Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.02.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977 Ármann tekur víð forystuhlut- verkinu eftir sigur í Njarðvík ÁRMENNINGAR náðu aftur for- ystunni f 1. deild karla f íslands- mótinu f körfuknattleik eftir að hafa sigrað UMFN f Njarðvfk um helgina f miklum baráttu leik, sem lauk með naumum sigri Armanns 65—62. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af sterkum varnarieik, en einnig bar nokkuð á taugaóstyrk beggja aðiia. Þá er rétt að geta þess að dómararnir þeir Hörður Túlfnfus og Sigurður Valur Haildórsson dæmdu þennan leik með miklum sóma. Gangur leiksins var svo sá að Ármenningar náðu forystunni strax í upphafi leiksins og á 9. minútu var staðan orðin 20—10 þeim f vil og hafði Jón Björgvins- son þá verið þeirra drýgstur. Þá munaði einnig mikið um slaka hittni Njarðvíkinga og einnig það hve lítið af fráköstum þeir áttu. En þegar liða tók á hálfleikinn jafnaðist leikurinn nokkuð og á 18 mínútu var staðan orðin 18—24 Ármanni í vil, en í leikhléi höfðu Ármenningar yfir 36—29. Njarvíkingar hófu seinni hálf- leikinn svo með miklum látum og á 9. mínútu var aðeins 2 stiga munur, 49—47, Ármanni í vil, og á 13. minútu náðu Njarðvíkingar svo forystunni, 55—54, og hafði þá munað mest um stórleik Jón- asar Jóhannessonar bæði I vörn og sókn og var fallegt að sjá hvernig hann náði að stöðva Símon Ólafsson einn af beztu Jóhannes skoraði JÓHANNES Eðvaldsson skoraði mjög fallegt mark fyrir lið sitt, Celtic, á laugardaginn, er það mætti Hibernian á Parkhead leik- vanginum f Glasgow, en Jóhannes kom inná sem varamaður f leik þessum fyrir MacDonald, sem meiddist. Átti Jóhannes ágætan leik, sem ætti að auka möguleika hans á að ná stöðu sinni f aðalliði Celtic, en sem kunnugt er hefur Jóhannes verið „úti f kuldanum" hjá þjálfara liðsins f allan vetur. Celtic sigraði i leiknum 4—2, og var það fyrsta mark leiksins sem Jóhannes skoraði. Hefur Celtic nú Leikiðí 2. deild UM helgina fóru fram þrír leikir í 2. deildar keppni Islandsmóts karla í handknattleik. Úrslit þess- ara leikja urðu þau, að KA sigraði Þór með 17 mörkum gegn 16 (11—9), Ármann sigraði Fylki 19—17 og Stjarnan sigraði ÍBK 31—22. Auk þeirra leikja í 1. deild kvenna sem getið er um i blaðinu léku Þór og Valur á Akur- eyri og lyktaði þeim leik með sigri Valsstúlknanna 14—9, eftir að staðan hafði verið 4—3 fyrir Val I hálfleik. Vegna þrengsla í blaðinu verður umsögn um leiki þessa að bíða. náð tveggja stiga forystu í skozku úrvalsdeildinni i knattspyrnu, og eftir fréttaskeytum að dæma, virðast litlar likur á öðru en að Celtic hreppi skozka meistaratitil- inn I ár. Blöðin í Skotlandi, segja að úr þessu sé aðeins spurning um hvaða lið verður i öðru sæti. Sem stendur er Rangers í öðru sæti með 26 stig eftir 20 leiki, en Celtic hefur leikið 18 leiki og er með 28 stig. í þriðja sæti er svo Aberdeen með 26 stig og Dundee United sem hafði forystu framan af í vetur er i fjórða sæti með 21 stig. mönnum Armanns, en þessi glæsilega frammistaða Jónasar nægði Njarðvikingum ekki til sig- urs, þvi að Jón Sigurðson átti einnig glæsilegan leikkafla i seinni hálfleiknum