Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 2

Morgunblaðið - 13.04.1977, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 19?7' Kröfugerð bankamanna: Hæsta krafan á sjö- unda tug prósenta SAMBAND Islenzkra banka- manna hefur lagt fram kröfur sínar um gerð nýrra kjarasamn- inga. Sðlon Sigurðsson, formaður sambandsins, kvað kröfurnar I meginatriðum hinar sömu og hjá BSRB, en kröfur sambandsins eru um 40 til 50% launahækkanir miðað við laun 1. júlf n.k., en þá ganga kjarasamningar úr gildi. í þriðja flokki, 1. þrepi, eru kröf- urnar 125 þúsund krónur. Þessi laun eru I dag 75 þúsund krónur — hækkun 66,6%. Er það algjör byrjendaflokkur. Þá er krafan um laun sendla 100 þúsund krónur. Þriðji flokkur, 1. þrep, er lægsti flokkur venjulegs bankamanns, en í honum eru þó næsta fáir — BSRB gæti farið í verkfall eftír 1. júli BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur í kröfugerð sinni farið fram á að vísitölubætur á laun yrðu prósentubætur, sem legðust á alla launastiga sam- bandsins og er þetta andstætt kröfum Alþýðusambands íslands sem krefst þess að vfsi- tölubætur verði reiknaðar á lægstu launin, en sfðan sama krónutala á hin hærri. Morgun- blaðið spurði f gær Harald Steinþórsson, framkvæmda- stjóra BSRB, um þetta atriði og spurði, hvers vegna sambandið fylgdi ekki stefnu ASÍ, sem miðaði að hæstum vísitölubót- um á láglaun. Haraldur sagði, að BSRB hefði þegar framkvæmt jöfnun f sambandi við launastigann og tekið mjög stór stökk í þeim efnum. „Það er um tvær leiðir að ræða, að hafa krónutölu- reglu eða vísitölu. Okkar leið er sú að taka krónutölureglu í kröfugerð, en ekki í vfsitölunni. Hin reglan myndi hleypa öllu f hnút, sem samræmist ekki þvf, sem aðrir launþegar þurfa að búa við, því að allír kjara- samningar eru tengdir saman með prósentum." Vegna þessa sagði Haraldur að kjarasamningar f svo mikilli dýrtíð, sem raun bæri vitni, myndu allir fara úr böndunum — engin launakerfi standast slíka verðbólgu, sem hér hefur verið sagði Haraldur. Þvf verð- ur BSRB að fara aðra hvora leiðina. Hin stefnan hefði rask- að launakerfi opinberra starfs- manna miðaðviðlaunakerfi ann- arra launþega. Þá sagði Haraldur, að þegar BSRB væri búið að semja um að mismunur hæstu og lægstu launa ætti að vera tæplega þre- faldur, en honum væri síðan breytt í að vera rúmlega tvö- faldur, þá kvað hann það senni- lega meira stökk en nokkru sinni hefði verið tekið til launa- jöfnunar í samningum. Ef svo krónutölureglan í visitölu gilti, myndi það þýða að meginhluti umbjóðenda BSRB myndi búa við skert kjör. Haraldur sagði að það hefði verið reiknað út að ef 42% verðbólga yrði tvö ár í framhald á bls. 17 að sögn Sólons. Flestir eru í 5., 6., 7. og 8. flokki, en f þeim eru um 59% félaga f Sambandi íslenzkra bankamanna. Laun í 5. flokki eru nú 91 þúsund, en krafan er um að þau hækki í 147 þúsund. Er það 61,5% hækkun, en Sólan kvað það þýða 45% miðað við þau laun, sem væntanlega verða 1. júlí, en samningar bankamanna eru ekki lausir fyrr. Sólon kvað hæstu kröfuna verða í 7. flokki og væri hún um 63%, en það er hæsti launaflokk- ur almenns bankamanns. Kemst hann ekki hærra, nema hann fái einhvers konar stöðu f bankakerf- inu. Laun í þeim flokki eru nú 112 þúsund, en krafan er 190 þúsund. Krafan nú er 69.6%. 