Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAJJIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 Arsenal-liðið þykir hafa staðið sig vonum framar f vetur og er með f toppbaráttunni þrátt fyrir tap f leiknum við Manehester City á laugardaginn. Myndin sýnir tvo leikmanna Arsenal f viðureign við Paul Cheesley, leikmann Bristol City, er lið þessi mættust fyrr f vetur. Baráttan á toppnum harðnar MANCHESTER CITY OG IPSWICH UNNU LEIKI SÍNA Á LAUGARDAGINN OG ERU NÚ STIGI Á EFTIR LIVERPOOL LJÓST má vera að baráttan um enska meistaratitilinn f knattspyrnu verður mjög hörð í ár, eins og reyndar svo oft áður. Á laugardaginn unnu tvö af toppliðunum f 1. deildinni, Manchester City og Ipswich Town, leiki sfna. en forystuliðið í deildinni Liverpool lék hins vegar ekki, þar sem völlurinn í Coventry var ónothæfur. Hafa nú Ipswich og Manchester City aðeins einu stigi minna en Liverpool, og Ipswich leikið þremur leikjum færra og Manchester City tveimur. Má ætla að aðalharáttan f vetur verði milli þessara þriggja liða, þótt engan veginn sé tfmabært að afskrifa lið eins og Aston Villa og jafnvel Manchester United. Sérfræðingar um málefni ensku knattspyrnunnar virðast þó að mestu sammála um að slagurinn muni standa milli Liverpool og Ipswichs og telja að þessi tvö lið leiki nú beztu knattspyrnuna í Englandi. Og allar líkur eru einnig á því að baráttan á botninum við að halda sæti sínu í 1. deild verði hörð. Tvö neðstu liðin, Sunderland og West Ham United, virðast nú vera að sækja í sig veðrið á sama tíma og hin gamal- kunnu lið Derby, Everton og Tottenham eiga í miklum erfiðleikum og tapa hverjum leiknum af öðrum. Auk leiks Coventry og Liverpool varð einnig að fresta leik Newcastle og Middlesbrough á laugardaginn, en víkjum þá nánar að þeim leikjum sem fóru fram: W.B.A. — Q.P.R. 1 — 1 Gerry Francis sem lék sinn fyrsta leik á þessu keppnistíma- bili skoraði fallegt mark á 12. mínútu leiksins eftir góða send- ingu frá Don Masson og náði þar með forystu í leiknum fyrir Queens Park Rangers, sem yfir- leitt átti mun meira í þessum leik. Þannig fékk t.d. Dave Thomas kjörið tækifæri til þess að auka muninn, en mistókst illilega þeg- ar hann var kominn alveg að markinu. Þegar 13 mínútur voru eftir tókst John Wiles að jafna eftir hornspyrnu Johnny Giles. Áhorfendur að leik þessum voru 18.364. Derby — Leeds 0—1 Derby byrjaði leik þennan mjög vel og þegar á fyrstu mínútunum fengu þeir Kevin Hector og Charlie George góð marktæki- færi. Þeir höfðu hins vegar ekki heppnina með sér í markskotum sínum. Þegar aðeins 6 mínútur voru til leiksloka tókst Leeds svo að skora og tryggja sér sigur í leiknum. Frankie Gray tók horn- spyrnu og hrökk knötturinn af þverslánni út á völlinn þar sem Joe Jordan kom aðvffandi og skoraði með skalla. A horfendur voru 28.350. Tottenham — Manchester United 1 —3 Leikur þessi þótti hinn skemmtilegasti, og þá sérstaklega af hálfu Manchester United- liðsins. Fyrsta mark leiksins kom þegar á 3. 