Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 5 Sól rís í vestri Gréta Sigfúsdóttir les kafla úr skáldsögu sinni í kvöld les Gréta Sigfúsdóttir kafla úr óbirtri skáldsögu sinni, „Sól ris úr vestri' . klukkan 21.40. Morgunblaðið hafði samband við Grétu í gær og spurði hana nánar út i þessa skáldsögu „Saga þessi kemur að öllum likind- um út næsta haust en henni er enn eigi fulllokið Þetta er nokkurs konar þjóð- félagsádeila og vik ég meðal annars að nokkrum stórmálum eða réttara sagt glæþamálum frá okkar tið, þótt sagan sem slík spanni timabilið frá 1914 til 1974 Þetta er saga þriggja kynslóða. móður, sonar hennar og sonarsonar Móðirin er kölluð Didda en hennar Gréta Sigfúsdóttir rétta nafn kemur ekki i Ijós fyrr en i þeim kafla, sem ég les upp í útvarpinu Hún hefur alla tíð skammazt sin á einhvern hátt fyrir þetta nafn sitt, sem er að mörgu leyti i mikilli andstöðu við hennar eigið lif, sem hefur vægast sagt verið ömurlegt.' sagði Gréta „í gegnum alla söguna fléttast svo endur- minningar þessarar fátæku sveitakonu, sem þó er svo sjálfstæð Baksvið sögunnar er Reykjavik og einnig sveit- ín. Sem barn var þessi kona fjarskyggn og á fullorðinsaldri verður hún ber- dreymin. Þá dreymir hana meðal annars að sól risi úr vestri. sem hún útleggur að tákni lát bræðra sinna, sem drukknuðu á sjó Sonur^hennar er lögfræðingur og viðriðinn „hetta og hitt'', sem ég vil ekki fara nánar út i að sinni En hann er afskaplega skeytingarlaus um afdrif aldraðrar móður sinnar. og situr veizlu til að fagna kosningasigri þegar hún liggur á banabeðinu Sonarsonurinn er námsmaður við háskólann og „dópisti' Sem sagt, þessi þrjú eru ef til vill táknræn fyrir þann tíðaranda, sem þau hvert og eitt lifa og alast upp i." Þetta er fjórða skáldsagan, sem Gréta Sigfúsdóttir skrifar Hún er fædd árið 1910 og birti sina fyrstu smásögu „í einhverju heímilisrití" árið 1947 að þvi er hún sjálf segir Siðan hefur hún skrrfað ótal smásögur en ekki gefið neinar út, heldur aðallega lesið þær i útvarp eða birt þær i sunnudags- blöðum, t d. Lesbók Morgunblaðsins. Eftir að hún lýkur við „Sól rls i vestri" hyggst hún gefa út smásagnasafn sitt. Hennar fyrsta skáldsaga kom út árið 1 966 og hét „Bak við byrgða glugga' Sú saga á að gerast i Noregi á striðsár- unum „Bókin min, „Bak við byrgða glugga", fór fyrir Noðurlandaráð árið 1 968 Af þeim sökum mætti ég mikilli andspyrnu frá vissri bókmenntakliku hér i bæ, hef líklega ekki þótt nægilega vinstri sinnuð til að vera meðtekin i þeirra hóp En á meðan bækur minar falla hinum almenna lesanda i geð er '■g ánægð ' SUNNUDAGUR 13. febrúar 16.00 llúsbændur og hjú Breskur myndaflokkur Tveir útlagar Þýðandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannlffíð Fimmtugsaldurinn Viðhorf manna til lifsins og tilverunnar taka oft ýmsum breytingum á aldrinum milli 40 og 50 ára. Mjög ei misjafnt, hvernig fðlk bregst við aðsteðjandi vanda, sumir kikna undir byrðinni, aðrir glfma við erfiðleikana og sigrast á þeim. I mvndinni er m.a. rætt við fólk, sem hefur fundið nýja lffsfyllingu f starfi eða leik á fimmtugs- aldrinum. 18.00 Stundin okkar Sýnd verður mynd um Kalla f trénu, sögð sagan af geim- verunni Tak' eftir Hjalta Bjarnason, og sfðan er mynd um Amölku. Þá er þáttur um sterkasta bangsa f heimi, og loks kvnnir Vignir Sveinsson hljómsveitina Eik. Umsjónarmenn Ilermann Ragnar Stefánsson og Sig- rfður Margrét Guðmunds- dóttir. 18.50 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Það er kominn bíll Árni Johnsen ræðir við Stein Sigurðsson um rafbfl- inn Rafsa og fleiri ökutæki sem Steinn hefur teiknað og smfðað. 