Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.1977, Blaðsíða 17
17 —..... ..... ....... MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 boðsdagsins, svo hann gæti unnið fyrir sínu barnmarga heimili. Ekki datt Marzelliusi i hug að gefast upp eða flytja burt úr bæn- um, eins og svo margir hafa gert á ísafirði fyrr og siðar. Hann tók nú til við bátaviðgerðir og smíðar að nýju. Árið 1934 verða straumhvörf í lífi Marzelliusar, er Björgvin Bjarnason, útgerðarmaður, réði hann til að fara til Danmerkur til að hafa eftirlit með byggingu 3ja 60 tonna vélbáta, sem Hugafélag- ið á ísafirði var að láta dbyggja þar. Var Marzellius tæpt ár í Dan- mörku við þetta eftirlitsstarf, sem hann leysti vel af hendi með mikl- um ágætum, jafnfram þvi sem það varð honum dýrmæt reynsla og skóli í bátabyggingum. Einnig náði hann i Danmörku í viðskipta- sambönd, m.a. í eikarkaupum, sem komu honum að miklu gagni síðar. Skömmu eftir heimkomuna fer hann að byggja báta sjálfur og árið 1939 stofnar hann fyrirtækið M. Bernharðsson h.f., skipasmiða- stöð, en sama árið lauk hann smíði á vélskipinu Richard, sem var 91 brútto smálest að stærð, traustbyggt happaskip. Síðan hef- ur M. Bernharðsson h.f., skipa- smíðastöð byggt fjölmörg stór tré- skip fyrir ýmsa aðila um land allt, sem öll hafa reynst vönduð og traust. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað, komið sér upp myndar- legri starfsaðstöðu til skipasmíða og byggt dráttarbraut i Suður- tanga, fyrir 400 smálesta skip. Á síðari árum hefur Marzellius hafið byggingu stálskipa, og er m.a. nú I byggingu í söðinni ca 300 smálesta stálskip fyrir Einar Guðfinnsson í Bolungarvík, sér- byggt til línuveiða, en jafnfram byggt til tog og loðnuveiða. Auk skipabygginga hefur M. Bernharðsson h.f. rekið verzlun með hverskonar skipavörur og annast alhlið viðgerðarþjónustu fyrir báta og skip. Þetta mikla þjónustufyrirtæki hefur um langt árabil verið forsenda fyrir út- gerðarstarfsemi á ísafirði og raunar Vestfjörðum öllum. En Marzellius hafði fleiri járn í eldinum. Hann rak jafnframt verktakastarfsemi, byggði ibúðar- hús, lagfærði gömul hús, steypti steinker til hafnargerða og vann að hafnargerðum bæði á ísafirði og viða á Vestfjörðum. Meðal ann- ars byggði hann hafnarbakkann á Neðstakaupstað á ísafirði. Hvarvetna blasa við augum mann- virki, sem hann hefur gert. Verk hans tala á isafirði. Með miklu stolti gat hann litið yfir farinn veg og glaðst yfir miklu og far- sælu æfistarfi. Árið 1927 kvæntist Marzellius eftirlifandi konu sinni Albertu Albertsdóttur frá isafirði, sem þá var ekkja með þrjú börn. Með henni eignaðist hann 10 börn og eru 8 þeirra á lifi, dugnaðar og myndarfólk. Er Alberta mikil myndar- og sómakona. Geta má nærri að hlutskipti hennar hafi oft verið erfitt með svo stóran barnahóp, er þar við bættist mikil gestagangur alla tið, en um höfðingskap og risnu voru þau hjón samtaka eins og í öllu öðru. Kýnni okkar Marzelliusar hafa staðið í þrjá áratugi og er vinátta okkar jafn gömul. Við hjónin byrjuðum búskap i húsi hans á ísafirði og bjuggum þar í 15 ár. Þar fæddust börnin okkar og stigu sín fyrstu spor. Er þvi margs að minnast frá þessum árum og skemmst frá því að segja, að betra sambýlisfólk er ekki hægt að hugsa sér. Eigum við öll