Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.02.1977, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 29 Þrenging áfenglslaga: Aldursmörk á öldurhúsum — Litlar veitingastofur med öl á boðstólum? Frá umræðum um áfengisvandamálið í efri deild Alþingis göngu. Og við lifum nú tíma hinna sterku drykkja. Eggert taldi að sala áfengs öls myndi ekki koma í veg fyrir neyzlu sterkra drykkja, eða minnka hana að neinu ráði, held- ur sennilegast verða viðbót i áfengisbrunninn. Eggert sagði að tiltæk fræðsla um skaðsemi áfengis og tóbaks hefði þvi miður ekki gefið þá já- kvæðu raun, sem allir hefðu von- að. Strangar reglur á ýmsum svið- um, m.a. auglýsingabann á áfengi, hefði og ekki sýnt áþreifanlegan árangur. Engu að siður væri það skoðun. sin að árangursríkast væri Þrengri og strangari áfengis- __________löggjöf__________ Fjórir þingmenn úr jafn mörgum stjórnmálaflokk- um flytja frumvarp að þrengri og strangari áfengislögum; þeir Helgi F. Seljan (Abl), Oddur Ólafsson (S), Jón Helga- son (F) og Jón Ármann Héðinsson (A). Efnisatriði frumvarpsins eru þessi: 1) Leyfistími vínveitinga- húsa styttist úr fjórum ár- um í eitt. 2) Leyfisgjald hækki úr kr. 4.000.00.- í kr. 40.000.00,- sem er fertugföldun miðað við styttingu leyfistíma. 3) Sala og afhending áfengis skal óheimil nema gegn framvísun nafnskír- teinis með mynd skírteinis- hafa. 4) Aðgangur að öldurhús- um skal óheimill fólki und- ir 20 ára aldri, eftir kl. 8 síðdegis. 5) Komið verði á fót leið- beiningarstöð í ofdrykkju- vörnum ekki síðar en 1. júní 1977. 6) Stórhækkun sekta vegna áfengisbrota. Vandamál sem verður að leysa Helgi F. Seljan (Abl) mælti fyrir frumvarpinu og taldi áfengisvandamálið hafa teygt arma sína um flesta þætti þjóð- lífsins og löngu orðið að þeim meinvætti, að löggjafarsamkoma þjóðarinnar yrði að láta málið til sín taka með verklegri hætti en hingað til. Hann sagði frumvarpið nú endurflutt, litið breytt. Horfið væri frá fyrra ákvæði, þess efnis, að áfengi fengist aðeins keypt gegn sérstöku áfengiskaupaskír- teini, og að haldin skyldi sérstök skrá yfir áfengiskaup hvers og eins. Það væri gert vegna þeirrar andstöðu, sem það ákvæði hefði mætt. í þess stað væru áfengis- kaup bundin við framvísun nafn- skirteinis. Helgi taldi íslenzka áfengis- málalöggjöf um margt til fyrir- myndar, en framkvæmd hennar væri vægast sagt hörmuleg og litt til sóma. Þá lagði þingmaðurinn áherzlu á þýðingu leiðbeiningarstöðvar i ofdrykkjuvörnum, sem og á hvers konar fyrirbyggjandi fræðslu og aðgerðir. Aldurstakmark á öldur- húsum væri deiluefni, en reynsla sýndi, að lækkun aldursákvæða væri liður í útbreiðslu áfengis til lægri aldursflokka. Sjónvarp, út- varp og fjölmiðlar flyttu og oft efni, sem festu drykkjutizkuna i sessi. „Drykkjuskapur unglinga er góð söluvara siðdegisblað- anna,“ sagði þingmaðurinn. Að seljaþað sterkasta en banna það veikasta Jón G. Sólnes (S) sagðist sam- mála flutningsmönnum frum- varpsins um ófremdarástand áfengismála hér á landi og sam- mála þeim tilgangi, sem fyrir þeim vekti. Hann taldi hinsvegar gildandi áfengislöggjöf meingall- aða, enda ætti hún sér enga hlið- stæðu í viðri veröld. Það væri til að mynda kyndug stefnumörkun í áfengismálum, að leyfa annars vegar óhindraða sölu allra tegund sterkra drykkja (sem væri raunar einn helzti tekjustofn rikissjóðs), en banna hins vegar sölu veikustu tegundar áfengis, öls. Maður verð- ur að fara til mjög frumstæðra þjóða til þess að finna dæmi