og skoraði hann þá hvert stigið á eftir öðru úr fallegum langskotum og á 16. minútu höfðu Ámenningar náð 4 stiga forystu, 61—57, og lokatölur urðu svo 65—62 þeim i vil. Þessi leikur var ekki sérlega vel leikinn, en þó er ekki hægt annað en að hrósa báðum liðum fyrir baráttugleði og góðan varnarleik, en sóknin var hins vegar slök og einkum var hittnin slök hjá Njarðvíkingum. Það kemur einn- ig talsvert á óvart að Njarðvík- ingar skuli hafa tapað 2 leikjum á heimavelli, fyrir ÍR og Ármanni, séu svo taplausir á útivelli og hafi þá meðal annars unnið KR og Ármann. Beztu menn Ármánns voru Jón Sigurðsson, Símon Ólafsson, Jón Björgvinsson og Atli Arason, en stigin fyrir Ármann skoruðu: Jón Sigurðsson og Simon Ólafsson 16 hvor, Björn Christensen 10, Atli Arason og Jón Björgvinsson 11 hvor og Björn Magnússon 2 stig. Njarðvikingarnir voru mjög jafnir eins og oftast áður, en þó áttu þeir Jónas Jóhannesson, Þorsteinn Bjarnason og Kári Maríasson einna beztan leik af þeim, en stigin fyrir UMFN skoruðu: Þorsteinn Bjarnason 15, Jónas Jóhannesson 13, Geir Þorsteinsson 13, Brynjar Sigmundsson 10, Kári Maríasson 4, Gunnar Þorvarðarson 3, og Stefán Bjarkason og Guðsteinn Ingimarsson 2 stig hvor. —HG. Rafn Thorarensen skorar fyrir Breiðablik og beztu menn liðsinSl Sigurbergur Björnsson og Óskar Baldursson fylgjast með. FRAM HAFÐI BETUR I BARÁTTU BOTNLIÐANNA Viðar sigraði VIÐAR Guðjohnsen úr Ármanni varð sigurvegari i opnum flokki karla á afmælismóti Júdósam- bands Islands sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans um helgina. Lagði Viðar félaga sinn Gísla Þorsteinsson í úrslita- glímu. Auk keppninnar í opna flokknum var keppt I þremur þyngdarflokkum kvenna og þrem- ur þyngdarflokkum unglinga. Jóhannes Eðvaldsson átti góðan leik með Celtic og skoraði fallegt mark. FRAMARAR eru Ifklega orðnir öruggir með áframhaldandi setu i 1. deild eftir að hafa unnið Breiðablik f bæði spennandi og skemmtilegum baráttuleik sem endaði 100—92 og urðu Framarar þvf annað liðið á þessu keppnis- tímabili sem komst í 100 stig og er það mjög gott, þvf að ekkert af hinum 1. deildar liðunum hefur náð að skora svo mörg stig gegn Blikunum ehn þá. Annars ein- kenndist leikurinn af villu- vandræðum beggja liða, en þó einkum Framara þvf að þeir misstu 5 af aðalmönnum liðsins út af áður en yfir lauk. Annars var gangur leiksins sá að Framarar náðu forystunni strax og komust þeir í 21—11 á 7. mínútu, en þá kom góður kafli hjá Blikunum og þeir jöfnuðu á 10. IS sigraði Val í jöfnum leik þeif á ÍS vann Val f 1. deild karla f körfuknattleik nú um hélgina og urðu lokatölur 89—85, IS í vil, en* þrátt fyrir að munurinn væri ekki meiri en þetta f lok leiksins var sigur stúdentanna aldrei f hættu og höfðu þeir 10 til 14 stiga for- ystu mest allan leiktímann. Gangur leiksins var svo sá að jafnræði var með liðunum þar til jafnt var 5—5 á upphafsmínútum leiksins, en á 6. mínútu var staðan orðin 15—5 IS í vil og eftir það Elías hættir hjá Þór ALLAR líkur benda til þess að Elfas Jónasson, sem þjálfað hefir 2. deildar lið Þórs í hand- knattleik karla, svo og 1. deildarlið kvenna, muni hætta störfum hjá Þór nú