Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977
Áætlun ísal:
Hreinsitækin verði
sett upp á 3% ári
— 1 ÞEIRRI áætlun, sem vió höf-
um lagt fyrir Islenzk stjórnvöld
er ráö fyrir því gert að hreinsi-
tækin verði sett upp I áföngum á
þremur og hálfu ári, sagði Ragnar
Halldórsson, forstjóri ísal, I sam-
tali við Morgunbiaðið f gær.
Ragnar kvaðst ekki geta tjáð sig
frekar um þessa áætlun, þar sem
málið væri nú í höndum heil-
brigðisráðherra. Ráðherra hefði
fengið nákvæma skýrslu um áætl-
unina og von væri á nákvæmri
skýrslu um hreinsitækin og
hvernig þau virkuðu, og m.vndi
ráðherra fá þá skýrslu strax og
hún væri tilbúin. — Við teljum að
það sé heppilegast fyrir alla aðila
að hreinsitækin verði sett upp i
áföngum á þremur og hálfu ári
þannig að 100% afköstum verði
náð upp úr miðju ári 1980, sagði
Ragnar Halldórsson.
Sakkarín bannað í Kanada og Bandaríkjunum:
„Langsóttur möguleiki að
sakkarín valdi krabba”
— segir Þorkell Jóhannesson læknir og formaður lyfjaskrárnefndar
YFIRVÖLD I Kanada og Banda-
ríkjunum hafa ákveðið að banna
notkun á sakkaríni þar sem rann-
sóknir á rottum sýna að efnið
getur valdið krabbameini f þvag-
blöðru. Verður sakkarín bannað í
gosdrvkkjum í Kanada frá 1. júlí
og til annarra nota frá 1.
september. Bandaríska Ivfja-
stjórnin (FDA) segir að sakkarín
verði hannað í Bandaríkjunum
frá I. júlí vegna kanadísku rann-
sóknarinnar og ákvæða í banda-
rískum lögum um að ekki megi
selja efni, sem valdið geti
krabbameini.
,,Ég álit að það sé heldur lang-
sóttur möguleiki, að saccarin
valdi krabbameini og þvi kannski
ekki raunhæft að banna notkun
þess," sagði Þorkell Jóhannesson
læknir, formaður lyfjaskrár-
nefndar, í samtali við Morgun-
blaðið í gær, er blaðið bar undir
hann bannið, sem hefði verið boð-
að' á saccarínneyzlu. Þá sagði Þor-
kell einnig að bandarísk stjórn-
völd væru eitthvað að linast í af-
stöðu sinni til syclamats, en sá
gervisykur var bannaður þar fvr-
ir nokkrum ástæðum og saccarin í
Kanada nú.
Þorkell sagði að í Bandarikjunum
væru mjög ströng lög, sem kveða
á um að ef eitthvert efni i ein-
hverju magni, í einhverri tilraun
í einhverju tilraunadýri, veldur
krabbameini, þá má ekki nota það
í mat sem ætlaður er mönnum.
Þorkell sagði að ef farið væri að
lita niður í saumana á þessum
lögum, þá yrði fátt eftir, sem ekki
gæti myndað krabbamein i ein-
hverju tilraunadýri undir ein-
hverjum kingumstæðum og
Framhald á bls. 19
Bratteli gestur á
Degi Norðurlanda”
9*
Norðurlandaráð er 25 ára á
þessu ári og í tilefni þess hefur
ráðið lýst 23. marz Dag Norður-
landa. Er það í fyrsta sinn, sem
ákveðinn dagur er helgaður
norrænni samvinnu, en ekki er
ráðgert að það verði árlega.
Norrænu félögin munu ann-
ast hátíðarsamkomur víða um
Norðurlönd þennan dag og auk
þess verður dagsins minnzt með
margvíslegum öðrum hætti.
I Reykjavík verður hátíðar
samkoma i Norræna húsinu ai
kvöldi 23. marz og standa a<
henni Norræna félagið oj
Islandsdeild Norðurlandaráðs.
I tilefni af Degi Norðurlandj
hefur Tryggve Bratteli, fv. for
sætisráðherra Norðmanna, ver
ið boðið til tslands og mur
hann halda ræðu á hátíðarsam
komunni I Norræna húsinu
Samkoman er öllum opin.
