Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 25

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 25 að glæsileg tilþrif, eins og svo oft áður. En Björgvin hafði ekki rður. Ljðsm. Mbl. Friðþjðfur. Sigri varð ekki ógnað - FRÁBÆR VARNARLEIKUR í FYRRI HÁLFLEIK LYKILLINN AÐ 18-14 SIGRI Á LAUGARDAGINN ÞAÐ ER orðið langt síðan að þeir áhorfendur sem lagt hafa leið sfna f Laugardalshöll til þess að fylgjast með landsleik f handknattleik, hafa eins snemma fengið tilfinningu fyrir þvf að fslenzka landsliðið væri mun betra en mótherjinn, eins og varð á laugardaginn, er tslendingar mættu eng- um öðrum en Vestur-Þjóðverjum á fjölum Hall- arinnar — liðinu sem varð f fjórða sæti á Ól- ympfuleikunum f Montreal f sumar. Allt frá upphafi leiksins til enda var fslenzka liðið greini- lega miklu betri aðilinn f leiknum, og Þjóðverj- arnir höfðu vissulega ástæðu til þess að þakka fyrir að fá ekki slæman skell f leiknum. 18—14 urðu úrslit leiksins, eftir að tslendingar höfðu haft 5 mörk yfir f hálfleik 9—4. Var það einkum f fyrri hálfleiknum sem fslenzka liðið misnotaði mjög góð marktækifæri, og er það örugglega ekki oft, sem leikmaður eins og Geir Hallsteinsson misnotar slfk færi sem hann fékk f þessum hálf- leik. Ef Islendingar hefðu haft heppnina veru- lega f liði með sér, er ekki ólfklegt að munurinn hefði getað verið allt að 10 mörk þegar flautað var til leikhlés. I seinni hálfleiknum datt leikur íslenzka liðsins nokkuð niður, sérstaklega á timabili, en aldrei þó svo að Þjóðverjarnir næðu að komast í nánd við það að jafna. Minnstur var munurinn 3 mörk snemma í hálfleiknum, en þar með tóku okkar menn sig einnig á og héldu áfram að leika eins og þeir sem valdið hafa. Frábær vörn og markvarzla Óhætt er að slá því föstu að annar eins varnar- leikur og markvarzla og íslenzka liðið sýndi i fyrri hálfleiknum á laugardaginn hefur tæpast sézt til fslenzks liðs fyrr. Þjóðverjarnir komu bókstaflega að öllu lokuðu og segir það meiri sögu en langar útlistingar, þegar á það er bent, að þeir skoruðu aðeins tvö mörk i 25 mínútur. Þrátt fyrir að Þjóðverjum tækist ekki að skora fleiri mörk í hálfleiknum, var jafnan mjög góð ógnun í leik þeirra, og sumir leikmanna liðsins hreint ekki auðveldir viðfangs. Nokkrir leikmanna þýzka liðs- ins eru mjög hávaxnir og hafa að auki góðan stökkkraft, þannig að meira en litil ógnun stafar af slíkum mönnum. En fsienzku varnarmennirnir komu jafnan út á móti þeim á hárréttu andartaki og stöðvuðu þá af, auk þess sem mjög oft tókst að stöðva „keyrslur" Þjóðverjanna, sem áttu að gefa ákveðna opnun af sér. Við bættist svo að ÓJafur Benediktsson varði markið eins og bersekrur — tók nokkur mjög erfið skot, sérstaklega af lín- unni. Geir tekinn úr umferð í seinni hálfleiknum, einkum til að byrja með, datt leikur islenzka liðsins nokkuð niður. Ástæð- an hefur sennilega verið fyrst og fremst sú, að Þjóðverjarnir settu mann til höfuðs Geir Hall- steinssyni, en við það riðlaðist nokkuð sóknarleik- ur íslenzka liðsins, og varð stundum nokkuð ógn- unarlitill. Fékk liðið t.d. tvívegis dæmdár á sig leiktafir í hálfleiknum, og í þriðja sinn er feiktöf- in var að nálgast var reynt skot i örvæntingu, sem Þjóðverjar náði knettinum úr. í varnarleiknum var snerpan ekki eins mikil og verið hafði í fyrri hálfleik, og þeir KlUhspies og Spengler fengu nokkrum sinnum tækifæri til supstökks, og skor- uðu þeir þá mörk með sannkölluðum þrumuskot- um. Þegar islenzka liðið hafði jafnað sig og róast eftir þessa lotu Þjóðverjanna, náði það hins vegar aftur ágætum tökum á leiknum, og fylgdi sigrin- um eftir, en þessi kafli í seinni hálfleiknum varð til þess að sigurinn varð ekki stærri en fjögur mörk, sem teljast má þó frábært. Allir leikmenn stóðu fyrir sínu íslenzka liðið lék leikinn á laugardaginn þann- ig, að það er eiginlega hálf ósanngjarnt að fara að nefna einhverja leikmenn öðrum betri. Liðið vann fyrst og fremst saman sem heild, sérstaklega i vörninni, og það er einmitt sá styrkur sem liðið hefur fyrst og fremst öðlast að undanförnu, hversu samvinna leikmanna