Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 45

Morgunblaðið - 08.02.1977, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1977 45 ■w VELVAKANDI SVARAR i SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI 2u^dá£ili2Lii£íUUL ráð en áður og verður að gæta aðhalds í búskapnum. Af þeim sökum er kannski ekki úr vegi svona í lokin að óska þess að ekki verði um stórkostleg verkföll að ræða á næstunni, að menn gæti hófs i kröfum sinum, þvi það er áreiðanlegt að ef verkföll verða löng þá verður róðurinn eftir á helmingi þyngri og helmingi erfiðara að vinna upp tapið. Húseigandi." Velvakandi þakkar þessum hús- eiganda fyrir hugleiðingar hans um þessi mál og frá þvi verður snúið að öðru máli — svona ekki beint neinu dægurþrasi eða menningarmáli, en þó hlut sem oft er talaó um kannski sérstak- lega nú I vetur og hefur komið til umræðu hér áður: 0 Hið góða veðurfar. Sunnlendingur skrifar: „Mig minnir að það hafi verið minnst á það áður hér í Velvak- anda hversu gott veðrið er búið að vera i allan vetur á okkur sunn- lendingum. En mig langar samt að senda þessar linur og hvort sem þær birtast eða ekki vil ég aðeins fá að staldra við og leiða að því hugann hvaða áhrif svona veðurfar hefur. Hvaða veðrabreytingar eru nú i aðsigi, segir gamla fólkið oft og þá er gigtin að hlaupa i það. Þessa setningu hefur maður ekki heyrt oft i vetur, það hafa ekki rikt neinir umhleypingar eins og svo oft áður. Sama bliðan dag eftir dag, hiti um og yfir frostmarki og það er án efa langt síðan að vetur hefur verið svona jafngóður. En það er fleira sem veðrið fer í hjá mannfólkinu en gigtin. Er okkur ekki mun léttara i skapi þegar þessi blíða er svo stöðug, þá getum við a.m.k. ekki kvartað svo yfir því og ekki heldur steytt skapi okkar á því að neinu ráði. Það er heldur ekki svo lítill sparnaður sem svona bliða hefur í för með sér á mörgum sviðum og þá meina ég ekki aðeins á sliti gatna, vegna þess að færri aka um á nöglum (Ég þori líka varla að hætta mér út I þá umræðu). Allur snjómokstur og hreinsun er óþörf og þvi lítur Reykjavík t.d. mun hreinlegar út en áður, en finnst mér a.m.k. hvort sem það er nú rétt eða ekki. Framundan eru lengri dagar og vonandi verða þeir ekki miklu verri i veðurfari en þeir sem á undan eru komnir svo að þeir sem enn hafa ekki dregið fram vetrar- fötin losna kannski alveg við það og þeir sem ekki hafa snjódekkin tilbúin þurfi ekki að grípa til þess að setja þau undir þegar svo langt er liðið á veturinn. Það er senni- lega helzt við því að búast að við fáum eins og eitt páskahret eða er það ekki venjan? Við verðum ef til vill af þvi rétt eins og öðrum vetrarveðrum hér á suðurland- inu? Sunnlendingur.“ Þessir hringdu . . . 0 Þærhafa enn starfsþrá 5710—4325: — í þeim umræðum sem að undanförnu hafa farið fram hér finnst mér hafa gleymst sú spurn- ing hvort konan fái starfsþrá sinni svalað heima. Eftir að allir eru farnir af heimilinu, börnin flogin í sín eigin hreiður er mun minna um að vera á heimilunum óg þá er auðvelt að ráðleggja hús- móður að lesa bók eða fara í kaffi í næsta hús. Það er bara ekki alltaf þetta sem þær langar til að gera. Ég veit um mann sem hefur í sex ár verið á eftirlaunum og er hann mikill bókamaður. En nú hefur hann lesið ,,i sex ár“ og er það orðið honum nógu mikið af því góða. Nei, þetta er ekki vanda- málið hvort þessar „leiðu“ hús- mæður fái eitthvað að gera heima hjá sér, heldur hvort starfsþrá þeirra er fullnægt, og það er alls ekki vist að það gerist á heimilinu eftir að börnum fækkar og minna verður þar um að vera. — SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á föstudaginn var skýrt frá sigri Uhlmanns á Skákþingi A- Þýzkalands 1976. Hér kemur ein af fáum tapskákum Uhlmanns á mótinu: Það er Liebert, sem hef- ur svart og á leik, en Uhlmann hefur hvítt. JL M>. wm m &M fK hp m mm ■n 1 X 1IÍ* ■ ww m m. li ■ m Os m wm ' Hl m H í. wm, '< ( wmr A im Æk wm. i 25.... Hxd2!! 26. Bxd2 — Rg5!! 