Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977 31 r KR UPP, ÞRÓTTUR NIÐUR KR-INGAR munu leika ( 1. deildinni f handknattleik á næsta keppnistfmabili. Liðið sigraði Þrðtt f gærkvöldi með 15 mörkum gegn 14 f aukaleik um áttunda sætið f 1. deildinni og í fyrri leiknum varð sama markatala uppi á teningnum, 15:14 fyrir KR. I leiknum f gær- kvöldi voru Þróttarar yfir allan leikinn og KR náði ekki forystu fyrr en Sfmon Unndðrsson skoraði 15. mark KR er 40 sekúndur voru til loka leiksins. Fögnuður KR-inga var mikill í lok leiksins. Tóku leikmenn- irnir þjálfara sinn, Geir Hail- steinsson, og tolleruðu hann. Gamlir KR-ingar flykktust inn á völlinn og létu gleði sína inni- lega í ljós. Lið KR lék sfðast í 1. deild veturinn 1972—73. Að- eins þrír þeirra leikmanna KR, sem léku leikinn í gær, voru með KR-liðinu þá, þeir Ævar Sigurðsson, Emil Karlsson og sfðast en ekki sízt Haukur Otte- sen, sem stóð sig sérlega vel þegar mest á reið f leiknum f gær. Spor Þróttara út af leikvellin- um f gærkvöldi voru eflaust þung því blóðugt var að tapa þessum leik og f allan vetur hefur óheppnin elt Þróttara. Kannski ekki aðeins óheppnin, meiri áhuga hefur einnig vant- Valur nældi íaukastigiö VALSMENN unnu Ármenn- inga 3:0 í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu á Melavellinum f gærkvöldi. Fengu Valsmenn þvf þrjú stig fyrir leikinn og eiga enn möguleika á Reykja- vikurmeistaratitlinum. Mörk Vals gerðu Albert Guðmunds- son, Ingi Björn Albertsson og Jón Einarsson, nýliði f Vals- liðinu. Þrjú KR-lið í fyrstu deild Næsta vetur munu KR-ingar eiga þrjú lið f 1. deildinni f badminton. A- og b-liðið hafa leikið þar f vetur mcð ágætum árangri og fyrir nokkru tryggði c-Iið KR sér einnig rétt til að leika f 1. deildinni er liðið vann TBS og Val í úrslitakeppni. Unnu KR-ingarnir leiki sfna báða 7:6. Á meðfylgjandi mynd er hið knáa c-lið KR. Aftari röð: Ágúst Jónsson, Friðrik Halldórsson, Jón Bergþórsson, Reynir Guð- mundsson, og Óskar Bragason. 1 fremri röð eru Aðalheiður Guðbjörnsdóttir, Arna Steinsen og Sif Friðleifsdóttir. Á mynd- ina vantar Björgvin Guðbjörns- son og Halldór Friðriksson. Hér er Walter Lentz, að afhenda sigurlaunin i 2. deild. Vel heppnað þjálf- aranámskeið KSI NVLOKIÐ er 16 manna þjálf- aranámskeiði, 1. stigi, á vegum Tækninefndar KSÍ. Voru þátt- takendur á námskeiðinu viðs vegar að af landinu, m.a. frá Akranesi, Vopnafirði og Horna- firði. Tókst námskeiðið mjög vel og verður næsta þjálfara- námskeið á vegum nefndarinn- ar haldið f haust. ÁRMANNSMÓT STÓRSVIGSMÓT Armanns verður í Bláfjöllum á morgun laugardag! Hefst keppnin klukkan 13 og keppt verður í flokkum 13 ára og eldri. Á sunnudaginn verður innanfél- agsmót Ármanns, einnig í Blá- fjöllum. HAUKUR Ottesen og félagar hans ( KR höfðu ástæðu til að gleðjast f gærkvöldi. Eiga KR- ingar nú lið f 1. deildinni, sem skipað er ungum leikmönnum, er margir hverjir urðu á dögun- um tslandsmeistarar f 2. flokki, en 2. flokk KR þjálfar Haukur einmitt. að og meiri aga meðal leik- manna. 