Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 32
32
MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Stöður tveggja
lögregluþjóna
til afleysinga eru lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 20. þ m. Umsókn-
areyðublöð liggja frammi á skrifstofu
embættisins.
Bæjarfógetinn í Kef/avík.
Starfsfólk óskast
til starfa á vörulager. Upplýsingar hjá
verkstjóra í síma 82299
Verksmiójan Vífilfell.
Háseta vantar
Háseta vantar á bát sem er að hefja veiðar
með þorskanet frá Ólafsvík. Upplýsingar í
síma 93-6397.
Birgðavörður
Óskum eftir að ráða reglusaman og lag-
hentan mann til birgðavörslu o.fl starfa.
Vaktavinna. Uppl hjá hótelstjóra i dag
milli kl. 4 — 6, ekki i síma.
Hótel Holt,
Bergstaðastræti 3 7.
Skipstjóri
Skipstjóra vantar á hinn nýja skuttogara okkar, sem er í
smíðum í Noregi og verður væntanlega tilbúinn um miðjan
júní mánuð n.k. Skipið er tæplega 500 brl. að stærð, með
1 760 h. ha. Alfadíselvél, búið til botnvörpu- og flotvörpuveiða.
í skipinu verða auk venjulegs búnaðar frystitæki. frystigeymsla
og lifrarbræðsla. Nánari upplýsingar eru veittar í síma
97-5870.
Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar h.f.
Stöðvarfirði.
Matsveinn
og háseti
óskast strax á netabát, sem rær frá Þor-
lákshöfn. Uppl. í síma 99-3784 oq
99-3107.
Byggingafélagið
Nes H/F
sími 21885
Tökum að okkur hverskonar bygginga-
tramkvæmdir, fyrir einstaklinga og fyrir-
tæki.
Trésmiðja okkar tekur að sér hverskonar
innréttingar, svo sem: eldhúsinnréttingar,
fataskápa, úti- og innihurðir, sólbekki,
loft- og veggklæðningar og margt fleira.
Leitið tilboða.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
óskast keypt
Plaststeypuvél
Plaststeypuvél óskast strax. Tilboð send-
ist Mbl., ásamt upplýsingum um stærð
merkt: „Plastvé! — 4821 ".
Vil kaupa V2—1 hektara
lands við Álftavatn. Símanúmer væntan-
legs seljanda leggist inn á afgreiðslu
blaðsins merkt „Við Álftavatn" 6308 fyrir
1 0. þessa mánaðar.
tilkynningar
Meistarafélag byggingarmanna Suðurnesjum
Skilafrestur
í samkeppni um merki félagsins fram-
lengist til 1 5. febrúar n.k. Stjórnin.
Allsherjar-
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trún-
aðarmannaráðs í Félagi starfsfólks i veit-
ingahúsum fyrir næsta starfsár.
Frestur til ad skila tillögum rennur út kl.
16 á föstudag 11 febrúar n.k. Tillögur
eiga að vera um 7 menn í stjórn og 4
menn til vara 4 í trúnaðarmannaráð og 2
til vara.
Tillögum skal skila til kjörstjórnar í skrif-
stofu félagsins, Óðinsgötu 7, 4. hæð,
ásamt meðmælum a.m.k. 40 fullgildra
félagsmanna Listi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs liggur á skrifstofu F.S.V.
Stjórnin.
5 OOO ð»
w
Auglýsing um styrki
úr Lánasjóði íslenskra
námsmanna
Hér með auglýsir stjórn Lánasjóðs islenskra námsmanna til
umsóknar styrki úr sjóðnum skv. 12. gr. laga nr. 57/ 1976
og 22. og 23. gr. rgg. nr. 347/ 1976.
Umsóknarfrestur er til 1. marz n.k.
Almenn skilyrði fyrir styrkveitingu eru þessi:
1. Umsækjandi hafi fullnýtt rétt sinn og möguleika á láni úr
sjóðnum.
2. Aðstæður umsækjanda geri honum ómögulegt að stunda
nám sitt án frekari námsaðstoðar.
