Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 32

Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977 radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þakkir Innilegt þakklæti til barna minna, tengda- barna barnabarna, vina og kunningja sem glöddu mig með gjöfum, skeytum, blóm- um og hlýhug á áttræðisafmæli mínu. Einnig sendi ég þakklæti til starfsfólks deildar 7 á Borgarspítalanum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan með hlýhug og aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Pá/ína Sigmundsdóttir Borgarspítalanum Tilkynning frá Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða Þeir aðilar, er ætla að salta grásleppu- hrogn á komandi vertíð, skulu sækja um vinnsluleyfi til Framleiðslueftirlits sjávar- afurða fyrir 1. mars, með símskeyti er tilgreini nafn og heimili umsækjanda svo og söltunarstað. Búnaðarúttekt verður gerð hjá öllum þeim er sækja um leyfi þrem vikum áður en söltun hefst á viðkomandi veiðisvæði. Óheimilt er að salta grásleppuhrogn án gildandi vinnslu- leyfis. Framleiðslueftirlit sjávarafurða. starfinu til 1945, síðar aftur 1949 til 1950 og loks frá 1951 til ársloka 1965. Framkvæmdastjóri Bóka- verzlunarinnar Eddu h.f. var hann á árunum 1946 til 1951. Hann var skrifstofustjóri Fast- eignamatsnefndar Akureyrar frá 1. janúar 1966 og var það unz hún lauk störfum 1971. Þá réðst hann til bæjarfógetans á Akureyri og vann einkum að innfærslum í veðmálabækur o.fl. Það var gott að sækja þau Mar- gréti og Jakob heim á Akureyri, enda oft gestkvæmt hjá þeim. Lát- laus kímni húsbóndans dró að vinina, og ekki var hlutur Margrétar minni, góð kona, sem stjórnaði heimilinu með rögg- semi. Börn þeirra hjóna eru Hrefna, gift Yngva Loftssyni, kaupmanni a Akureyri, og Erna, lyfjafræðingur, á Akureyri. Jakob Ó. Pétursson sagði oft frá því, að hann var ekki nema 8 ára, þegar hann gaf út fyrsta blaðið. Það var heimilisblað á Hrana- stöðum, hét Ljóðablaðið og var auðvitað i bundnu máli. I Kennaraskólanum hafði hann á hendi ritstjórn skólablaðsins, Örvar-Odds, og grínblaðanna Jarðvöðuls og Silkisokksins og veturinn 1934 stóð hann ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum að sveitarblaði í Hrafna- gilshreppi, Helga magra. Það fjallaði um allt milli himins og jarðar, hagsmunamál sveitar- innar og fagurfræðleg efni. Jakob 0. Pétursson fékkst mik- ið við þýðingar. Árið 1955 kom út eftir hann ljóðabókin Hnökrar, ljóð og stökur. Jakob festi mikla tryggð við Eyjafjörð, sem honum þótti bera af öllum hinum mörgu fallegu íslenzku sveitum. Eitt sinn, er hann var þar á ferð orti hann: Akir þú um Eyjafjörð eftir dægurstritið fegri himin, hreinni jörð hefurðu aldrei litið. Ég sakna Jakobs Ó. Péturs- sonar. Við brottför hans er enn eitt skarðið rofið í vinagarðinn á Akureyri. Ég og fjölskylda mín vottum konu hans, dætrum og öllum vandamönnum samúð, með ein- lægum þökkum fyrir vináttu og tryggð á liðnum árum. Jónas G. Rafnar. — Jörgensen áfram for- sætisráðherra Framhald af bls. 1. þjóðarflokkurinn mun halda sín- um 5%. Óbreytt fylgi Framfaraflokks- ins vekur athygli, því að skoðana- kannanir hafa jafnan sýnt flokk- inn með mun meiri fylgi en hann hefur síðan fengið í kosningunum og virðist sem kjósendur snúi sé meira frá honum, er að kjörborð- inu kemur. En hvernig verður þá stjórn landsins háttað að kosningunum loknum? Nær öruggt er talið að Anker Jörgensen muni áfram gegna embætti forsætisráðherra. Stjórn hans hefur ekki sagt af sér og ekki gert ráð fyrir þvi að hann þurfi að leggja lausnarbeiðni fyr- ir Margréti drottningi. Meirihluti er ekki gegn stjórninni i þinginu, en hins vegar mun hún þurfa áfram að leita eftir stuðningi meðal flokkanna fyrir framgangi hinna ýmsu mála. Ljóst verður hins vegar að ef skoðanakannanir eru marktækar, að 11 flokkar munu eiga fulltrúa á þingi í stað 10 nú eftir þessar kosningar og því verður starfsgrundvöllurinn erfiðari fyrir Anker Jörgensen. — Gera þarf Framhald af bls. 10 hef vitnað hér til. Urbætur í þessu efni munu draga úr þeim vanda sem bændur eiga við að