slikra mótsagna. Það er sannfær- ing mín að við værum betursettir með tilvist venjulegs, áfengs öls, sem viðast er seldur með menn- ingarþjóðum, og sá valkostur yrði a.m.k. illskárri en að hafa hina sterkari drykki einvörðungu á boðstólum. Hér dugar hvorki til- finningasemi né ofstæki, heldur að hyggja að leiðum, sem annars staðar hafa gefið góða raun. Jón taldi að almenn, viðtæk fræðsla um hættur áfengis, eink- um í skólakerfi landsins og öðrum „uppeldisstofnunum" þyngsta á metum. Fyrirbyggjandi aðgerðir skiptu mestu máli. Jafnsjálfsagt væri að styrkja og efla hvers kon- ar ofdrykkjuvarnir og almanna- samtök, er störfuðu á þeim vett- vangi. Vafamál væri hins vegar, að sum ákvæði framkomins frum- varps leystu nokkurn vanda; spurning, hvort þau ykju ekki á hann, þegar grannt væri skoðað. Áfengið hefði verið fylgifiskur mannkynsins frá örófi alda, sagði þingmaðurinn, hvort sem okkur væri það ljúft eða leitt, og löggjaf- inn mætti miða afstöðu sina við það, sem bezt hefði gefist með öðrum þjóðum í þessu efni. Boð og bönn þjónuðu takmörkuðum tilgangi, og minnast mættum við þess, að svokölluð bannár í Bandaríkjunum urðu gróðrarstía hvers konar áfengisafbrota og smyglstarfsemi. Ég tel t.a.m. rangt að neita stú- dentum (félagsstofnun stúdenta) um að veita létt vín innan sinna veggja. Eða heldur nokkur maður þvi fram i alvöru, að sú neitun hafi stuðlað að betri meðferð áfengis meðal þeirra eða ung- menna almennt? Unga fólkið þarf lika að hafa sin afdrep til eðlilegs skammtanahaids. Það þarf að eiga sina staði, sem það getur dvalið á, er tómstundir gefast. E.t.v myndu litlir, snyrtilegir veit- ingastaðir, þar sem aðeins öl er á boðstólum, skapa heppilegri val- kost en flóðgáttir sterkra drykkja á börum borgarinnar. Tekjupóstur samneyzlu Eggert G. Þorsteinsson (A) sagði m.a. að Alþingi setti saman fjárlög, þar sem sala áfengis skip- aði stóran sess í tekjuöflun rikis- sjóðs. Þetta væri gert þvert á þann viðblasandi áfengisvanda, sem væri ein stærsta meinsemdin í þjóðfélaginu. Hann lagði áherzlu á, að hann teldi viðleitni flutningsmanna framkomins frumvarps þakkarverða. En þjóð- in er ekki alveg reynslulaus í þessu efni. Við höfum reynt al- gjört vinbann. Við höfum einnig reynslu af sölu léttra vina ein- að efla þær stofnanir i landinu, sem störfuðu að áfengisvörnum. Hann sagði áfengisvarnaráð fé- vana og því ekki þeim vopnum búið, sem vera þyrfti. Hann rakti starfsemi AA-samtakanna og góð- templarareglunnar, sem margt gott hefði leitt af, ekki sízt AA- samtakanna, sem komið hefðu fjölda manns á réttan kjöl í lífinu. Raunhæfasta leiðin er þrátt fyr- ir allt fræðslustarfið, uppeldis- áhrif, og breyting á almannavið- horfum til meðferðar áfengis. Fyrirbyggjandi aðgerðir væru hér sem annars staðar happa- drýgstar. Aðstoð til áfengissjúkra þarf jafnframt að stórauka. Ég legg ekki stein i götu þessa frum- varps, sagði þingmaðurinn, en legg þó höfuðáherzluna á fyrir- byggjandi fræðslustarf og stuðn- ing við starfsemi sem fyrir er á þeim vettvangi. Ölþjóðir sízt betur settar Oddur Ólafsson (S) sagði svo- kallaðar ölþjóðir sizt betur settar en aðrar. Áfengisvandamálin væru engu minni í sniðum með þeim en öðrum. Hann vitnaði til dansks læknablaðs, sem greint hefði frá því, að jafnvel börn hefðu verið lögð inn á sjúkrahús þar í landi með delerium tremens, sem er lokastig áfengissýkinnar. Þar væri þó nógur bjór til staðar. Rætur vandans liggja einhvers staðar utan ölskortsins. Hann