21.10 Jennie Breskur framhaldsmynda- flokkur f sjö þáttum um ævi Jennie Jerome, móður Win- stons Churchills. 2. þáttur. Frú Efni fyrsta þáttar: Jennie elst upp á heimili foreldra sinna f New York ásamt tveimur systrum sfn- um til ársins 1868, en þá heldur móðirin til Evrópu ásamt dætrunum. Ætlunii, er að finna þeim eiginmenn af tignum ættum. Fyrstu fimm árin eru þær f Parfs, en fara sfðan tii Englands. Eftir nokkurra vikna dvöl þar kynnist Jennie Rand- olph Churchill, yngra syni hertogans af Marlborough. Þau hafa aðeins þekkst f þrjá daga, er hann ber upp bónorð, og átta mánuðum sfðar ganga þau f hjónaband gcgn vilja hertogahjónanna og móður hennar. 22.00 Nýárskonsert f Vfnar- borg Að þessu sinni leikur Ffl- harmonfuhljómsveit Vfnar- borgar einkum verk eftir Josef Strauss f tilefni þess, að f ár eru 150 ár liðin frá fæðingu hans. 23.10 Aðkvöldidags Séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur f Reykja- vfk, flytur hugvekju. 23.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 14. febrúar 1977 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 21.05 Smábæjarkonan Breskt sjónvarpsleikrit, byggt á leikriti eftir ívan Túrgenéff. Leikstjóri Marc Miller. Aðalhlutverk Gwen Wat- ford, Derek Francis og Michael Denison, Leikurinn gerist á heimili hjónanna Alexeis og Daryu, en hann er embættismaður f lágri stöðu f smábæ. Eigin- konan er frá St. Pétursborg og leiðist vistin úti á landi. Dag nokkurn kemur hátt- settur maður f heimsókn til þeirra. Þýðandi Brfet Héðinsdóttir. 21.55 Svalt er á selaslóð Vetur hjá heimskautaeski- móum Hin fyrri tveggja bresk- kanadfskra heimildamynda um Netsilik-eksimóana I Norður-Kanada. 1 þessari fyrri mynd er fylgst með eskimóunum að sumarlagi, en sumrinu er varið til und- irbún ings löngum og köld- um vetri. Sfðari myndin lýs- ir Iffi eskimóanna að vetrin- um og verður sýnd mánu- daginn 21. febrúar. Þýðandi og þulur Guðbjart- ur Gunnarsson. 22.45 Dagskrárlok V J Siegfried Behrend Gítartónleik- ar í Mennta- skólanum við Hamrahlíð GÍTARLEIKARINN Siegfried Behrend, sem staddur er hér á landi f boði þýzka bókasafnsins og Menntaskólans við Hamrahlfð, mun halda tónleika f sal M.H. á þriðjudag kl. 21:00. Fyrr um dag- inn sýnir hp.nn og útskýrir þróun gftarsins og gftartónlistarinnar frá upphafi til vorra daga jafn- framt þvf sem hann leikur nokk- ur verk. Eru þeir tónleikar fyrir nemendur Tónlistarskólans og M.H. Kona hans, leikkonan Claudia Bronczinska-Behrend, sér um flutning texta við sum verkin. Siegfried Behrend, sem fæddist i Berlín 1933, er orðinn heims- frægur fyrir gítarleik sinn. Árið 1958 fór hann til Sovétrikjanna i sina fyrstu tónleikaferð og ávann hann sér þar mikla frægð. Árið eftir fór hann i sina fyrstu tón- leikaferð viða um heim og hefur Framhald á bls. 19 VETRARÁÆTLUN JAN. FEB. MARZ APRÍL KANARÍEYJAR 29. 5. 19, 26. 12, 19. 2. 6. 23. Aöeins það besta er nógu gott fyrir Sunnufarþega. MALLORCA dagtlug ó sunnud. Eftirsóttasta paradís Evrópu. Sjórinn, sól- skinið og skemmtanalifjð eins og fólk vill hafa það. Tvasr Sunnuskrifstofur, og hópur af islensku starfsfólki, barnagæsla og leikskóli. Bestu og eftirsóttustu hótel og Ibúðir, sem hægt er að fá, svo sem: Royal Magaluf, Porto Nova, Antillas Barbados, Guadalupe, Helios og Hotel 33 fyrir unga fólklð (Klubb 32). COSTA BRAVA dagllug á sunnudögum- mánudögum. Lloret de Mar, eftirsótt- asti skemmtlferðastaðurinn á hinni fögru