Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 1
 48 SIÐUR 34. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Lítill ár angur af ferð Waldheims Kaíró, 12. febrúar. Reuter. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, iauk við ferð sína til Miðaustur landa í dag og ljóst er að þrátt fyrir ferðina eru enn slæmar horfur á að Genfarráðstefnan verði aftur kölluð saman vegna ágreinings um þátttöku Palestínumanna. Ekkert benti til þess eftir fund sem Waldheim átti i dag með Ismail Fahmi, utanrikisráðherra Egyptalands, að ágreiningurinn um þátttöku Palestinumanna muni leysast. Waldheim sagði þegar hann kom frá Jerúsalem að hann teldi ennþá mögulegt að „brúa bilið“ milli ísraelsmanna og Araba þannig að kalla mætti Genfarráð- stefnuna saman. En hann svaraði neitandi þegar hann var spurður að þvi hvort Israelsmenn væru reiðubúnir að viðurkenna Frelsis- samtök Palestinu (PLO) semeina fulltrúa Palestinumanna á ráð- stefnunni. Áður sagði Waldheim i Jerúsalem að afstaða Palestínu- manna væri „sveigjanlegri". Hann hafði eftir Yasser Arafat, leiðtoga PLO, að Palestinumenn væru reiðubúnir að fallast á stofnun eins konar smárikis i tengslum við ísrael. Á mánudaginn fer Cyrus Vance, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, til Miðaustur landa til að reyna að fá Araba og ísraels- menn til að setjast aftur að samn- ingaborði. Hann hefur lýst þvi yfir að friðartilraunir i Mið- austurlöndum hafi forgang hjá stjórn sinni. Hins vegar hefur Vance sagt i viðtali við New York Times að hann fari I ferð sina fyrst og fremst í könnunarskyni. Hann sagði að Bandarikin ættu að Framhald á bls. 47 Ungfrú Lillian” til Indlands Plains — 12. febrúar — Reuter CARTER Bandaríkjaforseti hefur skýrt frá þvl að móðir hans, sem i daglegu tali er kölluð „Ungfrú Lillian", verði fulltrúi hans við útför Ahmed Indlandsforseta. „Ég hringdi I hana og spurði: Mamma, hvað ertu að gera?“ sagði forsetinn. „Hún sagðist vera að reyna að láta sér detta í hug hvað hún gæti fundið sér til að gera, svo ég spurði hana hvort hún gæti hugsað sér að fara til Indlands. Hún spurði hvenær. Ég sagði að hún yrði að leggja af stað í dag, og hún sagði að það væri allt i lagi.“ Lillian Carter starfaði i friðarsveitum Bandaríkjanna i Indlandi fyrir tiu árum. Hún er 78 ára að aldri. 17 sprengjur sprungu í Buenos Aires Buenos Aires 12. febrúar. Reuter. 17 SPRENGJUR sprungu í mið- borg Buenos Aires i dögun í morg- un og ollu miklu tjóni og háttsett- um verkalýðsleiðtoga var rænt að þvi er lögreglan i borginni til- kynnti I morgun. Maður þessi, Oscar Smith, fyrrum formaður samtaka sambands verkamanna i orkuiðnaði, var einn dyggasti stuðningsmaður Isabelu Peron fyrrum forseta, sem steypt var af stóli 24. marz sl. Ránið á Smith kemur daginn eftir að 30 þúsund orkuiðnaðarverkamenn aflýstu mánaðaraðgerðum til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar með því að hægja á allri starfsemi.Stjórn- málafréttaritarar segja að hugs- anlegt sé að Smith hafi verið rænt til að skapa úlfúð meðal verka- mannanna og fá þá til að halda mótmælaaðgerðunum áfram. Islenzkur tfzkuteiknari I Parfs — Helga Björnsson. Sjá bls. 2. Búizt náðun- um f anga á Spáni Madrid 12. febrúar Reuter NTB FRELSUN spánsku ráða- mannanna tveggja, Oriols, forseta