Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 19
19
-------------------------------------
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977
iii iinm m—whbbb—ra
I Iprðltlr |
Góð æfing Sigurðar
sagði til sín og hann
vann með yfirburðum
Björgvin Björgvinsson, bezti maður fslenzka landsliðsins f leiknum f Hafnarfirði & sunnudagskvöldið skorar eitt marka sinna
Ljósm. Mbl Kr. 01.
Sigurvegarar f Skjaldarglfmu Ármanns. Halldór Konrððsson er varð þriðji, Guðmundur Freyr Halldórs-
son sigurvegari og Guðmundur Ölafsson er varð annar.
Guðmundur Freyr vann Ár-
mannsskjöldinn í 15. tilraun
SIGURÐUR Jónsson,
skíðamaður frá ísafirði,
var yfirburðasigurvegari á
skfðamóti sem fram fór dá
tsafirði um helgina. Sigr-
aði Sigurður bæði í svigi og
stórsvigi, og var áberandi
öruggari en keppinautar
hans, enda sennilega í
margfalt betri æfingu en
þeir. Sem kunnugt er hef-
ur Sigurður dvalið ytra við
æfingar í vetur og segir
það greinilega til sín.
Sigurður sigraði í sviginu á
89,94 sek. samanlagt, en Hafþór
Júliusson, Isafirði, varð annar á
96,88 sek. og Gunnar B. Ólafsson,
einnig frá Isafirði, varð í þriðja
sæti á 100,58 sek. I stórsviginu
POLSKA meistaraliðio SLASK notaoi
helgina til þess að rasskella Islenzka
landsliðið I handknattleik tvlvegis,
svo og 2. deildar lið KA. Sigraði
SLASK landsliðið með 10 marka
mun á Akureyri, 25—15, og með 7
marka mun I Hafnarfirði 24—17.
Úrslit I leiknum við KA urðu svo
32—25. þannig að samtals skoruðu
Pólverjarnir 81 mark gegn 57 I
leikjunum þremur.
Telja verður leiki SLASK við lands
liðið hæpinn ávinning fyrir okkar
menn, sem greinilega eru orðnir
þreyttir og leikjaleiðir. Væri senni-
lega skynsamlegast að gefa leik-
mönnunum sæmilega hvlld frá erfið-
um æfingum fyrir keppnisferðina til
Austurrlkis. í öllum leikjum lands-
liðsins við SLASK kom fram áber-
andi viljaleysi okkar manna — þeim
virtist nokkurn veginn sama hvernig
leikurinn færi og fegnir þegar honum
var lokið. SLASK-menn tóku leikina
llka með hæfilegri alvöru, voru þó
jafnan ákveðnir I að sigra, enda ekk-
ert leiðinlegt fyrir þá að koma heim
fékk Sigurður tímann 149,66 sek.
Hafþór Júliusson varð annar á
153,66 sek. og í þriðja sæti varð
Haukur Jóhannsson frá Akureyri
á 155,18 sek.
I kvennakeppninni var hins
vegar um meiri baráttu að ræða,
og fóru leikar svo að Margrét
Baldvinsdóttir frá Akureyri sigr-
aði í Alpatvíkeppninni. Hún varð
sigurvegari í svigi og önnur I stór-
svigi á eftir Steinunni Sæmunds-
dóttur.
A skíðamótinu á Isafirði var
einnig keppt i 15 km göngu karla
og varð Halldór Matthíasson
sigurvegari, Björn Ásgrimsson
frá Siglufirði sigraði í 10 km
göngu 17—19 ára, Gottlieb
Konráðsson frá Ólafsfirði i 7,5 km
göngu 15—16 ára og Egill Rögn-
valdsson frá Siglufirði sigraði svo
I göngu 13—14 ára pilta, sem
gengu 5 km.
eftir að hafa sigrað tslenzka landslið-
ið margsinnis.
KA — SLASK
Á föstudagskvöldið lék SLASK við
KA I íþróttaskemmunni á Akureyri
og áttu heimamenn við rámman reip
að draga. Það má þó ef til vill segja
að það hafi verið nokuð gott hjá
þeim að skora 23 mörk hjá jafn
sterku tiði og SKAKer, en einhvern
veginn var það samt þannig að mað-
ur hafði það á tilf inningunni að
SLASK-menn tækju leikinn mátu-
lega alvarlega. Að venju skoraði
Klempel flest mörk Pólverjanna, eða
13 talsins, en auk hans vakti leik
maður númer 10, Sokolwski. verð-
skuldaða athygli. Sigurður Sigurðs-
son skoraði flest mörk heimamanna,
8. Hörður Hilmarsson 5. Ármann
Sverrisson 3 og aðrir minna.
LANDSLIÐIÐ BURSTAÐ
Á laugardaginn fjölmenntu Akur-
eyringar I íþróttaskemmuna til þess
að sjá landslið Íslands leika gegn
SLASK liðinu Áhorfendur áttu að
sjálfsögðu von á fjörugum og góðum
GUÐMUNDUB Freyr Ilalldórs-
son Ármanni bar verðskuldaðan
sigur úr býtum I 65. Skjaldar-
glímu Ármanns, sem glfmd var I
leik, en annað kom á daginn. SLASK
hafði algera yfirburði og sigraði með
25 mörkum gegn 15.
