Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 Magnús Torfi Olafsson: Skattafrumvarpið skref 1 rétta átt • Alþýðuflokkurinn boðar breytingartillögur og nýjan veltuskatt á atvinnurekstur • Framhald skattalagaumræðna í neðri deild Afnám tekjuskatts á launatekjum Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði m.a.: I stjórnarsáttmála sinum lofaði núverandi ríkisstjórn að koma fram breytingum á ranglát- um skattalögum, sem sett vóru á valdaferli vinstristjórnarinnar og enn gilda. Siðbúið skattlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar fjallar ekki um það, sem meginmáli skiptir, afnám tekjuskatts af launatekjum, öðrum en hátekj- um. Tekjusköttun hefði áður fyrr þjónað tilgangi sem stighækkandi skattur til tekjujöfnunar í þjóðfé- laginu. Þessu hlutverki væri naumast lengur til að dreifa, enda skattþrep aðeins tvö. Þvert á móti væri tekjuskattur nú nær ein- vörðungu launamannaskattur, auk þess sem hann viðhéldi veru- legu þjóðfélagslegu misrétti. Tekjujöfnun væri nú fyrirkom- ið með öðrum hætti, gegnum tryggingakerfi, ókeypis skólavist, niðurgreiðslur og fleira þesshátt- ar. Ef afnámi tekjuskatts væri fylgt eftir með hækkun barna- bóta, sem eðlilegast væri, mætti betur fyrir koma tekjujöfnun en gegnum tekjusköttun, sem svo meingölluð hefur reynzt. Á sl. ári hefðu tekjuskattar á almenning numið 6.600 m. kr., en allur atvinnurekstur í landinu hins vegar aðeins greitt 2.900 m. kr. í tekjuskatta samtals, 40— 45% af atvinnurekendum hefðu alls engan tekjuskatt greitt. Rökin fyrir afnámi tekjuskatts væru fyrst og fremst þessi: 1) Afnám misréttis milli skatt- greiðslna launamanna og atvinnu- rekstrar. 2) Tekjuskattur hefði lamandi áhrif á vinnuvilja. 3) Hann drægi úr nauðsynleg- um sparnaði. 4) Óhóflegur kostnaður fylgdi álagningu hans og innheimtu. 5) Af um 60.000 m. kr. rikis- sjóðstekjum á sl. ári hefði tekju- skattar aðeins gefið 6.600 m. kr. eða rúmlega 10% af heildartekj- um. Heildartekjumissir rikissjóðs við afnám tekjusköttunar gæti numið samtals innan við 8000 m. kr., ef allt væri með reiknað. En hvern veg á að mæta þessum tekjumissi rikissjóðs, spurði þing- maðurinn. Hann svaraði á þessa leið. 1) Tekjuskattur á fyrirtæki og hátekjur yrði áfram um 800 m. kr. Söluskattur verði óbreyttur, 20%, en hann hefði átt að lækka um 2%, sem var sérskattur vegna náttúruhamfara í Vestmannaeyj- um og Neskaupstað. Hvert sölu- skattsstig gefur 1400 m. kr. i ríkis- sjóð. 3) Bein rekstrarútgjöld rikis- sjóðs eru um 10 milljarðar. Þar að auki greiðir rikissjóður um 20 milljarða í ýmsa fjárfestingar- sjóði. En má nefna verulegar út- flutningsbætur á landbúnaðaraf- urðir. Þessi útgjöld mætti öll skera niður að einhverju marki — og koma þannig við sparnaði í rikiskerfinu til að nota hluta af tekjumissinum. 4) Breyttar reglur um fyrn- ingarfrádrátt og vaxtafrádrátt skapa verulegan tekjuskattsauka af hátekjum og atvinnurekstri. 5) Leggja mætti 1% veltuskatt á atvinnurekstur til ríkissjóðs, sem gefið gæti um 3 milljarða í tekjur. 