'mínútu, en þá varð vörn Tottenham-liðsins á herfileg mistök og Lou Macari skoraði Sammy Mcllroy bætti síðan öðru marki við á 32. mínútu, en þrem- ur mínútum síðar bar mjög fallega útfærð sókn Tottenham- liðsins árangur og Chris Jones skoraði. I seinni" hálfleik lék United-liðið svo eins og sá sem valdið hefur, en tókst þó ekki að skora nema einu sinni. Það mark gerði Pearson á 59. mínútu. Áhorfendur að leiknum voru 46.946. West Ham — Stoke 1—0 West-Ham liðið berst nú harðri baráttu fyrir tilverurétti sinum í 1. deildinni og átti þarna af- bragðsgóðan leik. 5—0 hefðu ekki verið ósanngjörn útslit í leik þess- um, en afbragðsgóð markvarzla Peters Shiltons í marki Stoke kom i veg fyrir stórsigur West Ham. Eina mark leiksins var skor- að á 8. mínútu og var það Bryan Robson sem það skoraði, eftir sendingu frá Alan Taylor. I seinni hálfleik var dæmd vítaspyrna á Stoke, en Billy Bonds brást þá bogalistin og skaut framhjá. Tvi- vegis í seinni hálfleiknum komust svo þeir Taylor og Trevor Brook- ing í dauðafæri við mark Stoke, en Shilton bjargaði í bæði skiptin á ævintýralegan hátt. Ahorfendur voru 20.106. Manchester City — Arsenal 1—0: Gifurleg harka og barátta var í leik þessum, enda mikið i húfi fyrir báða aðila að ná stigi eða stigum út úr leiknum. Leikurinn var með afbrigðum þófkenndur og langtímunum samana gekk knötturinn mótherjanna á milli á miðjum vellinum. Á 53. mínútu greiddist þó úr flækjunni og átti Asa Hartford mestan heiðurinn af því. Hann lék á þrjá leikmenn Arsenal, sendi síðan knöttinn út á hægri kantinn þar sem Dennis Tueart var fyrir og náði góðri fyrirgjöf fyrir mark Arsenal. Þar var Joe Royle réttur maður á rétt- um stað og skoraði örugglega. Var þetta 16. leikur Manchester City I röð án taps. Áhorfendur voru 45.368. Ipswich —Aston Villa 1—0 Þetta var tvímælaalaust leikur dagsins í Englandi á laugar- daginn, en bæði þessi lið eru þekkt fyrir skemmtilega og baráttumikla knattspyrnu. Leik- menn Aston Villa tóku þann kost- inn þegar frá upphafi leiksins að hætta á sem minnst og var því oft þröng á þingi á vallarhelmingi Viila í leiknum. Öðru hvoru átti Villa svo mjög hættulegar skyndi- sóknir, en jafnan tókst vörn Ips- wich að bjarga á síðustu stundu. Hefur ef til vill ráðið úrslitum að Villa skorti hinn marksækna leik- mann sinn Andy Gray í þessum leik. Þegar 30 mínútur voru liðnar af leiknum var dæmd vítaspyrna á Aston Villa. Kevin Beattie tók spyrnuna, en skaut framhjá. Hann bætti mistök sín hins vegar upp á 43. mínútu er hanri tók aukaspyrnu og sendi knöttinn beint á kollinn á Clive Woods sem skoraði. í seinni hálfleik fékk Villa svo kjörið tækifæri til þess að jafna er vörn Ipswich opnaðist illa vegna mistaka, en John Deehan skaut þá framhjá. Áhorf- endur voru 29.750. Everton — Leicester 1—2 Everton skoraói fyrsta mark þessa leiks i fyrri hálfleik og var þar Bob Latchford að verki. Það dugði Everton þó skammt, þar sem Leicester hafði öll tök á leiknum, og áður en lauk höfðu þeir Steve Earl og Bryan Alder- son skorað. Er greinilegt að Everton verður 1 mikilli fallhættu í vetur, ef liðið bætir ekki veru- lega ráð sitt á næstunni. Framhald á bls. 20. 