Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 | Mál og myntíir: Ágúst I. Jónsson [ og Friðþjófur Helgason Að sögn Sigurðar Ólafssonar verða um 170 manns á launaskrá sjúkrahússins eftir stækkunina og ef litið er á sjúkrahúsið sem sjálfstætt fyrirtæki, þá er það eitt hið stærsta á Akranesi. Daggjöld á sjúkrahúsinu á Akranesi voru 11.500 á síðasta ári og er það með þvi lægsta sem gerist á iandinu. í heilsugæzlustöðinni starfa 2 læknar og auk Akraness sinna þeir einnig hreppunum sunnan Heiðar. Leirár- og Melahrepp, Skilamannahrepp, Hvalfjarðar- strandahrepp og Innri Akranes- hrepp. Um 5200 manns búa á þessu svæði og sagði Reynir Þorsteins- son okkur, að það væri drjúgt starf fyrir tvo menn að sinna öll- um þessum hópi, en Reynir sagði að það gerði allt starfið mun auð- veldara að hafa heilsugæzlustöð- ina inni á spítalanum. öll aðstaða væri þá á staðnum, auk þess sem læknar sjúkrahússins sinntu einnig hluta þessa fólks enn að nokkru leyti. Nú er bygging dvalarheimilis fyrir aldraða langt komin á Höfða á Akranesi og sagðist Magnús Oddsson vonast til að hluti þeirr- ar byggingar yrði væntanlega tek- inn í notkun í lok ársins. Er sú stofnun sameign hreppanna sunn- an Heiðar ásamt Akranesbæ. Nýlega var tekin í notkun svart- oliukyndistöð, sem þjónar sjúkra- húsinu og iþróttahúsinu og einnig barnaskólanum innan tiðar. Sagði Magnús að þessi kyndistöð myndi spara bæjarfélaginu 3—4 milljón- ir á ári. Stoltir af íþróttahúsinn og bókasafninn Frá sjúkrahúsinu lá leiðin i iþróttahúsið á Akranesi og i bóka- safnið, en af báðum þessum hús- um sagði Magnús að Akurnesing- ar væru mjög stoltir. Iþróttahúsið er eitt hið glæsilegasta hér á landi og svo sannarlega var þörf'á bygg- ingu þess, þar sem það er fullnýtt frá morgni til kvölds — jafnt virka daga sem helga. íþróttahús- ið er það stórt að þar geta farið fram landsleikir i handknattleik, en aðeins á þremur öðrum stöðum á landinu eru íþróttahús það stór að þar eru löglegir handknatt- leiksvellir fyrir landsleiki, þ.e. 22x44 m. Þessir staðir eru Reykja- vik, Hafnarfjörur og nú sfðast Vestmannaeyjar. Ætlunin er að setja upp tjöld i sal íþróttahússins á Akranesi, þannig að salnum verði skipt f fjóra hluta og er það hugsað til að nýta salinn sem ailra bezt í leik- Framhald á bls 30 Úr nýjasta hverfinu, glæsileg einbýlishús og ollumöl á götum. Unga fólkið tók þvf fegins hendi þegar barnadeild var opnuð f bókasafninu og þar er setið heilu dagana við lestur skemmtilegra bóka. Fyrstu sjúklingarnir á hinni nýju lyflæknisdeild við sjúkrahósið á Akranesi. Kaupendur mótmæla harð- lega verdi á úrgangs- loðnu frá frystihúsunum VERÐ á úrgangsloðnu frá frvsti- húsum var ákveðið á fundi yfir- nefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins I fyrradag, og á verðið að vera það sama og verð á loðnu til bræðslu samkvæmt tilkynningu verðlagsráðsins frá þvf f janúar s.l, en f vetur er verð hvers báts- farms ákveðið eftir vissum regl- um. I frétt, sem Morgunblaðinu, barst í gær, frá Verðlagsráði sjáv- arútvegsins, segir, að við afhend- ingu úrgangsloðnu frá frystihús- um skuli gæta þess vandlega, að hráefnið, sem til verksmiðju gangi, sé sjó- og vatnsfrítt svo sem frekast sé kostur, og ekki blandað öðru efni en loðnu. Þá segir, að sé um óeðlilegt vatnsmagn- eða magn annars efnis en loðnu að ræða í innvegnu magni úrgans- | loðnu, skuli vigtarmaður geta þess á vigtarnótu og mæla til frá- dráttar vegnu magni, allt að 15%. Mat þetta gildir, sem afhent magn. Rísi ágreiningur um þetta magn á að kveðja til