I gær kom til Reykjavíkur í
fyrsta skipti flutningaskipið
Hvalvik, en það mun vera
stærsta skip, sem siglir undir
islenzkum fána um þessar
mundir. Hvalvik, sem er eign
Víkur h.f., er 4410 dwt. að
stærð og er lestarrými skipsins
211 þúsund rúmfet í venjuleg-
um flutningum, en 217 þús, ef
t.d. korn er flutt.
Finnbogi Kjeld aðaleigandi
Víkur h.f. sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að skipið
hefði verið kevpt frá Noregi
f.vrir tveimur árum, en það var
b.vggt árið 1970. Þann tíma, sem
Hvalvík, hefur verið i eigu
hlutafélagsins Víkur hefur
skipið verið í leiguflutningum
og m.a. siglt mikið til Banda-
ríkjanna, Kanada, Afriku og
Miðjarðarhafslanda.
Hvalvik á nú að taka um 3500
lestir af loðnumjöli, sem farið
verður með til Póllands.
Fjórtán manna áhöfn er á
skipinu, allt islendingar. Skip-
stjóri er Guðmundur Arason,
en 1. vélstjóri Sigfús Tómasson.
Víkur h.f. eiga eitt skip fyrir,
Eldvík, en það skip er kæliskip
og hefur verið mikið í saltfisk-
flutningum.
Mvnd þessi sýnir hluta
þeirra skemmda, sem urðu á
gríska skipinu er það sigldi
hvað eftir annað á brvggj-
una á Revðarfirði. (Ljósm.
Hreggviður Guðgeirsson)
Reyðarfirði, 10. marz.
EKKI liggur enn fvrir mat á
skemmdum á hafnarmann-
virkjum og gríska skipinu
Alikanon Progress. Lokið er
við að styrkja lestarþil í
skipinu og búið er að skipa
út 900 tonnum af loðnu-
mjöli, en skipið tekur 1700
tonn af mjöli hér og siglir
með það beint út. Mjög erfitt
er að lesta skipió þar sem
mikill burður er. Norska
skipið Bowsailor tók hér á
mánudaginn 1600 tonn af
lýsi. Eftir er að bræða hér
3000 tonn af loðnu. Þróar-
rými er fyrir um 2000 tonn,
en ekki er von á loðnu hing-
að. Nú er að hyrja að rigna
hér og getur orðið að stöðva
lestun á griska skipínu á
meðan.
— Gréta
Kosningar í háskólanum:
Stærsta skip-
ið í heimahöf n
900 t af loðnu-
mjöli komin í
gríska skipið
Vaka fékk 41%
vinstrimenn 55%
Hvalvfk við Grandagarð I gær. Fyrir framan skipið liggja loðnu-
bátarnir Hákon og örn og sést stærðarmunur skipanna greinilega,
en báðir bátarnir, sem þykja nokkuð stórir, eru álfka breiðir og
flutningaskipið. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur
í GÆR var kosið í Háskóla Is-
lands til Stúdentaráðs og háskóla-
ráðs. i kosningunum til stúdenta-
ráðs hlaut A-listi, listi Vöku, fé-
lags lýðræðissinnaðra stúdenta
633 atkvæði og fimm menn
kjörna en B-listi listi vinstri-
manna hlaut 852 atkvæði og átta
menn kjörna. 1562 greiddu at-
kvæði, en 77 seðlar voru auðir eða
ógildir. Af greiddum atkva'ðum
fékk Vaka þvl 41% en vinstri-
menn 55%. Tapaöi Vaka einum
manni til vinstrimanna, og fékk
fimm fulltrúa af 13, sem kjörnir
voru.
I kosningunum 1976 hlaut Vaka
45% atkvæða en vinstrimenn
55%. 1975 fékk Vaka 44% en
vinstrimenn 56% og 1974 fékk
Vaka 45% en vinstrimenn 55%.
I kosningunum til háskólaráðs
hlaut A-listi listi vöku 640 at-
kvæði en B-listi, listi vinstri-
manna 871 atkvæði. Vaka fékk
einn mann kjörinn en vinstri-
menn tvo. 1564 greiddu atkvæði
en auðir og ógildir seðlar voru53.
Vaka hlaut þvi 4Í% greiddra at-
kvæða en vinstrimenn 56%
Fram til þessa hefur ekki verið
kosiö sérstaklega til háskólaráðs
heldur kosið sömu kosningum og
til stúdentaráðs, og því sýna töl-
Framhald á bls. 19
Skjálftum
fjölgar enn
við Kröflu
10. marz. Frá Árna Johnsen
blaðamanni Mbl. við Kröflu.
