Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977
17
I „Undralandi”
Akureyringa
MEÐAN Sunnlendingar
búa vid nær algjört snjó-
leysi leika Ákureyringar
sér í brekkum Hlíöarfjalls.
Þar er snjór yfir öllu og
um helgar er þar iðandi
straumur fólks, stólalyftan
ða þá togbrautirnar þrjár
eru óspart notaðar til að
komast upp, en niður kom-
ast menn á eigin spýtum,
flestir hverjir að minnsta
kosti.
Blaðamönnum var um helgina
kynnt aðstaðan i skíðamiðstöðinni
í Hlíðarfjalli, eða Skiðafjalli eins
og margir nefna Fjallið. Ferða-
skrifstofa Akureyrar, Flugfélag
íslands, Skiðahótelið og Hótel
KEA stóðu fyrir kynningu á þeim
möguleikum, sem fyrir hendi eru
á Akureyri yfir vetrartimann.
Einn af forystumönnum þessara
fyrirtækja sagðist reyndar vilja
kalla Hlíðarfjallið Undraland og í
veðurbliðunni þar á iaugardaginn
var staðurinn sannkallað Undra-
land. Fögur fjalisýn, hvergi ský-
hnoðri á himni á laugardaginn,
snjór yfir öllu þannig að varla sá
á dökkan díl.
Akureyringar kunnu líka vel að
með því. Margt annað er reyndar
hægt að gera, margir eiga snjó-
sleða og nota þá mikið enda
veðráttan ekki amaleg til slíkra
iðkana. Ekki er neitt af þessu nóg
fyrir suma og Akureyringurinn
Herbert Hansen lék sér að því á
laugardaginn að svífa á flugdreka
hátt fyrir ofan skíðafólkið og
lenda síðan við hótelið.
Akureyri hefur upp á ýmislegt
að bjóða fyrir ferðamenn og þá
ekki siður á vetrinum. Hótel KEA
stendur alltaf fyrir sinu, Hlíðar-
fjallið hefur þegar verið nefnt,
skemmtistaðir eins og Sjálfstæðis-
húsið eru jú enn á Akureyri, söfn
ýmiss konar eru þar og margt
forvitnilegt að skoða tilheyrandi
listum og menningu. Iþróttir eiga
sér dygga málssvara á Akureyri
og þar er svo sannarlega góð að-
staða fyrir skautafólk, því varia
getur betra skautasvell en ísi
lagðan Pollinn.
Á veturna skiðaiþróttin íþrótt
númer eitt á Akureyri og það er í
raun ekki undarlegt að skíðafólk
þar eins og annars staðar skuli
vera óánægt með hversu mikið
ríkið tekur í tolla og gjöld af
skíðainnflutningi til landsins. Er
50% tollur á þessari vöru og 18%
vörugjald. Auk þessa bætast ýms-
ir aðrir liðir við og af smásölu-
verði hverra skiða fara 41.6% í
Skreið í vetrarsól
Útflutningsverðmæti
fiskafla á Suðurnesj-
um 11 milljarðar 1976
I KVÖLD sýnir Leikfélag Selfoss „Sá, sem stelur fæti, verður heppinn ( ástum“ eftir Dario Fo í
Kópavogsbfói klukkan 21. Leikfélag Selfoss hefur sýnt leikrit þetta víðs vegar um landið að
undanförnu. Fyrirhugaðar eru sýningar á „Sá, sem stelur fæti“ í Aratungu, Vík í Mýrdal, Hvoli og
Kirkjubæjarklaustri seinna I þessum mánuði.
Leikstjóri er Steinunn Jóhannesdóttir. Á meðfylgjandi mynd sést atriði úr leiknum.
Gítartónleik-
ar í M.H.
á morgun
ÞVZKI gftarleikarinn Siefried
Behrend, sem staddur er hér á
landi f boði þýzka bókasafnsins
og Menntaskólans við Hamrahlfð,
heldur á morgun tónleika f sal
M.H. og hef jast þeir kl. 21.00.
Haryi og kona hans, leikkonan
Claudia Brondzinska-Behrend,
verða með tvenna tónleika, hina
fyrri fyrir nemendur M.H. og
Tónlistarskólans og hinir siðari, á
morgun, sem eru opinberir tón-
leikar. A efnisskránni eru allar
tegundir gítartónlistar, þ.e. klass-
ísk, nútima- alþýðu- og popptón-
list.
Siegfried Behrend hefur
ferðast viða og haldið tónleika,
allt frá árinu 1958 er hann fór í
sina fyrstu tónleikaferð, til Sovét-
ríkjanna, og ávann sér mikla
frægð.
Þá var hafin smiði á 127 íbúð-
um í Hafnarfirði á árinu 1976, en
það er meira en sl. ár, eða frá
1971, þegar hafin var smiði 258
íbúða. Af þeim íbúðum sem
byrjað var á 1976 voru 30 fyrir
aldraða í 5 ibúðarhúsum á Sól-
vangslóðinni.
Af 221 ibúðarhúsi sem var i
smíðum i Hafnarfirði á árinu 1976
voru 177 einbýlishús, 20 eru með
tveimur ibúðum, 2 með þremur
íbúðum, 1 með fjórum, 7 með sex,
11 með átta, 2 með niu og 1
íbúðarhús með tólf íbúðum. Lokið
var við smiði 66 húsa með 139
íbúðum árið 1976, og voru þær
samtals 20.486 fermetrar.