Costa Brava strönd. Við bjóðum glæsilegar og friðsælar fjölskyldu ibúðir Trimaran, rétt við Fanals baðströndina, einnig hið vinsæla Hotel Carolina og sérstakt unglingahótel i miðbænum, skammt frá baðströndinni. Fjöldi möguleika á fjöibreyttum skoðunarferðum, til fririkisins Andorra, Barcelona, Frakklands, siglingar með ströndinni. Óvenju lit- skrúðugt skemmtanalif. Sunnu skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki á staðnum. COSTA DEL SOL dagflug á löstud. Heillandi sumarleyfisstaður, náttúrufeg- urð, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtanalif og litríkt þjóðlif Andalusiu. Margt um skoðunar og skemmtiferðir, til Afríku, Granada, Sevilla. Nú bjóðum við eftirsóttustu lúxusíbúðirnar við ströndina t Torremolinns Playa Mar, með glæsilegum útivistarsvæðum, sundlaugum og leikvöllum, loftkældar lúxus- íbúðir. Einnig Us Estrellas, Hotel Don Pablo, Hotel Palma Sol og Hotel Equvador fyrir unga fólkið Eigin skrifstofa Sunnu í Torremolinos með þjálfuðu starfsfólki. Bamagæsla og leikskóli. KANARkEYJAR vetur, sumar, vor og haust, dagflug á I ugardögum- fimmtudög- um. Sólskinsparadis allan ársins hring. Nú fá fslendingar i fyrsta sinn tækifæri til sumarleyfisdvalar á Kanaríeyjum Þúsundir þekkja af eigin reynslu þessar Áfangast./Brottfarard. APRÍL MAi JÚNÍ JÚLI' ÁGÚST SEPT. OKT. NÓV. DES. MALLORCA 3, 17. 1, 22. 6, 19. 3. 24, 31. 7. 14, 21, 28. 4. 11. 18, 25. 2. 16. 30. 12. 3, 18, COSTA BRAVA 3, 17. 1. 22. 6, 19. 3, 24. 31. 1, 15, 29. 12. COSTA DEL SOL 1. 17. 6. 20. 3. 17. 8, 29. 5. 12, 19, 26. 2, 9, 16, 30. KANARÍEYJAR 2, 6, 23. 14. 2, 16. 7, 28. 11, 25. 8, 22. 8, 22. 12. 3, 17, 23. GRIKKLAND 5, 19. 10, 24. 7, 21. 5, 19. 2.9,16, 23. 30. 6, 13, 20. 27. 11, 25. paradísareyjar I vetrarsól. Hóflegur hiti, góðar baðstrendur, fjölbreytt skemmtana- líf. Kanarleyjar eru fríhöfn með tollfrjálsa verslun. Hægt að velja um dvöl á vinsælustu og bestu hótelum og íbúðum á Gran Canaria og Tenerife svo sem: Koka, Corona Blanca, Corona Roja, Los Salmones, Hotel Waikiki og Tenerife Playa. Sunnu skrifstofa með islensku starfsfólki nú opin allan ársins hring. GRIKKLAND dagtlug á þriðjud. Nýr og heillandi sumarleyfisstaður íslend- inga. I fyrsta sinn beint flug frá l'slandi til Grikklands, á rúmum 5 klst. Óviðjafn- anleg náttúrufegurð og sögustaðir sem heilla. Góðar baðstrendur i fögru um- hverfi i baðstrandarbæjum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtanalif. Ný glæsileg hótel og íbúðir. Einnig hægt að dvelja á hóteli og smáhýsahverfi á eynni KRÍT. Reyndir íslenskir fararstjórar Sunnu á stöðunum. KAVPMANNAHÖFN Tvisvar í mánuði janúar — apríl. Einu sinni í viku maí — október. íslensk skrifstofa Sunnu opin í Kaupmannahöfn í Júní — september, til þjónustu við Sunnufarþega. LONDON Vikulega allan ársins hring. AUSTURRÍKI skiðaferðir.TU Kitzbúhel eða St. Anton.Brottför alla þriðjudaga janúar—febrúar og mars, 7 eða 14 daga. KANADA í samvinnu við vestur íslendinga getur Sunna boðið upp á 3 mjög hagstæðar flugferðir til Winnipeg. Brottfarardagar: 27. maí, 4 vikur. 26. júní, 3 vikur. 15. júlí, 3 vikur. Áætlað flugfargjald 54.800. Efnt verður til ferða ís- lendinga í sambandi við flugferðirnar um islendingabyggðir nýja íslands, Banda- ríkjanna, Calgary, og Kyrrahafsstranda. f»eim sem óska útveguð dvöl á íslenskum Geymið auglýsinguna. heimilum vestra. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LJEKJARGÖTU 2 SÍMAR 16400 12070 Látið rœtast... tðurs með SUNNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.