Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
Marzellius Bern-
harðsson—Mnning
Að morgni miðvikudags 2.
febrúar barst mér sú fregn, að
minn gamli góði vinur og sam-
starfsmaður Marsellius Bern-
harðsson hefði þá um nóttina lát-
ist á sjúkrahúsi Isafjarðar eftir
stutta legu.
Marsellius Bernharðsson er
fæddur að Kirkjubóli í Valþjófs-
dal 16. ágúst 1897 og voru foreldr-
ar hans hjónin Sigriður Finns-
dóttir og Bernarður Jónsson sem
þar bjuggu. Þau hjón eignuðust 8
börn sem öll komust upp og ólu
auk þess 2 fósturbörn. Allt þetta
fólk er þekkt fyrir mikinn dugnað
og atorkusemi og eru öll þessi
systkini og fóstursystkini á lifi
nema Finnur sem var starfsmað-
ur Marselliusar um fjölda mörg
ár en hann andaðist fyrir aldur
fram fyrir um það bil einum ára-
tug.
Er hann var átta ára að aldri
fluttust foreldrar hans að Hrauní
á Ingjaldssandi og þar ólst Mar-
sellius upp. Hann hóf sjómennsku
14 ára að aldri og stundaði þá
fyrst framan af handfæraveiðar
en tveimur árum síðar fer hann
að heiman og byrjar þá sjó-
mennsku á skútum frá Isafirði og
þar sýndi hann brátt, að hann var
kappsfullur, duglegur og reyndist
með aflahæstu mönnum. Um árið
1920 flyst hann til ísafjarðar og
þar hefur hann átt heima siðan.
Saga hans og saga Isafjarðar eru
samofnar. Hann hefur lagt gjörva
hönd á margt um dagana. Hann
hefur verið einn af dugmestu at-
hafnamönnum ísaf jarðarkaup-
staðar hátt á sjötta áratug.
Marsellius hætti snemma sjó-
mennsku og tók að sér umsjón
með timbur- og viðgerðar-
verkstæði Sameinuðu islensku
verslananna á ísafirði, en áður
hafði hann litillega starfað um
tíma hjá Asgeirsverslun sem ung-
lingur að aldri. Þegar Sameinuðu
íslensku verslanirnar hættu starf-
semi sinni, að ég hygg að hafi
verið árið 1926, þá keypti Marsell-
ius alla báta verslunarinnar, sex
að tölu og var hann um nokkurt
skeið einn mesti útgerðarmaður á
lsafirði. Jafnframt keypti hann
saltfisk um allt ísafjarðardjúp og
lét verka hann og seldi til út-
landa. Á þessum árum var hann
stærstur saltfiskútflytjenda á ísa-
firði og seldi þá eitt árið yfír 4
þúsund skippund af þurrkuðum
saltfiski úr landi. En svo kom
kreppan mikla á árinu 1931. Þá
varð verðfall á afurðum okkar og
atvinnurekendur komust i mikil
greiðsluvandræði. sem bankarnir
töldu sig ekki geta leyst og það fór
á þann veg, að hann varð að gefa
sitt bú upp til gjaldþrotaskipta.
Bátar hans voru seldir á nauð-
ungaruppboði og verkunarstöð,
allt á einum og sama deginum og
það langt undir sannvirði. Hann
stóð nú uppi eignalaus með öllu
með stórt og barnmargt heimili.
Þá voru engar tryggingar að
sækja til, þá gilti það að standa á
eigin fótum eða falla ella. En
þessi maður var ekki einn af þeim
sem lét bugast þó á móti biési.
Hann hélt áfram að vinna og
starfa. Hann lagði nótt við dag til
þess að sjá sér og sinum farborða.
