Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
j^juAmFK'usj'D ir
dreifingu í skólunum og komi þar
með upp um félaga sína og skóla-
systkin? Er skoðanakönnun, eins
og drepið var á í umræddum Kast-
Ijósþætti nægileg? Segir fólk
frekar eitthvað þar, eða verðum
við bara að bíða og sjá tii, athuga
hvort eitthvað kemur ekki uppá
sem hægt er að rekja áfram og
komst fyrir svoa sölu.
Það væri fróðlegt að heyra
meira frá unglingum um þetta
mál á einhvern hátt — viljið þið
svara því, unglingar góðir, í hvaða
mæli hass- og vimugjafaneyzla er
í ykkar skólum? Geta lögreglu-
menn veitt einhverjar haldbærar
upplýsingar frekar en orðið er?
Þetta eru allt spurningar sem
vakna eftir þáttinn og e.t.v. marg-
ar fleiri og það væri vissulega
fróðlegt ef hægt væri að draga
þetta fram í dagsljósið meira en
orðið er svo unglingar ánetjist
ekki að óþörfu einhverjum ófögn-
uði."
Undir þetta tekur Velvakandi
—r- því það er áreiðanlegt að frek-
ari upplýsingar vantar og ekki
sízt fræðslu um hvaða áhrif þessir
mörgu vimugjafar hafa, svo ung-
lingarnir viti hvað þeir eru að
fara útí.
% Ættfræði Vestur-
íslendings
Gísli Guðmundsson bað
eftirfarandi fyrirspurn og verður
orðið við beiðni hans:
„Frá Roy F. Björnsson, 4008 —
5th Avenue S.W. Calgary,
Alberta, Canada (P.O. T3C OCl)
barst mér nýverið eftirfarandi
fyrirspurn sem ég vil biðja þig að
koma á framfæri:
Faðir minn hét Andrés Jonson
Björnsson (svo i bréfi) og fæddist
á Isafirði 22. maí, 1891. Hann fór
frá íslandi til Norður-Ameríku
um 1910 og um 1912 settist hann
að í Winnipeg þar sem hann bjó
uns hann dó í janúar 1972. Móður
sína missti hann kornungur en
mun hafa alist upp hjá stjúpmóð-
ur sinni. Nöfn þeirra og föður
hans eru mér ókunn. Hann heim-
sótti Island árið 1948 og eftir það
minntist hann oft á frændfólk
mitt (systkinabörn) svo að hann
hefur átt heil- eða hálfsystkini.
Mér finnst leiðinlegt að vita svona
lítið um ævi föður míns en vonast
til að þetta dugi til að fá meira að
vita.
Þessi maður ætlar að koma til
tslands í sumar með konu sinni.
Hann kann ekki íslensku og því
yrði að skrifa honum á ensku eða
hafa samband við mig. Hann seg-
ist vera áhugasamur náttúruskoð-
ari (jurtir, dýr) og hann segist
kenna judo og vill komast í sam-
band við félögin hér. Þeir sem
vilja verða þessum mikla áhuga-
manni að liði mega hringja í mig í
síma 32999 (f.h. j
Virðingarfyllst,
Gísli Guðmundsson."
Þessir hringdu . . .
Q Þekkjast
hjón ekki lengur?
H.E.K.:
„Margar spurningar hafa vakn-
að að undanförnu og orðið áleitn-
ar í öllum þessum skollaleik við
misindismenn, sem hafa verið á
ferli í landinu og ýmsar fleiri
spurningar vakna út frá þessu
efni.
Hvers vegna verður fólk oft svo
einmana í borgum?
Hvers vegna geta maður og
kona ekki skipt öllu til helminga?
Hjón hætta næstum því að
þekkjast vegna anna, en þetta er
víst algengt.
Annað langar mig einnig til að
minnast örlítið á í leiðinni.
Nýlega var maður að nafni Ásgeir
að varpa fram þeirri spurningu
hvort til væri nokkur afsökun til
að ræna ellistyrk af 70 ára göml-
um manni. Það er Ijótt að heyra,
en hvað segir hann um að ræna
manneskju rétti sínum með vald-
beitingu?'
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
í sovézku deildakeppninni
1976, sem fram fór í Tbilisi í apríl,
kom þessi staða upp í skák
Beljavskys (Avangard), sem
hafði hvítt og átti leik, gegn
Rashkovsky (Spartak):
17. Bxh7 + ! Kxh7 18. Dh5+ Kg8
19. IIf3 Dc6 20. IIg3 De6 21. Hfl
Hfe8 (Eftir 21. . . Rxb3 22. cxb3
Bc5 23. Re2 Bc8 24. Hf6 fellur
svarta drottningin) 22. Hh3 og
svartur gafst upp, því að 22...
Dh6 gengur ekki vegna 23.