vakti og athygli á þvi að áfengis- vandinn væri hlutfallslega svip- aður meðal heilbrigðisstétta og annarra, en þær ættu þó gerst að vita um hættur áfengisneyzlu. Oddur rakti siðan þá hliðina á áfengisvandanum, sem kæmi fram i hömlum á verðmætasköp- un í vinnutapi. Frátöf frá vinnu vegna drykkju, veikinda og slysa, sem henni væri samfara. Kostnað- ur vegna slysa og drykkjusýki væri og vaxandi i heilbrigðiskerf- inu. Heimiliserjur, meiðingar og afbrot, sem rætur ættu i ofneyzlu áfengis, væru ekki minnsti þátt- urinn. Löggæzlukostnaður vegna áfengisdrykkju væri verulegur. Oddur sagði enga einfalda lausn vera til á áfengisvandanum. Það talar enginn lengur um að banna áfenga drykki. Engu síður var ástandið hér mun betra á bannárunum en það nú er. Oddur nefndi eftirfarandi leiðir úr sænsku fræðsluriti sem liði í varnarviðleitni. 1. Svipta þyrfti áfengið þeim dýrðarljóma, sem auglýsingar og fjölmiðlaefni hefðu lijúpað það. Auglýsingabann á áfengi væri sjálfsagt. 2. Bindindisfræðsla barna, unglinga og fullorðinna. Veruleg- ar fjárveitingar til þeirrar starf- semi væru óhjákvæmilegar. 3. Eflingu starfsemi bindindis- samtaka, m.a. með fjöldaþátttöku almennings i starfi þeirra. 4. Upplýsingaherferðir á vinnu- stöðum, i skólum, i félaga- samtökum, fjölmiðlum, einkum útvarpi og sjónvarpi 5. Neyslu áfengis sé beint að veik- ari drykkjum með mismunandi sköttun áfengis og verðstýringu. 6. Aukin neyzla óáfengra drykkja. Reynt að koma á neyzluvenjum þeirra bundna máltiðum. 7. Öflun áfengis verði gerð erf- iðari, m.a. með verðlagi. 8. Áfengisneyzla barna og unglinga verði útilokuð með ströngu aðhaldi. 9. Tekið skal tillit til áfengismála við áætlanagerð um félagslegar breytingar og umbætur. 10. Samkomustaðir og félags- heimili, þar sem áfengisbann rík- ir, séu efldir og skapað annars konar aðdráttarafl. 11. Unnið skal gegn bruggun, smygli, leynivinsölu og ólöglegri meðferð áfengis. 12. Stofnað verði áfengisvarnaráð fulltrúa þingflokka, sem skipu- leggi viðleitni opinberra aðila til mótunar heilbrigðrar áfengis- stefnu, með könnunum og aðgerð- um, m.a. með stefnumarkandi fundum. 13. Rannsóknir verði efldar á sviði áfengismála, þ.á m. vísinda- legar athuganir viða um land, orsaki, ástand og aflleiðingar. Unglingar og skemmtistaðir Ólafur Þórðarson (F) vakti athygli á vöntun heppilegra skemmtistaða I höfðuborginni fyrir aldursflokkana 17—20 ára. Á slíkum stöðum er jafnan hægt að koma við vissri stjórnun, regl- um og aðgæzlu, sem verra er við að eiga i götulifi unga fólksins, sem samfélagið býður þvT upp á. Ég dreg þvi mjög i efa, að rétt sé að banna ungu fólki, allt að 20 ára aldri, aðgang að öldurhúsum borgarinnar. Betra væri þó að byggja sérstakt hús, sem væri af- þreyingarvettvangur unglinga. Einnig mættu skólarnir opna hús- næði sitt frekar er nú er gert til skemmtanahalds unglinga, undir sjálfsögðu eftirliti. Ég vil því hafa allan fyrirvara á varðandi 3. gr. frumvarpsins og skora á flutningsmenn að athuga það mál betur. Þetta frumvarp er verðugt gaumgæfilegrar athugunar, þrátt fyrir þennan annmarka. — Skattafrumvarpið skref í rétta átt. . . Framhald af bls. 16 huguðu máli. Sem heild stefndi frumvarpið tvimælalaust í rétta átt, til jafnari og réttlátari skatta- byrði. Frumvarpið væri margþætt og yfirgripsmikið. Of mikið bæri á þvi að menn dæmdu það sem heild út frá máske einni afmark- aðri grein, sem snerti þá e.t.v. persónulega. 