þaðan ótal dýrmætar minningar, sem aldrei gleymast. Þrátt fyrir annir og erfið störf gaf Márzellius sér jafnan tíma til að spjalla vinsam- lega við börn, sem dáðu hann mjög. Marzellius var hraustmenni mikið og vinnugarpur. Hann lagði nótt við dag og vann oft margra manna verk, ekki aðeins 8 klst. á dag heldur oftast 15—16 klst. Framkvæmda- og vinnugleði hans var einstök. Fátt óx honum í aug- um, ef um verklegar framkvæmd- ir var að ræða. Hann var jafnan reiðubúinn til starfs og þjónustu á nóttu sem degi, ef á þurfti að halda. Hin siðari ár mun hann hafa verið vel efnaður maður, en það breytti engu háttum hans. Það var sannarlega mikið happ fyrir ísafjörð, að hann varði sín- um miklu starfskröftum þar alla æfi. Án atorku hans og stórhugar er vafasamt, að Isafjörður væri nú einn þróftmesti útgerðar- og fiskiðnaðarbær landsins. Ég, kona mín og börn kveðjum hann með söknuði og sendum Albertu og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur. Ásberg Sigurðsson. Einn af mestu athafnamönnum íslands er látinn. Marzelíus Bern- harðsson, skipasmiður, ísafirði, andaðist 2. þ.m. á áttugasta aldursári. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu maður mikilla af- reka. Hann var máttarstólpi sinn- ar heimabyggðar og landskunnur af verkum sinum. Marzelius Bernharðsson var af gamla skólanum. Hann var sjálf- menntaður og varð að bjarga sér sjálfur. Hann fór ungur að heim- an úr sveitinni til sjós á ísafirði. Veganestið var lítið í veraldlegum fjármunum en þeim mun meira í því sem mölur og ryð fá eigi grandað. Marzelius hafði fengið í vöggugjöf þá eiginleika sem öll- um er ekki gefið. Dugnaður, kjarkur og einbeitni hans voru með ólíkindum. Ekki liðu nema nokkur ár þar til hann var orðinn af eigin rammleik einn helzti at- vinnurekandinn á ísafirði. Hann rak útgerð margra fiskiskipa og umfangsmikla fiskverkun. En skjótt skipast veður í lofti. Innan tíðar hefir Marzelíus orðið að láta af þessum atvinnurekstri. Var honum skorinn svo naumur stakkur af peningavaldinu að fá- dæmi voru þá, ef ekki eindæmi, og engum myndi til hugar koma nú til dags. Þótt fyrirtækið yrði að hætta rekstri, stóð það raunar fyr- ir sínu. Þeim mun hastarlegri urðu þessi málalok fyrir mann eins og Marzelius, sem vildi gera rétt og þoldi eigi órétt. Margur maður myndi hafa lagt árar í bát við sjálfstæðan atvinnu- rekstur þegar hér var komið. En Marzelius var af þeim efnivið, að slíkt kom ekki til mála. Hann átti öxi og tók til við að höggva til spýtur, sem mátti nota í báta. Hann byrjaði smátt. En mjór er mikils vísir. Þetta var upphaf Skipasmiðastöðvar Marzelíusar Bernharðssonar, einnar af stærstu og fullkomnustu skipa- smíðastöðva landsins um áratugi. Þarna var smiðaður mikill fjöldi skipa sem prýtt hafa fiskiskipa- flota landsmanna. Marzelíus var einn af helztu forustumönnum is- lenzks iðnaðar i skipasmiði, tré- skipasmíði og síðar stálskipa- smíði. Öll sú saga sýnir hver af- burðamaður Marzelius var að hæfileikum og atgjörvi öllu. Maðurinn af gamla skólanum reyndist þegar út í lífið kom vera maður, sem fór nýjar leiðir og hagnýtti nýja tækni til framfara og hagsældar. En áhugamál Marzelíusar náðu langt út fyrir rekstur eigin fyrir- tækis. Hann var félagshyggju- maður i orðsins bezta skilningi. Hann lét