Morgunblaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1977 13 Orgeltónleikar Ragnar Björnsson dómorgan- isti hélt tónleika s.l. föstudag, í tilefni af væntanlegri hljóm- leikaferð til Norðurlanda. Fyrsta verkefnið á tónleikun- um var Toccata og fuga í d-moll eftir Bach. Það verður að segjast eins og er, að flutningur Ragnars á þessu glæsilega verki var ekki eins og undirrit- aður telur hann eigi að vera og eins ekki með því svipmóti, sem ástæða er til að ætla frá hendi Ragnars. Annað verkið á efnis- skránni var eftir Sweelinck, sem var uppi um 1600 og nam hjá Giovanni Gabrieli, sem fyrstur manna samdi verk fyrir hljómsveit. Á eftir þessu hljóm- fallega verki eftir Sweelinck flutti Ragnar Inngang og Passkagliu eftir kennara og for- vera sinn Pál ísólfsson. Af þessu verki stendur ævintýra- ljómi og geymir þar tóntak, til- þrif og svipmót mikils orgel- leikara. Nokkuð kvað við annan tón í næsta verki, eftir Ragnar sjáfan. Þarna mátti heyra tón- ferli, sem er skilgetió afkvæmi Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON tilrauna, er fyrir löngu hafa verið afskrifaðar og teljast til „akademiskra" fyrirbæra. Tón- leikunum lauk með Fantasíu og fúgu I g-moll eftir Bach. Þetta rismikla verk var einum of lit- laust fyrir smekk undirritaðs og má ef til vill kenna orgelinu um, en það var sérlega óhreint. Nú hefur kirkjan öll verió gerð upp með miklum tilkostnaði og mætti allt eins eyða fé í nýtt orgel og minnast um leið Páls tsólfssonar við vígslu þess með flutningi tónlistar eftir hann. Karlakór Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur á að baki 50 ára starf og hefur mark- að djúp spor í ísl. menningar- sögu. 1 efnisskrá er þess getið, að meðal ólokinna verkefna kórsins sé hljóðritun á verkum Sigurðar Þórðarsonar tón- skálds og er þá hljóðritun kórs- ins orðin all gott safn tónlistar sem rituð hefur verið á fyrri hluta aldarinnar. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Við samanburð á tónlist sem rituð var upp úr aldamótunum og efnisskrá Karlakórs Reykja- víkur í dag, vaknar sú spurning hvort íhaldssemi valdi því, að efnisskráin gæti svo vel verið frá því rétt eftir aldamót, ef frá eru talin þrjú lög. Starf söng- félags eins og Karlakórs Reykjavíkur byggist á því að hafa eitthvað nýtt fram að færa, jafnframt því að viðhalda því besta af eldri verkum. Með nokkrum undantekningum hef- ur efnisskrá kórsins undanfar- ið verið að mestu upprifjun á eldra efni, sem er gott, að því er varðar hljóðritun til varðveislu, en litið nýnæmi fyrir hljóm- leikagesti. Fyrsti hluti tónleik- anna minnti á 17. júni hvað efnisval snertir og fátt þar um að segja annað en að kórinn söng vel. „Samesiid:t“ eftir John Persen eða Samaljóð, eins og vel mætti kalla það, átti þarna ekki beint heima. Páll P. Pálsson er sérlega góður stjórn- andi á nútimatónlist og var söngur kórsins sannfærandi, þó umsögnin í efnisskrá kæmi ekki heim og saman við upplif- un verksins. Eftir hlé var svo haldið áfram með smálög nú frá Skandinaviu, sem eru fallegar en litlausar tónsmiðar. Þessum lögum fylgdi svo negrasálmur og rússneskt þjóðlag, sem Boris Bortinskij frá Finnlandi söng með kórnum. Bortinskij er raddsterkur, en eftir þvi sem dæmt verður af þeim fáu lögum er hann söng, virðist tónmótun raddarinnar vera mjög misjöfn, á stundum dauð og slétt, en í aukalögum, sem hann söng með undirleik Guðrúnar Kristins- dóttur, var söngur hans hlýr og hljómfagur. Tónleikunum lauk með laga- syrpu, Þýzkum þjóðlögum í raddsetningu Páls P. Pálssonar og var niðurlag tónleikanna eins og söngskemmtan gæti hafa verið fyrir aldamót. Það mun tæplega vera að öllu leyti rétt að kalla þessi lög þjóðlög, en réttara að nefna þau alþýðu- lög, þvi samkvæmt tiltækum heimildum eru sum laganna verk tiltekinna höfunda. Söngur kórsins var í alla stað áferðarfallegur enda reyndi hvergi á getu hans í þessu ,,stubbaprógrammi“. Hreiðar Pálsson kom fram sem fulltrúi kórsins, með þokkafullum ein- söng sinum i Melodiska vágar eftir Selim Palmgren. Nemendasamband Mennta- skólans á Akureyri MORGUNBLAÐINU hafur borizt fréttatilkynning frá NMA: Aðalfundur Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri var hald- inn að Hótel Esju, fimmtudaginn 10. mars s.l. Þetta var þriðji aðalfundur sambandsins, en það var stofnað 6. júní 1974. Markmið þess er m.a. að skapa tengsl milli fyrrverandi nem- enda MA og stuðla að sambandi þeirra við nemendur og kennara skólans. Á fundinum var ákveðið að senda fréttabréf til allra árganga, sem brautskráðst hafa frá skólanum, þvi að margir munu þeir vera, sem vita ekki um stofnun sambandsins. Félagar eru allir, sem hafa lokið gagnfræða- eða stúdentsprófi frá MA. Sambandið hefur látið gera vegg- skjöld með mynd af skólanum. Skjöldurinn hefur verið seldur i Reykjavík og á Akureyri og hefur salan aflað sambandinu nokkurra tekna, sem síðar munu renna til skólans Allar upplýsingar um það mál eraðfá hjá stjórninni. Þann 3. júní n.k. verður haldinn fagnaður að Hótel Sögu. Þar gerir fólk sér glaðan dag og rifjar upp minningar frá skólaárunum. Vilhjálmur Skúlason, formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórnina skipa nú: Formaður Ragna Jónsdóttir, ritari Gylfi Pálsson, fulltrúi 25 ára stúdenta; gjaldkeri Þorsteinn Marinósson, fulltrúi 10 ára stúdenta; Jón Gunnlaugsson, fulltrúi 40 ára stúdenta. og Stefán Karlsson. Í varastjórn eru: Vilhelmlna Þor- valdsdóttir, Vilhjálmur Skúlason og Þorvaldur Friðriksson. Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700 áTa Timburverzlunin ▼ Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Völundar gluggar vandaðir gluggar Vandaðir gluggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. í dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hljóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum í, sem síðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verður ekki viðkomið mælum við með gluggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. t sérstökum tilfellum smíðum við einnig giugga eftir sérteikningum. 24.73

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.