Morgunblaðið - 15.02.1977, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977
LOFTLEIDIR
C 2 11 90 2 11 88
<g
BÍLALEIGAN
5IEYSIR
LAUGAVEGI 66
CAR RENTAL
24460
28810
Hópferðabílar
8—21 farþega.
Kjartan Ingimarsson
Sími 86155, 32716
og B. S. í.
® 22 022-
RAUÐARÁRSTÍG 31
DATSUN
7,5 I pr. 100 km
Bilaleigan Miðborg
Car Rental i qa aai
Sendum l-V4-92|
Gistió
Notfærið ykkur okkar
hagstæða vetrarverð.
Iþróttafólki bjóðum við
sérstakt afsláttarverð.
BERGSTAÐASÍR/t tl 37
SIMI 21011
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJUDKGUR
15. febrúar
MORGUNNINN
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00.
Morgunbæn k. 7.50.
Norgunstund barnanna kl.
8.00:Guðni Kolbeinsson
heldur áfram lestri sfnum á
sögunni „Briggskipinu Blá-
lilju“ eftir Olle Mattson (6).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög milli
atriða.
Ilin gömlu kynni kl. 10.25:
Valborg Bentsdóttir sér um
þáttinn.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Rena Kyriakou leikur á
píanó þrjár kaprisur op. 33
eftir Mendelssohn/Gregg
Smith söngflokkurinn
syngur þrjú lög op. 31 eftir
Brahms; Myron Fink leikur
á píanó / Mstislav Rostro-
povitsj og Svjatoslav Rikhter
leika á selló og píanó Sónötu
í F-dúr op. 5 nr. 1 eftir Beet-
hoven.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar
SÍÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. ^
Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Þeim var hjalpað
Sæmundur G. Jóhannesson
ritstjóri á Akureyri flytur
erindi.
15.00 Miðdegistónleikar
Sinfóniuhljómsveitin I
Chicago leikur Sinfónfsk til-
brigði eftir Hindemith um
stef eftir Weber; Rafael
Kubelik stjórnar. Konung-
lega fflharmonfusveitin f
Lundúnum leikur „Flórída",
hljómsveitarsvftu eftir
Delius; Sir Thomar Beechan
stjórnar.
Þriðjudagur
15. febrúar 1977
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Ugla sat á kvisti
Sfðari hluti skemmtiþáttar,
sem helgaður er gaman-
vfsnasungvurum og hermi-
krákum. sem verið hafa
fólki til skemmtunar á liðn-
um árum.
Meðal gesta í þættinum eru
Árni Tryggvason, Jón B.
Gunnlaugsson, Karl Einars-
son og Ómar Ragnarsson.
Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson.
Aður á dagskrá 18. maí 1974.
21.15 Skattapólitík
Forvfgismönnum stjórn-
málaflokkanna boðið f sjón-
varpssal til umræðu um
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Litli barnatfminn
Finnborg Scheving stjórnar
tfmanum.
17.50 Á hvftum reitum og
svörtum
Guðmundur Arnlaugsson
flytur skákþátt.
18.20 Tónleikar.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
Kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
skattalagafrumvarpið og
skattamálin f heild.
Umræðum stýrir Ólafur
Ragnarsson ritstjóri.
22.05 Colditz
Nýr, bandarfskur fram-
haldsmy ndaflokkur f 15
þáttum um hinar illræmdu
Colditz-fangahúðir, en þang-
að sendu nasistar þá strfðs-
fanga, sem revnt höfðu að
flýja úr öðrum fangabúðum.
Mvndaflokkurinn lýsir m.a.
Iffinu f fangabúðunum og
flóttutilraunum fanganna.
Aðalhlutverk Rovert
Wagner, David McCallum,
Edward Ilardwicke og
Christ Neame.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
22.55 Dagskrárlok
KVÖLDIÐ
19 35 Vinnumál. Arnmundur
Backman og Gunnar Eydal
lögfræðingar stjórna þætti
um lög og rétt á vinnu-
markaði.
20.00 Lög unga fólksins
Ásta R. Jóhannesdóttir
kynnir.
20.50 Að skoða og. skilgreina.
Kristján E. Guðmundsson og
Erlendur S. Baldursson sjá
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Ungverskur konsert
fyrir fiðlu og hljómsveit op.