Styrkir þessir eru veittir með tilliti til eftirfarandi ástæðna m.a.:
a. örorka og veikindi.
b. erfiður fjárhagur vegna fjölskyldu.
c. búferlaflutningur vegna náms.
Auk þess auglýsir sjóðurinn aukaferðastyrki fyrir skólaárið
1976 — '77. Aukaferðastyrkur er veittur ef umsækjandi færir
fullgild rök að því að sérstakar ástæður geri honum nauðsyn-
legt að fara oftar en einu sinni milli heimilis og námsstaðar.
Reykjavík 1. febrúar 197 7.
Lánasjóður ísl. námsmanna.
Laugavegi 77.
Sauðárkrókur
Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins Fundur í Sæborg n.k. mið-
vikudag 9. febr. kl. 8.30.
Stjórnin.
Fella- og Hólahverfi
I Félagsvist
Félag sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi’heldur 3ja
kvölda spilakeppni, miðvikudagmn 9. febrúar og hefst hún kl.
8.30, að Seljabraut 54, (hús Kjöt og Fisk).
Húsið opnað kl. 8. Allir velkomnir.
Stjórnin.
Sauðárkrókur —
fundur
Almennur kvennafundur verður hald-
mn í Sæborg fimmtudaginn 10. febr.
kl. 9 Sigurlaug Bjarnadóttir alþm.
mætir á fundmn og ræðir skattamál,
, jafnréttismál, málefni dreifbýlisins og
fl Einnig svarar hún fyrirspurnum.
Allar konur velkomnar.
Sjálfstæðiskvennafélagið Sauðárkróki
Kvenna-
Huginn F.U.S.
Garðabæ og
Bessastaðahreppi
Félagsfundur verður haldinn að Lyngási 12 1 kvöld 9. febr. kl.
20.30.
Fundarefni.
Ávana- og fikniefnamál.
Gestur fundarins verður Sigfús J. Johnsen félagsmálafulltrúi
og mun hann flytja framsögu og svara fyrirspurnum.
Stjórnin.
Mosfellssveit
Félagsmálanámskeið verður haldið á vegum Sjálfstæðisfélags
Mosfellinga að Hlégarði Mosfellssveit sem hér segir.
Laugardagur 12. febrúar kl. 14.00.
Ræðumennska og undirstöðuatriði i ræðugerð. Leiðbeinandi
Friða Proppé.
Mánudagur 14. febrúar kl. 20.30
Ræðumennska og undirstöðuatriði i ræðugerð.
Leiðbeinandi Friða Proppé
Þriðjudagur 22. febrúar kl. 20.30
Fundarstjórn, fundarsköp og fundarform.
Leiðbeinandi: Haraldur Blöndal.
Mánudagur 28. febrúar kl. 20.30
Ræðumennska og undirstöðuatriði i ræðugerð.
Leiðbeinandi: Friða Proppé.
Laugardagur 5. mars kl. 14.00
Umræðufundur um hreppsmál, fulltrúi hreppsnefndar kemur
á fundinn.
Þátttaka tilkynnist Sigurði Frimannssyni i sima 66138.
KYNNINGAR OG ÚTBREIÐSLUNEFND
Kynningarkvöld um
byggingamál ungs fólks
hjá Þór FUS Breiðholti
Þór FUS Breiðholti efnir til kynningarkvölds n.k. fimmtudag
10. febrúar kl. 20.30 að Seljabraut 54 (húsi Kjöt og Fisks).
Þorvaldur Mawby formaður Byggungs kynnir félagið og gefst-
fólki þar tækifæri til að ganga i Byggung. Magnús L. Sveins-
son, borgarfulltrúi mun kynna lóðaúthlutanir nú og í framtíð-
inni svo og afstöðu borgaryfirvalda til þessara mála.
Skúli Sigurðsson, sknfstofustjóri Húsnæðismálastofnunar rík-
isins mun gera grein fyrir lánum stofnunarinnar til nýbygginga
og kaupa á eldra húsnæði. Ungt fólk i Breiðholti þetta er kjörið
tækifæri til þess að kynna sér þessi mál.
Þór FUS Breiðholti.