1. DEILD L Heima Cti Stig Liverpool 26 11 2 0 33- -7 4 3 6 12- -18 35 Ipswich Town 23 9 4 0 26- -7 5 2 3 <6- -13 34 Manchester City 24 8 4 1 22- —9 4 6 1 14- -7 34 Aston Villa 24 10 1 1 34- -12 4 2 7 12- -17 29 Middlesbrough 24 9 2 2 14—6 2 5 4 8- -15 29 Manchester United 24 6 3 3 24- -15 5 3 4 20- -19 28 Arsenal 25 7 4 1 23- -10 3 4 6 18- -26 28 Leicester City 26 5 5 2 20- -16 3 6 5 12- -22 27 Leeds United 24 3 5 4 15- -18 6 3 3 15- -11 26 Newcastle United 21 7 3 0 19- —7 2 4 5 16- -20 25 Birmingham City 26 6 4 3 24- -17 3 2 8 17- -24 24 Norwich City 25 7 3 3 17- -14 2 3 7 11- -19 24 West Bromwich Albion 24 5 5 2 23- —11 2 4 6 8- -18 23 Coventry City 22 5 4 3 20- —15 3 3 4 8- -12 23 Queens Park Rangers 21 6 1 2 15- -10 1 4 7 12- -21 19 Stoke City 23 6 1 2 10 —7 0 6 8 3- -19 19 Derby County 22 5 4 2 20 —10 0 4 7 7- -21 18 Everton 24 4 4 4 19- -18 2 2 8 14- -29 18 Tottenham Hotspur 24 5 5 4 16 —16 1 0 9 14- -32 17 Bristol City 22 3 4 4 14 —11 2 2 7 7- -15 16 West Ham United 24 4 3 6 12 —15 1 2 8 9- -22 15 Sunderland 26 2 3 7 5 —11 1 4 9 9- -25 13 2. DEILD Chelsea 26 Bolton Wanderes 25 Wolverhampton Wanderes 25 Blackpool 25 Nottingham Forest 25 Luton Town 25 Millwall 24 Charlton Athletic 25 Oldham Athletic 23 Notts County 23 Bristol Rovers 27 Southampton 25 Hull City 24 Cardiff City 25 Blackburn Rovers 24 Sheffield Untied 23 Plymouth Argyle 26 Fulham 27 Burnley 25 Carlisle Untied 26 Orient 19 Hereford United 23 L Heima (Jti Stig 9 4 0 30- -16 5 4 4 14- -17 36 10 1 1 26- —10 5 3 5 20- -21 34 8 1 3 28- -13 4 8 1 28- -17 33 6 4 3 19- -12 4 6 2 18- -13 30 7 3 2 35- —17 4 4 5 16- -13 29 7 2 2 20- —11 5 1 8 21- -21 27 6 3 4 23- —15 5 2 4 17- -17 27 8 3 2 33- -20 1 6 5 14- -21 27 8 3 1 24 —11 2 3 6 9- -21 26 4 2 4 10 —11 6 2 5 4- -30 24 7 4 3 22- -20 2 2 9 14- -30 24 4 6 3 21- -20 3 3 6 23- -24 23 6 4 1 21 —9 0 7 6 8- -20 23 6 4 4 22- —19 2 3 6 15- -20 23 6 2 3 17 —11 3 3 7 9- -24 23 4 6 3 18- —17 3 3 4 10- -15 23 3 6 5 18- —17 2 5 5 13- -22 21 5 5 4 23- -18 1 4 8 12- -26 21 3 8 3 17- -17 1 3 7 10- -21 19 4 5 5 17- -23 2 1 9 11- -24 18 2 2 4 8- —9 3 5 4 13- -17 17 2 4 4 15- —21 1 4 8 9- -16 14 Knattspyrnuúrsllt ENGLAND 1. DEILD: Birmingham — Norwich 3—2 Derby — Leeds 0—1 Everton — Leicester 1—2 Ipswich — Aston Villa 1—0 Manchester City—Arsenal 1—0 Tottenham—Manchester Utd. 1—3 W.B.A. — Q.P.R. 1—1 West Ham — Stoke 1—0 Coventry Liverpool frestað Newcastle — Middlesbrough frestað ENGLAND 2. DEILD: Blackpool—Blackburn 1—1 Bolton — Notts County 4—0 Bristol Rovers — Fulham 2—1 Burnley — Hereford 1—1 Cardiff — Oldham 3—1 Charlton—Eolves 1—1 Chelsea — Millwall 1—1 Hull — Carlisle 3—1 Notthingham—Luton 1—2 Plymouth—Orient 1—2 Sheffield Utd. —Southapmton 2—2 ENGLAND 3. DEILD: Chester — Crystal Palace 2—1 Grimsby — Mansfield 0—1 Northampton—Gillíngham 1—2 Portsmouth — Sheffield Wed 0—3 Port Vale — Lincoln frestað Preston—Oxford 2—1 Rotherham—Brighton 0—0 Shrewsbury—Wrexham 3—2 Swindon—Chesterfield 3—0 Walsall — Reading 6—1 York — Peterborough 2—1 ENGLAND 4. DEILD: Aldershot — Torquay 0—1 Barnsley—Swansea 1—0 Bournemouth — Hartlepool 2—0 Bradford — Southport 1 —o Crewe — Scunthorpe 2—1 Doncaster — Bredford 5—0 Exeter — Colchester 1 —0 Huddersfield — Newport 3—0 Rochadaie — Halifax 4 l W'atford—Cambridge 2—0 Workington—Southend 0—3 SKOTLAND — ÚRVALDSDEILD: Celtic — Partick Thistle 2—0 Kilmamock — Hibernian 0—1 Rangers—Dundee Utd. 2—3 Aberdeen — Motherwell frestað Hearts — Ayr Utd. frestað SKOTLANDl. DEILD: Dumbarton — Morton 0—4 Dundee — Raith Rovers 4—0 East Fife — Airdrieonians frestað Falkirk — Arbroath 1—0 Hamilto — Clydebank 0—2 Queen of the South — Montroese 2—1 St. Johnstone — St. Mirren * 0— § SKOTLAND 2. DEILD: Albion Rovers — East Stirling 3—2 Alloa — Stirling Albion 3—0 Cowdenbeath—Clyde 2—0 Queens Park — Dunfermline 2—0 öðrum leikjum I deildinni varð að fresta. BELGlA Úrslit f 1. deild f Belgfu á sunnudaginn: Antwerpen — Anderlecht 1:0 FC Malinois — Charleroi 3:0 Courtrai—Beringen 1:3 AS Ostende — Waregem 2:1 RWD Molenbeek — Lierse 3:2 FC Liegeois — Beerschot 2:1 Beveren — FC Brugge 2:1 CS Brugge — Lokeren 1:4 Winterslag — Standard Liege 0:2 SPANN Crslit í deildarkeppninni á Spáni um helg- ina: Espanol — Real Scoiedad 1:0 Elche—Celta 1:1 Real Betis — Valencia 0:0 Racing — Burgos 1:0 Real Madrid — Sevilla 0:0 Malaga — Hercules 1:1 Salamanca — Barcelona 2:0 Athletico Bilbao — Athletico Madrid 0:1 Las Palmas — Real Zaragoza 1:4 Að loknum 22 umferðum er Athletico Madrid efst með 31 stig, Barcelona hefur 30 stig og Valencia er f þriðja sæti með 26 stig. Espanol og Real Sociedad hafa bæði 25 stig. ITALIA: Úrslit f 1. deild á Italfu um helgina: Bologna — Verona 0:0 Fiorentlna — Cesena 2:1 InterMilan—Foggia 1:1 Juventus — Lazio 2:0 Perugia — ACMilan 3:1 Roma—Genoa ' 1:1 Sampdoria—Torino 2:3 Napoli—Catanzaro 1:0 HOLLAND: Úrslit f hollensku deildarkeppninni um helgina: Sparta — Rotterdam — Ajax 0:3 FC den Haag — NAC Breda 4:0 PSV Eindhoven — VVV Venlo 1:0 Haarlem—FC Twente Enschede 1:2 AZ'67 — Utrecht 2:1 Coetinccm—Telstar Velsen 0:0 NEC Nijmegen—Go Ahead Eagles 2:1 Roda Kerkrade — Feyenoord 1:1 Amsterdam—Eindhoven 0:0 Staðan eftir 23 umferðir er sú, að Ajax er eíst með 37 stig. Feyenoord hefur 34 stig og PSV Eindhoven 31 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.