Það var aðeins rétt I byrjun sem
landsliðið stóð I SLASK. Þannig var
jafnt 3 gegn 3. eftir stuttan leik, en
þá tók SLASK á rás og leiddi I
leikhléi með 16 mörkum gegn 10. Í
slðari hálfleiknum breikkaðí bilið
enn frekar og leiknum lauk með sigri
Pólverjanna 25—15. eins og fyrr
getur.
Aðeins einn leikmanna fslenzka
liðsins sýndi eitthvað umtalsvert I
leik þessum. Var það Þórarinn Ragn-
arsson sem barðist allan tlmann af
miklum krafti Vörn liðsins var yfir-
leitt hriplek og markvarzlan slök,
einkum I fyrri hálfleik.
Markhæstur Pólverjanna i leik
þessum var Klempel með 10 mörk,
en fyrir ísland skoruðu: Jón Karlsson
4, Ólafur Einarsson 3, Geir Hall-
steinsson 2. Þórarinn Ragnarsson 2.
Þorbjörn Guðmundsson 1, Þorbergur
Aðalsteinsson 1 og Ágúst Svavars-
son 1.
fþróttahúsi Vogaskólans s.I.
Iaugardag. Guðmundur, sem er 35
ára gamall verzlunarmaður, vann
nú hinn eftirsótta skjöld f fyrsta
skipti f 15. tilraunum, en hann
24—17 I HAFNARFIRÐI
Á sunnudagskvöld var svo leikið !
Hafnarfirði og var þar hið sama uppi
á teningnum. Nánast engin hreyfing
á vörn Islenzka liðsins — allir leik-
mennirnir á hælunum, örþreyttir eft
ir erfiða leiki og æfingar að undan-
förnu. Sóknarleikur íslenzka liðsins
var einnig með eindæmum bragð-
laus og óákveðinn. Aðeins einn leik-
maður reyndi eitthvað og gat eitt-
hvað. Sá var Björgvin Björgvinsson.
en jafnvel hann var þó nokkuð langt
frá slnu bezta — skorti snerpu.
Aðeins einu sinni I leiknum var
staðan jöfn, 1—1, en siðan tóku
Pólverjarnir leikinn algjörlega I sinar
hendur. Staðan I hálfleik var 11 — 8,
eftir að Pólverjarnir höfðu komist
um tlma 6 mörk yfir I hálfleiknum.
Björgvin Björgvinsson skoraði 4
mörk I leik þessum, Geir Hallsteins-
son 4. Ágúst Svavarson 3. Þorbjörn
Guðmundsson 2. Viggó Sigurðsson
2, Viðar Simonarson 1 og Þórarinn
Rsgnarsson 1.
SIGB.G/ STJL.
hefur keppt f Skjaldarglfmunni
frá árinu 1962.
Keppendur voru með færra
móti aó þessu sinni eða 6 að tölu
og var keppnin ákaflega bragð-
dauf. Tilþrifamiklar glímur sáust
vart og flestar glfmurnar voru
litið augnayndi fyrir þá örfáu
áhorfendur, sem komu til að
fylgjast með Skjaldarglfmunni.
Undirritaður gerði sér það til
dundurs að telja alla viðstadda og
reyndust þeir vera 49 að tölu og
eru þá allir meðtaldir,
keppendur, starfsmenn, áhorf-
endur, bæði fullorðnir og börn.
Áhugi á glímu virðist því í lág-
marki, og er gerð grein fyrir
þeirri hlið málsins á öðrum stað i
íþróttablaðinu.
Röð keppenda varð þessi:
vinningur
1. Guðmundur F. Halldórs Á 4‘A
2. Guðmundur Ólafsson Á 4
3. Halldór Konráðs Víkverja 2'A
4. Guðni Sigfússon Á 2
5. Óskar Valdimarsson V l'A
6. Árni Þór Bjarnason KR lA
Nafnarnir Guðmundur Freyr
og Guðmundur Ólafsson glímdu
strax í 1. umferðinni og skildu
þeir jafnir. I næstu umferðum
báru þeir báðir sigur úr býtum í
glimum sínum og þegar kom að
siðustu umferðinni, bjuggust allir
við þvi að þeir yrðu að glfma
aukaglímu um skjöldinn. En í
síðustu umferðinni gerðust þau
óvæntu tíðindi að Guðmundur
Ólafsson náði ekki að leggja
Halldór Konráðsson þrátt fyrir
harða atlögu og skildu þeir jafnir,
en Guðmundur Freyr lagði Árna
Þór Bjarnason léttilega og tryggði
sér þar með sigur. I glímulok af-
henti Hörður Gunnarsson
Guðmundi Frey Ármannsskjöld-
inn, en það mun sfðast hafa gerst
árið 1963 að Ármenningur
hreppti skjöldinn, en það var
Kristmundur Guðmundsson.
Sem fyrr segir var þetta '65.
Skjaldarglíma Ármanns en 78.
Ármannsglíman en undir því
nafni gekk glímukeppni þessi
fyrstu 14 árin. Er þetta elsta
iþróttamót landsins, en það var
fyrsj haldið stofnár Armanns,
1889. Guðmundur Freyr er 36.
skjaldarhafinn. Oftast hefur
Ármann J. Lárusson unnið
skjöldinn eða 8 sinnum, Sig-
tryggur Sigurðsson vann hann 7
sinnum og Sigurjón Pétursson
sex sinnum.
—SS
SLASK lék þreytt landslið grátt