þjóðarráðsins, og Quilis hers- höfðingja forseta æðsta dómsstóis landsins, úr höndum öfgasam- takanna GRAPO I gær hefur rutt úr vegi mikilvægri hindrun fyrir rfkisstjórn landsins að geta lýst yfir almennri náðun til handa þeim 200 pólitfsku föngum, sem enn eru f haldi I fangelsum þar. Rodoldo Martin Villa, innanrfkis- ráðherra Spánar, sagði á blaða- mannafundi i gær, að frelsun mannanna hefði verið frábært afrek lögrelunnar f Madrid en varaði við að rfkisstjórnin væri búin undir að mæta frekari ofbeldisverkum. „Rikisstjórnin er hreykin af frelsun mannanna en gengur þess þó ekki dulin, að þetta getur komið fyrir aftur.“ 26 manns þar af 4 forystumenn Pravda boðar handtökur og f angelsanir andófsmanna Moskvu — 12. febrúar —AP — Reuter. PRAVDA birtir I dag harðorða grein þar sem fjall^ð er um mál andófsmanna. Boðaðar eru hand- tökur og fangelsisdómar fyrir- svarsmanna andófsmanna i Sovét- rfkjunum, og þess krafizt að Vesturiönd láti mál þeirra af- skiptalaus. Þá birtust greinar um þessi mál I málgögnum rfkisstjórnar Aust- ur-Þýzkalands og Tékkóslóvakfu, og voru þær óvenju harðorðar I garð andófsmanna. — krefst afskiptaleysis Vesturlanda Talið er að Pravda-greinin sé svar sovézkra yfirvalda við þeirri áskorun Bandarikjastjórnar, að mannréttindi verði haldin i Sovét- ríkjunum, og er bandarfska utan- rikisráðuneytið gagnrýnt sérstak- lega i þessu sambandi. Mál Alexanders Ginzburgs og Yuri Orlovs eru sérstaklega gerð að umtalsefni í greininni, en þeir voru báðir handteknir nýlega, án þess að skýrt væri frá þvi hverjar sakargiftirnar væru. Vestrænir fréttaskýrendur í Moskvu telja greinina bera þvi vitni, að á næstunni hyggi sovézk yfirvöld á meiriháttar aðgerðir gegn andófsmönnum i landinu. Nafn greinarhöfundar var ekki birt, og þykir það benda til þess að hún sé birt með vitund og vilja æðstu valdamanna innan komm- únistaflokksins. Lögð er áherzla á, að sovézkir borgarar séu ekki ofsóttir fyrir skoðanir sfnar, held- ur krefjist sjórnmálakerfi lands- ins þess að þeir sem stundi and- sovézkan áróður séu látnir sæta ábyrgð gerða sinna. Þá er því haldið fram i greininni að stuðn- ingur á Vesturlöndum við andófs- menn í Sovétrikjunum sé i þvi skyni að draga úr áhrifum Framhald á bls. 47 GRAPO voru handteknir i gær, en lögreglan hefur sagt, að sumum þeirra verði sleppt aftur innan skamms. Aðeins einu skoti var hleypt af er lögreglumenn réðust til inngöngu í húsið þar sem mönnunum tveimur var haldið, en enginn særðist. Martin Villa sagði að liklegt væri að félagar öfgasamtakanna hefðu verið orðnir hræddir, þar sem lögregl- an hefði á undanförnum dögum og vikum handtekið fjölda manna, sem voru félagar I sam- tökunum, og því hefðu þeir ákveðið að gefast upp án átaka þótt þeir hefðu verið vel vopnum búnir. Mikið magn vopna var einnig tekið þ. á m. vélbyssa sem stolið var af lögreglumanni, sem skot- inn var til bana 28. janúar sl. Einnig fundust 6 stolnir bílar með fölsuðum númerum og 1 milljón peseta, sem rænt hafði verið úr banka á sl. ári. Stjórnmálafréttaritarar á Spáni segja að frelsun þeirra Oriols og Quilis hafi rýmkað mjög samningsaðstöðu ríkisstjórnar- innar gagnvart vinstriflokkum stjórnarandstöðunnar um lýð- ræðisþróunina í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.