sig miklu skipta mál heimabyggðarinnar og þjóðmál. Hann var um árabil bæjarfulltrúi á isafirði og starfaði í bæjarráði, hafnarnefnd og á öðrum sviðum að málefnum bæjarins. Hann var stór á þessum vettvangi eins og I einkarekstrinum. Spor hans má marka í ýmsu, en annað náði ekki fram að ganga, svo sem hinar ris- miklu hugmyndir hans um fram- tíðar sundahöfn og uppfyllingu undir íbúðarhúsahverfi. Tveim vikum fyrir andlát hans töluðum við saman í sima um ný slipp- mannvirki, sem nauðsyn væri að koma upp í stað þeirra, sem Marzelíus hafði á sinum tíma komið upp og eru nú orðin bæði of lítil og úr sér gengin. Það mátti ekki biða að bæta hér úr til að gera mögulegar viðgerðir á fiski- skipaflota Vestfirðinga jafnt hinna stærstu sem hinna smærri skipa. Þannig var Marzelíus i framkvæmdahug til hinztu stund- ar. Og metnaður hans fyrir Ísa- fjarðarkaupstað var mikill og ódrepandi. Marzelíus Bernharðsson var alla tíð mikill sjálfstæðismaður. Hann var traustur flokksmaður, starfaði mikið i flokkssamtök- unum enda reyndar einn af helztu forustumönnum flokksins á Ísafirði um áratugaskeið. Fund- um okkar Marzelíusar bar saman á þessum vettvangi á síðari árum. En rætur okkar kynna stóðu miklu dýpra. Hann var fæddur að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði 16. ágúst 1897, þar sem foreldrar hans bjuggu. Á þessari tvibýlisjörð bjó þá einnig mitt fólk, þar sem ég fæddist löngu siðar. Ég var svo í bernsku í mörg sumur í sveit að Hrauni á Ingjaldssandi, hjá foreldrum Marzelíusar, sem þangað voru þá flutt. Mér eru kærar endur- minningarnar um þessi sæmdar- hjón, Bernharð Jónsson og Sígrfði Finnsdóttur og mánnmörgu fjöl- skylduna, unga og aldna. Ég mirinist ætið þessara daga, þegar ég heyri talað um fyrirmyndar búskaparlag og heimilishagi f sveit, áður en nýja tæknin kom til sögunnar. Marzelius var þá farinn að heiman og þegar farinn að stunda sín miklu umsvif á isa- firði. Á heimilinu dáðu hann allir. Ég var þvi alinn upp við mikla aðdáun á Marzeliusi Bernharðs- syni. Ég þekkti hann ekki þa og fjarlægðin gerir fjöllin biá og mennina mikla. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að ég kynntist sjálfur þessum manni. Þá kunni ég að meta hann þeim mun meir sem ég kynntist honum betur. Marzelius var gæfumaður í einkalífi sinu. Hann átti hina ágætustu eiginkonu og mörg mannvænleg börn. Alberta Albertsdóttir stóð við hlið hans í blíðu og striðu og bjó honum það heimili, sem hann átti athvarf á frá löngum og ströngum vinnu- degi, sem hann hafði tamið sér frá barnsaldri. Heimilið var stórt og myndarlegt, þar sem saman fór mikill gestagangur og rausn. Er ég einn þeirra mörgu sem naut þess í ríkum mæli. Með þakklæti i huga flyt ég frú Albertu og fjöl- skyldu minar innilegustu sam- úðarkveðju. Þorv. Garðar Kristjánsson. Davíd Oddsson: Engin hagkvæmni í samein- ingu æskulýds- og íþróttaráðs Alfreð Þorsteinsson (F) lagði fram eftirfarandi tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar: „Borgarstjórn samþykkir að sameina iþróttaráð og æskulýðsráð, og taki breytingin gildi vorið 1978. Settar verði starfsreglur fyrir hið nýja ráð. Meginhlutverk þess verði að efla starfsemi hinna ýmsu íþrótta- og æskulýsðfélaga í borginni eftir nánari reglum, sem settar verði. Alfreð sagðist