matsmenn frá Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða og gildir úrskurður hans. Verðákvörðun þessi var tekin af oddamanni og fulltrúum seljenda i yfirnefndinni gegn at- kvæðum fulltrúa kaupenda, en í nefndinni áttu sæti: Ólafur Da- víðsson, sem var oddamaður, Ingólfur Ingólfsson og Páll Guð- mundsson af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaup- enda. Fulltrúar kaupenda gerðu svo- fellda grein fyrir atkvæði sinu: „Kaupendur láta bóka, að þeir átelja harðlea þessa verðákvörð- un þar sem ekkert tillit er tekið til þess, að úrgangsloðna frá frystihúsum er sannarlega af- urðarýrara hráefni en loðna, sem landað er beint úr bát til verk- smiöju, þar sem afurðamesta loðnan (hrygnan) er skilin frá til frystingar. Þá rýrir meðferð á loðnunni i frystihúsi mjög gildi hennar til bræðslu, minnkar afköst verk- smiðjanna og hækkar vinnslu- kostnað þeirra. Þá benda kaup- endur einnig á, að mjög takmark- aður fjöldi verksmiðja tekur við megin magninu af úrgangsloðn- unni og mismunar það afkomu verksmiðjanna meira en hægt er að sætta sig við.“ Ágúst Blöndal: Ekki rétt ad dísilvélarnar í Neskaupstad séu lélegar VEGNA fréttar I Mbl. 27. janúar frá fréttaritara Mbl. I Neskaup- stað langar mig að koma á fram- færi nokkrum athugasemdum. Fréttaritari segir m.a.: Fólk hér um slóðir gæti skilið bilanir á línum ef um slæmt veður væri að ræða, en svo hefur ekki verið hér siðustu daga. Staðreyndin sú að ef veðurhæð fer yfir 5 vindstig og einhver bleytuhrið fer allt i handaskolum, sama hvort það er rafmagn, útvarp eða sjónvarp. Starfsmenn Rarik þora ekki að keyra á fullu álagi vegna þess o.sv.fr. Rétt er það, að veður hér á Norðfirði hafa ekki verið slæm meðan á þessum truflunum hefur staðið, enda engar raflínur bilað innanfjarðar. Fréttaritari hefði átt að leita sér upplýsinga hjá þeim, sem fóru að leita að og gera við bilanir, hvernig veðrið var þegar komið var upp á fjöll og heiðar þar sem bilariirnar urðu. Hann ætti líka að vera minnugur þess að það þarf enga sérstaka veðurhæð til þess að snjóflóð falli, en þau ollu þvi i tvö skipti af þremur, sem skammta þurfti raf- magn í Neskaupstað. Varðandi keyrslu dísilvéla í Neskaupstað, er það alrangt hjá fréttaritara að vélarnar séu svo lélegar að vélgæzlumenn Rarik þori ekki að keyra þær á fullu álagi vegna hræðslu um að þær hrynji. Staðreyndin er sú, að þurft hefur að draga úr álagi einnar vélar af þremur, um 200 kw, sennilega vegna óhreininda i forþjöppu, en þær er ekki auðvelt að hreinsa á meðan á loðnuvertíð stendur, þegar helzt ekki má stöðva vélarnar, svo ekki hljótist vandræði af. Vil ég svo sem les- andi og áskrifandi Mbl. vona að fréttaritari þess afli sér áreiðan- legri upplýsinga um þær fréttir sem hann sendir blaðinu fram- vegis. Ágúst Blöndal utog suður um helgina Flugfélag íslands býður upp á sérstakar helgarferðir allan veturinn fram undir páska: Ferðina og dvöl á góðum gististað á hagstæðu verði. Út á land, til dæmis í Sólarkaffið fyrir vestan, á Sæluvikuna á Sauðár- króki eða þorrablót fyrir austan, til keppni í skák eða í heimsókn til kunningja. Víða er hægt að fara á skíði. Suður til Reykjavíkur vilja flestir fara öðru hverju. Nú er það hægt fyrir hóílegt verð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt.hæfi til að gera ferðina ánægjulega. Margir hafa notað helgarferðirnar og kunnað vel að meta. Gerið skammdegið skemmtilegt! Leitið upplýsinga hjá skrifstofum og umboðum um land allt. FLUGFÉLAGISLANDS INNANIANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.