1 6., 7., 8. og 9. flokki eru um 55% allra bankamanna. I 8. og 9. flokki eru aðstoðarfulltrúar og fulltrúar. Hæstu laun þeirra eru 147 þúsund og er krafan um 230 þúsund, en það er 63,9% hækkun. Hæsta krafa er um 305 þúsund króna mánaðarlaun, en það eru laun útibússtjóra, aðalbókara og fleiri. Þeir hafa nú 193 þúsund Framhald á bls. 32 Jón L. Arnson Helgi Ólafsson. Skákþing Islands: Hörkubarátta er milli Jóns L. Arnasonar og Helga Olafssonar HÖRKUBARATTA er á Skák- þingi Islands, sem nú er að Ijúka. t gærkvöldi átti að tefla 11. og sfðustu umferðina og áttu þar að leiða saman hesta sfna þeir tveir menn, sen eiga möguleika á sigri f mótinu, Jón L. Arnason, sem er aðeins 16 ára gamall, og Helgi Ólafsson. Skák þeirra var hins vegar frestað þar til f dag vegna veik- inda Helga. Jón L. Arnason hef- ur 8‘A vinning og Helgi 8 vinn- inga að loknum 10 umferðum, og nægir þvf Jóni jafntefli í skákinni við Helga til að hljóta hinn eftirsótta tslands- meistaratitil. Staðan fyrir síðustu umferð- ina var þessi: 1. Jón L. Árnason TR 84 v. 2. Helgi Ólafsson TR 8 v. 3. Ásgeir Þ. Arnason TR 74 v. Framhald á bls. 32 V erðbólgan 25% á árs- grundvelli miðað við fyrstu mánuði ársins VERÐBREYTINGAR fyrstu mánuði þessa árs eða fram til þessa munu svara til þess að verð- bólgan á tslandi sé nær 25% á grundvelli heils árs. Er þá miðað Norðmenn krafnir bóta á tjóni Herjólfs „Ef allt gengur samkvæmt áætl- un eftir það sem á undan er geng- ið, þá byrjar Herjólfur aftur áætl- unarferðir milli lands og Eyja um næstu mánaðamót,“ sagði Ólafur Runólfsson framkvæmdastjóri Ilerjófls í samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi, en eftir að lokið var við að styrkja skut Herjófls kom f Ijós að öxlar að vél voru bognir og stefnisrörið var einnig skakkt. Skipið hefur verið styrkt mjög mikið að aftan eftir að gallarnir komu f Ijós við skoðun er skipið fór f slipp f Reykjavfk 7. marz s.f., en upphaf lega var reiknað með að skipið yrði 10 daga í slipp. „Við leggjum alla áherzlu á það að taka við skipinu í 100% lagi og jafnframt munum við krefjast framlengingar á ábyrgðartima skipsins." sagði Ólafur, „Það er nú verið að draga stefnisrörið úr skipinu og nýtt verður sett í. Þá er verið að útbúa tvo af öxlunum þremur í Noregi, en einn þeirra reyndist i fullkomnu lagi. Var það aftasti öxullinn sem skrúfan er áföst við. Það er Wichman véla- verksmiðjan sem býr öxlana til og þeir eiga að vera tilbúnir til af- hendingar 16. apríl og þann dag mun Iscargóvél sækja þá þangað. Þeir flutningar kosta 1.2 milij. kr. Þannig stefnir allt í þá átt að endar nái saman og vopum við að ekki komi fleira til, nóg er komið. Það hefur sýnt sig tilfinnanlega undanfarnar vikur að illt er fyrir okkur Eyjamenn að hafa ekki skip I daglegum ferðum og reynd- ar hafa hópar fastalandsmanna haft samband við okkur að undan- förnu og spurt um væntanlegar ferðir skipsins, því stórir hópar hyggjast sækja Eyjarnar heim með Herjólfi í vor og sumar, “ Að undanförnu hafa Ríkisskip, Eimskip og Hafskip aðstoðað með skipaferðir til og frá Eyjum og einnig hefur Landhelgisgæzlan hlaupið undir bagga. Herjólfur hefur nú ráðið Agnar Erlingsson skipaverkfræðing til þess að fylgjast með gangi mála í viðgerð skipsins og Árna Grétar Framhald á bls. 32 við reynsluna undanfarna mán- uði og spár fram til næstu mán- aðamóta. