Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977
29
iö hafi verið afar illa sett upp
fyrir nemendur og skýringar um
tilhögun þess algerlega ófullnægj-
andi.
í fyrstu þegar ég hafði fengið
verkefnin i hendur, datt mér i
hug að annað hvort væri um mis-
tök að ræða, eða þá að ég hlyti að
hafa verið fjarverandi, þegar
kennt var um það sem ég taldi
mig aldrei hafa séð áður. Einnig
veit ég til þess að nokkur tími
hafi farið i það að kennarar
skýrðu út fyrir nemendum hvern-
ig ætti að vinna verkefnið. En
eins og fram hefur komið hafa
nemendur annarra skóla einnig
látið frá sér heyra varðandi þetta
málefni, og því hlýtur maður að
álykta að hér sé um að ræða hrap-
alleg mistök þeirra sem sömdu
prófið, en alls ekki kennaranna
sjálfra.
Ég tel svona lagað ekki nægi-
lega gott, og alls ekki réttlátt, ef
nemendur verða á nokkurn hátt
látnir gjalda þessa.
Ég skora á ráðamenn að taka
þetta mál til rækilegrar athugun-
ar sem fyrst.
Virðingarfyllst,
nemandi 13. bekk grunnskóla."
0 “Lagið mitt“
lengra?
„Kæri Velvakandi.
Við erum hér tyær 10 ára-
maurar, eins og við erum kallaðar
sem spyrjum hvort ekki sé hægt
að lengja þáttinn „Lagið mitt“ um
minnst hálftima og hafa betri
lög? Er ekki Iika hægt að hafa
þessa Ieiðinlegu ensku knatt-
spyrnu á öðrum tima en á eftir
Stundinni okkar? Lika að hafa
betra efni í henni en þennan
Kalla i trénu og lengja hana, hafa
hana frá kl. 5—7? Væri ekki líka
hægt að hafa óskalög sjúklinga á
sinum gamla tima, milli kl. 10 og
12 á laugardögum? Og væri ekki
hægt að hafa styttra milli gaman-
mynda í sjónvarpinu en mánuð —
það er alltof langt.
Tvær úr sveitasælunni."
Þessum mörgu spurningum er
hér með komið á framfæri við
rétta aðila.
Þessir hringdu . .
# Hvað eiga
launin
að hækka?
Þannig spyr launþegi einn
sem hafði samband við Velvak-
anda og ræddi launamálin og þá
samninga, sem nú standa fyrir
dyrum:
— Það er talað um núna að ekki
dugi minna en ríklega 100 þúsund
krónur til að lifa af og þvi skuli
mánaðarlaunin, þ.e. dagvinnu-
taxtinn hækka upp í þessa upp-
hæð og jafnvel meira. Talað er
um að láglaunafólki sé brýn nauð-
syn á að fá þessa hækkun og ekki
minni, annars geti þeir hreinlega
dáið út, að því er manni skilst.
Það getur svo sem vel verið að
menn þurfi að herða mjög sultar-
ólina ef launin verða ekki hækk-
uð ærlega, en hvað þá með þá sem
eru á hærri launum, fara þeir þá
ekki fram á einhverjar stjarn-
fræðilegar upphæðir fyrir sig?
Fyrir nokkrum árum, ég man
ekki í hvaða samningum, var sam-
þykkt að öll laun upp að ákveðnu
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pótursson
Á ALÞJÓÐLEGA skákmótinu i
Sofia f Búlgaríu i janúar 1976
kom þessi staða upp i skák
sænska alþjóðlega meistarans
Axels Ornstein og búlgarska stór-
meistarans Nino Kirov, sem hafði
svart og átti leik:
marki hækkuðu um vissa krónu-
tölu og kom það nokkuð vel út
held ég, þá hækkuðu þau lægstu
einna mest en laun annarra til-
tölulega minna. Ég held að það
væri ráð að semja eitthvað svipað
núna, að laun hækki um t.d. 20
þúsund, sem er nærri þessum töl-
um sem fyrr voru nefndar, laun í
lægsta flokki Iðju og Dagsbrúnar,
önnur laun hækki minna. Með þvi
er náð nokkrun launajöfnuði, e'n
þó er ég ekki að tala um að allir
fái sömu Iaun, heldur að þessi
mikli mismunur sé aðeins lag-
færður.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hér er reikningur frá lukkutröllinu. Það krefst
fastra launa!
S2F SIGGA V/öGA 8 *í/LVtRAW
I
helgar-
matinn!
Lambakjöt:
kr. kg.
Urvals saltkjöt ....................... 828.—
Ný sviSin sviS......................... 475.—
Útb. hangikjötslæri .................. 1590.—
Lambasnitchel ........................ 1495,—
Innanlærisvöðvar ofsa gott)
Lambagullasch ........................ 1450.—
Ódýru rúllupylsurnar .................. 700.—
Nýtt ódýrt ærhakk ..................... 550.—
Ódýrt ærkjöt ’/r skrokkar ............. 285.—
r
Urvals nautakjöt:
Snitchel ............................ 1450.—
Gullasch ............................. 1330.—
Roast Beef ........................... 1380.-
Grill og bógsteik ..................... 730.—
T-Bone steik ........................... 980.—
Folaldakjöt:
Snitchel ............................. 1350,-
Gullasch ............................. 1220.—
Fillet — mörbrá ...................... 1350.—
Reykt folaldakjöt ..................... 490.—
Hakkað kjöt:
Nautakjöt ............................. 770.-
Nautahakk 10 kg........................ 690.—
Kindahakk ............................. 685.—
Ærhakk ................................ 550,-
Saltkjötshakk .......................... 685.—
Nautahamborgarf ..................... 50 kr. stk.
OPIÐ FÖSTUDAGA 8—7
OPIÐ LAUGARDAGA 7—12.
Laugalaek 2. REYKJAVIK. simi 3 5o 2o
29... Bxg2 + !, 30. Kxg2 (Eða 30.
Kgl — Hg8) Hg8+ og hvitur gafst
upp þvi að eftir 31. Kfl — Dh3+,
32. Ke2 — Dxh5+ verður hann
mát. Þrátt fyrir þessa skák náði
Ornstein sínum besta árangri frá
upphafi á mótinu og sigraði með
10 v. af 13 mögulegum. Næstur
varð búlgarski stórmeistarinn
Spassov með 9!4 v.
ÍILVBVdAQ $)ÝA/A;
ÖOJ AV
V/W/AI60;
óóv/aiw^
v!5K/ Ó09vf0
'GlO'lG GAÓClU^ON in YÍÍNA^
^ALLA Xllá M'bTGVM GOGGA,
lYlmVA VdA M\ISL GAWAl
Jvti) VINmT ýéJ \G0GGI, GAW \
\j~y ^ \TQA YlöHOiy
c
A £KK/ ALtí OV VflKíL MÁÍÚ5. bÝUbAÁW KÓK, SÍÍN6A % 1
VEIM OWLtfLUYl VÓMUbyT