Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRtL 1977 MORödN-, RAFFÍNO V I í Reyndar borða ég injög lftið á morgnana og kvöldin. Þetta er nýjasta gerðin okkar, „Verðbólgufötin" — enginn vasi fyrir veski eða smámynt IBíR- V'ið getum ekki haldið áfram að sauma eftir uppma-lingu aðeins. Mér er sagt að í þessu hverfi séu vasaþjófarnir f sérflokki.. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Aðeins átta af þátttakendum í mjiig fjölmennri tvímennings- keppni tókst að vinna þrjú grönd á spilin hér að neðann. Þetta var í einum hluta Philip IVIorris- keppninnar, 140 pör tóku þátt í henni og toppurinn í spili v ar 11S. Austur gefur, norður og suður i hættu. Norður S. 1)102 II. 9872 T. ÁK542 L. 10 Vestur Austur S. K8 S. G964 II. D1054 H. A63 T. 1)1076 T. 3 L. G65 L. D8743 Suður S. Á753 II. KG Það er hún Fjallveig — Eruð þið heima? Umviðtölí sjónvarpi „Oft heyrum við gagnrýni á sjónvarpið og sagt er, að efni þess sé fyrir neðan allar hellur. Þetta er vafasöm fullyrðing, þótt allt falli eðlilega ekki öllum. Mér finnst t.d. margir viðtalsþættir skemmtilegir og fróðlegir. Auðvitað misjafnir eins og geng- ur. Sérstaklega ef spyrjendur eru að tala um efni, sem þeir þekkja ekki. Ég tek sem dæmi þátt, sem mig minnir að heiti „Úr einu í annað“. 1 þessum þætti var um daginn myndarstúlka að spyrja konu um afkomu hennar. Mér virtist spyrillinn vera að réttlæta eða sýna fram á réttmæti þeirrar kröfu, að 100 þús. krónur á mán- uði verði viðurkennd sem lág- markslaun. Nú læt ég það alveg liggja milli hluta, hvort þessi krafa er réttmæt eð ekki. Konan, sem spurð var, kvaðst hafa 692 þús. króna tekjur sl. ár. Hún kvaðst vinna 40 stundir á viku og fyrir það fannst henni, að hún ætti aó hafa nóg til þess að lifa af. Svo var sett upp dæmi, sem sýndi óhjákvæmileg útgjöld, og menn spurðu sjálfa sig, hvernig getur konan lifað af þessu með tvö börn? Jafnvel flögra að manni ósiðlegar hugsanir, þótt grund- völlur slíkrar atvinnu sé ekki mikill á íslandi. En þarna kom fáfræði spyrj- andans fram. Kona var einstæð móðir með tvö börn. Ef hún er fráskilin og á aðeins þessi tvö börn eða hefir átt þau svona að gamni sínu, er útkoman þessi: Hún fær í mæðralaun tæplega 110 þús. á ári og í meðlag með börnun- um 236 þús. eða heildartekjur hennar eru kr. 1038.000. Hún hef- ir þvi 86.500 í meðaltekjur á árinu 1976, sem samsvara hátt i 100 þús. króna tekjur á árinu 1977, sem talið er lágmark til þess að lifa af. Ég tek einsog ég sagði hér fyrr enga afstöðu til þess hvort þetta eru nægar tekjur eða ekki. Dæm- ið er aðeins tekið af fjölmörgum, þar sem spyrillinn þekkir ekki málefnið nægilega vel, sem hann er að spyrja um. Mjög gott viðtal var svo á eftir við Einar Bollason vegna svara hans, þótt sumar spurningarnar væru aftur á móti klaufalega orðaðar. N.N.“ Það hefur löngum verið svo að fréttamenn og aðrir, sem sjá um efni í fjölmiðlum hafa oft ekki tækifæri til að setja sig nægilega T. G98 L. AK92 á einu borðanna vann suður sitt spil þannig — aþ vísu með hjálp varnarspilaranna. Útspil vesturs var hjartafjarki, sem austur tók með ás og spilaði aftur hjarta. Suður var inni á kónginn og spilaði tíguláttu. Vestur lét lágt og spilarinn lét einnig lágt frá blindum. Það gekk vel en síðan spilaði hann spaða- þristi. Vestur tók á kónginn og gerði siðan villuna. Hann tók hjartaslagina tvo. Suður lét á þá eitt lauf og einn tigul en austur mátti missa lauf. Vestur spilaði sig síðan út á spaða, tia, gosi og ás. Nú var skyndilega komin upp dæmigerð tvöföld kastþröng. Þeg- ar suður spilaði spaða á drottning- una varð vestur að láta lauf en eftir það gat austur ekki haldið valdi á bæði lauflitnum og spað- anum. þegar suður tók á tígulás og kóng blinds. Auðvitað réð heppni tígullíferð- inni en að öðru leyti var spila- mennska suðurs rökrétt og öllum möguleikum haldið opnum. Það er ekki á allra færi aó sjá kastþröng vera i aðsigi. En vestur gat forðast hana með þvi að taka ekki hjartaslagina. Þá nær suður ekki fram réttri stöðu. Að vinna þrjú grönd gaf 111 stig af 118 mögulegum fyrir spil- iö. ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. l.KAFLI Garðurinn var allur 1 óhirðu, hált gras í rósabeðunum, blett- urinn gulur af sóleyjum. I júnúsólinni eftir margra sólar- hringa rigningu ilmuðu sýrenurnar við hliðið áleitnis- lega. Peter Kessel horfði heim að húsinu. Þetta var niðurnídd bygging, tveggja hæða hús á kjallara og hvers kyns pfrum- pár og útflúr. Húsíð var eyðilegt að sjá. Llt- ið var af tjöldum fyrir gluggum og þeir allir harðlokaðir. Hann gekk upp stigann og hringdi dyrabjöllunni. Engínn opnaði. Með undrun f andlitinu horfði hann á grænar dyrnar. Það var ekki fært að sjá inn f ganginn, þar sem tjald var fyrir mjóu hurðarrúðunni. Nú iðraðist hann þess að hafa ekki reynt að hringja ð undan. Hann hafði lagt á sig heilmikið ferðalag, fyrst hálfan annan tfma með lest og sfðan margra kflómetra ganga eftir brugðótt- um sveitaveginum. Vfst hafði hann hugsað sér að hringja. En hvað hefði hann þá getað sagt f sfmanum? Nei, hann varð að hitta Hemmer sjálfan og þreifa sig áfram áður en hann segði neitt. Hann hlaut að geta komizt að þvf hvort einhver bjó f húsinu um þessar mundir. Hann gekk fyrir hornið. Þeg- ar hann var að reyna að teygja sig upp að gluggakarmi, fann hann að einhver fylgdist með honum. Hann sleppti takinu og snerist á hæli. 1 hlfðinni stóð roskinn, hvfthærður maður, beið. Peter fann að hann roðnaði, hann sá hvernig hann hlaut að Ifta út f augum gamla manusins. — Ég er að leita að Hemmer, sagði hann hraðmæltur. — Iiringduð þér bjöllunni. — Enginn svaraði henni. — Þá er hann líkast ekki heima, sagði maðurinn. — Mér þætti fróðlegt að vita, hvort von er á honum. — Getið þér séð það ef þér gáið inn um eldhúsgiugga? — Þér hljótið að skilja, sagði Peter gremjulega að ég vildi athuga hvort Hemmer væri hér um þessar mundir. Það gæti verið, að hann væri staddur á ítalfu. Og þá væri heidur til- gangslftið að reyna að bfða eftir honum. Maðurinn brosti dauflega. — Þekkið þér Hemmer? spurði hann. — Ja, aðallega þekki ég son hans, Frede. — Hann er ekki hér. — Ilemmert er þá búsettur f húsinu núna? — Já, hann kemur aftur sfð- degis. — Gætið þér hússíns fyrir hann? — Já. Peter vissi ekki hvað hann átti að segja fleira. — Ætlið þér að bfða? spurði maðurinn. — Ég verð að gera það. En taskan hans var hjá kaupmanninum f þorpinu. Hann varð að nálgast hana. — Ég ætla að hregða mér frá, sagði hann hraðmæltur. — Ef þér sjáið Hemmer, segið hon- um þá, að Peter Kessel hafi spurt eftir honum og komi aft- ur seinna. Hann gekk aftur af stað f áttina að stöðinni. Fuglarnir sungu f trjánum allt í kringum hann. Pollar var á veginum eft- ir rígninguna undanfaríð. Ilann hafði gengið um heiming leiðarinnar, þegar Fólkswagenbfll kom akandi á móti honum. Var Ilemmer þarna á ferð? Peter gekk út á miðja götuna til að fá bflstjórann til að draga úr ferðinni. En Hemmer var ekki í bfln- um, heldur nokkrir ungir menn. Peter beygði til hliðar og lét bflinn fara hjá. I krambúðinni keypti hann brauð, smjör ost og niðursuðu- vörur. Og síðan hringdi kaupmaðurinn á bfl fyrir hann. Meðan hann beið eftir bfln- um kom Fólkswagninn aftur. Nú var hara einn piltur f honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.