1 því efni kæmi sér i hug lærdómsrík staka: „Lastaran- um likar ei neitt/ lætur hann ganga róginn/ finni’ann laufblað fölnað eitt/ þá fordæmir hann skóginn." Sjálfsagt væri að skoða vel þær frumvarpsgreinar, sem einkum hefðu orðið umræðuefni, en líta yrði þó á frumvarpið sem heild. Nauðsynlegt væri að gera sér fyrst og fremst grein fyrir því hvaða markmiðum væri að stefnt, siðan að skoða heppilegustu leið- irnar að þeim. Markmið frum- varpsins væri rétt og sem heild og flestar frumvarpsgreinar stefndu að settu marki. Halztu stefnumið frumvarpsins eru þessi: 1) Skattalög verði ein- földuð. Það er gert með því að tekjuskattsgrunnur er færður i svipað horf og gildir um útsvars- stofn. Ennfremur breyting frá- dráttarliða frá skattstofni i skatt- afslátt, sem kæmi jafnar og rétt- látar niður. 2) Breytt ákvæði um skattlagningu hjóna til skattjöfn- unar. 3) Skattmeðferð þeirra, sem fást við atvinnurekstur. 4) Einföldun fyrningarreglna. 5) Breyting á reglum um skattlagn- ingu söluhagnaðar. 6) Skattalaga- framkvæmd, sem stuðli að meira skattalegu réttlæti, og auðveldara skatteftirliti. Ólafur vék að ýmsum þáttum skattlagafrumvarpsins, sem hér er ekki rúm til að rekja nema að hluta til. Varðandi gagnrýni á helmingaskipti hjónatekna sagði hann m.a., að algjör sérsköttun, sem jafnframt gerði ráð fyrir millifærslu ónýtts persónufrá- dráttar, væri í raun viss tegund samsköttunar; samsköttunar, sem ekki mætti nefna. Ákvæði frum- varpsins um þetta efni leiða til niðurstöðu sem kveður á um meira jafnræði milli heimila, án tillits til þess, hvort hjóna aflar tekna — eða hvort bæði gera. Þetta mál þurfi að athuga vendi- lega i þingnefnd, en án hleypi- dóma. Ölafur vakti athygli á ýmsum dæmum um það misrétti sem, gildandi frádráttarreglur skapa. Hinsvegar myndi skattafsláttur nýtast öilum jafnt og koma lág- launamönnum þó hlutfallslega að meira gagni. Þá gagnrýndi Ólafur það sjón- armið, sem fram kæmi hjá Al- þýðuflokknum, að vilja enn seil- ast til nýrrar skattheimtuleiðar, i formi veltuskatts, án tillits til af- komu fyrirtækja. Ekki væri á bætandi skattbyrði fyrirtækja, ef þau ættu að gegna hlutverki sínu sem atvinnu- og verðmætagjafar i þjóðfélaginu. Hann sagði að fjöldi fram- teljandi í landinu væri nú tæp- lega 107.000. Þar af hefði rúmur helmingur (55.500) verið tekju- skattslausir á sl. ári. Af þeim, sem tekjuskatt greiddu, væri 15.550 greiðendur-með innan við 5% af brúttótekjum i tekjuskatt, en 42.362 hefðu innan við 15% brúttótekna i tekjuskatt. Tæplega 9000 greiddu meira en 15% brúttótekna í tekjuskatt. Allir virðast sammála um van- kanta gildandi tekjuskattslaga, sagði Ólafur. Þótt rétt sé að meta framkomna gagnrýni á fyrir- liggjandi skattafrumvarp, má það ekki koma í veg fyrir þá skyldu Alþingis að takast á við þann vanda, og koma frá sér viðunandi skattalögum, leiðrétta rikjandi misrétti. Þeir, sem missa sérrétt- indi, gagnrýna eðlilega frumvarp- ið, en sú gagnrýni þarf ekki endi- lega að vera rökrétt. Að því marki, sem hún stuðst við rök, ber að taka tillit til hennar, en hún tná hinsvegar ekki koma í veg fyrir nauðsynlega skattalaga- breytingu. Það er ekki Alþingi til virðingarauka, ef það kemur sér Itjá þvi að leysa hin erfiðari mál- in. Meðferð þessa máls er próf- steinn á getu Alþingis til að ráða fram úr vandmeðförnu löggjafar- atrrði, sem snertir hagmuni nær allra landsmanna. Það próf verð- ur Alþingi að standast, ef það ætlar að halda virðingu sinni út á við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.