Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977 ----- ' | Leitin að þyrlunni TF-AGN árangurslaus: 310 manns á 60 vélsleðum leita í dag Sjá einnig á bls. 3. GEYSIVÍÐTÆK leit var í gær gerö úr lofti aö þyrl- unni TF-AGN en hún bar engan árangur. Síöustu flugvílarnar sneru heim af leitarsvæöinu um tíuleytið í gærkvöldi. I dag verður leit haldiö áfram úr lofti og 310 manna flokkar leggja af stað til leitar í birtingu á 60 vélsleöum. Veröur megin áherzla lögð á FjallabaksleiÖ, en talið er aö þyrlan hafi ætlað að fljúga þá leið. Með þyrl- unni eru tveir menn, Jón Ileiöberg flugmaður og Ás- geir Höskuldsson tækni- íræðingur, framkvæmda- stjóri Hitatækja hf, sem eiga þyrluna. Þeir Jón og Asgeir lögðu af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.22 s.l. mánudagsmorgun, og samkvæmt flugáætlun var ferð- inni heitið til Víkur í Mýrdal, þar sem taka átti þriðja manninn. Að því búnu var ferðinni heitið aust- ur á bóginn að Fossum í Land- broti, þar sem mennirnir ætluðu að stunda veiðiskap, að því talið er. Hugmaður þyrlunnar, Jón Heiðberg, óskaði eftir heimild til að loka flugáætlun, sem kallað er, þ.e. taldi ekki þörf á því að flug- umferðarstjórnin fylgdist með ferðum þyrlunnar og vissi flug- umferðarstjórn síðast um ferðir hennar klukkan 10.29 þegar þyrl- an yfirgaf flugstjórnarsvæðið í Reykjavik og lokaði flugáætlun- Framhald á bls. 20. Gufugosið kflómeter fyrir norðan Leirhnúk (gær. Ljósm: Frióþjófur Veghefillinn hafði vart undan að ryðja ofan í sprungurnar — Tvö hús skemmdust í Reykjahverfi — Minnsta hraunrennsli í gosi hérlendis -□ -□ Reynihlíð, 28. aprll. Frá Þórleifi Ólafssyni, hlaóamanni Morgunblaósins: SÍÐARI hluta dags hafði mjög dregið úr jarð- skjálftavirkni á Mývatns- svæðinu og töldu jarðfræð- ingar að mesta hættan TF-AGN, þyrlan sem saknað er. Ljósm. ÓI.K.Mag. væri liðin hjá. Umbrot á gosstöðvunum norður af Leirhnúk voru ekki talin rnikil og það hraun, sem kom upp í nótt, er talið vera það minnsta sem kom- ið hefur f eldgosi á íslandi frá því sögur hófust. Hins vegar er jarðsig orðið mik- ið og um klukkan 17 f dag var talið að sigið á um- brotasvæðinu væri orðið 80—100 sm frá því í gær. Smáhraunsletta virðist hafa komið upp í gignum á nyrzta gos- svæðinu, um það bil þrjá kíló- metra norður af Leirhnúk í nótt. Snemma í morgun var hægt að sjá þar um 50 sinnum 200 metra hraunfláka, en þá skall mjög mik- il þoka yfir svæðið auk dálítillar ofankomu, þannig að ekki sást út úr augum. Síðari hluta dags rof- aði þó aðeins til um tíma og virtist þá vera allmikið leirgos úr gign- um, en jarðfræðingar sögðu að öskuýringur fylgdi með. Nokkru sunnar eða um það bil tveimur kilómetrum er um 300 metra breið sprunga og þar var gufugos á þremur stöðum i morg- un. Til að byrja með virðist sem gosið hafi á þessari sprungu allri. í kvöld gaus áfram á þremur stöð- um og virtist krafturinn ekkert hafa dvínað frá í morgun. Einum kílómetra sunnar eða í Leirhnúk hefur orðið vart við mikið gufu- streymi og í nótt töldu menn sig hafa séð hraunglóð á þessum slóð- um. Geir Hallgrímsson í eldhúsdagsumrædum í gærkvöldi: Á svæðinu frá Reykjahverfi að Námafjalli hafa orðið mjög mikl- ar ummyndanir á jarðskorpunni og sagði Axel Björnsson, jarð- fræðingur hjá Orkustofnun, að sprungumyndun væri að