1 ÞEIRRI jarðskjálftahrinu
sem nú gengur vfir hafa ekki
mælzt fleiri jarðskjálftar en
síðastliðinn sólarhring, en þá
voru þeir alls 127. Tvo síðustu
sólarhringa hafa þeir ma-lzt 121
og 123. Stórum skjálftum I
Kröfluöskjunni hefur ennig
fjölgað sfðastliðinn sólarhring og
alls mældust 22 skjálftar af
stærðargráðunni 2—3 stig á
Richter. 1 gær mældust þeir 16.
Landris og ris stöðvarhússins
hefur haldið áfram með jöfnum
hraða, en jarðskjálftavirknin er á
sama svæði og undanfarna sólar-
hringa. Miðað við þróun mála er
siðasta landris og sig varð 20.
janúar telja jarðvísindamenn Iik-
legt að kvikuhlaup verði á næstu
sólarhringum, en eins og f.vrr
hefur verið getið um telja þeir
óvíst hvort það veróur neðan-
jarðar norður í Gjástykki, eins og
í sióasta kvikuhlaupi. eða eitthvað
annað.
Búnaðarþing:
Brot á hlut-
leysisreglum
útvarpsins ad
birta ekki
leiðréttingar
við leiðara
„Búnaðarþing lætur I Ijós undrun
sfna á þvf, að rfkisútvarpið skuli
útvarpa leiðurum úr dag-
blöðunum, þar sem ráðizt er að
einstaklingum, stofnunum og
heilum atvinnustéttum með rógi
og staðlausum fullyrðingum in
þess að viðkomandi aðilum gefist
færi á að koma á framfæri
leiðréttingum eða athugasemd-
um,“ Þannig er meðal annars
komist að orði f ályktun, sem
Búnaðarþing samþykkti á fundi
slnum I gær.
Þá segir í ályktuninni að
búnaðarþing telji þessa fram-
kvæmd útvarpsins brjóta í bága
við hlutleysisreglur þess og vera
alvarlegt brot á rétti hvers ein-
staklings til að koma fram
Framhald á bls. 19
Lagarfoss á
að sigla í dag
- Hefur bedid í
einn mánuð
NU MUN gert ráð fvrir að Lagar-
foss leggi af stað I sfna marg-
nefndu Nígeríuför í dag, en sem
kunnugt er átti skipið að leggja af
stað til Nígerfu hinn 5. febrúar
s.l. með um það bil 20 þúsund
balla af skreið. Þegar skipið átti
að leggja af stað, voru nauðsyn-
legar bankaábvrgðir ekki komnar
frá Nígeríu og það er fvrst núna
sfðustu daga, sem þær hafa verið
að koma og eftir því sem Morgun-
blaðinu var tjáð f gærkvöldi gilda
þær fvrir alla þá skreið, sem ís-
lendingar hafa selt Nígcríumönn-
um á þessu ári, þannig að óhætt
mun að halda áfram að skipa út
skreið til Nfgerfu um leið og skip
fást til þeirra flutninga. I.agar-
foss er fvrsta skipið, sem siglir
beina leið frá tslandi til Nfgeríu
með flutning.
Ef Lagarfoss hefði farið, eins og
ráðgert hafði verið, 5. febrúar og
ferð skipsins og losun í Nígeríu
gengið vel, þá væri ekki óliklegt
að skipið væri nú að koma heim.
Um 14 daga tekur að sigla til
Nígeríu. 30 manna áhöfn er á
Lagarfossi og hefur mannskapur-
inn dyttað að skipinu þennan
tima, skrapað og málað eins og
það er kallað. Einhverjir hafa tek-
ið fridaga þennan tíma, en engar
breytingar eða tilfærslur hafa
verið gerðar með mannskapinn.
Skreiðarframleiðendur hafa
þurft að borga ákveðin daggjöld
f.vrir leiguna á skipinu, en einnig
mun Eimskipafélagið bera ein-
hvern skaða af þessari miklu töf,
sem orðið hefur á ferðinni til
Nfgeriu.
Einn af útflutningsaðilum
skreiðarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þrátl f.vrir
þessa miklu töf mundi flutningur-
inn á skreiðinni ekki kosta eins
mikið og þegar skreiðinni væri
umskipað í erlendri höfn á leið til
Nígeríu. Oftast hefur skreiðinni
verið umskipað í Hamborg og
mun kostnaður við það vera
óhemjumikill.
Tryggve Bratteli