Morgunblaðið - 08.02.1977, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1977
THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER Otk THE OBSERVER THE OBSERVER
Litið við í Indlandi EVDIRU GANDHIS og Sanjays sonar hennar
0 Greinin, sem hér fer á eftir, skrifaði brezki blaðamaðurinn Gavin
Young hjá Observer í byrjun janúar og er lýsing á ferð sem hann fór um
Indland fyrir jól til að kynna sér stjórnmálaástandið. Þrátt fyrir að frú
Indíra Gandhí forsætisráðherra hafi nú skyndilega og óvænt boðað
þingkosningar í marz nk. telur Mbl. ástæðu til að birta greinina til að
veita innsýn i það ástand, sem ríkti i landinu eftir 1 9 mánaða
neyðarástand án þings, með ritskoðun og fjöldahandtökum pólitískra
andstæðínga forsætisráðherrans. Ramminn, sem felldur er inni, er
unninn upp úr The Sunday Times og Observer eftir yfirlýsinu Gandhis
um kosningarnar
Fyrir utan ófrjósemisstöðina bak við
Rauða virkið í Nýju Deihí stóð hópur
dráttarkarla með farþef'avaf'na sína í
biðröð eftir því að fá atvinnuleyfin
endurnújuð. Þeir sem höfðu látið vana
sík höfðu forí'anf', eins og í sambandi við
ýmislef't annað í landinu, þar sem stefnt
var að því skv. áætlunum að fá 7 milljón-
ir karlmanna til að láta vana sig árið
1976. Unftur maður rétti embættis-
manninum bréf, þar sem á var ritað: ,,Ég
er aðeins 23 ára op þarf því ekki að láta
vana mif>." Otti hans var ekki ástæðu-
laus, því að I ákafa sínum, að fá sem
flesta til að láta vana sif> hafa sumir
verið staðnir að þvi að koma með gamla
Ritskoðun
6. dag mánaðaríns hafði ritskoðarinn
hringt á eitt blað og sagt: „Vinsamlegast
birtið ekkert um verkfallið við Dhariwal-
spunaverksmiðjuna." 13. Allar fréttir
um vopnasölu Bandaríkjamanna til
írans verða ritskoðaðar. 22. Gerið svo vel
að gera ekki mikið úr þátttöku
kínversku keppendanna i Asíubadmin-
tonmótinu í Hyderabad, þetta á einnig
við um myndbirtingar. Alls voru 16 slik
símtöl en ekkert þeirra til þessa unga
ritstjóra. Ég spurði hann hvort það gæti
verið að ástæðan fyrir þessu væri, að
yfirvöld teldu hann góðan og áreiðan-
legan. Hann kom sér undan spurning-
Indíra Gandhí á fundi með nokkrum ritstjórum í Nýju-Delhi i júlí 1 975.
karla og ókynþroska unglinga í
ófrjósemisstöðvarnar, en þeir sem láta
vana sig fá ákveðna fjárupphæð fyrir.
Þessi áætlun indversku stjórnarinnar
hefur gengið framar öllum vonum, enda
er hún ekki adeins aðdáunarverð heldur
einnig lífsnauðsynleg fyrir þjóðina.
Indland er í dag á mörgum sviðum hinn
gullni draumur, sem leitar ríkisstjórnar,
sem er honum verðug.
18 mánuðir eru nú liðnir frá þvið að
Indira Gandhí forsætisráðherra fangels-
aði andstæðinga sína og þaggaði niður í
fjölmiðlum með einstaklega slyngri
aðgerð og kom á pólitáskri kúgun án
blóðsúthellinga. Margir Indverjar bíða
enn með eftirvæntingu eftir að sjá hvort
hún og samstarfsmenn hennar hafa til
að bera nægilega hæfni og næmi til að
byggja upp nýtt þjóðskipulag meðal
þessarar langþjáðu þjóðar. Þeir vita að
Indíra býr yfir járnvilja, en það er
raunar það eina sem þeir vita.