í vikunni. Missætti hefir komið upp milli Elfasar og stjórnar handknatt- leiksdeildar og hyggst Elfas láta af störfum. var aldrei nein spurning um það hvorum megin sigurinn lenti og i leikhléi var staðan orðin 45—34 ÍS í vil. í seinni hálfleik héldu stúdent- ar svipuðu forskoti framan af, en á 5. minútu varð Steinn Sveinsson að yfirgefa völlinn með 5 villur og Bjarni Gunnar Sveinsson skömmu seinna og við það dofn- aði leikur stúdentanna nokkuð, en Valsmenn misstu einnig þá Torfa Magnússon og Kristján Ágústsson út af i seinni hálfleikn- um svo jafnt var á komið með báðum aðilum. Valsmönnum tókst þó að minnka muninn að- eins f lok leiksins, eða niður í 4—5 stig, en þegar leiktíma var lokið var staðan 89—83 ÍS i vil og bættu Valsmenn við 2 stigum úr víta- skotum að loknum leiktímanum svo að lokatölur urðu eins og áður sagði 89—85. Þetta var þokkalega leikinn og skemmtilegur leikur og sást margt gott í honum hjá báðum liðum, en þaðsem háði Valsmönn- um mest var hve oft þeir fengu dæmd á sig skref og 3 sekúndur og er það atriði sem ætti að vera í lagi hjá 1. deildar liði. Þá var vitahnittni afar slök hjá báðum liðum. Beztu menn stúdenta í þessum leik voru þeir Bjarni Gunnar Sveinsson, Steinn Sveinsson og Jón Héðinsson, en stigin fyrir ÍS skoruðu: Bjarni Gunnar Sveins- son 21, Steinn Sveinsson 16, Ingi Stefánsson 14, Jón Héðinsson 13, Ingvar Jónsson 10, Guðni Kol- beinsson 9, Jón Óskarsson 4 og Helgi Jensson 2 stig. Beztu menn Vals í þessum leik voru þeir Kristján Agústsson, Torfi Magnússon og Ríkharður Hrafnkelsson, en stigin fyrir Val skoruðu: Ríkharður Hrafnkelsson 18, Kristján Agústsson 17, Torfi Magnússon 13, Gísli Guðmunds- son 12, Helgi Gústafsson 11, Lárus Svanlaugsson 5, Lárus Hólm 4, Þorvaldur Kröy.er 3 og Gústaf Gústafsson 2 stig. HG mfnútu, 21—21, en eftir það na Framarar góðu forskoti og hot yfir f leikhléi 53—39. , { Blikarnir mættu svo ** ákveðnir til leiks í seinni hálf* 1 * og skoruðu þeir 16 stig án ÞesS ^ Fram tækist að svara fyrir siS munaði þá mest um það að P Jónas Ketilsson og Guðmun ^ Böðvarsson höfðu þá fengm villur og hvíldu vegna ÞesS’ t nægði fjarvera þeirra ása ^ góðum leik Blikanna til ÞesS, - Blikarnir komust yfir 55—53 mfnútu, en þá komu Guðmundur og Jónas aftur og stórleikur þeirra bef',ga tryggði Fram sigur, sem vissm var verðskuldaður og var P ^ sannarlega bezti leikur beggJ3 og anna á þessu keppnistímabiH lauk leiknum eins og áður sa ^ með sigri Fram, 100 stig §egb tSt en eftir að Fram hafði ho yfir, 72—67, var sigur Þe,r aldrei f hættu. 1 igjK Bezti maður Fram í þessum ^ og langbezti maður vallarins ^ Jónas Ketilsson, en hann ^ hreinlega frábær f sókninn1- þeir Guðmundur Böðvarsson Eyþór Kristjánsson áttu el jr góðan leik, en flest stig' 0n Fram skoruðu: Jónas Ketl ^g, 37, Guðmundur Böðvarsson^jj Eyþór Kristjánsson og Þ°r Sigurðsson 12 hvor. , betta Bezti maður Breiðabliks 1 P gíí sinn var Óskar Baldursso . gg þeir Sigurbergur Björnsso^jg Erlendur Markússon áttii e fyrir báðir góðan leik og flest stlg, jUrs' Blikana skoruðu: Óskar ®ansSon son 27 og Sigurbergur Björ 26- lí.G

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.