er orðin geysilega góð, og þeir farnir að þekkja hreyfingar hver annars. Maður á satt að segja erfitt með að átta sig á því hvað kemur upp þegar þessir leikmenn fara að mæta hver öðrum sem andstæðingar á vellin- um, þegar kemur að seinni hluta íslandsmótsins eftir keppnina i Austurríki. Ef nefna á einhverja leikmenn öðrum betri, þá eiga þeir Geir Hallsteinsson, Ólafur Benedikts- son, Ólafur H. Jónsson og Björgvin Björgvinsson sennilega þá útnefningu skilið. Þessir leikmenn stóðu sig þannig á laugardaginn, að ekki einn einasti leikmaður vestur-þýzka liðsins komst í hálfkvisti við þá. Það er óhætt að slá þvi föstu, að þessir leikmenn, og raunar fleiri leikménn ís- lenzka landsliðsins myndu vera sjálfsagðir menn í hvaða landslið sem væri, og allar þjóðir teldu sig stolta af þvl að eiga svo frábæra handknattleiks- menn. iNZKS LANDSLIÐS allir leikið yfir 90 landsleiki, Ólafur Austurríki. Þarf Cerwínsky greini- Benediktsson hefur leikið 69 leiki og Axel og og Jón H. Karlsson hafa um og yfir 50 landsleiki að baki. Þessir menn eru nú allir í toppformi eftir æfingar Januzsar Cerwinsky lands- liðsþjálfara og nýrri mennirnir, og þá sérstaklega Þorbjörn og Ágúst hafa hreinlega blómstrað i höndunum á Januzsi. Þessa landsleiks verður minnst fyrst og fremst vegna varnar- leiks islenzka liðsins, sem var stórgóð- ur. Að fá aðeins á sig 8 mörk á móti vestur-þýzka landsliðinu er ótrúlegt afrek. Og ástæðan var ekki mark- varzlan þótt hún hafi verið ágæt, heldur varnarleikurinn. Vörnin hleypti varla bolta i gegnum sig. Ólaf- ur Benediktsson varði 4 skot i seinni hálfleiknum, en samt fékk hann bara á sig 3 mörk! Þetta lýsir kannski bezt hinum frábæra varnarleik íslenzka liðsins. í vörninni áttu allir leikmenn góðan leik en enginn þó eins góðan og Ólafur H. Jónsson. Hann batt vörnina saman á miðjunni og baráttugleði hans er aðdáunarverð. Varnarleikur hans var óaðfinnanlegur, fullkominn. Sóknarleikurinn var öllu lakari. Að visu áttu íslen'zku leikmennirnir við ramman reip að draga þar sem þýzki markvörðurinn var, en það var fleira en stórleikur hans í markinu sem olli því að lítið var skorað i leiknum. Geir Hallsteinsson er slikur lykilmaður í sóknarleik Islenzka liðsins, að þegar hann er annað hvort tekinn úr um- ferð eða hvildur, verður sóknarleik- urinn oft mjög ráðleysislegur. Er þetta töluvert áhyggjuefni þvi Geir er svo góður um þessar mundir, að hann verður vafalaust tekinn meira og minna úr umferð I leikjunum I lega að huga að lausn þessa vanda- máls á komandi vikum. Þá sýndi það sig I þessum leikjum, að Björgvin Björgvinsson er of dýrmætur leik- maður til þess að hafa hann I horn- inu. Enda þótt Ólafur H. Jónsson sé drjúgur línumaður, stendur Björgvin honum miklu framar I þeim efnum og þegar Björgvin tók spretti inn á miðjuna, skapaðist ætið stórhætta. Og eins og menn vita, þýðir það nánast mark eða vltakast, þegar Björgvin fær boltann I hendurnar inni á lín- unni. Um þýzka liðið þarf ekki að hafa mörg orð. Markvörðurinn Rudolf Rauer var I algjörum sérflokki. Að honum slepptum var enginn liðsmanna þýzka liðsins, sem vakti hrifningu undirritaðs. Sóknarleikur liðsins var bitlaus og þegar það mætir öðrum eins hörkukörlum I vörn og íslenzku landsliðsmönnunum I þess- um leik, verður árangurinn ekki burðugur. Enginn vafi er á því að Januzs Cerwinsky hefur unnið stórvirki hjá íslenzka handknattleikslandsliðinu. Honum hefur tekizt að loka vörninni, markvarzlan er í lagi og úthald hafa menn nægilegt eins og sést bezt á því, að sumir leikmanna, þeir Ólafur, Geir og Björgvin voru allan leikinn inná. Sóknarleikinn þarf enn að styrkja og menn efast ekki um að undramaður- inn Cerwinsky mun gera allt sem hann getur til þess að bæta þar úr þann tlma, sem til stefnu er fram að keppninni I Austurríki. —SS. Geir tekinn úr umferð. Þjððverjarnir höfðu vakandi auga með Geir Hallsteinssyni — reyndu að taka hann úr umferð. Eftir á viðurkenndi þjálfari Þjððverjanna, Stenzel, að það hefði verið hægara sagt en gert að hemja Geir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.