Það eru ekki aðeins óvinir Indíru, sem
eru haldnir þessari övissu. Ungur
ritstjóri í nýju Delhí, sem skipaður var í
starfið vegna þess að hann er hliðhollur
forsætisráðherranum sagði við mig og
brosti um lcið: „Ef þú vílt fá persónulegt
álit mitt, verð ég í allri hreinskilni að
segja, að mér er ekki ljóst hvort við
erum á leið til Þúsund ára ríkisins eða
Þriðja rfksins.,, Þegar ég heimsótti þetta
blað árinu áður sat í sæti þessa unga
manns eínn af virtustu ritstjórum lands-
ins, sem síðar var rekinn. Hann var eitt
af fyrstu fórnarlömbum herferðar
Indíru gegnum fjölmiðlum. Nú sagði
þessi ungi brosmildi maður við mig:
„Frú Indíra er ekki einræðisherra í sér.“
Hvað um ritskoðunina? „Ég get sagt þér
að við hér fengum ekki eina einustu
upphringingu frá ritskoðuninni allan sl.
mánuð." Það kann að vera rétt og satt,
en ég var með í vasanum lista yfir
upphringingar til annarra blaða frá
rítskoðuninni.
unni með því að segja í gríni hjákátlega
á bjagaðri ensku, að hann talaði ekki það
mál.
Sonurinn Sanjay
Indíra og sonur hennar Sanjay, sem
nú rís hratt á stjörnuheimi indverskra
stjórnmála, hafa að sjálfsögðu ekki enn
komið á stofn þúsund ára ríkinu, en
Indland er heldur ekkert í líkingu við
þriðja ríkið, þrátt fyrir ritskoðun og
andstæðinga í fangelsi. Eftir næturferð
með Rajdhanihraðlestinni milli Nýju
Delhí og Kalkútta þar sem ég átti
athyglisverðar samræður víð þrjá klefa-
félaga í svefnvanginum hafði ég enga
tilfinningu fyrir því að ég væri á ítalíu
1927 eða í Iran 1977. Klefafélagar mínir
ræddu fram og aftur um hið jákvæða og
neikvæða innan nýja kerfisins og
hvernig völd Indíru breiðist út eins og
„mannætujurt". Ég spurði þá hvort þeir
væru ekkert hræddir við að ræða svona
mál á almannfjeri. Þeir litu hálf-
undrandi á mig og sögðu: „Astandið er
ekki orðið svo slæmt.“ Þeir sögðu að
verðlag hefði lækkað, miklu minna væri
um verkföll, opinbera báknið væri þó
enn alger martröð og dagblöð með
endemum leiðinleg.
Kunningi minn í Kalkútta, sem er
rithöfundur og marxisti og andstæð-
ingur Indíru sagði við mig: „Margir hafa
verið handteknir, en mjög lítið hefur
borið á ruddaskap og aðeins heyrst um
örfá dæmi um pyntingar, eins og í Chile
eða S-Afríku. 1 Nýju Delhí kynnti einn
af stjórnarandstöðuþingmönnunum
fyrir mér áætlum um sameiningu allra
andstöðuflokka Kongressflokksins undir
forystu Morarji Desai, hins kunna
stjórnmálamanns, sem enn er í haldi og
sagði: „Morarji er haldið í nýtískulegum
veiðikofa, hann fær dagblöðin ritskoðuð
og fjölskylda hans heimsækir hann einu
sinni í viku. Hann fer á fætur kl. 5 á
morgnana til að gera Yoga-æfingarnar
sínar og eyðir miklum tima í að kenna
gæzlumönnum sínum hindí, sanskrít og
ensku.“ Einn af helztu andstæðingum
Indiru, Jayparskash Narayan, sem
nýiega vai sieppt úr haidi sagði mér á
sóttarsæng, en hann er mikið veikur, að
hann hefði sætt mjög góðri meðferð í
alla staði, að öðru leyti en þvi að hann
hefði verið látinn vera aleinn í nær 4
mánuði (sem vissulega má flokka undir
andlega pyntingu). George Fernandes,
formaður sósialistaflokksins hefur
neitað því i samtölum við fréttamenn að
honum hafi verið misþyrmt. Ég sá hann
við stutt réttarhöld í Nýju Delhí, hann
var handjárnaður en virtist við mjög
góða heilsu og var umkringdur lögfræð-
ingum sinum.