Nokkrum árum síðar ákváðu
nokkrir ísfirðingar að stofna til
vélbátaútgerðar og það félag sem
þeir stofnuðu hét Huginn h.f. Það
ákvað að byggja I Danmörku þrjá
báta og var Björgvin Bjarnason
framkvæmdastjóri þess fyrirtæk-
is og fékk hann Marsellius til þess
að verða eftiriitsmaður með bygg-
ingum þessara skipa. Á sínum
tíma voru þetta einhver fullkomn-
ustu og bestu skip sem höfðu ver-
ið byggð fyrir islendinga en þau
voru sextíu tonn að stærð. Eftir
að Marsellius tók að sér þetta
starf og var úti í Danmörku, að
mig minnir um tæpt ár, þá snýr
hann sér að bátabyggingum og
hann byggir fyrst lítinn bát, ég
hygg að hann hafi verið um 17
brúttórúmlestir fyrir Ingimar
Finnbjörnsson, skipstjóra og út-
gerðarmann i Hnífsdal. Þetta
mun hafa verið á árunum 1935
eða 36. Árið 1939 stofnar hann
fyrirtækið M, Bernharðsson h.f.,
skipasmiðastöð, sem hóf starf-
rækslu sina i Neðstakaupstað á
ísafirði og það fyrirtæki hefur
hann rekið síðan með myndar-
brag.
Á stríðsárunum keypti hann
fyrirtæki Bárðar G. Tómassonar
skipaverkfræðings, sem rak litla
dráttarbraut og skipasmiðar.
Þessar tvær stöðvar rak hann
síðan þar til nú fyrir skömmu. Á
skipasmiðastöð hans er nú i bygg-
ingu fimmtugasta skipið. Stærsta
skipið sem hann byggði af tré-
skipum var ÍS 549, sem hann
byggði fyrir Björgvin Bjarnason á
árinu 1039. En eftir að stálskipa-
smiðin hófst þá hafa þau skip
sífellt verið að stækka en nú er
langt komið smíði á byggingu nr.
50, skuttogara sem er um eða yfir
300 brúttórúmlestir og er byggður
fyrir E. Guðfinnsson h.f. í Bolung-
arvik.
Á siðastliðnu ári kom ég siðast i
skipasmiðastöð Marselliusar
Bernarðssonar og þá með honum.
Hann hafði þá verið veikur um
hrið en var á góðum batavegi. Þá
fórum við saman um skipasmiða-
stöðina á heigidegi í páskavik-
unni, þar voru engir við vinnu.
Þar ræddum við margt um skipa-
smiðina. Hann var stoltur yfir þvi
sem hann gerði þó lítið af að sýna
sig í, að nú væri fimmtugasta
skipið í byggingu. Hann sagði að
það yrði sér mikill gleðidagur,
þegar það skip yrði búið. Það
hefði verið ánægjulegt að hann
hafði fengið að sjá fimmtugasta
skip úr skipasmíðastöð sinni vera
afhent nýjum eigendum.
Fyrir tæpum hálfum öðrum
áratug fékk Marsellius lóð i
Suðurtanga fyrir neðan skipa-
smiðastöð sina og þar fyllti hann
upp land að mestu sjálfur og hóf
þar að byggja skipabraut fyrir
400 þungatonn og lagði grundvöll
að tilheyrandi hliðarbraut. Á
þessum stað byggði hann þá svo
að segja jafnhliða skipasmiðastöð,
þar sem nýsmiði hans hefur verið
siðan. Eg held að mér sé óhætt að
fullyrða. að þessi skipasmíðastöð
er vel búin af hvers konar
tækjum til stálskipasmíði. Hann
rak ennfremur járnsmíðaverk-
stæði. trésmíðaverkstæði og
verslun með veiðarfæri, verkfæri,
vinnuföt o.fl.
Siðast þegar fundum okkar bar
saman. sem var siðla nóvember-
mánaðar á siðastliðnu ári, þá
ræddi hann við mig um þá miklu
breytingu sem orðið hefur á fiski-
skipunum fyrir Vestfjörðum.
