Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 18

Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framl* væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Stóriðjuáform Alþýðubandalags Gunnar Thoroddsen iðnaöarráöherra flutti athyglis- veröa ræðu við fyrstu umræðu um stjórnarfrum- varp um járnblendiverksmiðju þar sem hann fjallaði um ýmsar þær fullyrðingar, sem talsmenn Alþýðubandalags- ins hafa sett fram að undanförnu um stjóriðjumálin. Eins og skýrt var frá í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins s.l. sunnudag virðist svo sem beint samband sé á milli þeirrar herferðar, sem Alþýðubandalagið hefur að undanförnu staðið fyrir gegn stóriðju á íslandi og leyni- fundar, sem kommúnistaflokkar í V-Evrópu efndu til í desember s.l. þar sem slík herferð var skipulögð undir yfirstjórn sérstaks fulltrúa sovézka kommúnistaflokks- ins. í ræðu þessari fjallaði Gunnar Thoroddsen m.a. um þær umræður, sem orðið hafa um álbræðslu við Eyja- fjörð og þá fullyrðingu eins þingmanns Alþýðubanda- lagsins, að hann hefði bent erlendu stórfyrirtæki á Eyjafjörð, sem heppilegan stað fyrir slíkt iðjuver. Iðnaðarráðherra upplýsti, að það hefði verið í orkuráð- herratíð Magnúsar Kjartanssonar, sem hinu erlenda fyrirtæki hafði verið vísað á rannsóknarkosti á Austur- landi og Norðurlandi og þá sérstaklega við Eyjafjörð. Hins vegar kvaðst Gunnar Thoroddsen hafa lagt áherzlu á, að stefna núverandi rikisstjórnar væri sú, að slíkt iðjuver skyldi hvergi reist gegn vilja heimamanna og rifjaði í því sambandi upp ummæli sín viö undirritun lánasamnings við Norræna fjárfestingarbankann er hann sagði: „Þegar um stóriðju á Islandi er að ræða eigum við að fara með gát og varkárni. Með fámennri þjóð býr uggur í sambandi við erlent fjármagn og erlend áhrif, sem því kunna að fylgja. I annan stað þarf að gæta þess, að stjóriðja raski ekki byggð né byggðajafnvægi né dragi um of vinnuafl frá öðrum atvinnugreinum. Þá verður að gera strangar kröfur um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að því er stefnt, að þessi sjónarmið ráði ferð við þá verksmiðju, sem nú er fyrirhugað að reisa.“ Þá fjallaði Gunnar Thoroddsen stuttlega um hag- kvæmni stóriðjuvera fyrir íslenzkan þjóðarbúskap og varpaði fram þeirri spurningu hver vildi nú vera án sementsverksmiðju, kísilgúrverksmiðju, áburðarverk- smiðju eða álvers og gat þess, að frá upphafi til þessa dags, hefðu gjaldeyristekjur íslendinga af rekstri álvers- ins numið um 24 milljörðum króna, fyrirtækið hefði gert okkur kleift að reisa ódýra og hagkvæma virkjun og í álverinu starfi nú um 600—650 manns. Gunnar Thoroddsen sagði, að það hefði dregizt alltof lengi, að hreinsitæki yrðu sett upp í álverinu. Engin breyting hefði á orðið í þeim efnum, meðan ráðherra Alþýðubandalagsins sat í embætti orkuráðherra. Iðnaðarráðherra kvaðst á síðasta fundi með fulltrúum álversins hafa lagt áherzlu á aðeins eitt mál, hreinsitæki, og á næsta fundi bæri félaginu að leggja fram ákveðnar tímasettar áætlanir um uppsetningu slíkra tækja. I ræðu sinni fjallaði iðnaðarráðherra nokkuð um upp- haf járnblendiverksmiðjunnar og benti á, að það hefði verið orkuráðherra Alþýðubandalagsins, sem hefði valið bandarískt stórfyrirtæki til viðræðu um byggingu þeirr- ar verksmiðju og að I bréfi til hins bandaríska stórfyrir- tækis, hefði orkuráðherra Alþýðubandalagsins harmað drátt á málinu og látið í ljós von um, að úr mundi rætast að kosningum loknum. Þá minnti Gunnar Thoroddsen á, að í janúar 1974 hefði orkuráðherra Alþýðubandalagsins svarað fyrirspurn á Alþingi um stjóriðju á Norðurlandi á þennan veg: „Ég tel það ákaflega mikilvægt atriði, að meiri háttar fyrirtæki af slíku tagi rísi ekki aðeins hér á Suðvesturlandi heldur einnig á Norðurlandi og á Aust- fjörðum, þar sem aðstæður eru vissulega hentugar, bæði á Norðurlandi og Austfjörðum." Eins og þessi frásögn ber með sér hefur það verið staðfastur ásetningur orkuráðherra Alþýðubandalagsins að koma upp, auk járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, stóriðjufyrirtækjum á Norðurlandi og Austurlandi. En nú er Alþýðubandalagið utan stjórnar og boð koma frá kommúnistum í V-Evrópu um að hefja áróður gegn stóriðju. Þeim boðum er hlýtt. En enginn maður getur tekið mark á fjarstýrðum boðskap manna sem fyrir aðeins þremur árum höfðu uppi áform um stórfellda stóriðju um land allt. 56 áður óþekkt tón- verk eftir Sigvalda Kaldalóns komin út