Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977 /^BÍLALEIGAN felEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL Mmm 24460 28810 Hótal- og flugvallaþjónusta. LOFTLEIDIfí -E 2 1190 2 11 8$ 220-22- RAUDARÁRSTÍG 31 Inmlegar þakkir til allra þeirra, er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu, 29. mars sl. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barnabörnum, stórkostlega gjör. Guð blessi ykkur öll, Steinunn Jónsdóttir. Æðarræktar- félag Snæfell- inga stofnað Stykkishólmi í apríl. HINN 2. aprfl s.l. var fundur haldinn I Stykkishólmi til aó stofna með áhugamönnum sam- tök um æðarrækt. Heitir félagið Æðarræktarfélag Snæfellinga og er félagssvæðið Snæfellsness og Ilnappadalssýsla. Á fundinum mættu stjórnarmenn Æðar- ræktarfélags tslands, þeir Olafur E. Olafsson, GIsli Vagnsson og Jón Benediktsson, einnig raðu- nautur félagsins, Árni G. Péturs- son. Á fundinum voru mættir 23. Fundarstjóri var Einar Karisson og ritari Leifur Jóhannesson. Aðkomumenn reifuóu málin og fluttu erindi um væntanlegt starf félagsins og skýrðu þróun þessara mála undanfarið. En eins og öll- um er kunnugt hefir æðarrækt stórhnignað undanfarin ár og er um kennt vargfugli, mink og síðast en ekki síst grásleppu- netum sem æðarfuglinn hefir í hrönnum drepið sig í. Voru þessi mál mjög rædd á fundinum. Páll Leifsson frá Eskifirði hefir um nokkur ár unnið á vargfugli hér í Breiðafirði. Var hann mættur og er nú þegar tekinn til starfa við útrýmingu vargs. Á vikutíma hef- ir hann unnið á 60 hröfnum og 1000 svartbökum og er þá búið að vinna á 2500 fuglum hér í pláss- inu síðan i haust. Nú mun hann vara með veiðihund um eyjar og leita uppi mink. Mun þeirri her- ferð haldið áfram. í stjórn félags- ins eiga sæti: Gissur Tryggvason form., Unnur Jónasdóctir og Einar Karlsson. Útvarp Reykjavlk FOSTUDKGUR 29. aprfl MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigurður Gunnarsson heldur áfram að lesa söguna „Sumar á fjöllum" eftir Knut Hauge (5). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Létt alþýðulög kl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SIÐDEGIÐ 14.30 Miðdegissagan: „Ben Húr“ eftir Lewis Wallace Sigurbjörn Einarsson þýddi. Ástráður Sigursteindórsson les (19). 15.00 Miðdegistónleikar RIAS-hljómsveitin 1 Berlfn leikur „Þjófótta skjórinn", forleik eftir Rossini; Ferenc Fricsay stj. Ánna Moffo syngur með Carlo Bergonzi og Mario Sereni dúetta úr óperunni „Luciu di Lammermoor" eft- ir Donizetti. Parfsarhljómsveitin leikur „B :rnagaman“, litla svftu fyrir hljómsveit eftir Bizet, Daniel Barenboim stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku FÖSTUDAGUR 29. aprfl 1977 20.00 Frettir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Við hættum að revkja Námskeið til uppörvunar og leiðbeiningar fyrir þá sem éru að hætta að reykja. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. Bein útsending. Stjórn útsendingar Rúnar Gunnarsson. 20.45 Prúðu leikararnir (L) Gestur leikbrúðanna i þess- um þætti er leikkonan Candice Bergen. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Vignir Sveinsson kynnir. 17.30 Ctvarpssaga barnanna: „Stóri Björn og litli Björn“ eftir Halvor Floden. Gunnar Stefánsson les (10). 17.50 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 21.10 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 22.10 Erfiður dagur hjá drottningu (Rude journée pour la reíne) Frönsk bfómynd frá árinu 1974. Aðalhlutverk Simone Signoret og Jacques Debary. Leikstjóri René Allio. Ræstingakonan Jcanne býr við kröpp kjör og er Iftils metin af manni sfnum og fjölskyldu. Hún leitar hugg- unar f draumheimum og er þá drottning um stund. Þýðandi Ragna Ragnars. Dagskrárlok 19.35 Þingsjá Umsjón: Nanna Ulfsdóttir KVÖLDIÐ______________________ 20.00 Frá tónleikum Sinfónfu- hljómsveitar islands f Háskólabfói á sumardaginn fyrsta; — sfðari hluti Stjórnandi: Samuel Jones frá Bandarfkjunum a. „Let Us Now Praise Famous Men“, hljóm- sveitarverk eftir Samuel Jones. b. Pólóvetsfu-dansar úr óper- unni „ígos fursta“ eftir Alexander Borodfn. — Jón Múli Árnason kynnir 20.45 Leiklistarþáttur f umsjá Sigurðar Pálssonar. 