Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRtL 1977 29 .11 ...w VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI ^iJJunfosaEi'ii if mikið inn í þau málefni, sem ver- ið er að fjalla um í það og það skiptið og slíkt er vitanlega mjög slæmt. Hér er að mati Velvakanda ekki að sakast við stjórnendur þátta, þeim er jafnvel fengið verkefnið með skömmum fyrir- vara og vinna þarf í flýti, en vissulega mætti verða bót á og ekki væri úr vegi að heyra skoðanir fleiri á þessu máli. • Aóhald Nokkrir útvarpshlustendur á Karanesi hafa sent eftirfarandi bréf og hefur það beðið birtingar um sinn, en það fjallar að nokkru um útvarpsefni og fleira um út- varpið: „Ævar R. Kvaran, ritstjóri og leikari, hefir verið með athyglis- verðan þátt í Ríkisútvarpinu ann- an hvern mánudag að undan- förnu. Nú hafa viðskiptavinir út- varpsins heyrt, að dagskrárstjórn útvarpsins hafi ákveðið að Ævar hætti flutningi á þessum þætti og er það furðulegt. Það er stað- reynd að mikill fjöldi fólks hlust- ar á þennan þátt og mun sakna hans ef hann hverfur af dag- skránni. Menn eru hér að velta þvi fyrir sér hvort dagskrárstjórn þekki ekki sitt þjónustustarf. Verður þessi þáttur e.t.v. að víkja fyrir auknum undanrennu- og haughúsaþáttum? Þá er það einnig eftirtektar- vert, að útvarpið auglýsir eftir viðbótarstarfsliði á skrifstofur sínar um þessar mundir, á sama tíma og Sameinuðu þjóðirnar rannsaka sínar nefndir, veita að- hald og draga saman seglin. Hugsandi hlustendur.“ Ekki veit Velvakandi hvað átt er við með undanrennu- og haug- húsaþáttum, nema ef vera skyldi uppnefni á búnaðarþáttum, en þeir hljóta að vera nauðsynlegt útvarpsefni fyrir marga. Ýmsar breytingar eru ætíð gerðar á út- varpsdagskrá um sumarmál og vera má að sú, sem hér er nefnd, sé ein þeirra, en að öðru leyti verður útvarpið að svara ef því finnst ástæða til þess. Þessir hringdu . . . • Um tannréttingar Húsmóðir: — Mig langar að taka undir orð konu, sem hér voru nýlega um kostnað við tannréttingar og að sjúkrasamlög skuli ekki taka þátt í að greiða neitt af þeim kostnaði. Þetta eru engar smáupphæðir, sem er um að ræða, jafnvel hundruð þúsunda og það furðu- lega er að á Akureyri greiðir sjúkrasamlagið helming kostn- aðarins, en hér í Reykjavik er ekkert greitt. Þetta mál væri fróð- legt að fá aðeins rætt í fjölmiðlum og einnig að fá það upplýst hverj- ir það væru sem réðu verðlagn- ingunni á þessari vinnu, eru það eingöngu tannréttingarsérfr?eð- ingarnir eða hafa yfirvöld hönd i bagga. % Skátarnir og sumardag- urinn fyrsti Nokkrir skátaunnendur hafa haft samband við Velvakanda og SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti Balkanrfkjanna f fyrra kom þessi staða upp f skák þeirra Suba, Rúmeniu, sem hafði hvtt og átti leik, og júgóslavneska stórmeistarans Kurajica. Hvitur hefur greinilega rýmra tafl, m.a. vegna fripeðsins á d6 en það gæti orðið að veikleika þvi að svartur hótar að tvöfalda hróka sína á d8 og d7. Hvítur fann nú kyrrláta en sjnalla leið til að stýra fram hjá hættunni: & % A * mm. WM viljað taka upp hanskann fyrir þá, en hér var i dálkunum nýlega rætt um verðlag á skemmtun þeirra á sumardaginn fyrsta. Að- gangur að barnaskemmtuninni mun hafa verið 100,- kr. fyrir full- orðna en 50,- kr. fyrir börnin, en hins vegar kostaði 400,- krónur á skátaball um kvöldið. Einnig hafa þeir bent á að það hafi verið selt inn á skemmtanir á sumardaginn fyrsta áður, einnig þegar Sumar- gjöf sá um þær. Þessum ábend- ingum er hér með komið á fram- færi og ágóðinn af þessum skemmtunum mun renna í starf skátanna, en ekki í vasa þeirra, sem þar lögðu hönd á plóginn. 0 Orð lífsins A.A.: — Ég hafði símasamband við „Orð lífsins" og ég er ekki viss um að ég hafi heyrt rétt, en ég heyrði setningu eina, sem mér finnst mjög áhugaverð og vildi gjarnan fá einhverja nánari skýringu á. Rætt var um hæðirnar sjö og helgi þagnarinnar og eitthvað fleira, sem ég ekki heyrði eða skildi en vildi gjarnan fá ein- hverjar skýringar við. Getur ein- hver svarað þessum spurningum mínum? — 0 Nafnbirting í bréfi Sveins Sveinssonar í gær var rætt um atvik í sambandi við strætísvagn og bílstjórinn nafngreindur. Velvakanda finnst ástæða til að biðjast afsökunar á þessari nafnbirtingu, þar sem hún var óþörf og vera má að bíl- stjórinn hafi alls ekki tekið eftir því að maður beið hans. Bílstjór- inn var að reyna að komast af stað og hugaði þvi að umferðinni og hefur væntanlega verið búinn að taka þá upp, sem biðu. Rimla- huróir 2breiddir, 4 hæóir Kúreka- Affð 3 breiddir Hurðir h.f. Skeifan 13, sími 81655 _ Áttu vandrœðum með þakið? 6, HÖGNI HREKKVÍSI 1977 McNaught Syndicate, Inc. Hættur við að taka fanga! 53? S\GGA V/ÖGA £ 'ÚLVEftAW 29. Rel; IId7 30. Rd3; — Hxd6, 31. RcS — Hxdl+ 32. Hxdl — He8 33. Hd8; He7 (33. . . Hxd8 34. Rxe6). 34. Rxe6 — Hxe6 og svart- ur gafst upp um leið, án þess að biða eftir 35. Bc4 sem gerir ut um skákina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.