4) Ef enn skorti á, til að brúa bilið, mætti framkvæma afnám tekjuskatts á allan almenning í áföngum, t.d. á 2 til 3 árum. Kostir þessa frumvarps felast einkum í því, að greint er á milli tekna af vinnu og tekna af at- vinnurekstri. Ennfremur I nýjum reglum um fyrningar og skatt- lagningu sölugróða. Vaxtafrá- drætti er breytt til bóta, þó að það ákvæði þurfi frekari athugunar við. Gallar þess eru helztir: Áfram er haldið samsköttun hjóna, þó í breyttu formi sé. Alþýðuflokkur- inn hefur um langt árabil beitt sér fyrir og flutt tillögur um al- gjöra sérsköttun hjóna, bæði varðandi sértekjur og séreign hvors hjóna um sig. Skattur á einstæðum foreldrum hækkar sem furðulegt er. Afnema á sjó- mannafrádrátt, sem hlýtur að koma fram í nýjum kaupkröfum sjómannastéttarinnar. Að lokum boðaði Gylfi breyt- ingartillögur þingmanna Alþýðu- flokksins við frumvarpið, m.a. varðandi sérsköttun hjóna, en sú tillaga myndi lögð fram f dag. fliMnci Frumvarp tvfmæla- laust verulegt skref í rétta átt Magnús Torfi Ólafsson (SVF) sagði framkomið skattlagafrum- varp tvímælalaust spor I rétta átt. Hann sagðist andvfgur stefnu Al- þýðuflokksins um afnám tekju- sköttunar, stighækkandi skatts, er þrátt fyrir allt væri tekjujöfn- un f þjóðfélaginu, einkum ef úr helztu ágöllum núgildandi skatta- laga væri bætt. Eyðsluskattar koma hins vegar þyngst niður á þeim lægst launuðu, þeim, sem hafa flesta munna að metta. Af- nám tekjuskatta verður og að byggjast á þvf að fyllsta tekju- jöfnun sé fyrir hendi í þjóðfélag- inu. Því er hins vegar ekki að heilsa. Við höfum dæmi, víti til varnað- ar í þessu efni. í Sovétríkjunum eru engir tekjuskattar, rikistekj- ur nær eingöngu teknar með eyðslusköttum. Þar er tekju- og kjaramisrétti meira en í nokkru öðru sæmilega iðnvæddu þjóðfé- lagi. Mér kemur spánskt fyrir að Gylfi Þ. Gíslason vilji í þessu efni feta i fótspor Stalins og annarra sovézkra forsprakka! Magnús vakti athygli á ýmsum göllum gildandi skattakerfis og þeirri óánægju, sem hvarvetna gerði vart við sig, við framlagn- ingu skattskráa. Þetta þyrfti ekki að þýða óánægju með tekjuskött- un sem slika, heldur úreltar regl- ur og misrétti, sem lagfæra mætti. Að þessu væri stefnt í frumvarp- inu, þótt einstök atriði þess mætti sð sjálfsögðu íhuga betur og um- breyta. Magnús taldi rétt að afnema flesta núgildandi frádráttarliði, — eins og frumvarpið gerir ráð fyrir — sem sumir hverjir væru undirrót misréttis. Tilkoma skattaafsláttar, sem kæmi öllum jafnt til góða, stuðlaði að afnámi misréttis og jöfnuði. Gildandi frá- dráttarreglur kæmu þeim fremur til góða, sem tekjuháir væru. Vaxtafrádráttur, skv. núgildandi lögum, væri og undirrót misréttis. Ákvæði frumvarpsins horfðu til meira réttlætis. Hann taldi þó að setja þyrfti ákveðið þak á vaxta- frádrátt, miða hann t.d. við eðli- lega vaxtabyrði af meðalíbúð. Þá sagði Magnús að það væri f rétt- lætisátt að skilja á milli launa- tekna og tekna af atvinnurekstri, þannig að tap á atvinnurekstri kæmi ekki til frádráttar frá öðr- um launatekjum skattþega við út- reikning tekjuskatts. Magnús Torfi sagði 50% regl- una f skattlagningu hjóna van- hugsaða frá upphafi. Hún hefði skapað verulegt misrétti milli kvenna á vinnumarkaði, eftir hjú- skaparstétt, og milli heimila, eftir því hvort annað eða bæði hjóna ynnu úti. — Bent hefði verið á ýmiskonar sérsköttunarleiðir. Þær hefðu þó það sammerkt með helmingaskiptareglunni að hjú- skaparstétt hefði áfram fjárhags- leg áhrif, m.a. með færanlegum persónuafslætti milli hjóna. Þetta Magnús Torfi Ólafsson ÓlafurG. Einarsson SUNNUDAGUR I9.DF.SKMBKR 1976 PrenlMnlója Morgunblaðsii Skattalagafrumvarp lagt fram á Alþingi: Tekjum skipt - afsláttur SH í staó skattafrádráttaröíy SsStei ÉEL \4 I"Matthías A. Ma.hieHen á AlþingU . /\/\A KÉmariSkattafrv. þyðir 1000 millj.kr.skattalækkun 411 * . __aifrv. ... atriði er eitt flóknasta atriði frumvarpsins, og íhugunarvert, en