1 gærkvöldi fóru Þrótt- ar t.d. illa að ráði sínu og þrisv- ar sinnum sendu þeir knöttinn yfir þveran völlinn og freistuðu þess að skora fram hjá Emil, sem stóð fyrir utan teig. Alltaf fóru skotin sömu leið. Talsvert framhjá markinu. Fleiri góð færi misnotuðu Þróttarar á ör- lagaríkum augnablikum í leikn- um. Reyndar fóru KR-ingar einnig illa með færi sín og virt- ust hafa einstakt lag á þvf í fyrri hálfleiknum að hitta á Kristján markvörð miðjan. MÖRK KR: Haukur 5, Ólafur 4, Sfmon 3, Þorvarður, Kristinn og Ingi Steinn 1 hver. MÖRK ÞRÓTTAR: Trausti, Bjarni og Konráð 3 hver, Svein- laugur og Sigurður 2 hvor, Hall- dór 1. —áij Sepp Her- berger látinn Sepp Herberger, sem var landsliðsþjálfari f Vestur- Þýzkalandi allt frá 1950 til 1964, lézt að heimili sinu i Mannheim í fyrrakvöld. Lézt Herberger úr hjartaslagi áttræður að aldri. Sepp Her- berger varð fyrsti atvinnu- knattspyrnumaður V-Þjóðverja árið 1923 og 1932 varð hann landsliðsþjálfari þar í landi. Að lokinni heimsstyrjöldinni siðari tók hann að nýju við landslið- inu og hans stærsti sigur var er V-Þjóðverjar urðu heimsmeist- arar í knattspyrnu árið 1954. Herberger kom nokkrum sinn- um til íslands og átti hér góða vini. RM í tyftingum Reykjavíkurmeistaramót í lyftingum verður háð í Laugar- dalshöllinni á morgun, laugar- daginn 30. apríl, og hefst kl. 14. Keppt verður i öllum þyngdar- flokkum nema þeim þyngsta. Það er lyftingadeild Ármanns sem sér um mótið, og eru flestir beztu lyftingamenn höfuð- borgarinnar meðal keppenda. LandsliBið I badminton: SigurBur Haraldsson, Steinar Petersen, Haraldur Korneltusson. Jóhann Kjartansson og Sigfús Ægir Ámason. ÍSLENDINGAR og Færeyingar heyja landskeppni t badminton I Laugardalshöllinni i kvöld. Er þetta þriBji landsleikurinn af fimm, sem samiB hefur veriB um viB Færeyinga, en íslendingar hafa unniB báSa landsleikina til þessa. Telja verSur islenzka liðiB nær öruggt meB sigur I lands- keppninni i kvöld, en Islenzka liBiB er mjög öflugt aS þessu sinni. ÞaS er skipaB þeim SigurBi Haralds- syni, Jóhanni Kjartanssyni, Sig fúsi Ægi Árnasyni. Haraldi Korneliussyni og Steinari Peter- sen. LANDSKEPPNI í BADMINTON VIÐ FÆREYJAR Þeir Sigurður og Jóhann munu t næstu viku taka þátt ! fyrstu opin- beru heimsmeistarakeppninni I bad- minton, sem fram fer t Stokkhólmi. Ættu þeir báðir að eiga möguleika á að sigra andstæðinga stna t 1. um- ferð Þó vinningarnir verði e.t.v ekki margir þá ættu þeir félagarnir að afla sér dýrmætrar reynslu Svo aftur sé vikið að landsleikn- um við Færeyinga þá hefst hann klukkan 20 t kvöld I Laugardalshöll- inni. Fyrri leikjum landstiða þjóð- anna lauk með 5:0 og 4:1 sigri íslendinga Á morgun verður haldið opið mót t badminton með þátttöku Færey- inganna. Verður það I húsi TBR við Gnoðarvog og hefst klukkan 1 3. í msmmm BSSM íslenzkar og erlendar hljómplötur Verð f rá kr. 500 10% _EINNIG!_________________ afsláttur af ýmisskonar heimilis- og hljómtækjumi EINNIG! 10% 0 afslátturaf öllum nýjum hljómplötum. Aðeins nokkra daga Rafeindatæki, Glæsibæ ^mmmiiinTTnT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.