Morgunblaðið - 15.02.1977, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977
vlf? fl -4V’>: -a
M0Rö,dN-> KAFF/NÖ \ ■.wtv ’ pk>—-
1 X '4_5,y' L~~
— Hjúkrunarkonan: Þykir þér
ekki vænt um litlu systur þína,
Audbjörg?
Auðbjörg: Jú, jú — en ég hefði
miklu frekar viljað að þetta
væri strákur — þvf Gunna er
búinn að eignast litla systur
Ifka og nú heldur hún að ég sé
að herma eftir sér.
Prófessor við nemanda sinn:
Þér getið ekki setið fyrirlestra
hjá mér — sofandi!
Nemandinn: — Ef þér töluðuð
ekki svona hátt, væri það vel
mögulegt.
— Eiganda frægs næturklúbbs
I París vantaði skemmtikraft til
að auka aðsókn að staðnum.
Ilann heyrði getið um mann,
sem átti heima f smábæ einum
við Miðjarðarhafið og hafði
þrjú höfuð, sitt á hvorri öxlinni
og eitt f miðjunni. Hans fyrsta
verk var að senda viðundrinu
símskeyti og bjóða honum
kostakjör fyrir að skemmta hjá
sér. Hann fékk eftirfarandi
svar um hæl:
— Hittið mig á járnbrautar-
stöðinni klukkan 9 á fiistudags-
kvöld — ég skal vera með rauða
rós f hnappagatinu, svo að þér
þekkið mig strax.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Opnun á einum spaða er mun
áhrifameiri en aðrar litaropnanir
p fyrsta sagnstigi. Þess vegna þyk-
ir keppnisspilurum sjálfsagt að
nota hana umfram aðrar í þriðju
og fjórðu hendi. Þá eiga andstæð-
ingarnir erfiðara með að finna
hugsanlegan bút.
Vestur gefur, allir utan.
Norður
S. K1076
H. D843
T. GIO
L. 976
Suður
S. ÁG95
H. 962
T. KD7
L. DG2
Þessi drengur virðist ekki treysta föður sínum.
Hann hefur falið sparibaukinn sinn!
Erþá
ekkert
hass?
Að undanförnu hafa orðið
nokkrar umræður um það hvort
I hassneysla fyrirfinnist í skólum
I Reykjavíkur og nágrennis eða
1 ekki. Eftir yfirlýsingu nýlega hef-
ur þessi umræða orðið meiri en
j áður og í sjónvarpsþættinum
! Kastljós á föstudagskvöldið var
m.a. rætt þetta mál og fengnir
i tveir menntaskólanemar til við-
| ræðna. Þessi þáttur er tilefni
eftirfarandi:
! „Það voru fróðlegar umræðurn-
j ar í Kastljósi nú fyrir helgina þar
I sem fjallað var um það hvort hass
| væri fyrir hendi i skólum eða
' ekki. Rektor Menntaskólans í
Reykjavík sagði að hann væri lík-
lega síðasti maðurinn til að frétta
af hassneyzlu í sínum skóla væri
hún fyrir hendi og það er sjálf-
sagt rétt — unglingarnir færu
varla að upplýsa skólastjóra sína
eða rektora um slíkt, og varla
myndu þeir vilja koma upp um
félaga sína, þó að þeir neyttu ekki
hass sjálfir.
Því var það kannski eðlilegt að
þessir tveir menntaskólanemar
vildu ekki kannast við það að hass
væri í umferð í þeirra skólum. Nú
má ekki taka orð mín svo að ég sé
að rengja drengina, ég efast ekki
um að þeir sögðu allt sem þeir
bjuggu yfir af visku í þessu sam-
bandi, en ég geri ráð fyrir að
jafnvel þó að einhver nemandi
viti af hassneyzlu eða neyzlu ann-
arra forboðinna vímugjafa í sín-
um skóla, þá hlaupi sá hinn sami
ekki tii og blaðri því í alla, allra
sist í sjónvarpi.
En því segi ég þetta um leið og
ég horfi á þennan umrædda þátt,
situr hjá mér unglingur i einum
skóla í Reykjavík og sagðist sá
geta komist yfir hass ef hann
vildi. Kvaðst hann þó ekki hafa
neinn áhuga á því sjálfur, en
hann vissi til þess að nemendur í
skólanum gætu komist yfir hass,
þeir hefðu sambönd, ekki í skól-
anum en fyrir utan hann og þeir
gætu útvegað hverjum sem vildi.
Þó mun það vera með nokkrum
fyrirvara, þeir treysta ekki öllum
og þeirra samband er í gegnum
milliliði svo ógjörningur er að
rekja þá keðju með nokkrum
áreiðanleik.
Því er það að ekki er hægt að
tala um hass i skólum því nem-
endur neyta þess kannski ekki í
skólanum og dreifa því ekki þar
eða selja, en þar komast þeir í
sambönd og þar er e.t.v. auðveld-
ast að komast í rétt sambönd.
Þetta vita skólastjórar kannski
ekki og þetta vita allir nemendur
ekki heldur um, en aðeins þröng-
ur hópur, kannski er það þó út-
breiddara en við höldum. En hvað
er hér til ráða? Er hægt að krefja
nemendur þess að þeir segi allt
sem þeir vita um hassneyslu og
Eftir þrjú pöss opnar suður á
einum spaða. Vestur segir pass en
norður segir tvo spaða, sem er(
lokasögnin.
Vestur spilar út hjartakóng og
skiptir í lauftiu. Austur tekur
slaginn með kóng, laufás og spilar
laufi í þriðja sinn. Vestur er með
og suður fær því slaginn á drottn-
ingu. Áður en lengra er haldið er
rétt, að lesendur myndi sér
skoðun um úrvinnslu spilsins.
