Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 15

Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 15 0 Mikið hefur að undan- förnu verið rætt um íþróttir f Reykjavik, sem standa með miklum blóma, og stuðning borgarinnar við iþróttastarfsemi. Hafa ýms- ar tölur verið nefndar um fjárframlög — oft tölur, sem stangast á — og sitt sýnist hverjum. Til að fá upplýsingar um þetta, sneri Mbl. sér til íþróttafulltrúa borgarinnar, Stefans Kristjánssonar, og spurði hann: — Hvað gerir Reykjavíkurborg fyrir iþróttirnar og hve mikið fé legg- ur hún í ár til íþróttastarfsemi i borginni — Það er skemmst frá því að segja, að framlög borgarinnar til íþróttamála árið 1 977 eru áætluð 2 78.5 milljónir. Við þetta má bæta kr 45,8 milljónum, sem eru greiðsla á hluta rikissjóðs vegna framkvæmda, sem borgin hefur þegar lagt út fyrir, þannig að til rekstrar og framkvæmda í' iþrótta- málum verður samtals varið kr. 324,3 milljónum. Þessi upphæð skiptist þannig, hélt Stefán áfram. Til greiðslu halla á rekstri íþróttamannvirkja, sem borgin rekur kr. 1 1 1.662 000 00 kr. Til styrktar íþróttasamtakanna í borginni, bæði til reksturs og fram- kvæmda kr. 97.669.000 00 Til byggingar nýrra íþróttamannvirkja og áhaldakaupa kr. 115 milljónir. Til frekari glöggvunar á því hvert það fé rennur, sem varið er til rekstr- ar og til styrktar íþróttastarfseminn- at, er rétt að sundurliða þetta betur. SJÁTÖFLU 1 Þeir styrkir, sem renna beint til stuðnings við íþróttahreyfinguna eru: SJÁTÖFLU 2 Alls er því varið til rekstrar og styrkja kr. 1 1 1.662 og 97 669 000 eða samtals 209 milljónum 331 þúsund krónur árið 1977. — í þessu sambandi vil ég vekja athygli á hinu geysimikla starfi íþróttafélaganna, sagði Stefan. Á þeirra vegum kofna þúsundir, eink- um æskufólk, til íþróttaiðkana dag hvern. Þau eru líka flest eða öll að reyna að bæta aðstöðu sína, byggja mannvirki eða endurbæta. Sem dæmi um stórvirki af þessu tagi vil ég nefna hið nýja íþróttahús Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Helztu framkvæmdir, sem nú eru á döfinni hjá íþróttafélögunum eru íþróttahús Glímufélagsins Ármanns; sem nú er fokhelt, mikil íþrótta- vallargerð hjá KR og Val, Knatt- spyrnufélagið Þróttur er að byggja vallarhús með böðum, búningsher- bergjum og félagsaðstöðu og fleira mætti nefna. — En hvað er að segja um tekju- hliðina? Nú heyrist oft talað um háar leigutekjur, t d í Laugardalshöll? — Já, rekstrarframlag borgarinn- ar er lang stærst til sundstaða og íþróttavalla Strax í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að borgarsjóður greiði 40% rekstrarkostnaðar sund- Laugardalshöll. Þar er rekin fjölbreytt starfsemi og margir stórviðburðir fara þar fram. Reykjavíkurborg legg- ur278,5 milljónir kr. tU íþrótta á árinu ’77 staða, en tekjur svari til 60% og er verð aðgöngumiða miðað við það Tekjur iþróttavallanna og Laugar- dalshallar eru miklu óvissari Tekjur íþróttavallanna eru 17% af inn- komnum aðgangseyri, auk þess sem vellirnir hafa nokkrar tekjur af tveim- ur iþróttasölum i Laugardalsvelli frá skólum og félögun). Tekjurnar eru þó ekki meiri en svo, að greiða þarf 37.1 milljón króna með rekstrinum. Laugardalshöll aftur á móti hefur verulegar tekjur og er það mann- virki, sem næst kemst því að vera rekið hallalaust. Þar veldur mestu um hve starfsemin er fjölbreytt og margir stórir viðburðir fara þar fram. Það er misskilningur að tekjur af kappleikjum vegi þar mest. — Árið 1976 mun láta nærri að tekjur og gjöld standist á Tekjur verða u.þ.b. 26 millj kr.: SJÁTÖFLU 3 — Af fréttum fjölmiðla undanfarið gætu menn haldið að leigugjald fyrir íþróttamót í Laugardalshöll hefði stórhækkað að undanförnu, en svo er þó ekki, hélt Stefan áfram. Fyrstu árin, sem Laugardalshöll var starf- rækt var leigugjaldið 25% af sölu aðgöngmiða og auk þess greiddi leigutaki vörzlu, sölu aðgöngumiða o.fl Þetta leigugjald hefur verið lækkað á undanförnum árum i áföngum og er nú 1 7%. Auk þess er nú innifalið í leigunni kostnaður við aukafólk og við sölu aðgöngumiða Hefur það verið metið á 3—4% til lækkunar, þegar á heildina er litið Auðvitað hefur verð aðgöngumiða margfaldast á þessum árum og þá um leið tekjur leigutaka og