Sigvaldi Kaldalóns og eiginkona hans, Margrét Kaldalóns. NÝLEGA komu út átt- unda og níunda heftið í söngvasafni Sigvalda Kaldalóns tónskálds og læknis. I heftum þessum er að finna 27 einsöngs- lög, 26 kórlög, valsinn ,,Þrá,“ „Ljóð án orða“ og tónverkið „Kaldalóns- þankar" sem er í fjórum þáttum, samið fyrir píanó, fiðlu, harmonium og kór. Öll eru tónverk þessi í frágangi og radd- setningu Sigvalda sjálfs, nema valsinn „Þrá“ og „Ljóð án orða“ sem eru í útsetningu Carl Billich. Langflest þessara nýút- komnu sönglaga hafa aldrei heyrst áður, og er því hér um áður óþekkt framlag Sigvalda Kalda- lóns til söngiðkunar að ræða. Páll Halldórsson organleikari annaðist nótnaritun, en Hallgrím- ur Jakobsson kennari SúMpMMhfn KAI nAI ÓN<i Kápa 9. heftis söngvasafns Kaldalóns, en þetta hefti er sfð- asta heftið f útgáfu nýrra söng- laga eftir Sigvalda Kaldalóns. Ilústeikningin á kapuforsfðu er af húsi þvf sem Sigvaldi Kaldalóns fæddist f. skrifaði texta. Setning fyrirsagna og prentun er unnin af Litbrá. Áður hafa komið út sjö hefti með 143 sönglögum Sigvalda, hið fyrsta þeirra kom út árið 1916 og það sjöunda árið 1971. Eins og kunnugt er, var Sig- valdi Kaldalóns læknir að mennt og gegndi hann embætti héraóslæknis frá Ármúla við; Isafjarðardjúp, Flatey á Breiða- firði og Grindavík. Á þessum stöðum samdi Sigvaldi mörg sinna bestu laga, en ferill hans sem tónskálds nær yfir meira en 40 ára timabil, eða frá þvi rétt eftir aldamótin og fram undir síðustu æviær, en Sig- valdi Kaldalóns lést árið 1946, sextíu og fimm ára að aldri. Á fyrstu árum sinum sem tónskáld samdi hann til dæmis hið vinsæla lag „A Sprengi- sandi“ og lagið „Heimir" er einnig í hópi þeirra laga sem fyrst komu út. Lög eins og „avorvindur" og „ísland ögrum skorið" eru frá því um 1930, en af síðari lögum hans má nefna „Suðurnesjamenn" og „Hamra- borgin“. Á þeim tima er Sigvaldi fer að semja sín lög, var fátt um íslenzk sönglög og 'féll þvi ferskur og frjór hugur Sigvalda vel að þörfum söngþyrstrar þjóðar. Og liðlega sjötíu árum eftir að Sigvaldi byrjar að fást við lagasmið, birtast enn eftir hann ný sönglög og tónverk sem fæst hafa heyrst áður, og eru þessi áður óþekktu tónverk hans 56 að tölu. Er ekki að efa að lög þessi eiga eftir að heyr- ast á næstunni nú er þeim hef- ur verið komið á framfæri, en útgáfa tónverka þessara jafn- framt lokaþáttur nýrra söng- laga eftir Sigvalda Kaldalóns, og eru útkomin tónverk hans 204 talsins. Útgefandi er Kalda- lónsútgáfan. Andrésar Andar leikarn- ir á Akureyri 1 marz t samvinnu við útgáfufyrirtæk- ið Gutanberghus-Bladene i Dan- mörku var á s.l. ári haldið skíða- mót fyrir börn á aldrinum 7—12 ára er hlaut nafnið Andrésar Andar leikarnir. Alls voru keppendur á þessu móti 150 tals- ins. Framkvæmdaaðili er nefnd áhugamanna um skiðaíþróttina, þar sem m.a. eru fulltrúar frá Skiðaráði Akureyrar og Skiða- hótelinu Ákureyri. Næsta mót er ákveðið 19. og 20. marz n.k. og hefur undirbúningur fyrir þetta mót staðið yfir nú um nokkurt skeið bæði hér heima og í Danmörku. Auk þess að vera skiðamót er ætlunin að þetta mót verði til þess að auka kynni ungs skiðafólks víðsvegar að af landinu og verði einskonar vetrarhátíð barna, með margvislegum skemmtiatriðum. Keppt verður í svigi og stórsvigi drengja og stúlkna I öllum aldurs- árgöngum 7—12 ára. Allir kepp- endur fá þátttökuviðurkenningu auk þess sem sérverðlaun eru veitt fyrstu keppendum í hverri grein i hverjum árgangi. Einnig er keppni milli héraða um fagran grip sem Slippstöðin h.f. á Akur- eyri gaf á s.l. ári. öllum börnum he og skal senda þátttökutilkynningu fyarir 12. marz n.k. til Andrésar Andar leik- anna, pósthólf 168, Akureýri. Ið .iJÍ IdWI .maftiJ Salt verksmid j an stofnsett 1 DAG verður stofnfundur salt- verksmiðjunnar haldinn I Kefla- vík en 487 hlutafjárloforð eru til staðar vegna fyrirtækisins, alls 44 millj. kr. frá sveitarfélögum, fyr- irtækjum og einstaklingum upp á alls 44 millj. kr. en í dag verður gefið upp hve mikið fjármagn rikissjóður mun leggja til. 7 sveitarfélög á Suðurnesjum lofa 3.5 millj. kr„ 37 fyrirtæki lofa í dag 23 millj. kr. og 43 einstaklingar lofa 17 millj. kr. Samkvæmt upplýsingum Gisla Einarssonar fulltrúa i iðnaðar- ráðuneytinu eru aðalverktakar með mest hlutafjárloforð, 10 millj. kr. Ríkisstjórnin stendur fyrir stofnun undirbúningsfélagsins, en áformað er að byggja tilrauna- verksmiðju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.