etja um þessar mundir. Þetta mál er eitt þeirra, sem taka þarf til rækilegrar athugunar og ráða bót á ágöllum þess fyrirkomulags sem búið er við i nýju húsunum, þar sem allt bendir til að hér sé að finna eina af þeim hindrunum sem er í vegi fyrir því að bændur fái eðlileg skil á verði framleiðslu- vara sinna. —Minning Jakob Framhald af bls. 33 hreppstjóra Jónssonar frá Stokka- hlöðum og Þóreyjar Helgadóttur Pálssonar frá Leifsstöðum. Pétur á Hranastöðum var kunnur í Eyjafirði, hæglátur gáfumaður. Lengst af ævinnar færði hann dagbók og mun þar kenna margra grasa. Jakob, sonur hans, tók upp sama háttinn. Ég hygg, að Jakob hefði unnið úr þessum gögnum, ef timi hefði gefizt. Pétri og Þór- eyju varð sjö barna auðið, og eru nú tvö þeirra á lifi, Jónas fyrrv. alingismaður, kvæntur Önnu Jósafatsdóttur, búsettur á Egils- stöðum, og Kristbjörg, kennari, gift Hjálmari Helgasyni, Kópa- vogi. Eitt barnanna var Helgi, sem tók við búinu á Hranastöðum, en andaðist um aldur fram. Þegar Jakob var 18 ára buðu móður- systkini hans, Einar garðyrkju- stjóri í Gróðrarstöðinni við Lauf- ásveg, Pálína og Guðrún, honum suður til mennta, og kaus hann að fara i Kennaraskólann, en mun þó hafa verið á báðum áttum, þvi hugur hans stóð allt eins til verzlunarnáms. Hann lauk kennaraprófi 1928 og var síðan næstu fjóra vetur farkennari í öngulstaðahreppi. Árið 1936 kvæntist hann Margréti Jóns- dóttur Sveinssonar frá Fremri- Hlíð í Vopnafirði og Sigurveigar Sigurjónsdóttur. Þau Jón og Sigurveig áttu ættir sinar að rekja á Austurlandi. Sama árið fluttu ungu hjónin til Grímseyjar og þar var Jakob skólastjóri í eitt ár. Ekki var veraldarauðurinn mikill, en oft minntust þau Mar- grét og Jakob á Grímseyjar- dvölina með gleði og létu vel af fólkinu, sem þar bjó, úti við yzta haf. Þar var stofnað til vináttu- banda, sem ekki slitnuðu. Sumar- ið 1937 urðu svo þáttaskil í lífi Jakobs, er hann gerðist ritstjóri „Islendings", og gegndi hann runas EGILSTÖÐUM tifkynningar ýmislegt Innflytjendur Tökum að okkur að ganga frá tollskjölum, verðútreikningum o.fl. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 5. mars merkt: Ýmislegt — 1519. Hvert stefnir í æskulyðsmálum? Umræðufundur um ofangreint efni verður i opnu húsi hjá Heimdalli n.k. þriðjudag kl. 20.30. Frummælendur verða þeir Hinrik Bjarnason og Þorsteinn Sigurðsson. Heimdallur Fella- og Hólahverfi Félagsvist Félag Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi gengst fyrir félagsvist að Seljabraut 54 (Hús Kjöt og Fisk) miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20.30. Húsið opnar kl. 8. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Stjórnin. Hlíða og Holtahverfi 3ja kvölda spilakeppni félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi heldur áfram n.k. fimmtudag 17. febrúar. Síðasta spilakvöldið verður 17. marz. Spilakvöldið hefst kl. 20.30 og verður í sjálfstæðishús- inu Bolholti 7. Verðlaun veitt — Aðgangur ókeypis. Allt sjálfstæðisfólk í Reykjavík velkomið meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Fundur um bæjarmalefnin HUGINN F.U.S. GARÐABÆ OG BESSASTAÐAHREPPI gengst fyrir almennum fundi um bæjarmálefni að Lyngási 1 2 (gegnt gagnfræðaskólanum) þriðjudags- kvöldið 15 febr. n.k. kl. 20.30. Gestir fundarins verða: Ólafur G. Einarsson forseti bæjar- stjórnar, Guðfinna Snæbjörnsdóttir form. félagsmálaráðs og Garðar Sigurgeirsson bæjarstjóri. Mun Ólafur G. Einarsson flytja stutta framsögu um málefni bæjar- félagsins og síðan munu þau öll sitja fyrir svörum. Einnig geta fundar- menn skipst á skoðunum og komið með þarfar ábendingar. Fundarstjóri: Brynjólfur Björnsson Guðfinna VEIZTU? Brynjólfur Hvað líður gatnafram- kvæmdum bæjarins? Hvernig byggingafram- kvæmdum og lóðaút- hlutunum verður hagað á næstunni? Hver er fjárhagsaðstaða bæjarins? Hvenær byggingu leik- skólans lýkur? Þessar og margar fleiri spurningar verða áreiðanlega ræddar á fund- inum, sem er öllum opinn og væntum við þess, að sem allra flestir sjái sér fært að sækja hann. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.