Morgunblaðið - 13.04.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 13.04.1977, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRlL 1877 Uverpool ætti að vera ömggt í úrslit Evrópubikarkeppninnar UNDANtJRSLIT r Evrópukeppninni r knattspyrnu hófust miðvikudagskvöldið 6. aprfl s.l. þegar fyrri leikirnir f undanúrslitunum fóru fram. Vegna þess hve Morgunblaðið fór snemma f prentun þetta kvöld, var ekki hægt að skýra frá úrslitunum morguninn eftir og verða leikjunum gerð skil hér þótt um sfðir sé. Segja má að eitt lið, Liverpool, hafi þetta kvöld tryggt sér sæti f úrslitum Evrópukeppni meistaraliða með þvf að sigra svissneska liðið FC Ziirich 3:1 á útivelli og Juventus ætti að vera nokkuð öruggt f úrslit f EUFA-bikarkeppninni með 4:1 heimasigri yfir grfska liðinu AEK Aþena. Liverpool lék skínandi vel i Sviss þrátt fyrir að tvo fasta- menn vantaði vegna meiðsla, þá Callaghan og Toshack. Heima- liðið tók reyndar forystuna á 6. minútu þegar Tommy Smith brá framherjanum Scheiwiler innan vítateigs og Risi skoraði úr vítaspyrnunni, sem dæmd var. Litlu munaði að Ray Clemence tækist að verja spyrnuna. Á 14. mínútu jafnaði Liverpool metin. Ray Kennedy sendi langa sendingu inn i víta- teig Ziirich og þar var bak- vörðurinn Phil Neal mættur. Hann drap knöttinn niður, lék á tvo varnarmenn og skoraði með þrumuskoti. Á 47. mínútu tók Liverpool svo forystuna þegar Steve Heighway lék upp völlinn af miklu harðfylgi og skoraði þrátt fyrir að þrír varnarmenn væru að berjast við hann. Og á 68. mínútu lék Heighway í gegn en var brugðið innan vítateigs af Heer og úr vítaspyrnunni skoraði Phil Neal örugglega. Smith og Zigerlag voru bókaðir. Afar ólíklegt er að Svisslendingun- um takist að vinna 3:0 á Anfield í Liverpool í seinni leiknum. I Kiev léku Dynamo og vestur-þýzku meístararnir Borussia Mönchengladbach i hinum undanúrslitaleiknum. 100 þúsund áhorfendur fögn- uðu mjög þegar Vladimir Onischenko skallaði knöttinn í mark Þjóðverjanna 20 mínút- um fyrir leikslok. Þetta var í eina skiptið, sem Sovétmönnum tókst að snúa á sterka vörn þýzka liðsins. I rússneska liðinu var Fomenko bókaður en Berti Vogt i þýzka liðinu. Líklega dugir þetta eina mark ekki Sovétmönnunum i seinni leikn- um. I keppni bikarhafa var fyrri hálfleikurinn markalaus hjá Athletico Madrid og þýzka liðinu Hamburger SV þegar lið- in mættust í Madrid. Aftur á móti voru þá fjórir leikmenn bókaðir, Cano og Pereira í spænska liðinu og Volkert og Nogly í þýzka liðinu. í seinni hálfleik fóru Spánvarjarnir í gang og þrisvar tókst þeim að höggva göt i varnarmúr Þjóð- verjanna. Ruben Cano skoraði tvívegis og Lial einu sinni en mark Þjóðverja skoraði Magath. Áhorfendur voru 50 þúsund. I Napoli á Ítalíu léku heima- menn við belgiska líðið Ander- lecht í Evrópukeppni meistara- liða. Helzta stjarna belgíska liðsins, Bob Rensenbrink, var í sérstakri gæzlu Ítalans Bruscolotti og strax á 6. mínútu rákust þeir á úti á vellinum með þeim afleiðingum að Rensenbrink meiddist á höfði. Þessi sami. Bruscolotti skoraði siurmark ítalanna niu mínút- um fyrir leikslok og sigurinn var verðskuldaður. Ítalska liðið missti sinn marksæknasta mann, Luigi Chiarugi, útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik. I EUFA-bikarkeppninni fóru einnig fram tveir leikir í und- anúrslitunum. í Torina á Italíu átti Juventus í höggi við AEK frá Aþenu og sigraði örugglega 4:1 með mörkum Bettega 2, Causio og Cuccereddu. Juventus ætti að vera nokkuð öruggt í úrslit, en það ber að hafa í huga, að enska liðið QPR vann gríska liðið í fyrri leik 8-liða úrslitanna 3:0 en féll samt úr keppninni. í Belgíu lék Molenbeek við Athletico Bilbao og Spánverjarnir tóku óvænt forystuna með skallamarki Ignacio Churuca. Seint í leikn- um jafnaði Jaccues Taugels metin, einnig með skalla, en hann hafði fyrr í leiknum tekið vitaspyrnu en Iribar í marki Athletico gerði sér lítið fyrir og varði. \1 *hHH WsMM > ' IK — áígM**. EVRÓPUBIKARINN EVRÓPUMÓTIN f knattspyrnu, miðvikudagur 6. aprfl, undanúrslit, fyrri leikir. Seinni leikirnir fara fram miðvikudagskvöldið 20. aprfl: EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA: FC Ziirich, Swiss- Liverpool, England 1:3 (1:1). Mark Ziirich: Risi (v). Mörk Liverpool: Neal 2 (lv), Heighway. Dynamo Kiev, Sovétrfkjunum- Borussia Mönchengladbach, Vestur — Þýzkalandi 1:0 (0:0). Mark Dynamo: Onischonko. EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA: Napoli, ltalfu—Anderlecht, Belgíu 1:0 (0:0). Mark Napoli: Bruxcolotti. Athletico Madrid, Spáni- Hamburger SV, V- Þýzkalandi 3:1 (0:0). Mörk Athletico: Cano 2, Loal. Mark Hamburger: Magath. UEFA-BIKARKEPPNIN: Molenbeek, Belgfu- Athletico Bilbao. Spáni 1:1 (0:1). Mark Molenbeek: Tougols. Mark Athletico: Churucz. Juventus, ftalfu- AEK Aþena, Grikklandi 4:1 (1:1). Mörk Juventus: Cuccureddu, Bettega 2, Causio. Mark AEK: Papadopolus. V-#' # * • ' #' #♦ v V.#*' V.#' Sigurður Haraldsson slær boltann Ljðsm. Mbl. Sigtryggur, Sigurður Haraldsson þrefaldur meistari á badmintonmótinu tSLANDSMEISTARAMÓTIÐ f badminton 1977 var haldið f Laugar- dalshöll um páskana. Undanúrslit fóru fram á laugardaginn en úrslit á páskadag. Var Höllin svo ásetin f vetur að páskahelgin var eina lausa helgin fyrir mótið og þurfti leyfi biskups fyrir mótshaldinu. Þátttaka var góð f mótinu, keppendur um 70 frá 7 félögum og samböndum, TBR, IA, KR, BH. Gerplu, Val og Vfkingi. Maður mótsins var tvfmælalaust Sigurður Haraldsson TBR, sem varð þrefaldur meistari og hefur hann ekki áður náð svo langt að hreppa gullið f öllum greinum, sem hann hefur keppt f. Lovfsa Sigurðardóttir TBR var sem fyrr sterkust f kvcnnaflokki. Ahorfendur voru allmargir. • 1 úrslitaleikjunum á páskadag fóru leikar sem hér segir: Einliðaleikur karla, meistara- flokkur: Sigurður Haraldsson TBR vann Jóhann Kjartansson TBR 15:6 og 15:6 Einliðaleikur kvenna, meistara- flokkur: Lovisa Sigurðardóttir TBR vann Hönnu Láru Pálsdóttur TBR 11:1 og 11:7. Einliðaleikur karla, A-flokkur: Víðir Bragason ÍA vann Reyni Guðmundsson KR 15:12 og 15:12. Einliðaleikur kvenna, A-flokkur: Sigríður M. Jónsdóttir TBR vann Ásu Gunnarsdóttur Val 11:2 og 12:9. Tvíliðaleikur karla, meistara- flokkur: Sigurður Haraldsson og Jóhann Kjartansson TBR unnu Harald Korneliusson og Steinar Petersen TBR 15:6,8:15 og 15:4. Tvíliðaleikur kvenna, meistara- flokkur: Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir TBR unnu Vildísi Kristmannsdóttur KR og önnu Njálsdóttur TBR 15:4 og 15:7. Tviliðaleikur karla, meistara- flokkur: Víðir Bragason og Björn H. Björnsson lA unnu Ágúst Sigurðsson og Gylfa Óskarsson Val 15:7 og 17:15. Tviliðaleikur kvenna, A-flokkur: Sigríður M. Jónsdóttir og Jórunn Skúladóttir TBR unnu Kristinu Aðalsteinsdóttur og Jóhönnu Steindórsdóttur IA 15:11 og 18:16. Tvfliðaleikur Old-Boys: Rikharður Pálsson og Jón Árna- son TBR unnu Ragnar Haralds- son og Gisla Guðlaugsson TBR 15:7 og 15:13. Tvenndarkeppni meistaraflokk- ur: Sigurður Haraldsson og Hanna Lára Pálsdóttir TBR unnu Stein- ar Petersen og Lovisu Sigurðar- dóttur TBR 15:11 og 15:5. Tvenndarkeppni, A-flokkur: Guðmundur Adolfsson og Sigríður M. Jónsdóttir TBR unnu Viði Bragason og Kristinu Aðal- steinsdóttur ÍA 18:13, 9:15 og 18:17. Eins Qg sjá má hlaut TBR lang- flesta meistaratitla eða 9 talsins en Akurnesingar hlutu 2 titla. Um úrslitaleikina er það að segja, að Jóhann veitti Sigurði mun minni mótspyrnu í úrslitum einliðaleiksins en menn áttu von á og var aldrei vafi á þvi að Sigurður myndi bera sigur úr být- um. Sigurður og Jóhann unnu sið- an Harald og Steinar i tviliða- leiknum i oddaleik. Það var að- eins í miðlotunni og þeir Haraldur og Steinar sýndu klærn- ar, Hún var jöfn framan af, síðast 8:8, en þá tóku Haraldur og Stein- ar afgerandi forystu, en hún dugði þeim ekki til sigurs i keppn- inni. 1 tvenndarleiknum unnu þau Sigurður og Hanna Lára örugglega. Hlutu þær Lovísa og Hanna Lára tvo meistaratitla báð- ar. í A-flokknum var Vfðir Braga- son ÍA sterkastur í karlaflokki og Sigríður M. Jónsdóttir TBR í kvennaflokknum. Jórunn Skúla- dóttir, sem hreppti sigur í tviliða- leiknum i A-flokki, er eiginkona meistarans sigursæla, Sigurðar Haraldssonar. —SS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.