50—60 þúsund í fangelsum
Fjöldi fólks er þó enn í fangelsum. Að
minnsta kosti 24 þingmenn og 50—60
þúsund aðrir að því er einn af tals-
mönnum stjórnarandstöðunnar tjáði
mér. Talsmenn rákisstjórnarinnar sögðu
að talan væra miklu lægri. Allavega eru
þeir nægilega margir til að hafa sett
starfi stjórnarandstöðunnar þröngar
skorður. Þeir eru knúnir til þagnar og sú
þögn minnir einna helzt á sjónvarpsþátt,
þar sem ekkert tal fylgir myndinni. I
október var þessi þögn rofin óvænt, er
forsætisráðherrann leyfði hálfopinber
fundahöld til að ræða hinar róttæku
breytingar, sem hún hefur lagt til að
verði gerðar á stjórnarskránni, sem
upphaflega var samin af föður hennar
Jawaharlal Nehru. Og blöðunum var
leyft að skýra frá öllum þeim umræðum
án ritskoðunar. Það kom mörgum
spánskt fyrir sjónir þegar blöð, eins og
The Statesman í Kalkútta birtu
fyrirsagnir, sem hljóðuðu: „Lögfræð-
ingar gagnrýna stjórnarskrárbreyting-
arnar“ og i lesmálinu var hörð gagnrýni
á forsætisráðherrann, Ég komst inn í
troðfullan fundarsal i Nýju Delhí, þar
sem hverjum stjórnarandstöðu-
ræðumanni var fagnað með miklu lófa-
taki, en á hæðinni fyrir neðan þar sem
Kongressflokkurinn var með svipaðan
fund, voru aðeins örfáar hræður.
Þessar frjálsu umræður um stjórnar-
skrárbreytingarnar stóðu i u.þ.b. mánuð
og hugsanlegt er að hinn mikli áhugi
almennings á þessum fundum um
Nægja 50 dagar til
að ná völdunum frá
Kongressflokknum ?
Tilkynning Indíru Gandhfs um kosningar
í landinu 15. marz nk. kom mjög á óvart
og hefur valdið stjórnmálafréttariturum
miklum heilabrotum. Hugsanleg og jafnvel
eðlileg skýring er að með því : ð gefa
stjómarandstöðunni i landinu aðeins 50
daga til að búa sig undir kosningar, og
flestir helztu andstæðingar hennar
nýslopnnir úr fangelsi, séu aðeins hverf-
andi möguleikar á að Kongressflokkurinn
verði felldur.
Verkefni stjórnarandstoðunnar er óneit-
anlega risavaxið. Hún þarf að skipuleggja
baráttu sfna til að ná til 319 milljón
kosningabærra manna í landinu, sem
kjósa á 343 þúsund stöðum í 542 kjör-
dæmum og hún þarf að afla fjármagns til
að kosta baráttuna. Það kemur til með að
verða eitt helzta vandamálið, þvf að allir
helztu kaupsýslumenn og iðjuhöldar lands
ins eru harðir stuðningsmenn forsætisráð-
herrans og og neyðarástandsins, sem hún
lýsti yfir 1975. Formaður verzlunarráðs
landsins sagði í viðtali í síðustu viku við
The Sunday Times: „ Ney ðarástandið
hefur leitt margt gott af sér, með því var
tryggt að framleiðsla héldi áfram, að
atvinnuöryggi skapaði eftirspurn eftir
neytendavörum og að iðnaðarframleiðsla
stórykist."
En hverjar eru aðrar ástæður? Hugsan-
legt er að frú Gandhf sjái fram á mikla
efnahagserfiðleika. Olíuverðshækkun
OPEC fyrir skömmu mun kosta Indverja
Lýðræðis-
sinnar eða
einræðis-
herrar?