vilja gera tilraun til að fá botn i stjórn æsku- lýðsmála hér í borg. Víða á Norður- löndum væru svokölluð tómstunda- ráð sem gegndu sama hlutverki. Flutningsmaður sagðist ekki sjá nein skynsamleg rök fyrir þvi að tóm- stundastarfi sé skipt eftir aldurshóp- um Davfð Oddsson (S) sagðist ekki hafa séð að sameining þessara tveggja ráða hefði í för með sér hagkvæmni. Hann sagðist telja að samstarf æskulýðsráðs og iþrótta- ráðs ætti að vera gott og reyndar hefði hann ekki orðið var við kala þar á milli. í lok málsins sagði Davíð, að hann myndi greiða at- kvæði gegn tillögunni þar sem hún fæli ekki i sér neinn kost fyrir hvor- ugt ráðið Margrét Margeirsdóttir (Abl) sagði að milli unglinga ætti að leggja áhersla á samvinnu Hún sagðist telja sameiningu sem þessa skerðingu á starfsemi Æskulýðsráðs Þá kom fram hjá Margréti að hún teldi því fé sem varið væri til æsku- lýðsmála vel varið, þvi siðar skilaði það sér margfaldlega Páll Gislason (S) sagði að tilfagan væri mjög van- undirbúin. Sums staðar hefði feng- ist góð reynsla af þessu, annars staðar ekki, og því mætti athuga málið nánar. Hann legði þvi til að tillögunni yrði vísað til borgarráðs. Alfreð Þorsteinsson tók aftur til máls og sagðist vera á móti þeirri æskulýðspólitik sem rekin hefði ver- ið í borginni. Rökstuðningur með sameiningunni væri að eftir yrði eitt ráð og þá ódýrara i rekstri. Sumt hjá æskulýðsráði mætti missa sig. Björgvin Guðmundsson (A) sagðist andvígur tillögu Alfreðs vegna þess að þar væri gert ráð fyrir skerðingu á starfsemi æskulýðsráðs. Björgvin sagði að ekki væri hægt að fá alla unglinga til að ganga i íþróttafélög eða skátafélög. ekki væri hægt að þvinga unglinga inn í félög. Senni- legast vildi Alfreð leggja æskulýðs- ráð niður Best væri því að þessi tillaga yrði felld. Davíð Oddsson sagði að afstaða Alfreðs Þorsteins- sonar væri óábyrg og þessi borgar- fulltrúi hefði alið á tortryggni i garð æskulýðsráðs. Hjá Davið kom fram að nýlega var haldinn árlegur fundur æskulýðsráðs og frjálsra félaga og sagðist Davið ekki hafa þar orðið var við neinn kala þar í garð æskulýðs- ráðs Borgarfulltrúinn sagði að okk- ur bæri að sinna hinum ófélags- bundnu unglingum Hann sagðist ekki geta greitt atkvæði gegn tillögu Páls en um tillögu Alfreðs gegndi öðru máli Sveinn Björnsson sagð- ist andvígur tillögu Alfreðs Þor- steinssonar. Hann sagðist vilja taka fram að iþróttahreyfingin hefði ekki lotið í lægra fyrir æskulýðsráði Elín Pálmadóttir (S) sagðist telja Lóðabrask óþolandi — sagði Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson (A) kvaddi sér hljóðs á fundi borgarstjórnar 3 febrúar vegna afturköllunar á lóðaút- hlutun til einstaklings. En málið er að borgarráð afturkallaði á fundi sinum \ febrúar lóðaúthlutun til einstaklings hér í borg Viðkomandi maður hafði fengið lóðinni úthlutað i mai 1976 en verið búinn að setja hana á fasteignasölu Björgvin sagði að all oft væru auglýstar lóðir hér í borg og erfitt væri að fylgjast með hvað þar væri á ferðinni Þannig væri einnig oft erfitt að sanna að lóðir væru komnar í sölu. Hann teldi því æskilegt að skrifstofustjóri borgarverkfræðings fylgdist vel með að lóðir væru í sölu sem reyndar hefði gerst og einnig ef framkvæmd- ir hæfust ekki á réttum tima Það væri óþolandi að