Morgunblaðið - 15.02.1977, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRUAR 1977
Okunnur
„Kjarval”
undir vegg-
klœðningu?
VERIÐ er að framkvæma
breytingar á Isafoldarhúsunum
f Austurstræti og er fyrirhugað
að bókaverziun tsafoldar flytji
f húsnæði það, sem verzlunin
Rfma var áður f. Er það eins
konar tengibygging milli ísa-
foldarhússins og húss SlS, sem
stendur næst fyrir austan.
Þegar veggklæðning var rifin
niður af gafli StS-hússins
kom f Ijós stórt málverk, sem
málað hefur verið á gafi SlS-
hússins og segja listfróðir
menn að þar sé um að ræða
ósvikinn Kjarval.
Aðeins hluti þessa listaverks
er enn óskemmdur. Upphaflega
hefur þessi tengibygging verið
með risi, en síðan hefur nýtt
þak verið sett á hana. Við þessa
breytingu á þaki hússins hefur
allur efri hluti listaverksins
orðið utan hússins og er hann
mjög svo veðraður orðinn. Hafa
menn jafnvel ekki tekið eftir
listaverkinu eða þeim hluta
þess, sem er upp fyrir núver-
andi þak, en þegar grannt er
skoðað og hinn heillegi hluti er
þekktur, má greinilega sjá út-
línur efri hluta verksins.
Þegar listaverkið hefur verið
málað hefur það náð upp í
mæni hússins, sem áður var
með lágu risi eins og áður er
getið. Ekki er fyllilega ljóst,
hve myndin er gömul, en gizkað
hefur verið á að hún hafi verið
máluð einhvern tima um 1940. í
gær var unnið að þvf að klæða
vegginn að nýju og var því
myndin að hverfa aftur svo sem
hún hefur geymzt til þessa
dags.
Litirnir i myndinni eru svart
og hvftt. Niður undan þakinu
sést á fætur kvenna, sem
standa á blómum skrýddum
grunni. Er sú kona, sem greini-
legast sést á köflóttum kjól eða
pilsi.
Ef einhverjir kynnu að
kunna sögu þessa listaverks,
væri Morgunblaðið þakklátt.,
létu þeir blaðið heyra.
Óven ju lífleg sala
í byggingavörum
ÓVENJU góö sala hefui
verið í byggingavörum
ýmiss konar undanfarið
miðað við árstfma, sam-
kvæmt upplýsingum sem
Mbl. afiaði sér hjá þremur
stórum byggingavöru-
verzlunum á höfuðborgar-
svæðinu, og þá ekki síður í
vörum til útivinnu við
byggingar heldur en í vör-
um til innivinnu. Ekki
voru verzlunarstjórarnir
þó alveg á eitt sáttir um
það hvað ylli þessari lff-
legu sölu; tveir þeirra
töldu tíðarfarið ráða þar
mestu en einn hafði þá trú,
að þeim, sem auraráðin
hefðu, þætti hyggilegra að
fjárfesta sem fyrst f þess-
um vörum, þar eð þeir
væntu hækkana á næst-
unni.
Hjá Byggingavöruverzlun
Kópavogs var Morgunblaðinu tjáð
að sala í byggingavörum hefði
verið góð undanfarið, hinir stærri
verktakar væru flestir hverjir
með viðamikil verkefni á
prjónunum, og ekki væri síður
sala f svokölluðum útivörum en
innivörum, sem væri óvenjulegt
miðað við árstíma. Mætti gera ráð
fyrir að tíðarfarið hefði mest
áhrif á þann söluþátt.
t þeirri deild byggingavöru-
verzlunar Jóns Loftssonar sem
selur hinar grófari byggingavörur
fékk Mbl. þær upplýsingar, að
sala hefði verið mjög góð undan-
farið og mun meiri en yfirleitt
tíðkaðist á þessum árstfma. Hin
Framhald á bls. 28
Skjálftahrina
í Öxarfirði
Skinnastað öxarfírði 14. ft*b.
ALLSNÖRP skjálftahrina varð
í öxarfirði í nótt og stendur
enn þótt heldur sé að draga úr
henni. Á mælitæki á Skinna-
stað mæidust 40 kippir frá mið-
nætti til hádegis f dag f 15—30
km fjariægð héðan. Voru sumir
all snarpir sá sterkasti liðlega 3
stig og upptök sennilega úti f
firði. Fundust kippirnir mest á
fremri bæjum í Núpasveit og
ytri bæjum f Öxarfirði. Varð
sums staðar talsverður titring-
ur og glamur í húsum. Er þetta
fyrsta meiri háttar hrinan á
þessu svæði frá því á gamlárs-
dag. Annars er allt tfðindalftið,
land á kafi f snjó og hreppaveg-
ir þungfærir, en yfirleitt fært
um þjóðvegi. Tfðarfar er ann-
ars gott og stillur miklar.
— Séra Sigurvin.
