Morgunblaðið - 15.02.1977, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1977
Verkfalli aflýst
Lissabon — 14. febrúar —
Reuter
RÍKISSTJÓRN Mario Soares f
Portúgal hefur tekizt að koma f
veg fyrir sólarhrings verkfall um
80 þúsund opinberra starfs-
manna, sem boðaó hafði verið á
morgun, en í þess stað verður
dagurinn „baráttudagur", að þvf
er fulltrúar stjórnarinnar skýrðu
frá í dag. Stjórnin sat á stöðugum
fundum með forsvarsmönnum
starfsmannafélaganna um helg-
ina, og varð þessi niðurstaða
málamiðlun deiluaðila.
Talið er að sumar róttækar fé-
lagsdeildir munu hafa þetta sam-
komulag að engu, en allt útiit er
fyrir að starfsemi opinberra
stofnana verði þó með eðlilegum
hætti.
Mótmæla með-
ferð á banda-
rískum blaða-
manni í Tékkó-
slóvakíu
Washington 14. febrúar.
Reuter.
BANDARISKA utanrfkisráðu-
neytið hefur borið fram harðorð
mótmæli við stjórn
Tékkóslóvakfu vegna tfmabund-
ins varðhalds fréttamanns banda-
rfska stórblaðsins New York
Times, Paul Ilofmanns, f gær.
Jafnframt var gefið til kynna, að
stjórn Sovétrfkjanna hefðu verið
tjáðar áhyggjur Bandarfkja-
stjórnar yfir handtöku andófs-
mannsins dr. Yuris Orlovs.
Hofmann var í gær tekinn út úr
járnbrautarlest á leið til Vinar frá
Prag, honum haldið í 2 klukku-
stundir án þess að hann fengi að
hafa samband við nokkurn mann
og minnisbækur hans og skjöl
gerð upptæk. í mótmælaorðsend-
ingu utanrikisráðuneytisins segir
að Hofmann hafi sem blaðamaður
verið í löglegum erindagjörðum.
Mario Soares forsætisráðherra
hélt i dag til Lundúna, sem er
fyrsti viðkomustaður hans á
ferðalagi um Evrópu, en tilgang-
ur - ferðarinnar er að afla
stuðnings við umsókn Portúgals
um aðild að Efnahagsbandalag-
inu.
Að undanförnu hefur minni-
hlutastjórn Soaresar átt i vök að
verjast vegna óánægju launþega
með kaup og kjör. Sjómenn hafa
verið i verkfalli undanfarnar
þrjár vikur, og hafa um 90% fisk-
veiðiflota landsmanna stöðvazt af
þeim sökum. Farmenn hafa efnt
til samúðarverkfalla með fiski-
mönnum. Þá standa yfir vinnu-
deilur í fataiðnaði, og hafa um 30
þúsund manns tekið þátt í skyndi-
verkföllum til að leggja áherzlu á
kröfur sínar.
Kýpur:
Denktash og Makaríos
búast við löngum og ströng-
um samningaviðræðum
Nikósiu — 14. febrúar —
Reuter.
LEIÐTOGAR tyrkneska þjóðar-
brotsins og hins grfska á Kýpur
búast við löngum og erfiðum
samningaviðræðum áður en
vænta megi samkomulags í mál-
efnum fbúa eyjarinnar, en telja
báðir að horfur séu á lausn deil-
unnar. Rauf Denktash, leiðtogi
Tyrkja, segir að samkomulags sé.
vart að vænta fyrr en eftir 12—15
mánuði, og Makarfos erkibiskup,
leiðtogi Grikkja, hefur látið f Ijós
vonir um að vgrulega miði f sam-
komulagsátt á þessu ári.
Að loknum viðræðum sínum við
Denktash og Makaríos sagði Kurt
Waldheim, aðalritari Sameinuðu
þjóðanna, að ákvörðun um nýjar
samningaviðræður sýndi að „nýr
andi“ væri kominn í samskipti
þjóðarbrotanna.
Waldheim verður viðstaddur
fyrstu samningafundina í Vín.
Fátt eitt hefur frézt um efni þess
umræðugrundvallar, sem nú ligg-
ur fyrir, en mikilvægasta atriðið
er, að Kýpur verði framvegis „tví-
skipt sambandsríki “. Enn er ekki
ljóst hvernig deiluaðilar túlka
þetta orðalag, en svo virðist sem
þeir leggi ekki sama skilning i
það.
SAPNkaærrð^Í^
Valenun "f-Xur flóUa
„kkhóimi "'""'"“jjffsmenn einI?l.6, ^húsettur ' c“*
Ærumeiðingar
APN um Vesselov
eru njósnabrigzl
— segir Lennart Hane, sem kært hefur ólöglega útgáfu sov
ésku fréttastofunnar í Svíþjóð, í samtali við Morgunblaðið
MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samband við Lennart Hane mál-
flutningsmann f Stokkhólmi og spurði hann um tildrög þess að
hann kærði sovézku APN-fréttastofuna þar f borg fyrir brot á lögum
um prentrétt, en eins og fram hefur komið f fréttum er enginn
ábyrgðarmaður skráður að tfmariti fréttastofunnar, auk þess sem
það fyrirfinnst ekki á skrá yfir blöð og tfmarit, sem út koma í
Svíþjóð.