11 eftir Joseph Joachim,
Aaron Rosand og Sinfóníu-
hljómsveit útvarpsins f
Lúxemborg leika; Siegfried
Köhler stjórnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Lestur Passfusálma (8)
22.25 Kvöldsagan; „Sfðustu ár
Thorvaldsens“
Endurminngar einkaþjóns
hans, Carls Frederiks Wilck-
ens.
Björn Th. Björnsson les þýð-
ingu sfna (7).
22.45 Harmonikulög
Hljómsveit Karls Grönstedts
leikur.
23.00 Á hljóðbergi. „Morð í
dómkirkjunni'* — „Murder
in the Catherdral" eftir T.S.
Eliot. Robert Donat og leik-
arar The Old Vic Company
flytja.
Leikstjóri: Robert Ilelpman.
- —Sfðari hluti.
23.40 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJÁNUM
Klukkan 22.15:
Lestur Passíusálma: Magnaðri í flutningi
en við lestur, segir flytjandi
KVÖLD klukkan 22.15 að
veðurfregnum loknum er lestur
Passíusálma á dagskrá útvarps--
ins. Það er áttundi lestur og
flytjandi er Sigurkarl Stefáns-
son.
Morgunblaðið náði tali af
Sigurkarli i gær og spurði hann
nánar út í lestur Passíusálm-
anna. Sigurkarl. sem er stærð-
fræðikennari sagðist ætíð hafa
haft mikið gaman af ljóðagerð
þótt hann hefði ekkert sent frá
sér að svo komnu og einnig
hefði hann mjög gaman að
ljóðaupplestri. Áður en hann
hóf flutning Passíusálmanna í
útvarp, en áttundi lestur þeirra
er í kvöld, las hann einstöku
sinnum upp ljóð á kvenfélags-
samkomum í Hallgrímskirkju.
Aðspurður um ástæðuna fyr-
ir því að hann var fenginn til að
lesa Passíusálmana upp í út-
varp, svaraði Sigurkarl því til
að Baldur Pálmason hefði
hringt í sig fi-á útvarpinu og
beðið sig um þetta.
„Annars kann ég til dæmis
ekki mikið af sálmunum utan-
bókar en er þó talsvert kunnug-
ur þeim sarnt," sagði hann.
„Það er endurlausnin, sem
Hallgrímur Pétursson leggur
mesta áherzlu á i Passíusálm-
unum. En endurlausnin gengur
eins og rauður þráður í gegnum
alía sálmana, það að lausnarinn
hafi liðið fyrir syndir
mannanna og gefið kvittun fyr-
ir þær til þess að bjarga syndur-
um frá tortimingu. Þeir eru
margir fallegir Passíusálmarn-
ir og fyrir þá, sem hafa áhuga
er til bók um þá eftir Magnús
Jónsson prófessor og í þessari
bók er umsögn um hvern og
einn sálm. Passíusálmarnir eru
ortir um miðja sautjándu öld og
enn eru til nokkur handrit
skrifuð af Hallgrími sjálfum
með rithandarsýnishorni hans,
þetta er líka að finna í bók
Magnúsar Jónssonar.
Þeir sálmar sem mér finnast
fallegastir eru t.d. sálmur núm-
er fjörutíu og fjögur, sem
byrjar svona: Hrópaði Jesús
hátt í stað.. . í sálmi númer
fjörutíu og fjögur er einnig
versið: Vertu, Guð faðir, faðir
minn... Sálmur númer sautján
er einnig ákaflega fallegur en
hann heitir: Leirpottarans ak-
ur. Sá sálmur endar á versinu:
Hveitikorn þekktu þitt, þá upp-
rís holdið mitt, í bindindi barna
þinna, blessun láttu mig finna.
Það verður ekki annað sagt
um Passíusálmana en að þeir
eru ákaflega vel gerðir. Að vísu
getur maður fundið smá rím-
galla, sem maður verður að
taka eins og þeir koma fyrir. í
dag eru mörg ljóðskáld, sem
yrkja með meiri formná-
Sigurkarl Stefánsson.
