Morgunblaðið - 15.02.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977
| atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna |
Sölumaður
Heildverzlun vill ráða unga röskan mann
til sölu- og útkeyrslustarfa. Upplýsingar
um aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl.
fyrir 20. febrúar merkt: „Heildverzlun —
4784".
Stúlka
vön overlock saumavél óskast strax.
Anna Þórðardóttir h.f. prjónastofa,
Skeifunni 6, sími 85611.
Bifvélavirki
Bifreiðaeftirlit ríkisins í Reykjavík óskar að
ráða bifvélavirkja með meiraprófs ökurétt-
indi. Upplýsingar um starfið eru veittar á
skrifstofu stofnunarinnar að Borgartúni 7.
Bifreiðaeftirlit ríkisins.
Sölumaður
Innflutningsfyrirtæki óskar að ráða ungan
mann til sölu- og kynningarstarfa á bygg-
ingarvörum og skrifstofutækjum. Verzl-
unarskóla eða hliðstæð menntun æskileg.
Umsóknir er greini frá aldri og fyrri störf-
um, leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðs-
ins fyrir 20. febrúar merkt: „Sölumaður
— 4785".
Sölustarf
aukavinna
Óskum að ráða starfsmann til sölustarfa.
Vinnutími á kvöldin og um helgar.
Áhugasamir sölumenn/konur leggi inn
nöfn sín og símanúmer fyrir 25/2. 1 977
á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt:
prósentur — 1 702.
Tækniteiknarar
Opinber stofnun óskar að ráða tækni-
teiknara nú þegar. Umsóknir með upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf sendist
afgr. Mbl. fyrir 18.02.1977 merkt:
Tækniteiknarar — 1517.
Sendill — Vélhjól
Óskum eftir að ráða sendil strax, æskilegt
að viðkomandi hafi vélhjól. Uppl. gefnar í
skrifstofu okkar Hallarmúla 2 milli kl.
cm>
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF
P. O. BOX 906 — SÍMI 24120 — REYK* 'VÍK
Tölvudeild
Vegna aukinna umsvifa tölvudeildar
okkar vantar nú þegar
2 starfsmenn
H.f. Ofnasmiðjan
Óskum að ráða nú þegar:
2 vana suðumenn
(logsuða)
2—3 menn vana
blikksmíði
Upplýsingar hjá verkstjóra í verk-
smiðjunni Háteigsvegi 7.
1. kerfisfræðingur
a) með reynslu í kerfissetningu á verk-
efnum viðskiptalegs eðlis.
b) með reynslu í forritun
c) þarf að vera opinn fyrir nýjungum þar
sem höfuðáhersla verður lögð á „on
line" lausn verkefna
2. forritari
a) með reynslu í assembler og Fortran IV
b) æskilegt að kunna minnst eitt af þess-
um forritunarmálum: RPG II, Cobol eða
Basic
Skrifstofustarf
Traust fyrirtæki óskar að ráða stúlku til
starfa við launaútreikning og fleira. Vélrit-
unarkunnátta nauðsynleg.
Umsókn um starfið, með upplýsingum
um aldur, menntun og fyrri störf, sendist
Morgunblaðinu fyrir 18. þ.m. merkt:
„Strax — 1 520".
Fóstrur
Starf forstöðukonu leikskóla Sauðárkróks-
bæjar er laust til umsóknar. Starfið veitist
frá 1. maí 1977.
Upplýsingar um starfið veitir formaður
dagheimilisnefndar, Stefán Pedersen, í
síma 5147.
Umsóknir berist bæjarstjóra fyrir 10. apríl
n.k.
Dagheimilisnefnd
Framtíðarstarf
Tvo menn vantar til starfa við lítið fyrir-
tæki í Reykjavík, sem framleiðir og selur
matvæli, strax eða sem fyrst.
Vinnan er þokkaleg og all fjölbreytt.
Starfsmenn skifta með sér verkum, þann-
ig, að þeir vinna til skiftis við framleiðslu
og pökkun. Einnig við útkeyrslu o.fl.
hluta úr degi. Þarf því að hafa bílpróf.
Vinnutími frá kl. 9—12 og 1—6 mánu-
daga til föstudaga. Laun verða ekki lægri
en kr. 90.000 á mánuði. Æskilegur aldur
25 til 40 ára.
Engin sérþekking eða reynsla nauðsyn-
leg, en hinsvegar þarf viðkomandi að
vera reglusamur, snyrtilegur og öruggur
starfskraftur.
Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega sendi
nafn sitt og nafnnúmer með upplýsingum
um fyrri störf til afgreiðslu blaðsins, merkt
„Framtíðarstarf — 4783".