Það er greinilegt, að tromp-
drottningin er spilið, sem máli
skiptir, þvi hún gæti orðið sjötti
slagur varnarinnar. En hvernig
finnst hún?
Vestur virðist eiga ás og kóng I
1 hjarta og austur hefur sýnt sömu
háspil I laufi. En hvorugur gat
opnað. Tígulás og spaðadrottning
eru því ekki á sömu hendi. Við
verðum að reikna með, að spilari
með tvo ása, kóng og drottningu
segi ekki pass I byrjun.
Lausnin felst þvl I að sjá hvor á
tigulásinn — og spila tlgli.
Hendur austurs og vesturs gætu
verið þannig:
Vestur Austur
S. D43 S. 82
H. ÁKG H. 1075
T. 9862 T. Á543
L. 1085 L. ÁK43
Þegar I ljós kemur, að austur á
tígulásinn staðsetjum við spaða-
drottninguna I vestur.
ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
31
sá hann fyrst, ekki hvað sfzt
vegna þess hve mér fannst
hann kvenlegur og tilgerðarleg-
ur. En við nánarí kynni reynd-
ist hann bæði viðfelldinn og
snjall. £g svaraði þvf kveðju
hans nú af einlægri hlýju. Ég
settist niður á bekkinn vfð hlið
Gabriellu, Mina frænka var
spurð spjörunum úr og hlut-
tekning f hennar garð skein úr
hverju andlitf. Hún fékk sér
sfðan sæti á stól rétt hjá lög-
reglustjóranum og áður en við
vissum eiginlega hvernig það
gerðist vorum við f miðri yfir-
heyrslu, þar sem Anders
Löving spurði og spurði og við
hin reyndum öll að svara eftir
beztu getu.
Hann sneri sér íyrst að Minu
frænku, sem horfði á hann
kvfðin á svip og ég sá hún
kreppti hendurnar f kjöltu sér
og mæðusvipurinn á andlitinu
var samur.
— Ef ég hef skilið þetta rétt
byrjuðuð þér, fröken Hög-
strom, vaktina inni hjá for-
stjóranum klukkan tvö f nótt...
er það ekki rétt?
— Jú... kannski fáeinum
mfnútum fyrr. Ég fór niður úr
herbergi nfnu þegar klukkan I
forstofunni sló stundarf jórð-
ung í tvö og svo...
— Voruð þér ekkert svfjaðar
þá?
— Nei. Ilreint ekki. Það var
tekið að birta úti og ég var bæði
vel vakandi og úthvfld að þvf er
mér fannst. En ég hugsaði með
mér að ekki sakaði að ég fengi
mér kaffilögg, svo að ég setti
rafmagnsplötuna á straum til
að hita upp kaffið sem Bella
hafði verið svo elskuleg að búa
til handa mér áður en hún
hafði gengið til hvfiu. Það tek-
ur sjö mfnútur þangað til kaff-
ið er orðið heitt, það veit ég og
þegar það var tilbúið sat ég við
borðið nákvæmlega þann tfma
scm það tekur að drekka tvo
bolla — áður en ég fór inn f
sjúkrastofuna til að leysa
Fanny af.
— Og þegar fröken Högström
kom fór læknisfrúin þá rakleit
upp til sfn?
Ef Löving hefði ekki beint
máli sfnu til Fanny frænku
hefði ég sennilega ekki áttað
mig á þvf að spurningin átti við
hana þar sem ég hafði ekki fyrr
heyrt hana titlaða „læknis-
frúna“. Hún var nú klædd
svörtum silkikjól, settum hvft-
um knipplingum og í skæru
dagsljósinu var húh bæði
þreytuleg, gömul og hrukkótt,
en svarið varð einarðlegt þegar
hún sagði:
— Já og þegar ég fór frá
bróður mfnum svaf hann vært.
— Viljið þér fröken Ilög-
ström skýra frá hvað sfðan...
— Ég cr hrædd um að ég hafi
ekki frá mörgu að segja. Ég
settist niður f hægindastólinn
við gluggann. Glugginn var op-
inn f hálfa gátt, og gardfnurnar
dregnar frá — þannig vildi for-
stjórinn hafa það... og svo sat
ég og hugsaði dálftið. en... svo
hlýt ég allt í einu að hafa stein-
sofnað þvf að ég man ekki
meira...
Liigreglustjórinn leit hugsí á
hana.
— Hvernig haldið þér að yð-
ur hafi verið gefíð svefnl.vfið?
— t kaffinu, auðvitað.
Mina frækna virtist telja
þessa spurningu óþarfa og
heimskulega.
— Það var það eina sem ég
lét inn fyrir minar varir.
— Notið þér sykur?
— Nei, hvorti sykur né
mjólk.
— Segðu mér nú Mina, skaut
Severin ínn f — fannstu ckkert
annarlegt bragð af kaffinu?
— Nei... þvert á móti fannst
mér það reglulega gott á bragð-
ið.
— Það er furðulegt, tautaði
Severin læknir — svefnlyf hafa
alltaf heiskan keim. Ég geri ráð
fyrir að það hljóti að vera erfitt
að dylja þennan keim, jafnvel f
kaffi.
Ánders Löving andvarpaði og
lagaði — algerlega að þarf-
lausu — hálsbindið sitt vendi-
lega.
— Þá kemur röðin að þér,
Puck. Viltu segja mér hvað þú
sást og heyrðlr?
— Jaaá sagði ég og var dálftið
vandræðaleg að finna athygli
allra viðstaddra beinast að mér.
— Ég vaknaði klukkan tvær