líkind- um orðin allt að 80 sm. Víða mátti sjá 10—15 sm breiðar sprungur þvert yfir þjóðveginn og i Vatns- skarði, það er i veginum yfir Námafjall, var sprungumyndunin svo ör um tima í dag að veghefill hafði vart undan að ryðja I sprungurnar. Þá fór hitaveitan fyrir Reykjahverfi i sundur á mörgum stöðum og er enn ekki vitað hvenær viðgerð lýkur. Er þvi víða kalt í húsum i Reykja- hverfi. Vitað er um tvö hús i Reykja- hverfi, sem skemmdust i jarð- skjálftahrinunum, annað húsið er símstöðin, þar sem hafa myndazt sprungur í veggi, auk þess sem G jaldeyrisstaðan hef ur batnað um4500milljónir á 12 mánuðum Milljarður eða meir til skattalækkana? — Unnt að auka ráðstöf unartek jur heimila um 6% í ár GEIR Hallgrímsson, for- sætisráðherra, sagði í ræðu í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, að við- fangsefnið nú væri að bæta kaupmátt launa án þess að vaxandi verðbólga fylgdi í kjölfarið sem eyddi þeirri krónutöluhækkun, er kynni að fást við samn- ingaborðið. Forsætisráð- herra sagði, að unnt ætti að vera að auka ráðstöfunarfé heimilanna þ.e. einka- neyzlu um u.þ.b. 6% á þessu ári. Væri þá kaup- máttur ráðstöfunartekna á mann og þjóðartekjur orðnar sambærilegar við það sem var árið 1973, þótt viðskiptakjör í ár yrðu væntanlega nokkru Iakari en þá. Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á, að kjara- bótunum yrði að beina til þeirra, sem Iægst væru launaðir í þjóðfélaginu, launþega og lífeyrisþega. Geir Hallgrímsson sagði enn- fremur I ræðu sinni, að óbreyttar álagningarreglur skatts mundu veita ríkissjóði um 1 milljarð meira í tekjur en áætlað hefði verið. Spurning væri, nvernig ætti að verja þessum milljarðí og hvort unnt væri að bæta nægi- legri fjárhæð við til þess að gera skattalækkanir í ár áhrifameiri að þvi áskildu, að skynsamlega væri staðið að kjarasamningum og fjár- hag ríkissjóðs væri borgið. Forsætisráðherra vék að lífeyr- ismálum og sagði, að það misrétti, að aðrir en opinberir starfsmenn nytu ekki verðtryggðs lífeyris fengi ekki staðizt til lengdar og nú væri kannað hvernig unnt væri að stíga enn eitt skref til að verðtryggja lífeyri fyrir alla landsmenn. í ræðu sinni í eldhúsdagsum- ræðunum ræddi Geir Hallgríms- son nokkuð um þann árangur, sem náðst hefði í glímu ríkis- stjórnarinnar við þann efnahags- vanda, sem hún tók við frá fyrri ríkisstjórn og þau áföll, sem síðan hefðu gengið yfir. Forsætisráð- herra nefndi eftirfarandi dæmi Framhald á bls. 20. Framhald ábls. 17 Fímm manns yfirgáfu Reykjahverfi Reynihlfð, 28. aprfl. Frá Þórleifi Ólafs- syni, blaðamanni Morgunhlaðsins. SAMKVÆMT upplýsingum Jóns Illugasonar, oddvita og formanns almannavarna- nefndar Mývatnssveitar, yfir- gáfu fimm fbúar Reykjahvcrf- is staðinn, þegar óróinn var sem mestur í gær. Jón sagði að ekki væri ljóst, hvaða skemmdir hefðu orðið á hitaveitunni, en þær væru miklar, og er ómögulegt að segja til um, hvað viðgerð tekur langan tfma. Ljóst er að hitaveitulagnir eru víða f sundur. Sprungumyndunin hefur minnkað verulega nú undir kvöldið og taldi Jón horfur nú betri en áður. Óljóst væri, hvaða áhrif tjón Kísiliðjunnar myndi hafa á byggðarlagið, meðan skemmdir þar eru ekki fullkannaðar og menn fundið ráð til að bregðast við vand- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.