Skuttogarar hafa að nokkru leyti
leyst hin minni skip af hólmi og
hafði hann áhyggjur af því að nú
væru ekki möguleikar á því að
annast þjónustu fyrir skuttogara
og það vantaði tilfinnanlega nýja,
stærri og fullkomnari dráttar-
braut. Hann sagði við mig að nú
væri hann orðinn gamall maður
og þetta væri það mikið fyrirtæki
að einstaklingur gæti ekkí við það
ráðið, en samvinna þyrfti að vera
góð á milli hans eða eigenda
skipasmíðastöðvarinnar og bæjar-
félagsins og útgerðarmanna um
að ný dráttarbraut risi á ísafirði,
sem gæti tekið upp öll stærstu
fiskiskip sem eru gerð út frá Vest-
fjörðum og jafnframt þau skip
sem eru á veiðum úti fyrir Vest-
fjörðum. Hann sagði jafnframt
við mig að þetta væri ekki mál sitt
sem einstaklings, þetta væri mál
þjóðfélagsins og það er rétt. Þetta
er ekki mál einstaklinga, þetta er
ekki mál bæjarfélagsins á ísafirði
eins. þetta er mál þjóðfélagsheild-
arinnar. öll þau skip sem gerð
eru út fyrir Vestfjörðum, þau
eiga kröfu á þvf að fá þjónustu á
Vestfjörðum. Enginn staður er
betur undir það bú'mn að öðrum
stöðum ólöstuðum en ísafjörður.
Þess vegna er þetta nú eitt mesta
aðkallandi verkefni að snúa sér
að og það er nauðsynlegt að það sé
gert, helst með þátttöku skipa-
smíðastöðvarinnar sem fyrir er
eða i mjög góðri samvinnu við
hana. Þetta veit ég með vissu að
var áhugamál hans sem hann
hafði miklar áhyggjur af að vera
ekki búinn að hrinda í fram-
kvæmd sjálfur og með tilstyrk
annarra.
Marsellius Bernharðsson var
mikill gæfumaður í einkalffi sfnu.
Hann kvæntist konu sinni Al-
bertu Albertsdóttur þann 3. júnf
1927. En hún er fædd 1. febrúar
1899 og Isfirðingur að ætt og upp-
runa og hefur allan sinn aldur
alið á ísafiði. Hún var gift áður og
missti mann sinn frá þremur ung-
um börnum. Þessum börnum
gekk Marsellius f föðurstað og
hann leit ekki á þau sfður en sin
eigin börn og hennar. Börn henn-
ar frá fyrra hjónabandi eru Jón-
ina, áður gift Sveinbirni Svein-
björnssyni, Áslaug, ekkja Axels
V. Tuliniusar borgardómara og
Kristján, skipasmiður, kvæntur
Andreu Guðmundadóttur og eru
þau og Aslaug búsett i Reykjavfk.
Börn hans og Albertu voru tfu.
Tvö þeirra dóu f frumbernsku.
Átta komust upp og þau eru
þessi: Guðmundur, verkstjóri og
kafari, kvæntur Elínu Benjamfns-
dóttur, búsett á lsafirði, Kristín
gift Guðmundi Páli Einarssyni,
yfirverkstjóra í Bolungarvík,
Helga gift Þórði Péturssyni, tré-
smfðameistara, búsett á ísafirði,
Högni, starfsmaður í skipasmiða-
stöðinni, kvæntur Friðrikku
Runnf Bjarnadóttur, búsett á ísa-
firði, Bettý, gift Sigurbírni
Magnússyni, rafvirkja á Hofsósi,
Þröstur járnsmiðameistari og
verkstjóri, kvæntur Halldóru
Magnúsdóttur, kennara, búsett á
ísafirði, Sigurður, rennismiður,
kvæntur Lilju Kristjánsdóttur,
búsett á Isafirði, og Messiana gift
Ásgeiri Sigurðssyni, járnsmið, bú-
sett á isafirði. Börnin eru 11 á lifi,
barnabörnin eru 44 og barna-
barnabörnin eru 13. Afkomendur
Albertu og Marselliusar sem á lffi
eru, eru þvi 68. Víð sem erum
kunnug á isafirði, þekkjum það
og vitum, að á milli þeirra hjóna
var gagnkvæm vinátta, traust og
virðing sem aldrei brást. Hann
var viljasterkur maður.