þeir sem fengju úthlutað lóðum settu þær i sölu og bröskuðu siðan með þær , Hann osk- aði eftir þvi við borgarstjóra að eftir- lit yrði með þessu haft að íþróttir væru ekki einungis æsku- lýðsmál heldur væri framlög og stuðningur borgarinnar ætlaður öll- um aldurshópum. Hún sagðist vilja taka undir þau orð að íþróttastarfið í borginni væri þýðingarmikið og þess vegna gæti hún ekki skilið hvers vegna skyldi endilega sameina það æskulýðsstarfi fyrir ungmenni hvort sem þau hefðu áhuga fyrir íþróttum eða ekki. Elín sagði það sitt álit að farsælt yrði að íþróttafélögin væru ekki einungis miðuð við æsku- fólk heldur gætu þar allir aldurshóp- ar átt sameiginlegt áhugamál. í því sambandi væri vert að íhuga hvort ekki bæri að efla iþróttir t d. þar sem öll fjölskyldan gæti verið saman komin. Af gefnu tilefni vildi hún taka fram að allt of mikið hefði verið gert af því að aðgreina aldurshópa Hins vegar væri það vissulega rétt að nauðsynlegt væri að ná til ung- menna, sem ekki ættu kost á sam- veru og tómstundum með foreldrum sinum eða öðrum eldri. í þvi sam- bandi gegndi æskulýðsráð stóru hlutverki. Hún sagðist því telja rangt að gera iþróttir að sérstöku æsku- lýðsmáli og öfugt. Elín Pálmadóttir sagðist telja að full ástæða væri til að auka samskipti og samvinnu borgarnefndanna allra, fræðsluráðs, félagsmálaráðs, æskulýðsráðs og íþróttaráðs auk samskipta við frjálsu félögin sem störfuðu fyrir fjárfram- lög frá borginni Raunar væri að hefjast samvinna milli ráða, a m k. á sumum sviðum Hún sagðist þvi efast um að rétt væri að fella tvö umrædd ráð saman; þau hefðu bæði ærin verkefni hvort á sínu sviði. Alfreð Þorsteinsson sagði að ýmislegt i starfi æskulýðsráðs ætti rétt á sér, t d siglingar Annað væri sumt litils virði svo sem ýmiss konar skemmtanahald, þar sem ungling- armr væru mataðir Samþykkt var með 11:3 að visa tillögunni til borg- arráðs. Þorbjörn Broddason gerði grein fyrir afstöðu fulltrúa Alþýðu- bandalagsins og sagði að þau teldu tillöguna óþurftartillögu og greiddu því atkvæði gegn henni Olíutankur fluttur af bakka Elliðaáa Fyrir nokkru ræddi Elín Pálma dóttir borgarfulltrúi á fundi borgarstjórnar flutning á oliutanki Landsvirkjunar af bakka Elliða- ánna. Málið hafði áður verið rætt i skipulagsnefnd. Hjá Elínu kom fram að umhverfismálaráð hafði þegar það tók að athuga oiíutanka i borginni óskað eftir að Lands- virkjun flytti tankinn sem stendur við Elliðaárnar og frá honum yrði gengið tryggilega fjær ánni. í máli Elínar kom fram að talið var of áhættusamt að hafa slíkan tank sem farinn er að eldast á árbakk- anum ef slys yrði og olian læki út Landsvirkjun tók vel í þetta mál óg nú hefur Reynir Vilhjálmsson gert tillögu um staðsetningu tanksins, sem reyndar þarf að vera i nánd við toppstöðina, en i tillögu Reynis er gert ráð fyrir að tankurinn verði færður upp i brekkuna í nánd við kartöflugeymslurnar Verður tankur- inn væntanlega grafinn niður þann- ig að hann verði minna áberandi í landslaginu Kringum hann verður skál sem tæki hugsanlegan leka ef slys yrði Hefur umhversismálaráð fyrir sitt leyti fallist á tillöguna í lok máls sins sagðist Elín vona að þetta yrði upphafíð að meiri varkárni i slíkum málum FRA BORGAR- STJÓRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.