Iðnaðar- og verzlunarhús, sem í
smíðum voru á siðasta ári i Hafn-
arfirði voru 44 talsins, samtals
31.855 fermetrar að flatarmáli.
Þar af var lokið við smíði 8 húsa
er voru 3.344 fermetrar. Bíl-
geymslur og viðbyggingar við
eldri hús, sem i smíðum voru i
Hafnarfirði siðasta ár, voru 298
talsins, og lokið var við 88 þeirra.
Ennfremur voru í byggingu eftir-
talin hús: Dvalarheimili við
Garðaveg, DAS, Heimavistarskóli
í Krýsuvik, íþrótta- og félagsheim-
ili við Strandgötu. Lokið var við
dagheimili við Miðvang, viðbygg-
ingu við iþróttahús á Flatahrauni
og viðbyggingu við sjúkrahús St.
Jósepssystra við Suðurgötu.
I Hliðarfjalli.
nota sér aðstöðuna og ungir sem
gamlir skemmtu sér I Fjallinu.
Mátti þarna sjá allt niður í
tveggja ára gamla krakka með
toppútbúnað, nýjustu skiði, galla
eftir kröfum tízkunnar og á höfði
með hjálm eins og helzt sjást i
myndum af geimferðum. En það
var ekki aðeins útbúnaðurinn,
sem var fullkominn. Hæfni þessa
unga fólks var undraverð og stirð-
busalegur blaðamaður úr Reykja-
vikinni gat ekki annað en orðið
skömmustulegur þegar þessir
ungu ofurhugar brunuðu framhjá
á fullri ferð.
Árgangarnir koma siðan hver
af öðrum og það er vinsælt sport
hjá eldri hjónum að fara I Fjallið
á sunnudögum, reima á sig skíðin,
fara í gönguferð eða setjast niður
i vistlegu hótelinu og fá kaffi og
ríkissjóð. Er þetta drjúg upphæð
þegar hver keppnismaðúr á skíð-
um þarf t.d. áð eiga þrenn skíði.
Segir skíðafólk — og hefur vissu-
lega nokkuð til sins máls — að
tekjur ríkisins af skíðainnflutn-
ingi séu mörgum sinnum meiri en
nokkurn timann það sem skiða-
íþróttin fær í sinn hlut. Taki ríkið
meira i gjöld, tolla og skatta af
skiðum sem seld eru á Akureyri
en það greiðir til allrar hinnar
frjálsu iþróttastarfsemi á staðn-
um.
—áij
Á FÉLAGSFUNDI Utvegsmannafélags Suðurnesja, en það nær yfir
Grindavfk, Hafnir, Sandgerði, Garð, Keflavlk, Njarðvíkur og Voga,
varð hagnýttur fiskafli árið 1976, sem hér segir:
Lestir 1976
Botnfiskaafli
Sildarafli
Loðnuafli
Humarafli
Lestir 1975
76.486 lestir en var 74.543 lestir 1975
3.260 lestir en var 3.689 lestir 1975
46.201 lestir en var 43.295 lestir 1975
1.403 lestir en var 929 lestir 1975
Verðmæti aflans, upp úr sjó, var 4,4 milljarðar króna 1976 á móti 2,7
milljörðum 1975.
Utflutningsverðmæti aflans
1976 verður um 11 milljarðar
króna, en það þýðir að á Suður-
nesjum eru framleidd 20,7% allra
útfluttra sjávarafurða íslendinga,
hvað snertir verðmæti á s.l. ári.
40% Suðurnesjamanna starfa
við sjósókn og vinnslu sjávarafla.
Til samanburðar má nefna, að
miðað við allt landið, er þetta
hlutfall 12,5%, á Vestfjörðum
41%, í Vestmannaeyjum og á
Snæfellsnesi 43%, en á þessum
stöðum er þetta hlutfall hæst á
landinu.
Vertíðin 1977 hófst að þessu
sinni með meiri þrótti en oft áður
hin siðari ár. 31. janúar s.l. höfðu
90 bátar hafið róðra, en þar að
Á SL. ári voru alls 221 fbúðarhús
með 387 fbúðum f byggingu í
Hafnarfirði en það er nokkru
meiri byggingarstarfsemi heldur
auki eru gerð út 18 skip til loðnu-
veiða, frá Suðurnesjum.
I janúar s.l. varð aflinn, sem
hér segir:
5.525 lestir i 949 róðrum, en var
á sama tímabili 1976 3.280 lestir i
586 róðrum. Af þessum afla lönd-
uðu togarar 1172 lestum, í 12
löndunum, en i janúar 1976 lönd-
uðu þeir 1134 lestum, 1-13 löndun-
um, segir í frétt frá Utvegs-
mannafélagi Suðurnesja.
en árið 1975. Samtals voru þessar
fbúðir 173.536 rúmmetrar. Þótt
hér sé um meiri umsvif að ræða
en 1975, þá var byggingarstarf-
semi f Hafnarfirði einna mest
1971 er byggðar voru 566 íbúðir,
samtals 209.550 rúmmetrar.
Hafnarfjörður:
387 íbúðir í
byggingu 1976