Hann vildi fá sitt fram, það
skildi kona hans hvenær sem var
og á öllum timum, en hún var
ekki síður viljasterk og ákveðin
þegar hún vildi og þá skildi
Marsellius vel hennar skoðanir og
það sem hún vildi og ætlaði sér.
Heimili þeirra hjóna var ekki að-
eins orðlagt á ísafirði fyrir gest-
risni og myndarbrag heldur lika
um allt nágrennið og um allt ís-
land. Eg hygg að fáum heimilum,
að minnsta kosti i kaupstað, hafi
fleiri gestir gist og borðað en á
þessu heimili. Eg held að ég dragi
ekki úr gestrisni annarra á ísa-
firði þó ég segi að þetta heimili
bar af og eru þá mörg gestrisnis-
heimili á þessum slóðum og hafa
verið. Hjónaband þeirra var ein-
stætt, það hefði verið sama hvort
þeirra hefði farið á undan, að það
hefði verið erfitt fyrir það sem
lifði að sjá af hinu. En Alberta er
sterk kona, kona sem skilur gang
lifsins, tekur öllu af ærðuleysi
sem fyrir kemur. Hún veit að fátt
hefði orðið Marselliusi þungbær-
ara en að þurfa að liggja langtim-
um saman í rúminu og vera að-
gerðarlaus. Þess vegna hlýtur
hún, innst inni að skilja að það
var að mörgu leyti gott að hann
þurfti ekki að sætta sig við að
liggja langtimum saman. Það var
honum allt of erfitt, þessum
mesta dugnaðarmanni sem við is-
firðingar höfum kynnst fyrr og
síðar. En eftirsjáin eftir hann er
mikil. Það er erfitt að sætta sig
við að jafn ágætur og góður mað-
ur skuli vera horfinn og það er
erfitt eftir umfangsmikið starf að
stjórna þessu stóra heimili að
vera nú ein eftir þó börnin,
barnabörnin og barnabarnabörn-
in séu mörg.
Þrátt fyrir erilsaman starfsdag,
þá lagði Marsellius Bernharðsson
mikla vinnu fyrir samfélag sitt.
Hann var kjörinn bæjarfulltrúi á
ísafirði á árinu 1946 og gegndi
bæjarfulltrúastarfi í 24 ár. Hann
átti sæti í bæjarráði ísaf jarðar á
árinu 1946 til 1950 og í hafnar-
nefnd átti hann sæti að ég best
man öll árin sem hann sat f bæjar-
stjórn og lengst af þeim tfma átti
hann ennfremur sæti i byggingar-
nefnd isafjarðarkaupstaðar. Ég
átti sæti i bæjarstjórn isafjarðar
öli þau ár sem Marsellius sat þar.
Við vorum því nánir samstarfs-
menn um langan tíma. Betri sam-
starfsmann hef ég ekki getað kos-
ið. Á milli, okkar tókst mikil og
órjúfandi vinátta. Á öllum þess-
um langa tíma, þá minnist ég
þess, að aðeins einu sinni urðum
við ósáttir. Báðir skapmenn mikl-
ir. En morguninn á eftir, þá mætt-
umst við á horni Austurvegar og
Hafnarstrætis og þá var hann á
leiðinni til mín en ég var á leið-
inni til hans til þess að jafna
ágreininginn. Sá ágreiningur
varð aldrei meiri og aldrei oftar.
Okkur leið báðum illa að hafa
skilið f styttingi og við ákváðum
að það mætti aldrei koma fyrir
aftur. Þetta met ég svo mikils, ég
var maður næstum því 25 árum
yngri en hann óreyndur og skap-
heitur. Eftir þvf sem ég kynntist
þessum manni betur, þá mat ég
hann meira. Ég mat hann fyrir
drengskap og órofa vináttu og
tryggð. Þessi maður var hollráður
og góðviljaður, hann var skap-
maður mikill eins og áður er sagt,
hann fór sinar götur i Iffi og starfi
en hann var maður sem samdi
sinar eigin lifsreglur, hann fór
ekki eftir forskrift annarra.