Dxf7+. Sigurvegari á mótinu varð
sveit Burevestnik frá Leningrad.
Sveitina skipuðu þau Smyslov,
Guljko, Taimanov, Razuvajev,
Alburt, Kochiev, Aleksandrija,
Akhmilovskja og Akhsjarumova.
% Athyglisverd
predikun
Anna Guðmundsdóttir:
„Ég var í kirkju á sunnudaginn,
sem er ekki í frásögur færandi í
sjálfu sér, hjá sr. Þóri Stephensen
og þar flutti hann svo athyglis-
verða predikun að mér finnst að
hún ætti að birtast einhvers stað-
ar. Hún er athyglisvérð ekki að-
eins trúarlega séð heldur og þjóð-
félagslega, hann ræddi þar ýmis
mál og talaði frá eigin reynslu og
mér finnst að fleiri eigi að fá að
heyra hana. Ræddi hann t.d. um
ýmsa mannlega galla, atvinnu-
svik, og galla í samskiptum
manna á milli og ýmislegt út frá
þessum atriðum.
HÖGNI HREKKVISI
Þetta er kvartettinn úr Rakaranum!
Alþjóðleg námskeið SÞ:
„Hin nýja skipan efna-
hagsmála heims”
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Félagi Sameinuðu þjóðanna á
Islandi:
Sameiriuðu þjóðirnar efna að
vanda til tveggja alþjóðlegra nám-
skeiða á sumri komanda, sem
íslenzkum háskólastúdentum og
háskólaborgurum gefst kostur á
að sækja-um. Annað námskeið-
anna er ætlað háskólastúdentum
og er það haldið i aðalstöðvum
Sameinuðu þjóðanna i New York
dagana 25. júli til 19. ágúst. Hitt
sem ætlað er háskólaborgurum er
haldið I aðsetursstað Sameinuðu
Þjóðanna í Genf dagana 8.—26.
ágúst. Viðfangsefni námskeiðsins
I Genf verður „hin nýja skipan
efnahagsmála heimsins“ (The
New International Ecomomic
Order)
Megintilgangur námskeiðanna
er að gefa þátttakendum kost á að
kynnast til nokkurrar hlítar
grundvallarreglum, markmiðum
og starfi Sameinuðu þjóðanna og
sérstofnana þeirra.
Hver þátttakandi greiðir sjálfur
ferðakostnað og dvalarkostnað.
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu
þjóðanna annast val þátttakenda,
en Félag Sameinuðu þjóðanna á
íslandi hefur milligöngu um til-
nefningu úr hópi islenzkra um-
sækjenda.
Skriflegar umsóknir ásamt upp-
lýsingum um ástæður fyrir þvi að-
sótt er, sendist Félagi Sameinuðu
þjóðanna, pósthólf 679, fyrir 1.
marz n.k.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar:
Mótmælir byggingu
álvers við Eyjafjörð
FULLTRÚAFUNDUR Búnaðar-
sambands Eyjafjarðar, sem ný-
lega var haldinn, sámþykkti að
mótmæla framkomnum hug-
myndum um byggingu álvers við
Eyjafjörð.
í samþykktinni segir
að Eyjafjörður sé eitt besta land-
búnaðarhérað landsins og komi
þar til mikil veðursæld, sem gefi
öryggi í búskap og þá sérstaklega
hvað snerti fóðuröflun. Þá segir
orðrétt i samþykktinni: „Með
byggingu og rekstri álvers hér við
fjörðinn yrði mjög mikil röskun á
öllum búskaparháttum heilla
sveita og héraðsins alls, sem hafa
mundi í för með sér ýmis félags-
leg vandamál og er frá liði tjón af
völdum mengunar. Það tjón sem
mengun veldur á náttúru lands-
ins verður ekki bætt. Hins vegar
er ljóst að vinna ber að uppbygg-
ingu atvinnufyrirtækja hér við
fjörðinn, séu þau þannig að eigi
stafi hætta af þeirri uppbyggingu
fyrir náttúru héraðsins né valdi
verulegri byggðaröskun."
Orkta spónplötur
A sér/ega hagstæðu verdi
vegna tollalækkana um sl áramót
8 m.m. 124 X 250 cm á kr. 1 160 Pr■ stk.
10 m.m. 124 X 250 cm á kr. 1240 pr. stk.
10 m.m. 124 X 274 cm á kr. 1350 pr- stk.
12 m.m. 124 X 250 cm á kr. 1570 pr. stk.
12 m.m. 122 X 274 cm á kr. 1710 Pr■ stk.
19 m.m. 124 X 250 cm á kr. 2050 pr. stk.
22 m.m. 122 X 250 cm á kr. 2300 pr stk.
25 m.m. 124 X 250 cm á kr. 2620 pr stk.
W TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR hf.
Skeifunni19, Klapparstig 1,
simar 85244 og 18430.