Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRUAR 1977 19 „Það er ágætt að fá sér bað á sviðinu," sagði Sigurður Karlsson, sem stendur þarna lengst til vinstri, en hann leikur Banko, sem er kastað ofan i brunn eftir að honum hefur verið kálað og þar verður hann að dúsa í fimmtán mfnútur. Á myndinni eru einnig Þorsteinn, kona hans Valgerður Dan og Hjalti Rögnvaldsson. höfum við nefnilega forðazt það að lita persónurnar einum lit og stimpla þá þær annað hvort sem algóðar eða alvondar". Þá greip Aðalheiður fram i og sagði: „Æ, hann er cttalega leiðinlegur." „Hver?“ „Þjánninn af Rossi, ekki Jón,“ svaraði hún hlæjandi. 1 kjallara Iðnó eru búnings- herbergi og kaffistofa leikaranna og þar var þröngt á þingi enda salarkynni lltil. Nú var aðeins hálftimi þar til sýningin á Makbeð átti að hefjast og fólk kepptist við að klæða sig í búning- ana, sem Guðrún Svava Svavars- dóttir á heiðurinn af, smyrja á sig andlitsfarða og þamba kaffi. I þvi kom lafði Makbeð stormandi inn með nýklippt hárið, þ.e. Edda Þórarinsdóttir leikkona, en það gerir vist ekki mikið til, þvl lafði Makbeð er með hárkollu. Hún flaug beint inn I búningsherberg- ið og gaf sér hvorki tlma til að fá sér kaffibolla eða taka einn slag, eins og morðingjar og krúnu- erfingjar leikritsins gáfu sér tíma til, bæði fyrir sýningu og I hléi. Maður varð ekki var við neitt taugastress þarna, en kannski hið litla svigrúm I kjallaranum leyfi það ekki. Þegar Edda kom inn I búnings- herbergið voru þar fyrir tvær nornir svo agalegar ásýndum, að við gátum ómögulega merkt að þetta væru sömu konurnar og skömmu áður höfðu setið og rabb- að við okkur á kaffistofunni, nefnilega þær Sólveig Hauksdótt- ir og Margrét Helga Jóhannsdótt- ir. „Það er æðisleg tilbreyting að leika nornir," sögðu þær hlæj- andi. „Það má eiginlega segja að ég sé I nornahlutverki líka,“ sagði Edda. „Því lafði Makbeð er ekk- ert annað en fj.. . norn.“ „En ég hef reynt að finna einhverja manneskjulega þræði i henni og komizt að þeirri niðurstöðu að það eina jákvæða sé ást hennar til Makbeðs. En við megum ekki gleyma þeim tlðaranda, sem rikti þegar leikrit þetta á að eiga sér stað, þ.e. þegar fólk gekk beint til verks til að koma áformum sinum I framkvæmd." Leikstjórinn, Þorsteinn Gunnarsson, sagði að þegar valið hefði verið I hlutverkin hefði ver- ið ákveðið að iáta unga leikara vera I hlutverkum Makbeðs og lafði hans, til að gera leikinn enn þá „tragiskari", þ.e.a.s. ungt fólk, sem ekki er orðið eins spillt og valdagráðugt og kannski þeir, sem lengur hafa lifað. En það sama gerði leikstjórinn Roman Polanski þegar hann gerði kvik- myndina um Makbeð fyrir nokkr- um árum. Hins vegar hefur I heimalandi höfundar frekar tiðk- azt að láta eldri leikara fara með aðalhlutverkin. í öðru búningsherbergi voru þeir Kjartan Ragnarsson, sá sem kálar Makbeð I lokin, og Hjalti Rögnvaldsson, sem leikur rlkis- erfingjann Malcolm. Kjartan kvaðst hafa mikið gaman af að leika góða strákinn I verkinu, sem kálar aðalskúrkinum og Hjalti virtist vera állka ánægður með sitt hlutverk, sem væri slægvit- urt. Eins gott að hann heyrði ekki I leikstjóranum rétt áður, sem þá skýrði fyrir okkur að val leikara i hlutverki færi oft eftir þeirra eig- in skapferli. En fyrst og fremst verður auðvitað góður leikari að geta brugðið sér I gervi þeirra slægvitru, vitru, vöndu og góðu, I hversu mikilli mótsögn, sem það er við þá sjálfa. Rétt áður en sýningin hófst sat Pétur Einarsson á vatnsbrunnin- um uppi á sviði og velti haus Makbeð milli handa