21.15 Flautukonsert f C-dúr op 7 nr. 3 eftir Jean-Mari > Leclair Claude Monteux og St. Martin-inthe-fields hljóm- sveitin leika. Stjórnandi: Neville Marriner. 21.30 Utvarpssagan: „Jómfrú Þórdfs “ eftir Jón Björnsson Herdfs Þorvaldsdóttir les (13). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Ljóðaþáttur Umsjónarmaður: Óskar Hall- dórsson. 22.50 Áfangar Tónlistarþáttur, sem Ásmundur Jónsson og Guðni J Rúnar Agnarsson stjórna. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM Klukkan 20.45: Prúðuleikaraæði Hingað til hafa leik- brúður sjaldnast notið meira álits en að tilgang- ur þeirra væri að koma litlum börnum til að flissa. En það álit virðist þó hafa breyst, ekki það að skemmtanagildi leik- brúða hafi verið stórlega vefengt, heldur hafa við- horin breyst með tilkomu sjónvarpsþáttarins um Prúðuleikarana, sem ís- lenzkum sjónvarpsáhorf- endum er að góðu kunn- ur. Með tilkomu þátt- arins hefur gripið um sig nokkurs konar prúðu- leikaraæði, t.d. í Bret- landi. En prúðuleik- ararnir sjálfir eru miklu eldri en æðið, sem nú virðist í hámarki. Sjón- varpsáhorfendur víðs- vegar um heim þekkja þá vel. Froskurinn Kermit kom fyrst fram á banda- rískum sjónvarpsskermi fyrir tuttugu og einu ári síðan. Aðrir fastir með- limir þáttarins eins og Fozzi bangsi og trommu- leikara-ófreskjan sem sjaldnast er kallaður ann- að en ,,dýrið“ urðu fræg- ir í þættinum „Sesame Street" sem er nokkurs konar fræðslubarnatími, sá fyrsti sinnar tegundar. En það var fyrir tveim- ur árum síðan að einn forstöðumönnum brezku sjónvarpssamsteyp- unnar, Lord Grade, sann- færðist um það, að prúð- leikzrnir væru það skemmtilegir og vinsælir meðal ungra sem eldri, að tilvalið væri að gera átt með þeim einum sem uppistöðu.Lord Grade fékk því höfund Prúðu- leikaranna, hinn banda- ríska Jim Henson, til að koma með prógrammið yfir til Bretlands. Hen- son gafst ekkert tækifæri til hiks, og sá fyrrnefndi segist sannfæður um að faðir prúðuleikaranna sé snillingur. Árangurinn varð svo myndaflokkur- inn um prúðuleikarana, sem eru af öllum stærð- um og gerðum, allt frá Punch og Judy, sem er handstýrt til langtum stærri gerða, sem þurfa margra manna stjórn. í samkomum prúðuleikar- anna taka svo þátt skemmtikraftar og áhorf- endur. En i hverjum þætti kemur fram ein stór stjarna úr mann- heimum og hafa margar frægar persónur heim- sótt þá, svo sem Charles Aznavour, Twiggy, Peter Ustinov og núna í kvöld bandaríska kvikmynda- leikkonan Candice Bergen. Viðbrögð áhorfenda hafa sýnt að Lord Grade hafði rétt fyrir sér varð- andi Henson og prúðu- leikararna. Þátturinn var í fyrstu hugsaður við hæfi barna eingöngu, en skipið og jafnframt mannlegur breyskleiki þeirra virðist ekki síður höfða til fullorðinna áhorfenda og aðeins tíu vikum eftir að fyrsti þátt- urinn um prúðuleikarana var sýndur, var tala áhorfenda orðin sjö millj- ónir og í upphafi þessa árs þrettán milljónir. Brezka kvikmyndaaka- demían útnefndi þáttinn í marsmánuði s.l. skemmtilegasta sjón- varpsþátt ársins 1977. Þættirnir eru nú sýnd- ir víðsvegar um lönd og Lord Grade hrósar happi um leið og hann staðhæf- ir, kannski með nokkrum rétti, að allir áhorfendur prúðuleikaranna, séu komnir með prúðuleik- araæði. Prúðuleikaraarnir eru að vanda á dagskrá sjón- varpsins í kvöld klukkan 20.45 og gestur þeirra er, eins og fyrr segir, kvik- myndaleikkonan banda- ríska Candice Bergen. Fréltaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.