og sínia af notkun
símakerfisins má siðan ákveða
með verðlagningu hverrar gsald-
einingar.
Það er hins vegar mikill mis-
skilningur að rétta leiðin til að
jafna aðstöðumun landsmanna í
^símamálum sé að innleiða taln-
ingu gjaldeininga við staðarsím-
töl.
Helstu rök gegn því að innleiða
talningu gjaldeininga við staðar-
símtöl á Reykjavíkursvæði eru
þessi:
a) Nauðsynlegar breytingar á
tæknibúnaði í símstöðvunum
eru mjög verulegar og yrði
kostnaður vart undir 150
milljönum króna miðað við nú-
verandi verðlag.
b) Ofangreindar breytingar
krefjast aðgerða á ieiðslukerf-
um símstöðvanna, sem eru orð-
in allt að 40 ára gömul. Ömögu-
legt er að meta fyriríram hve
miklar truflanir og bilanir
yrðu á símakeríinu samfara
þessum breytingum.
c) Aíkastageta núverandi síma-
kerfís höfuðborgarsvæðisins
gagnvart símtölum innan
svæðisins er nánast aldrei full-
nýtt. Aðgerðir í taxtamálum,
sem beinast gagngert að þvi að
minnka notkun kerfisins, eru
því hrein rökleysa.
d) Mælingar á tímalengd símtala
á R-svæði sýna, að langflest
þeirra eru tiltölulega stutt.
Þannig eru um 40% símtala
skemmri en 1 mínúta og um
70% skemmri en 3 mínútur.
Aðeins um 15% símtala eru
lengri en 6 mínútur.
Búast má við því að lengri sím-
tölum mundf enn fa>kka, ef taln-
ing gjaldeininga við staðarsímtöl
yrði innleidd.
Ef gert er ráð íyrir því, að hver
gjaldeining við staðarsimtal væri
3 — 6 mínútur að lengd, sést að
tekjuaukning Pósts og síma yrði
mjög óveruleg við þessa breyt-
ingu.
Talning gjaldeininga víó staðar-
simtöl rnundi sem sagt ekki gera
Pósti og síma kleift að la>kka
kostnað við langlínusímtöl vegna
aukinna tekna við staðarsimtöl á
R-sva>ði.
Allar hugmyndir um að símtöl
verði jafn dýr óháð því hvort
hringt sé innan samíelldrar
byggðar eða milli fjarlægra staða
eru að niínu mati fráleitar og eru
fyllilega sambærilegar við hug-
niyndir um að jafn dýrt skuli vera
að flytja fölk eða varning á milli
staða, t.d. að jafn dýrt skuli vera
að ferðast með strætisvagni innan
Reykjavíkur og að ferðast á milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Auðvitað er unnt að hugsa sér
Framhald á bls. 33