Marsellius Bernharðsson var
ekki barn þess tima þegar öllum
var hampað og öllum var rétt allt
upp í hendurnar. Hann fór alls á
mis í sambandi við menntun eins
og svo margir aðrir á þessum ár-
um. Hans menntun og undirbún-
ingur undir öll þau margvíslegu
og vandasömu störf sem hann tók
sér fyrir hendur var eigin mennt-
un. Hans skóli var skóli lifsins.
Þessi harði skóli sem menn fara
misjafnlega í gegn um. Þar stóðst
hann öll próf. Harkan, dugnaður-
inn, skylduræknin, þau voru svo
rik í eðli að hann stóðst þessi próf
öU.
Eins og að Iíkum lætur var
Marsellius Bernharðsson rót-
gróinn einstaklingshyggjumaður.
Hann haslaði sér ungur völl undir
merki sjálfstæðisflokksins. Fyrir
þann flokk átti hann sæti i bæjar-
stjórn allt þetta tfmabil og i þess-
um flokki starfaði hann mikið.
Hann átti sæti í fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna á ísafirði frá því
að við hófum okkar samstarf.
Hann var meðlimur i kjördæmis-
ráði sjálfstæðisflokksins á Vest-
fjörðum og sótti hvern einasta
aðalfund kjördæmisráðsins og
sfðast á liðnu hausti. Hann átti
um langt árabil sæti i flokksráði
Sjálfstæðisflokksins. Marsellius
Bernharðsson var alltaf jákvæður
maður í málflutningi. Hann var
heilsteyptur og heiðarlegur gagn-
vart andstæðingum. Hann reyndi
alltaf að koma góðu til leiðar hvar
sem hann var. Fyrir það naut
hann traust og virðingu alira
þeirra sem með honum störfuðu.
Hann starfaði fyrr á árum mikið f
iðnaðarmannafélaginu. Hann var
að ég hygg einn af stofnendum
Oddfellowreglunnar á ísafirði og
starfaði þar það sem eftir var ævi
hans. Hvar sem hann kom og hvar
sem hann haslaði sér völl, var
hann samviskusamur samstarfs-
maður. heill félögum sfnum og
vinum. Það eru miklar breytingar
sem eru að verða heima á fsafirði.
Breytingar sem maður verður að
skilja eftir þvf sem árin færast
yfir mann. Þá sér maður sifellt á
bak fleiri vinum og samstarfs-
mönnum, bæði samherjum i
stjórnmálum og andstæðingum
sem margir hverjir urðu þrátt
fyrir allt góðir vinir. Þetta eru
miklar breytingar í litlu bæjar-
félagi. Mér finnst einhvern
veginn vera þannig, þegar maður
nú kemur til ísafjarðar, þá vanti
svo margt þegar maður eins og
Marsellius Bernharðsson er horf-
inn. H:nn var einn af þessum
mönnum, sem setti svip á bæinn,
einn af þessum mönnum sem var
svo stór þáttur í lífi og starfi
bæjarfélagsins áratugum saman.
En þetta er gangur Iffsins, þetta
er það sem er alltaf að gerast, þeir
eldri hverfa af sjónarsviðinu, nýir
og yngri menn taka við. En nýir
og yngri menn eiga einnig að læra
margt af þeim sem eldri eru og
eru að hverfa eða eru horfnir. Ég
þakka þessum gamla góða vini
mfnum fyrir sérstaklega trausta
vináttu öll þessi ár. Eg mat hann
mikils f lifanda lffi og ég mun
ekki meta hann minna þegar
hann er nú horfinn héðan burtu.