sér. „Hvort ég sötti um að leika Makbeð — já, skriflega, nei, nei, ekki held ég nú það. Jú, það er gaman að þessu hlutverki og ég hef samúð með Makbeð. Hann er maður, sem tek- ið hefur ákvörðun, en hún er bara röng. Nei, ég hef aldrei fengið óbeit á neinum „karakter", sem ég hef leikið. En þótt ég hafi samúð með Makbeð get ég ómögu- lega réttlætt hann né hans gjörð- ir. Annars er Makbeð maður, sem maður mætir oft, bæði hér úti á götunni og alls staðar. Þeir eru margir Makbeðarnir". — HÞ m — Gítartónleikar Framhald af bts. 5 siðan verið á nær óslitnum ferða- lögum. Hann hefur gefið út meira en þúsund gítarverk, þar á meðal sín eigin, leikið inn á fjölda hljómplatna og sett saman dag- skrár fyrir sjónvarp. Behrend heldur árlega nám- skeið fyrir gltarleikara frá ýms- um löndum, hann kom hingað til lands fyrir átta árum og hélt hér tónleika. Á efnisskránni eru allar teg- undir gitartónlistar, klassísk verk, nútlma-, alþýðu- og popptón- list. býður nú mjög hagstæðar ferðir til FLORIDA Upplýsingar á söluskrifstofu PAN AM, Bankastræti 8 — Sími: 15340 Skútuöldin Ný útgáfa í undirbúningi, aukin og endurskoðuð. Orðsending til þeirra, sem kynnu að eiga myndir af skútum, skipshöfnum og öðru er efni ritsins varðar. Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson kom út ítveimur stórum bindum árin 1944 og 1946. Ritið var 1250 bls. að stærð og birtust þar á fjórða hundrað myndir. Skútuöldin seldist strax upp, og hefur verið með öllu ófáanleg um þrjátíu ára skeið. Nú hefur Bókaútgáfan örn og örlygur samið við höfundinn um nýja og endurskoðaða útgáfu rits þessa, þar sem auk minni háttar lagfæringa og breytinga verður við það aukið með tvennum hætti: þar birtist nú sérstakur kafli um skútuútgerð við Faxaflóa, en hann var ekki í fyrri útgáfunni. Þá er og ætlunin að auka myndakost ritsins verulega. Er nú að því unnið að safna myndum, ekki aðeins í Faxaflóaþáttinn, heldur einnig í aðra hluta ritsins, eftir því sem auðið verður. Bókaútgáfan örn og örlygur og Gils Guðmundsson höfundur Skútualdar beina hér með þeim vinsamlegu tilmælum til allra þeirra, sem hafa í fórum sínum myndir er þeir telja eiga heima í nýrri útgáfu ritsins, að gera þeim viðvart og gefa útgáfunni kost á að hagnýta þær. Þar sem mörgum er að vonum sárt um gamlar og merkar Ijósmyndir, skal það tekið fram, að útgefandi mun kosta kapps um að skila nokkurn veginn jafnharðan myndum, sem lánaðar yrðu. Eftirtaldar tegundir mynda eru mjög vel þegnar: • Myndir af skútum, jafnt á hafi úti, inni á höfnum eða uppi á landi. • Myndir af skútuskipshöfnum, svo og af s'kipstjórum, sem lengi voru með skútur. • Myndir frá útgerðarstöðum þilskipa á skútutímanum, svo og húsum er koma við þá útgerðarsögu. Myndir frá því fyrir og um aldamót eru einkum æski- legar. • Myndir er sýna fólk við fiskverkun á skútuöld. • Sérstaklega mikill fengur er að myndum af skipverjum um borð í skútum, svo og af fiskverkunarfólki í vinnugalla. En ágætar eru einnig skipshafnamyndir, enda þótt skipverjar hafi brugðið sér í sunnudagafötin og skroppið til Ijós- myndara. Þá óskar höfundur þess getið, að leiðréttingar við texta fyrri útgáfu eru vel þegnar, svo og aðrar ábendingar um það sem betur má fara. Allar upþlýsingar um myndir og annað efni þurfa að berast útgáfunni hið fyrsta. Með von um góða samvinnu við gamla skútumenn og afkomendur þeirra. Bókaútgáfan Örn og Örlygur h.f. Vesturgötu 42, Reykjavík, síml 25722 luiiliiiiiiinrtiiinimniuiummuinumimnuiiHff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.