mismunur verður varla umflú- inn milli fólks i hjúskap annars vegar og einstaklinga hins vegar, eins og allt er f pottinn búið f þjóðfélagi okkar. Magnús taldi ákvæði frum- varpsins um breytingar á fyrning- arreglum og skattlagningu sölu- hagnaðar til bóta. Komið væri í veg fyrir að hægt væri að marg- fyrna sömu eign „með þvi að færa hana milli vasa með gervieigenda- skiptum". Enn væri þó of rikleg fyrningarákvæði á lausafé. Hann sagðist heldur ekki sjá rök fyrir „3ja ibúða reglunni“, varðandi leigutekjur og söluhagnað. Hann fagnaði og ákvæði frumvarpsins um meðferð varasjóþa í fyrirtækj- um, að tap yrði þá fyrst frádregið að varasjóður kæmi inn i mynd- ina. Þetta ákvæði samsvaraði hlutverki varasjóða. Aðaláherzlu bæri að leggja á kerfisbreytingu í meðferð skatta- mála. Að einfalda skattkerfið. I þá átt væri stefnt. Sakttyfirvöld- um ætti nú að gefast betra tóm til að framkvæma skatteftirlit, að sjá svo um, rétt væri fram talið. Breytingin tryggði ekki einungis betri starfsaðstöðu starfsmanna skattkerfis, heldur væri hún þann veg líka trygging skattgreiðenda fyrir meira skattalegu réttlæti. Breyting á skattstofni til sam- ræmis við útsvarsstofn væri rétt. Það skref hefði hinsvegar mátt stiga til fulls. Það auðveldaði og skatteftirlit að verðbréf og spari- fé yrði framtalsskylt, samkvæmt frumvarpinu. Sérsköttun skýlaus krafa Svava Jakobsdóttir (Abl) minnti á þingsályktun, sem Al- þýðuflokkurinn hefði flutt á þingi 1971—72, þess efnis, að stefnt skuli að skattlagabreytingu um samsköttun hjóna. „Vinni annar aðili utan heimilis, skal hinum reiknaður hluti tekna til skatts, þó ekki hærri en helmingi“ tekna maka hefði verið tillaga Alþýðu- flokksins. Hún hefði hinsvegar flutt tillögu um sérsköttun (sér- tekna og séreignar hjóna). Þáver- andi fjármálaráðherra, Halldór E. Sigurðsson, hefði þá lofaó að sú tillaga yrði tekin til meðferðar í nefnd, er vann að heildarúttekt á skattakerfinu. Það loforð getur ráðherrann enn efnt, þó skipt hafi um stól í ríkisstjórn. Hiutur heimavinnandi kvenna er mismetinn í frumvarpinu, sagði Svava, eftir því, hve háar tekjur makinn hefur. Kona lág- launamanns er minna metin, eða hennar heimastörf, en hátekju- mannsins. Þau verðmæti, sem verða til I störfum heimavinnandi kvenna, eru og einskis metin til skatts, skattfrjáls. Hvorugt þetta stuðlar að skattalegu jafnrétti. Þá vakti hún athygli á þeim mikla kostnaði, sem útivinnandi konhr yrðu fyrir vegna barnapössunar, hvort heldur sem væri á dagheim- ilum eða i heimahúsum. Hún sagði að skattar einstæðra foreldra myndu þyngjast ef frum- varpið yrði að lögum. Hún nefndi sem dæmi: Hjón með eitt barn, þar sem maðurinn vinnur einn úti. Tekjur 2 m.kr. Skattar 52.400 króna. Ef konan hefði fallið frá á árinu og maðurinn stæði upp einn með barn og heimili hækkaði skatturinn í 211.000 króna. Þann- ig væri heimavinnandi kona met- inn sem baggi. Svava sagði að sérssköttun allra einstaklinga, í hjónabandi sem ut- an, væri það sem koma þyrfti. „Finni’ann laufblað fölnað eitt, for- dæmir hann skóginn.“ Ólafur G. Einarsson (S) sagði frumvarpið lagt fram með góðum fyrirvara, til umræðu og athugun- ar meðal þings og þjóðar þann veg, að sem flest sjónarmið mættu koma til athugunar, áður en það yrði afgreitt. Hann taldi þó óhjá- kvæmilegt, að afgreiða frumvarp- ið á þessu þingi, með eðlilegum breytingum og að vandlega at- Framhald á bls. 29 Ci t t lA 11 Jr’ f- i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.