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið f gær hjá Þjóðhags- stofnun, en á föstudaginn langa birti Efnahags- og framfarastofn- un Evrópu, OECD, skýrslu um verðbólgu aðildarlandanna frá febrúar 1976 til febrúar 1977 og reyndist Island þar vera með mesta verðbólgu 34.5%, en f öðru sæti var Italfa með 22%. Minnst var verðbólga f Sviss, 1% á þessu 12 mánaða tfmabili. Miðað við þessa febrúartölu, sem OECD birti hinn 8. apríl, 34,5%, má geta þess, að tala fyrir sama tímabil árið áður var 36.2% og talan fyrir febrúar 1974 til febrúar 1975 var 53.6%. Frá febrúar 1973 til febrúar 1974 var hækkunin hins vegar 32.6%. Eins og sjá má af þessum tölum hefur aðeins rénun orðið í ár frá sömu viðmiðun í fyrra, en þar áður varð gífurleg rénun verðbólgunnar. Ef hins vegar er litið á nóvembertöl- ur verður rénunin nú öllu meiri, því að þá var verðbólgan á 12 mánaða tímabili komin niður undir 31 %, frá nóvember 1975 til nóvember 1976. Má og búast við að dragi heldur úr í marz, þar sem meiri verðhækkanir hafa komið út I verðlagið frá nóvember til febrúar nú, en var í fyrra — að því er Morgunblaðið fékk upplýst hjá Þjóðhagsstofnun. í Reutersfrétt frá Paris, þar sem skýrt var frá verðbólgunni miðað við febrúar i hinum 24 aðildarrikjum OEGD, segir, að meðaltalsverðbólga I hinum stærri rikjum Vesturlanda hafi í febrúarmánuði verið um 1%, en Framhald á bls. 32 Árni Vilhjálmsson fv. héraðslæknir látinn Endanlega ákveðið að rannsóknarlögregla rik- isins verði í Kópavogi Meðfylgjandi mynd er af Kjartani Hreini Pálssyni vélstjóra sem drukknaði í Vestmannaeyjahöfn um fyrri helgi. Kjartan Hreinn var skipverji á Gunnari Jónssyni VE 555. NU hefur verið endanlega ákveð- ið að Rannsóknarlögregla rfkisins fái inni f hinu nýkeypta húsi að Auðbrekku 61 f Kópavogi. Að sögn Eiríks Tómassonar, að- stoðarmanns dómsmálaráðherra, verður brátt hafizt handa við inn- réttingar í húsinu fyrir hina nýju starfsemi. Þá er ennfremur unnið að þvi af fullum krafti, að sögn Eiríks, að ganga frá þvi hvaða lögreglumenn komi til með að starfa við hið nýja embætti. I lögum um rannsóknarlögregl- una segir að hún skúli vera í Reykjavik og þarf því Alþingi að samþykkja lagabreytingu áður en rannsóknarlögreglan getur flutzt í Kópavog. ÁRNI Vilhjálmsson fyrrverandi héraðslæknir á Vopnafirói lézt f Reykjavík s.l. laugardag. Árni fæddist 23. júní 1894 að Ytri Brekkum á Langanesi, sonur hjónanna Vilhjálms Guðmunds- sonar og Sigrfðar Davfðsdóttur. Stúdent varð Árni 1914 og cand. med. frá Háskóla tslands 1919. Framhaldsnám stundaði Árni sfð- an f Noregi 1920—1922. Árni var um hrið staðgengill héraðslæknisins á Norðfirði og eins á Reyðarfirði. Siðar var hann læknir í Vestmannaeyjum 1922 til 1923. Settur héraðslæknir í Flat- eyjarhéraði um hrið 1923 og síðan á Seyðisfirði og á Hofsósi. Árið 1924 var Árni skipaður héraðslæknir i Vipnafjarðarhér- aði og gegndi hann því starfi til 1. janúar 1960 er hann fékk lausn frá embætti. Bjó Árni eftir það í Reykjavik og vann hjá Tryggingarstofnun ríkisins auk þess sem hann leysti lækna af úti á landsbyggðinni. Árin 1925 til 1955 eða um 30 ára skeið var Árni í hreppsnefnd Vopnafjarðar. Þar af var hann oddviti frá 1925—28 og 1934—38. Árni var kvæntur Aagot Fougner dóttur Rolfs kaupmanns Johansen á Reyðarfirði. Arni Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.