Skagfjörð býður
góð starfsaðstöðu og gott andrúmsloft á
vinnustað með ungu og áhugasömu
starfsfólki. Deildin mun flytja í nýtt
húsnæði bráðlega, og verður þar með
eigin tölvu til afnota, þannig að öll for-
ritun verður „ON LINE"
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu okkar og skulu umsóknir sendar inn
fyrir 22. febrúar 1977. Farið verður með
allar umsóknir sem algert trúnaðarmál.
Allar frekari upplýsingar veita Frosti
Bergsson og Friðrik Marteinsson, í síma
24120.
SKRISTJÁNÓ.
SKAGFJÖRÐ HF
P. O. BOX 906 — SÍMI 24120 — REYK* 'YÍK
Hólmsgata 4. Box 906, Rvík
Sími 24120.
— Staldra við á
Akranesi
Framhald af bls. 13.
fimikennslu. Iþróttahúsið er enri
ekki fullbúið og verður m.a. unn-
ið við það i ár að fullgera fleiri
búningsklefa. Iþróttahúsið er
reyndar notað til ýmissa annarra
hluta en þróttaiðkana. í norður-
enda kjallarans e t.d. kartöflu-
geymsla bæjarins og í allstórum
sal í kjallara hússins hefur hinn
dugmikli Skagaleikflokkur verið
með æfingar. Þá hafa forskóla-
börn á Akranesi haft tvær stofur í
kjallaranum sem skólastofu.
í bókasafninu var i byrjun síð-
asta árs tekin i notkun barnadeild
og lessalur og er hvort tveggja
mikið notað að sögn Magnúsar.
1600 fullorðnir og 650 börn eru í
bókasafninu á Akranesi. Utlán á
dag eru um 400 bækur að meðal-
tali og mikið er setið þar og lesið
eftir að lesstofan var tekin í gagn-
ið.
Hitaveita or
Deildartnnphver
í lok viðtals okka við Magnús
Oddsson snerum við talinu að
hugsanlegri hitaveitu fyrir Akra-
nes. — Það er uppi sú hugmynd
að hitaveita fyrir Akranes verði
úr Deildartunguhver og sam-
kvæmt áætlun frá iðnaðarráðu-
neytinu segir að hagkvæmt sé að
ráðast í þessa framkvæmd. Farið
verður að undirbúa þessar fram-
kvæmdir fljótlega og þá væntan-
lega ið samvinnu við Borgarnes.
Ef af þessu verður þarf gífurlega
langa lögn, um 60 kílómetra, en
eigi að síður vonumst við til þess,
að Deildartunghver, sem er vatns-
mesti hver á landinu, færi okkur
Akurnesingum yl innan fárra ára,
sagði Magnús að lokum.
— Heimsókn
í Svansprent
Framhald af bls 11
offset-hraðprentvélarnar Verkefnið er
sett upp á plötur sem eru mjög ódýrar,
en einmitt þessar hraðprentvélar geta
annað öllum smærrí verkefnum. Skort-
ur á þessujm vélum hefur valdið því að
stéttin hefur misst viðskipti til ýmissa
manna sem vinna ófaglærðir t.d i
bilskúrum hér og þar við margs konar
fjölritun."
AÐ HAFAFJÖLBREYTTA
MÖGULEIKA í ÞJÓNUSTU
..Auðvitað eiga prentsmiðjur að hafa
á boðstólum ódýra prentun i þessum
hraðvirku vélum, en þær geta annað
margs konar verkefnum sem þurfa ekkl
tölusetningu eða rifgötun (þ.e. til þess
að hægt sé að rifa blöð í sundur eftir
gatalinu) En auðvitað þurfa allar prent-
smiðjur að hafa á boðstólum þjónustu
til þess að vinna öll vandasamari verk-
efni."
„Fyrir hverja vinnið þið helzt?"
„Við vinnum verkefni úr ótal áttum,
prentum alls konar reikniseyðublöð og
sérprentanir af smærri gráðunni á litlu
vélarnar og þetta eru verkefni sem eru
unnin bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki
og félög og fyrir sömu aðila vinnum
við oft verkefni á stóru vélarnar. Lit-
prentanir fyrir ferðaskrifstofur, líta-
spjöld I auglýsingaskyni og kynningar-
skyni fyrr ýmsa aðila, ferðabæklinga
og kynningarrit, plötuumslög o.fl. ofl..
en mest af þvi er unnið samkvæmt
beiðnum frá teiknistofum Við prentuð-
um t d mikið fyrir þjóðhátiðarárið
1 974. Svo er auðvitað eitthvað nýtt á
prjónunum og með tilkomu nýju Ijós-
setningarvélarinnar skapast möguleiki
á að fullvinna einnig bækur i prent-
smiðjunni "
„BJARTSÝNIN GILDIR"
„Eru næg verkefni til að vinna?"
„Það er alltaf nóg að gera og það er
keppzt við að hafa undan Við höfum
úrvals starfsfólk og maður er bjartsýnn
á þetta allt saman, enda það eina sem
gildir "
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
^22480
I 3Ror0unbI«ttiiþ