Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1977 Verkalýðsfélögin: Vilja bráðabirgða- úrbætur í álverinu — Fleiri vinnustaðir á landinu svipaðir og álverið „STARFSFÓLK álversins var heppið að þau hreinsitæki sem upphaflega átti að setja upp í álverinu í Straumsvfk, voru aldrei sett upp. Þau tæki hefðu aðeins hreinsað útblástur frá verksmiðjunni, en ekki loftið inni f skálunum, og þvf hefði mengun þar aukist, ef tækin hefðu verið sett upp," sagði Hermann Gumundsson fyrr- verandi formaður Verkalýðs- félagsins Hlffar í Hafnarfirði á fundi með blaðamönnum í gær, en þá boðuðu formenn og trúnaðarmen verkalýðsfélaga sem samningsaðild eiga við ISAI. til fundar með blaða- mönnum, vegna þeirra um- ræðna sem orðið hafa að undan- förnu um heilsufar og hollustu- hætti f álverinu. Það kom fram á fundinum, að þótt fulltrúar verkalýðs- félaganna teldu hörmungar- ástand vera ríkjandi i Straums- vík hvað viðvíkur hollustu- háttum á vinnustað, þá væri það einnig hjá mörgum öðrum fyrirtækjum á íslandi, þar sem ástandið væri síst betra. Sagði Guðjón Jónsson formaður Félags járniðnaðarmanna, að það væru fleiri vinnustaðir til en álverið i Straumsvík og benti hann á að járniðnaðar- menn ynnu sífellt i hávaða og rafsuðureyk, og ennfremur mætti benda á áburðarverk- smiðjuna, kisiliðjuna og sementsverksmiðjuna. Á þessum stöðum væri alltaf mikið ryk, ekki betra en það sem væri í álverinu. Á fundinum f gær kom það fram, að stjórnendur álversins hafa tilkynnt að 3'/2 til 4 ár taki að setja upp fullkominn hreinsibúnað i álverið i Straumsvík og því þætti full- trúum starfsfólks og verkalýðs- félaganna rétt að gera grein fyrir gengi þessara mála og við- horfum til þeirra. í greinargerð sem afhent var á blm. fundinum kemur fram, að á árinu 1971 fóru fram við- ræður um nauðsyn á upp- setningu hreinsitækja við álverksmiðjuna til að fyrir- byggja flúormengun gróðurs. Þá hefðu trúnaðarmenn i •aumsvik óskað eftir þvi við heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið að rannsókn færi fram á andrúmslofti i kerskála, þar sem talið var að vinnuskilyrði myndu versna ef sett yrðu upp sérstök hreinsitæki af þeirri gerð, sem þá var þekkt. í ársbyrjun 1972 var rætt um nokkur veikindatilfelli þar sem grunur lék á að um atvinnu- sjúkdóma væri að ræða. Verka- lýðsfélögin óskuðu þá eftir því að heilbrigðisráðuneytið gengist fyrir rannsókn á þeim veikindatilfellum sem fram hefðu komið. E'ftir nokkurn aðdraganda framkvæmdi Baldur Johnsen þáverandi for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits- ins þessa rannsókn og í greinar- gerð verkalýðsfélaganna segir að þessar niðurstöður hafi verið helztar. 1. Rekja megi flest sjúkdöms- tilfellin til starfsins i áliðju- Frá fundi formanna og trúnaðarmanna verkalýðsfélaga sem samningsaðild eiga við tSAL með blaðamönnum f gær. Ljósm. Mbl. RAX. verinu þó þar blandist fleira inn í. 2. Veikindatilfellin í Straumsvík koma undir at- vinnusjúkdóma i samræmi við reglur um skráningu og tilkynningu atvinnusjúkdóma. en þar segir í 1. gr. Atvinnusjúkdómar eru sjúk- dómar sem eiga beint eða óbeint rætur að rekja til óhollustu í sambandi við at- vinnu manna, hvort heldur er