Hallgrímur Pétursson.
kvæmni en Hallgrímur forðum
— en ég get þó ekki borið þá
ljóðagerð saman við ljóðagerð
Hallgríms, þar eð sú síðar-
nefnda er trúarlegs eðlis. En
fletti maður sálmabókinni
kemst enginn hjá þvi að finna
fagra sálma en þó held ég að
sálmar Hallgrims taki flestum
öðrum fram.
Þegar Sigurkarl var spurður
að því hvaða erindi honum
þætti Passíusálmarnir eiga við
nútímann, svaraði hann: „Ég
held tryggð við Passiusálmana
af þeirri einföldu ástæðu að ég
hef vanist þeim frá barnæsku
og það sama held ég að sé um
marga aðra. En allir þeir, sem
fást við trúmál, lesa yfirleitt
Passiusálmana, svo og bók-
menntamenn. Almenningur nú
til dags held ég að þekki Passiu-
sálmana ver heldur en áður
tiðkaðist og finnst mér að sjálf-
sögðu mikill missir að því.
Annars held ég að það sé
fremur þröngur hópur manna,
sem aðhyllist þær trúarskoðan-
ir, sem felast í boðskap Passiu-
sálmanna. Ég þekki margt fólk,
sem fæst við kirkjumál og veit
að þetta er ósköp misjafnt. Þó
eru nokkrir prestar innan þjóð-
kirkju okkar, sem leggja veru-
lega áherzlu á boðskap Passíu-
sálmanna.
„Ég álít“, sagð Sigurkarl enn-
fremur,” að áhrif Passíusálm-
anna séu magnaðari í flutningi
heldur en i lestri. Þeir eru
þannig byggðir að auðveldara
er að skilja þá í flutningi. Og
ekki er ég alveg vonlaus um að
lestur Passíusálmanna hafi
uppbyggileg áhrif á ýmsa þá er
hiusta en það fer að sjálfsögðu
eftir því hversu vel flutningur
þeirra tekst.
Jú, jú, ég hef heyrt ýmislegt
um Hallgrím Pétursson og sum-
ir hafa ymprað á því að hann
hafi verið haldinn hinum og
þessum sjúkdómum, sem aukið
hafi á snilligáfu hans, en ég læt
slíkar „upplýsingar" sem vind
um eyru þjóta, þvi að engin
boðleg rök hafa fylgt þessum
upplýsingum hingað til. Við vit-
um jú að Hallgrimur Pétursson
var haldinn holdsveiki siðustu
árin, sem hann lifði, en skáld-
skapur hans er samur og jafn
fyrir því og að honum dáist ég.
Klukkan 22.05:
Nýr framhalds-
myndaflokkur:
Þegar Colditz
var sýndur í
London tæmdust
kvikmyndahús...
Á dagskrá sjónvarpsins I
kvöld klukkan 22.05 er fyrsti
þáttur nýs framhaldsmynda-
flokks, sem er bandarfskur og
ber nafnið Colditz.
Myndaflokkur þessi er I
fimmtán þáttum og fjallar um
hinar illræmdu Colditz fanga-
búðir, þangað sem nasistar
sendu þá strlðsfanga, sem reynt
höfðu að flýja úr öðrum fanga-
búðum. Colditz voru herfanga-
'búðir staðsettar í miðju Þýzka-
landi, þar sem nú er Austur-
Þýzkaland og eiga þættirnir að
gerast upp úr 1940 cða um það
leyti, sem orustan um Bretland
var um garð gengin. Að sögn
þýðanda Jóns Thor Ilaralds-
sonar kynnumst við í fyrstu
þáttunum nokkrum föngum og
sagt verður frá hvernig það
atvikaðist að þeir lentu á
þessum stað en þættirnir I
heild lýsa lffinu f fanga-
búðunum og flóttatilraunum
fanganna, sem eru alls ekki á
þvf að gefast upp þótt á versta
stað sé komið, en fáar herbúðir
voru eins rammbyggðar og
Colditz.
Robert Wagner fer með eitt
aðalhlutverkanna, svo og David
McCallum, Edward Hardwicke
, og Christ Neame.
Sagt er að þegar þættir þessir
voru sýndir f London hafi kvik-
myndahús tæmst, þvf svo
spennandi þóttu þeir.