Lennart Hane hafði þetta að
segja:
„Skjólstæðingur minn heitir
Pavel Vesselov. Hann flúði frá
Rússlandi árið 1944 og hefur
verið hér í 33 ár. Hann hefur
unnið að því mörg undanfarin
ár að sameina fjölskyldur, sem
hafa sundrazt, þannig að einn
eða fleiri fjölskyldumeðlimir
eru í frjálsu landi en öðrum er
haldið eftir nauðugum. Vesse-
lov hefur tekizt að sameina um
tuttugu fjölskyldur, og þar af
eru sextán fjölskyldur í Svi-
þjóð.
Um þessar mundir berst
hann fyrir því að Valentin Aga-
pov, sem strauk af sovézku
skipi fyrir nokkru og er nú bú-
settur í Svíþjóð, fái til sin konu
sína og dóttur, sem eftir eru i
Sovétríkjuum. Mál þeirra hefur
vakið mikla athygli, ekki sízt
eftir að kona Agapovs var flutt
á geðveikrahæli. í Sovétríkjun-
um kemur út blað, sem ungir
kommúnistar gefa út. Fyrir
skömmu birtist í þessu blaði
löng grein um feril Vesselovs
allt frá því er hann bjó í Rúss-
landi og eftir að hann kom til
Svíþjóðar. Greinin hefur að
geyma margs konar óhróður og
falskar ásakanir. Því er haldið
fram að hann sé njósnari fyrir
CIA, og ennfremur að hann
njósni um flóttafólk í Svíþjóð,"
sagði Lennart Hane.
„Hér er sem sagt um að ræða
ærumeiðingar og brot á lögum
um útgáfu- og prentrétt, og svo
héfur þessi grein verið þýdd úr
rússnesku yfir á sænsku og
birtist i fréttabréfi því, sem
APN gefur út hér. Það er vegna
birtingar greinarinnar hér í
Svíþjóð, sem APN hefur nú
verið stefnt, en í viðbót við hin
ærumeiðandi ummæli um
Vesselov þá brýtur útgáfa rits-
ins i bága við sænsk lög, en þau
mæla svo fyrir að ábyrgðarmað-
ur skuli vera að tímaritum. Þau
þurfa að vera skráð, og þess
skal auk þess getið í „hausn-
um“ hvar viðkomandi tímarit
eða blað er prentað og hver
annast dreifingu en ekkert
þessara skilyrða er uppfyllt í
sambandi við útgáfu þessa
rits.“
Þá sagði Lennart Hane:
„Þegar ég fór að undirbúa
kæruna á hendur APN hafði ég
samband við fréttastofuna, og
bað um að fá að tala við rit-
stjóra blaðsins, sem heitir
„Bulletin“. Ég var beðinn um
að hringja næsta dag sem ég og
gerði, en þá var ég enn beðinn
um að hringja næsta dag. Þá
hringdi ég og bað um að fá að
tala við yfirmann fréttastof-
unnar. Mér var tjáð að yfirmað-
urinn væri ekki við, — ég
skyldi reyna aftur „á morgun".
Enn hringdi ég og ekki var yfir-
maðurinn við, en þá vildi ég fá
að vita hver hann væri. Mér var
sagt að hringja „á morgun“.
Lennart Hane kvaðst hafa
kært hina ólöglegu útgáfu blaðs
APN, en enn sem komið væri
hefði niðurstaða ekki fengizt í
þvi máli. Þá sagðist hann um
þessar mundir eiga í málaferl-
um vegna ærumeiðandi um-
mæla um einstaklinga í blaði,
sem út kemur á vegum komm-
únista nyrzt í Sviþjóð, og heitir
Nordskensflamman. Væri dóms
að vænta í þvi máli í lok fébrú-
ar.
Gífurlegt tjón
í skógareldum
Melbourne — 14. febrúar —
Reuter
MIKLIR skógareldar geis-
uöu í Ástralíu um helgina.
Þrjár milljónir sauðfjár og
um 80 þúsund nautgripir
hafa farizt í eldunum, og
auk þess hafa fimm menn
látið lífið. Eldarnir geis-
uðu í Suður-Ástralíu,
Tasmaníu og Viktoríu, sem
varð verst úti.
Lýst hefur verið yfir neyðar-
ástandi i Viktoríu-fylki. Þar hafa
um 100 fjölskyldur misst heimili
sín og 17 manns hafa slasazt al-
varlega af völdum eldanna. I
Viktoriu koma upp skógareldar á
hverju sumri að heita má, en á
þessum árstíma fer hitastigið þar
oft yfir 38 stig á Celsíus.
Yfirmenn brunavarna í
Viktóríu segjast nú hafa náð tök-
um á eldunum, þannig að þeir séu
hættir að breiðast út, en þar eru
nú um 5 þúsund manns við
slökkvi- og björgunarstörf.
Stúdenta-
óeirðir
Kaíró — 14. febrúar — NTB
TIL ÓEIRÐA kom meðal stúdenta
í Kaíró um helgina þegar vinstri
sinnaðir stúdentar dreifðu flug-
ritum þar sem hvatt var til verk-
falla. Aðrir stúdentar við háskól-
ann blönduðu sér í málið, sem
lyktaði með því að átta menn voru
handteknir. Einn særðist.
Háskólinn í Kaíró hefur verið
lokaður frá því að óeirðirnar
miklu voru í borginni i janúar s.l.
Um helgina kom einnig til
átaka við háskólann í Alexandriu,
en þar særðist enginn.