vegna eðlis atvinnunnar, tilhög- unar vinnu eða aðbúnaðar á vinnustað. Einkum koma hér til greina bæklunar-, bilunar-, eitrunar og ofnæmiskvillar. > í undanförnum samningum hafa verkalýðsfélögin látið mjög til sín taka aðbúnaðarmál. Segir í greinargerð félaganna að ástæðan fyrir því sé, að lag- færingar hafi oft ekki fengist nema undir þeim þrýstingi, sem lausir samningar skapi. Sem dæmi um samningsatriði megi nefna afdrep fyrir menn i kerskálum og víðar þar sem þeir gætu í stutta stund leitað í betra loft en er á vinnu- stöðunum. Kröfur hafa verið um betri loftræstingu á flest öllum vinnustöðum og bættan aðbúnað að oðru leyti. þær hafa þó ekki allar náðst fram. í greinargerðinni segir, að rétt sé að geta þess. að samningar sem gerðir hafa verið við fyrirtækið um að- búnaðarmál. hafi yfirleitt staðið, hvort sem þeir hafi verið skriflegir eða munnlegir, en hins vegar oft dregist að fram- kvæmdar væru nauðsynlegar lagfæringar. Siðan segir: „Þar sem ljóst er að hreinsitækjum verður ekki komið upp nema á alllöngum tíma þótt fullur hraði verði á. er nauðsynlegt að gerðar verði ýmsar ráðstafanir, bæði i ker- skálum og óðrum vinnustöðum. Sem dæmi má nefna: 1. Kerskáli. Hætt verði að setja á ker gamalt efni úr ker- skálakjallara sem veldur miklu ólofti þegar brotið er niður í kerin. Kerskálakjallari verði þrifinn reglulega þvi ryk á gólfi hans blæs upp með lofthreins- uninni sem fram á að fara í kerskálum. Kerskálagólf verði hreinsuð á hverri vakt. Framhald á bls. 19 5 iðnfyr- irtæki fá lóðir í Borgarmýri LÓÐNEFNÐ Reykjavfkurborgar hefur lagt til að fimm iðnfyrir- tækjum verði gefinn kostur á byggingarétti fyrir starfsemi sfna f Borgarmýri og eru hússtærðir er kom f hlut þessara fyrir lækja samtals um 6.900 fermetrar. Fyrirtæki þessi eru Henson, Sólvallagötu 9 og þar gert ráð fyrir 500 fermetra stærð húss, Is- spor hf. Dugguvogi 2 með 400 ferm. húsn, Kjörsmíði hf. Auð- brekku 41 með 500 ferm. hús, Plasttækni hf. Goðatúni 2 með 500 ferm. hiis, Runtal-Ofnar hf. Siðumúla 27 með 1000 fm. hiis, Stálhúsgangagerð Steinars hf,. Steifunni 8 2000 ferm. hús og Sæplast hf. Laugavegi 168 með 2000 fm. hús. Borgarráð hefur samþykkt til- lögur lóðanefndar, svo og þá skil- mála sem þeim fylgja. ?"=? ,t 1 I on f TTI .- ¦' |L <-_¦_<_ SIVAUÓ MEKKA Leiðrétting SU misritun varð í fyrirsögn á frétt i blaðinu í gær, þar sem greint var frá nefndaráliti fóður- iðnaðarnefndar að sagt var að innlend fóðurframleiðsla ætti að fimmfaldast fyrir 1980 en í stað 1980.átti að standa 1990 eins og kom skýrt fram f fréttinni. Er hér með beðist velvirðingar á þessari misritun. Allt undir einu þaki - JL-húsið býður einstætt úrval af húsbúnaði - allt undir einu þaki. ¦ Vegghúsgögn í tíu gerðum og við allra hæfi. ¦ íslenskur iðnaður í fyrirrúmi: nær allar bestu gerðir af íslenskum vegghúsgögnum. Vönduð vara frá völdum framleiðendum. á Húsgagnadeild TM \fe töo^ ^JIi fA ^^ ^^ A /É^ /^ SH 11 O II !I 11 ^^iPflpn^^gL n ho sn II b ii irqHa^^flh I JlIOII i vÖS iasi _____ i—i L-j _____ ____il _ I I J 'ÚÍIl^Cirw Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 '¦' ^ _t _ is Sími 2 86 01

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.