Ég færi konu hans Albertu
Albertsdóttur innilegar samúðar-
kveðjur. Við hjónin þökkum þeim
báðum órofa tryggð, vináttu og
skilning á liðnum árum. Við
munum ávallt minnast þeirra
beggja með mikilli hlýju og þakk-
læti. Við flytjum ennfremur öllu
skylduliði hans og þeirra beggja
innilegar samúðarkveðjur við
andlát og jarðarför þessa trygga
og góða vinar. Ég veit að maður
eins og hann, sem aldrei lét sig i
baráttunni, maður sem trúði á
framtíð íslands, á framtíð Vest-
fjarða, á framtið ísafjarðar, á
dugnað sinn og getu og var hjálp-
samur og hlýr í garð þeirra sem
verst eru settir er sárt saknað af
öllum þeim, sem honum kynntust
og með honum störfuðu.
Eg á þá ósk heitasta, að sem
flestir hafi þá sömu trú, dugnað
og atorku til að bera sem hann
hafði, þá kvíði ég því ekki, að
Ísafjörður haldi áfram að dafna
og vaxa og allar vestfirskar
byggðir. Guðs blessun fylgi
þessum trygga vini og holla ráð-
gjafa á nýjum leiðum. Minningin
um hann mun lifa f hug og hjarta
allra hans nánustu og hinna fjöl-
mörgu vina hans.
Matthfas Bjarnason.
Hinn landsþekkti athafnamað-
ur Marzellius Bernharðsson,
skipasmiðameistari, andaðist á
isafirði 2. þ.m. á áttugasta aldurs-
ári og verður til grafar borinn i
dag.
Marzellius Bernharðsson var
fæddur að Kirkjubóli í Valþjófs-
dal f Önundarfirði 16. ágúst 1897,
kominn af annáluðu dugnaðar og
hagleiksfólki. Hann átti ekki kost
á neinni skólagöngu f æsku, en
góð greind hans, óbilandi þrek og
stórhugur gerði honum kleift að
taka að sér fjöiþætt störf á sviði
atvinnulffs og opinberra mála.
i hálfa öld er starfssaga hans og
athafnir svo snar þáttur f sögu
ísafjarðar — f blfðu og stríðu —
að ef nafn Marzelliusar hefur ver-
ið nefnt hin sfðari ár, þá hefur
mönnum ósjálfrátt dottið
Ísafjörður í hug og ef Ísafjörður
hefur verið nefndur á nafn, þá
nafn Marzelliusar.
Marzellius Bernharðsson hefur
verið einn stærsti atvinnurekandi
á Ísafirði f hartnær hálfa öld.
Bæjarfulltrúi frá árinu 1946 í nær
aldarfjórðung, átti sæti í skeið í
bæjarráði, lengi í byggingarnefnd
og allt til dhuðadags í hafnar-
nefnd ísafjarðar. Auk þess hefur
hann verið í stjórn Félags dráttar-
brautaeiganda um langt skeið.
Stofnandi og mjög virtur félagi i
Oddfellowreglunni á isafirði o.fl.
Marzellius fluttist til isafjarðar
árið 1920, en áður hafði hann í
nokkur ár verið dugmikill sjó-
maður hjá útgerð hins merka
fyrirtækis „Verzlun Á.
Asgeirsson" og eftir 1918 arftaka
þess „Hinar sameinuðu islenzku
verzlanir" á hinum svokölluðu
„Ámapungum“, sem voru véla-
laus lftil seglskip. Gerðist hann
nú fastur starfsmaður f landi og
vann við viðgerðir á bátum og
húsum fyrirtækisins. Þegar fyrir-
tæki þetta hætti starfsemi árið
1926 keypti Marzellius 6 af bátum
þess og gerðist einn stærsti út-
gerðarmaður og saltfiskverkandi
á ísafirði i nokkur ár.
Í kreppunni 1931 missti hann
aleigu sína á opinberu uppboði,
imfðaverkfæri sfn og innbú alit.
Góður vinur hans bauð f smiðatól-
in og sendi honum að kveldi upp-