Vængir:
46% hluthafa óska
hluthafafundar
MORGUNBLAÐIÐ hafði í
gærkvöldi samband við
Guðjón Styrkársson
stjórnarformann Vængja
og innti hann eftir því
hvort það væri rétt, að 46%
hluthafa í Vængjum hefðu
óskað eftir hluthafafundi
innan skamms. Guðjón
kvað það rétt vera, því bor-
izt hefði bréf frá hluthöf-
um sem segðust eiga 46%
hlutabréfa og hefðu þeir
óskað eftir hluthafafundi.
Kvað hann fundinn verða
haldinn, en hins vegar
benti hann á, að aðalfund-
ur félagsins væri á næstu
grösum. 20% hluthafa geta
óskað eftir hluthafafundi
samkvæmt lögum félags-
ins.
r
Björn Jónsson, forseti ASI:
Tel líklegt að tek-
iðverði jákvætt,
undir tilmæli VSÍ
„TILMÆLI Vinnuveit-
endasambandsins til okkar
um, að við komum sam-
eiginlega fram gagnvart
ríkisvaldinu í komandi
kjarasamningum, hafa enn
Borholan í Ölfusi:
Hitinn var
160 stig
í botni
Þorlákshöfn, 14. feb.
BJARTSVNI rfkir nú um að bor-
holan á Bakka I Ölfusi til hita-
veitu fyrir Þorlákshöfn ætli að
gefa góða raun. Hún var hita-
mæld fyrir helgi og reyndist vera
160 stig f botni en borað hefur
verið niður í 503 metra og nú er
holan f nánari athugun.
Hreppsnefnd Ölfushrepps hef-
ur lagt inn beiðni til Jarðborana
ríkisins þess efnis að boruð verði
önnur hola en þeir munu frekar
vilja dýpka þessa sem fyrir er. En
allt er þetta í athugun sem stend-
ur og vona menn nú allt hið bezta
um árangur.
—Ragnheiður.
Fíkniefnamálin:
Sex manns
1 gæzlu-
varðhaldi
RtJMLEGA tvftugur tslend-
ingur var á sunnudaginn úr-
skurðaður f allt að 30 daga
gæzluvarðhald vegna ffkni-
efnamálanna, sem nú eru f
rannsókn. Þá var í fyrrinótt
framlengt um allt að 30 daga
gæzluvarðhald manns, sem set-
ið hafði inni f 20 daga vegna
þessara sömu mála. Sitja þá 6
menn f gæzluvarðhaldi vegna
rannsóknar ffkniefnamálanna.
Þetta hafa reynzt viðameiri
rannsóknir en f upphafi var
talið og er ekki talið fært af
rannsóknarmönnum að skýra
frá málavöxtum enn sem kom-
ið er.
ekki verið rædd hjá okkur
og verða ekki rædd fyrr en
á næsta miðstjórnarfundi
á fimmtudag og því get ég
lítið sagt um þetta að svo
stöddu,“ sagði Björn Jóns-
son, forseti Alþýðusam-
bands íslands, er Morgun-
blaðið spurði um viðbrögð
sambandsins við þessum
tilmælum.
Björn Jónsson sagði hins vegar,
að hann byggist við þvi, að
Alþýðusambandið myndi kanna
það, hvort VSÍ og ASI ættu
einhver sammerkt áhugasvið.
„Við gerðum það i síðustu samn-
ingum, þótt það bæri að visu ekki
Framhald á bls. 28
Fundu lambhrút
í KarLsdrætti
Skálholti 14. feb.
A LAUGARDAGINN fóru fimm
menn úr Biskupstungum á tveim-
ur jeppabflum f Hvftárnes. Gekk
ferin prýðilega og voru þeir að-
eins einni klukkustund lengur að
fara leiðina en það tekur að sum-
arlagi en þá tekur aksturinn
venjulega tvo tfma. Á sunnudag-
inn óku þeir sfðan á fs yfir Hvftár-
vatn I Karlsdrátt. t Karlsdrætti
fundu þeir félagar lambhrút frá
Sigurjóni Kristinssyni á Vega-
tungu. Lambið var f ágætis hold-
um, enda nægir hagar þótt uppi
undir jöklum sé. Þeir sögðu snjó-
lítið á hálendinu, en 18 stiga frost
var á sunnudagsmorguninn.
— Björn
Idnadarrádherra
rædir um hreinsi-
tæki vid Alusuisse
IÐNAÐARRÁÐHERRA, dr.
Gunnar Thoroddsen, er farinn ut-
an til Sviss, þar sem hann mun
eiga viðræður við forystumenn
svissneska álfélagsins Alusuisse.
Um er að ræða framhaldsviðræð-
ur við álfélagið vegna málefna
álversins í Straumsvík. Gunnar
Thoroddsen skýrði Morgunblað-
inu frá því fyrir allnokkru að á
þessum fundi myndi hann leggja
aðaláherzlu á uppsetningu
hreinsitækja við verksmiðjuna i
Straumsvík.