27. Dxe2 (Hvítur verður einnig mát eftir 27. Dxg5 — Df3 og 27. h4 — Rh3+ 28. Kh2 — Dxfl) Rh3 Mát. Það er ekki á hverjum degi að stórmeistari er mátaður með hróks- og drottningarfórn, enda er þessi skák einstök I sinni röð!. • Fáar biðstöðvar Strætisvagnafarþegi: — Mig langar að benda á að strætisvagninn sem ekur um gamla bæinn hefur að mínu mati of fáar biðstöðvar. Ef ætlunin er að fara t.d. eitthvað i Þingholtin er nauðsynlegt að aka með honum alla leið niður á torg og siðan verður maður að hlaupa upp brekkurnar. Þess vegna m.a. mætti fjölga nokkuð biðstöðv- unum á þeirri leið, þær verða að vera þéttar, þarna er gamalt fólk sem getur ekki gengið langar vegalengdir. — HÖGNI HREKKVÍSI Pálína Sigmunds- dóttir áttræð 1 dag í dag er frú Pálina Sigmunds- dóttir 80 ára, fædd 8. febrúar 1897 á Seyðisfirði. Þegar hún var 5 ára gömul missti hún föður sinn, og fluttist þá móðir hennar með henni til Vestmannaeyja. Eftir hálfs árs dvöl þar deyr móðir hennar, af þvi má sjá að snemma hafi skipst á skin og skúrir í lifi Pálinu. Nú verða þáttaskipti í lifi hennar. Kaup- mannshjónin Lars Imsland og kona hans taka nú Pálinu í fóstur, og ólst hún upp hjá þeim til 21 árs aldurs. Þar lærði Pálina undirstöðu þessa iifs, þar á meðal dönsku, en hún var mikið töluð á þessu heimili. Þetta var gott veganesti fyrir unga stúlku í þá daga. 21 árs fer Pálína að vikka sjón- deildarhringinn og flyst að Egils- stöðum, og stundar nám í vefnaði við Eiðaskóla og einnig að Egils- stöðum, þaðan fer hún til Akur- eyrar, einnig til að læra vefnað, og fleira. Að þessu námi loknu er hún beðin um af Vefnaðarfélagi Islands, að taka að sér kennslu i vefnaði í Húnavatnssýslu og tók hún það að sér. Dvaldi hún á nokkrum bæjum þar við kennslu, þar á meðal að Öspaksstöðum í Hrútafirði; þetta var nefnd far- kennsla i þá daga. Að Óspaksstöð- um var ungur og efnilegur bónda- sonur, Hjörtur Ingþórsson, og eftir nánari kynni felldu þau hugi saman Pálina og Hjörtur, og má segja við fyrstu sýn, og fór vel á með þeim. Þau opinberuðu trúlofun sina og um vorið fóru þau í kaupa- mennsku i Skaftafellssýslu, og eignuðust þar sitt fyrsta barn, sem var stúlka en hún dó á fyrsta ári. Ur Skaftafellssýslu flytjast þau til Reykjavíkur og byrja þar búskap í mikilli fátækt, því erfitt var um vinnu á þessum árum og fjárhagur þröngur, en þau unnu bæði það sem til féll. Hjörtur við skipavinnu og Pálína við ýmis störf. Einn vetur vann hún sem vetrarstúlka hjá Valgeir Björns- syni og konu hans. í þvi húsi kynntust Pálina og Hjörtur hús- eigendum, Jónatan Þorsteinssyni og konu hans, og var það mikið lán fyrir þau. Einnig kynntust þau Jóni Laxdal og konu hans, en þau hjónin aðstoðuðu þau i fátæktinni með vinnu og fleiru. Pálina var dönskumanneskja mikil, og kom það sér mjög vel i Laxdalshúsi, því þar voru tiðir gestir ýmsir danskir menn, þar á meðal danski prinsinn. Upp frá þessu fór að batna hagur þeirra Pálinu og Hjartar, og nú fer Hjörtur i Samvinnuskólann. 24. mai 1924 gifta þau sig, og þegar Hjörtur kemur út úr skólanum er hann ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir kexverksmiðj- una Frón þegar hún var stofnuð. Síðar meir gegnir hann lög- gæzlustarfi og er fulltrúi hjá Skipaútgerð ríkisins, til æviloka, en hann andaðist 1961. Þau Pálína og Hjörtur eignuðust þrjú börn, stúlku sem áður er minnst á og dó ung, Kristján simamann og Hauk, og Kolbrúnu kjördóttur þeirra. 1934 fluttust Pálina og Hjörtur í nýtt hús að Ásvallagötu 71. Þar var gott að koma á sinum yngri árum því alltaf var kaffi á könn- unni og fullt hús matar. Hús- móðirin t þessu húsi kunni vel til matargerðar. og voru ávallt góm- sætir réttir þar á borðum. Garðinn við húsið hefur Pálína skipulagt, og er þar mikið blóma- skrúð og garðurinn með þeim fallegri í Reykjavík. Margan blómahnausinn er ég sem þetta ritar búinn að sækja til hennar og prýða þeir nú garða mina. Ég og kona mín óskum þér inni- lega til hamingju á 80 ára afmæli þinu og óskum þér góðs bata, og allar góðar vættir fylgi þér nú og um ókomin ár. Pálína liggur spitalanum. nú á Borgar- Bj. G. Loðfóðruðu k/ossastígvélin Nýkomin Verð kr. 9.525,- Póstsendum samdægurs SKOSEL Laugaveg 60, Sími 21270

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.