hallar- innar i krónutölu. Þá er einnig inn- heimt af öllum íþróttaviðburðum. þar sem seldur er aðgangur, 6% gjald, sem rennur til íþróttabanda- lags Reykjavikur Þetta gjald var áður 9%. Helmingur af þessu gjaldi fer í slysasjóð íþróttamanna, en helmingur til viðkomandi sérráðs, þ e af handknattleikskeppnum fer gjaldið til Handknattleiksráðs< Reykjavíkur, knattspyrnukeppnum til knattspyrnuráðsins o.sfrv. Nú vilja sumir kalla þetta gjald húsa- leigu. Þá má liggja á milli hluta, en sé svo gert, verður að telja framlag borgarinnar til stuðnings íþrótta- Viðtal við Stefán Kristjánsson íþróttafulltrúa starfsins þeim mun hærra, því gjald- íð rennur allt, eins og fyrr er sagt, beint til íþróttahreyfingarinnar. — Hvernig er þessum greiðslum háttað á Norðurlöndum? Greiða leigutakar minna eða meira þar en við hér? — Við kynntum okkur þetta ein- mitt í haust í höfðuborgum Norður- landa Alls staðar er tekin lágmarks- leiga, eins og hér er gert í Ósló eru greidd 20% leiga af innkomnum JAFLA 1 ________ Til reksturs íþróttaráðs Til reksturs sundstaða Til reksturs íþróttavalla Til reksturs skfðastaða Til annarra mannvirkja tekjum, upp að 10 þúsund krónum, en eftir það 25% Aukastarfsmenn eru innifaldir í leigunni, eins og hér. og auk þess fær húsið 20% af tekjum, sem koma frá sjónvarpi, sem ekki er hér. í Kaupmannahöfn eru greidd i leigu 16 og %% af innkomnum tekjum, en þar greiðir leigutaki aukakostnað vegna miða- sölu og aukastarfsfólks, og að auki 20% af tekjum, sem fást frá útvarpi og sjónvarpi. í Stokkhólmi er leigan yfirleitt 20%, og aukafólk og annar aukakostnaður greiðist af leigutaka. þar með talin lögregluvakt, ef þarf. O.g salurinn fær 20% af greiðslum frá sjónvarpi. — Þetta var reksturinn og stuðn- ingur við íþróttahreyfinguna, en hvað er verið byggja áf nýjum íþróttamannvirkjum í borginni? — Til nýrra íþróttamannvirkja verður varið 132,7 milljónum Þar af koma beint úr borgarsjóði 71.5, og til viðbótar greiðslur frá rikinu vegna fyrri framkvæmda 39,8 millj., og frá samstarfsaðilum i Blá- fjöllum 21,4, sem bæði er framlag þeirra til fyrirhugaðra framkvæmda og stofnframlag frá Garðabæ, Hafnarfirði og Keflavik, sem nú hafa gerst aðilar að fólkvanginum i Blá- fjöllum Fyrirhugaðar framkvæmdir og framlög til þeirra eru þessi SJÁTÖFLU 4 í þessu sambandi er rétt að hafa i huga, að iþróttir eru orðnar almenningseign og nauðsynlegar flestu fólki til að hamla á móti þeim neikvæðu áhrifum, sem einhæfni og áreynslulaus vinna hefur á manninn íþróttafélögin gegna þarna mikil- vægu hlutverki með starfsemi sinni, en gera þó að ýmsu leyti aðrar kröfur til aðstöðu Einnig eru íþrótt- irnar misjafnlega vel til þess fallnar aðgeta verið almenningsíþróttir Því verður að halda jafnvægi milli þess, Framhald á bls. 47 Leiga af íþróttamann- virkjum við kappleiki er 17% af innkomnum tekjum kr. kr. kr. kr. kr. 4 370 000 61 784 000 35 450 000 7.474 000 2.585.000 Samtals kr. 111.662.000 Til umhirðu félagsvalla Til styrktar við framkvæmdir kr. 5 1 19 000 fþróttafélaga Hér við bætast endurgreiðslur ríkisins fyrir fyrri kr. 35 000 000 f ramkvæmdir kr. 6 000 000 Til íþróttastarfsemi eftir tillögu íþróttabandalags Reykjavíkur kr. 50 000 000 Til annarra aðila, ÍSÍ, Olympíun, o.fl. kr. 1 550 000 Samtals kr. 97 669.000 TAFLA 3 Fyrir 141 keppni og iþróttasýningar Fyrir iþróttaæfingar félaga Fyrir iþróttaæfingar skóla Fyrirannað, þ.e. sýningar, listahátið, poptónleika, veitingasölu o.fl. TAFLA 4 Frjálsiþróttavöllur i Laugardal Framkvæmdir i Bláfjöllum Vallarhús við Árbæjarvöll Byrjunarframkvæmdir við iþróttav i Breiðholti II Áhaldageymsla við Laugardalshöll Til endurbóta i Sundhöll. Sundl. Vesturb. o.fl. kr. 5.5millj kr. 3.9 millj kr. 4.7 millj kr. 11.7 millj kr 40 0 millj kr. 42.9 millj, kr. 22.0 millj kr. lO.Omillj kr. 5.0 millj kr 12.8 millj Samtals 132.7 millj fyrír V/DEOMASTER Videomaster er hægt aö tengja viö öll sjónvarps- tæki. Á sjónvarpsskermin- um birtast línur, sem mynda keppnissvæði. Tækiö gefur kostá 6leikjumeöa þrautum. VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150. Tennis Grabbit Wall Game Trapper Fmd the Gap Moving Target

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.